Morgunblaðið - 27.01.1985, Page 36

Morgunblaðið - 27.01.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Ljósmyndarinn er Rússi og heitir Vladimir Sichov. Hann fékk fleiri ljósmyndir birtar áriö 1980 en nokkur annar ljósmyndari í heiminum. „Ég komst frá Sovétríkjunum með fjölskyldu mína á brottfararleyfi til ísrael í október 1979. Þá hafði ég reynt í fimm ár árangurslaust að komast burtu. Ég var á Hels- inki-listanum yfir þá sem höfðu sótt um og verið neitað um brott- fararleyfi. Áhugi bandariskra þingmanna á þessu fólki bjargaði mér loks úr landi. Eina leiðin til að komast löglega frá Sovétríkjunum er að sækja um brottfararleyfi til Israel, hvort sem maður er gyðingur eða ekki. Fyrir 1967 var flogið beint til Jer- úsalem en nú er flogið til Vínar- borgar. Ég dvaldist þar í fjóra mánuði en hef búið í París síðan í febrúar 1980. Bók með myndunum mínum af lífi í Sovétríkjunum var Ljósmyndarinn með Sigurði A. Magnússyni á Helgafelli við Stykkishólm sumarið 1983. „Ég var í fangelsi með Shcharansky“ - segir ljósmyndari sem þekkir ísland vel „Ertu virkilega íslensk?“ spurði iágvaxinn Ijósmyndari með gleraugu og var ótrúlega uppveðraöur ydr því. „Ég var í þrjá mánuði á Islandi í sumar og tók myndir af öllum helstu listamönnum og sögustöðum landsins. Já, og ritstjóranum þínum,“ bætti hann við, þegar hann heyrði minnst á Morgunblaðið. „Dásam- legt land, dásamleg þjóð. Hún er líkust Rúss- um af öllum þjóðum sem ég kef kynnst. Mað- ur byrjar að tala um veðrið og er allt í einu farinn að tala um trúmál og heimspeki. Þann- ig á fólk að vera.“ Við vorum að bíða eftir að hitta Avital Shcharansky sem var í Genf til að minna umheiminn á örlög mannsins síns í sovéskum fangabúðum. „Ég var í fangelsi með Shchar- ansky,“ sagði Ijósmyndarinn við fylgdarkonu Avital Shcharanskys. Hún rak upp stór augu og stundi upp: „Þekkirðu Anatoly?“ full geðshræringar. „Ég var einu sinni handtekinn í Moskvu þegar listmálarar og teiknarar fóru í mótmælagöngu, héldu málverkunum hátt yf- ir höfði sér og kröfðust betri kjara og meira frelsis. Ég tók myndir af þeim og var settur í fangelsi í fjóra daga. Þar hitti ég Shcharansky og við töluðum aöeins saman. Það var áður en hann varð heimsfrægur.“ Vladimir Sichov og kona hans, Aida, ásamt dóttur hennar af fyrra hjóna- bandi, sem enn býr í Moskvu. baráttukveðjur til Hollands BPARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR Strandgötu 8—10. Reykjavíkurvegi 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.