Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANtJAR 1985 Aftur til íslands eftir 30 ár Það má lesa andlit Chet Baker líkt og árhringi 56 ára barrtrés, sem staðið hefur af sér saltstorma á ólgandi sjávarströnd. Andlit hans er rúnum rist og minnir einna helst á veðurbarið andlit sæ- hunds. En Chet Baker er enginn sægarpur sem barist hefur við ill- skeytt veður Norður-Atlantshafs- ins. Hann er trompetleikari og andlit hans er markað rúnum hins geggjaða lífsstfls sem þekktir tón- listarmenn temja sér mjög gjarn- an. Hann hefur lifað hátt á stund- um, og oftar en ekki fallið niður á lægsta stig eiturlyfjaneyslunnar. Chet Baker hefur löngum dregið hinn þunga drösul heróínistans en síðasta áratuginn hefur hann verið laus við þennan erfiða bagga. Chet blæs nú betur í trompetinn en nokkru sinni fyrr. Tilfinningin, Ijóðrænn tónninn og mýktin snerta hverja taug þegar hann blæs í hornið sitt einsog sá sem valdið hefur. Kom til íslands 1955 Chet Baker er væntanlegur hingað til lands í byrjun febrúar á vegum Jazzvakningar. Mun hann halda eina tónleika í Gamla btói laugardaginn 2. febrúar kl. 15.00. Er þetta í ann- að sinn sem Chet Baker kemur til íslands. Síðast kom hann fyrir nákvæmlega 30 árum, seint í desember 1955, þá nýkjörinn trompetleikari ársins af hinum virtu jazzritum Down Beat og Metronome. Chet var aðeins 26 ára gamall, einn mesti vírtúós jazzins, maður sem ungir jazz- geggjarar litu upp til með að- dáun og virðingu. Nokkru áður en Chet Baker kom hingað til lands hafði pían- istinn Dick Twardzik látist á hótelherbergi í París vegna ofneyslu eiturlyfja. Áfallið var gífurlegt. Chet fór í felur og kvartettinn, sem nokkru áður hafði verið kosinn efnilegast kombó jazzins, leystist upp. Þunglyndið greip huga Chets og hann tók að neyta vímuefna all- ótæpilega. Hingað til lands kom Chet, þrátt fyrir atvikið í París, með hljómsveit sína, sem skipuð var hollensk/indónesískum bassa- leikara, tveimur Fransmönnum Trompetleikarinn Chet Baker með tónleika í Gamla bíói á píanó og saxófón og sænska trommaranum Bert Dahlander. Ólafur Stephensen stóð að komu kvintettsins hingað til lands í samvinnu við Flugbjörg- unarsveitina. Tvennir tónleikar voru haldnir í Austurbæjarbíói, fyrir hálftómu húsi í bæði skipt- in. Einnig lék hljómsveitin fyrir bandaríska hermenn suður á Velli og svo litu meðlimirnir inn á jam-sessjón í Breiðfirðingabúð eitt kvöldið, fyrir kurteisissakir. Ógleymanlegir tónleikar Þeir sem sáu Chet Baker og heyrðu eru sammála um að tón- leikarnir hafi verið ógleyman- legir. Þrátt fyrir að nú séu liðin 30 ár frá komu Chets muna þeir Guðmundur Steingrímsson, Ólafur Stephensen, Gunnar Reynir Sveinsson og Kristján Magnússon ljóst eftir ýmsum at- vikum sem tengjast veru hans hér á landi. Allir eru þeir sam- mála um að hann hafi verið ein- staklega góður. Blásturinn þýður og tónninn tær. Ólafur Stephensen og Gunnar Reynir Sveinsson sögðu nánast það sama er þeir voru beðnir að lýsa tónlist Chet Baker: „Chet Baker spilar mjög fallegar línur, hefur fallegan tón og mjög yfir- vegaða uppbyggingu," sagði Ólafur. „Hann minnir helst á John Lewis úr Modern Jazz- kvartettinum hvað uppbygging- una varðar. Líklega hefur enginn trompetleikari á þessari línu komið fram frá því Bix Beider- beck var og hét.“ Gunnar Reynir Sveinsson tók í sama streng: „Mér finnst hann vera beint framhald af Bix Beid- erbeck og Louis Armstrong. Hann er mjög melódiskur og fylgir tradísjóninni, þó hann sé nútímalegur. Mér finnst hann afskaplega ljúfur og yndislegur trompetleikari. Akaflega spenn- andi og fullkominn í sínum stíl.“ Þeir voru einnig sammála um að Chet hefði verið mjög ljúfur í viðmóti og í sama streng tóku aðrir sem hittu hann þennan tíma. Hann var þögull, dálítið fjarrænn, eflaust sorgmæddur eftir vinarmissinn. En tónlistin hreif þá sem þekktu til Gerry Mulligan/Chet Baker-kvartetts- ins fræga. Sérstæöur söngvari Að vísu voru ekki allir jafn- hrifnir. Sumir tónleikagesta vissu ekki alveg hverju þeir máttu eiga von á. Og þegar Chet fór að syngja „My Funny Valent- ine“ og fleiri lög brá sumum f brún. Fyrir þá sem til þekktu var þetta hinn ágætasti söngur. En fyrir þá sem höfðu enga aðra samlíkingu en Delta Rythm Bojs, eða íslenska óperusöngv- ara, gegndi öðru máli. Chet Bak- er söng einsog svo margir aðrir jazzleikarar af innlifun. Það var tilfinningin sem réð ferðinni en ekki söngstíll og raddbeiting stórsöngvarans. Hann söng og syngur enn einsog blásari, enda er hann fyrst og síðast blásari. Chet Baker er kunnastur fyrir samstarf sitt við Gerry Mulligan uppúr 1950. Nokkru áður hafði hann meðal annars starfað með meistara Charlie Parker í 2 ár. Á sínum langa ferli hefur Chet leikið með fjölda stórjazzara, enda er hann í þeirra hópi sjálf- ur. Hann hefur starfað jöfnum höndum i Bandaríkjunum og Evrópu í gegnum tíðina og upp- lifað ýmislegt. Hann kýs frekar að starfa í Evrópu, ef hann á þess nokkurn kost, því „fólk hlustar af meiri áhuga í Evrópu og gefur tónlistarmanninum meira svigrúm til eigin túlkun- ar“. Vegna þessa á Chet marga vini í Evrópu sem hann heim- sækir gjarnan. En hann hefur ekki farið var- hluta af heimalandi sínu, Banda- ríkjunum. Árið 1968 lenti Chet heldur betur í því, þegar fimm ungir menn réðust á hann á götu í San Franciscc og börðu hann til óbóta. Var Chet lengi að ná sér eftir þetta atvik, en það sem fór verst með hann var að hann Trompetleikarinn Chet Baker er væntanlegur til Islands, en hann kom hingað til lands og lék á tónleikum í desember 1955. missti svo til allar tennurnar við barsmíðarnar. Það er ógerning- ur fyrir tannlausan mann að leika á trompet. Varð hann því að hætta að spila næstu tvö árin. Á þessu tímabili lét hann smíða uppí sig tannbrú og byrjaði svo að læra að spila á trompetinn að nýju. Það tók hann önnur fjögur ár að ná aftur fyrri leikni, en það var þess virði. Nú blæs Chet Baker af meira öryggi en áður og tilfinningin er dýpri. Hann er þroskaður tónlistarmaður sem veit uppá hár hvað hann getur fengið útúr hljóðfæri sínu. Meistari ballöðunnar Chet Baker er nú á 56. aldurs- ári og hann veit sem er, að ævi jazzleikarans getur tekið óvænta stefnu þegar minnst varir. Það hefur hann oft fengið að reyna. Þessvegna segist hann gefa allt sem hann á þegar hann heldur tónleika. Chet segist ætíð leika einsog hann sé að blása sína síð- ustu nótu. Og það er sannarlega þess virði að verða vitni að þeim mikla tilfinningahita sem í tón- list Chets Baker býr. Hún virðist ekki vera flókin, en einsog Chet segir sjálfur, þá er erfiðara að spila fallega ballöðu átakalaust og af tilfinningamýkt heldur en að trylla fram hraða og hávaða- sama tónlist. í ballöðunum heyr- ist bókstaflega allt. Það verður örugglega góður jazz sem flæða mun um salar- kynni Gamla bíós laugardaginn 2. febrúar og full ástæða til að hvetja jazzáhugafólk til að mæta á tónleika Chets Baker. Sv.G. Afgreiðsla Rörsteypunnar við Fffuhvammsveg f Kópavogi j o i .. er fíutt á athafnasvæði steypuverksmiðjunnar Óss, ^ Suðurhrauni 2 Garðabæ. Sfmi 651444. STEYPA SEIV! STEMST Steypuverksmidja SUÐURHHAUNI 2 GARÐABÆ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.