Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 VISINDI EFTIR SVERRI ÓLAFSSON Hin óvænta eind Á síðastliðnum árum hafa verulegar framfarir átt sér stað á sviði öreinda- fræðinnar, þeirrar greinar raunvísinda er fæst við rannsóknir á smæstu eind- um efnisins og þeim kröft- um er verka á milli þeirra. Þekktur er mikill fjöldi einda, sem hægt er að skipta gróflega niður í þrjá flokka er nefnast þungeind- ir, miðeindir og létteindir. Komið hefur í Ijós að þung- eindir og miðeindir eru mis- munandi samsetningar sex raunverulegra efnis-frum- einda er nefnast kvarkar. Kvarkarnir sex eru ein- kenndir með bókstöfunum u, d, s, c, d og t. Þekktastar þungeind- anna eru róteindir og nift- eindir en af þeim saman- stendur kjarni atómanna. Róteindir samanstanda af tveimur u-kvörkum og ein- um d-kvarka. Miðeindir hinsvegar samanstanda einungis af tveimur kvörk- um eða réttara sagt einum kvarka og andkvarka sömu gerðar. Létteindir saman- standa ekki af öðrum eind- um og eru því frumeindir í sama skilningi og kvarkarn- ir. Þekktastar létteindanna eru rafeindirnar, sem ásamt róteindum og nift- eindum eru höfuöuppistaða atómanna. Álitið er að fjöldi létteinda sé sá sami og fjöldi kvarka, en ef sú hugmynd er rétt eru frum- eindir efnisins því tólf að tölu, þ.e. sex kvarkar og sex létteindir. Eindunum er raðað saman í tvíeinda hópa eða tvíþrep samkvæmt ákveöinni „forskrift“ — létteindir og kvarkar sitt í hvoru lagi. Sagt er að eind- unum sé raðað niður í fjöl- skyldur. Allt venjulegt efni eins og við þekkjum það úr okkar daglega efnisheimi samanstendur af meðlim- um frumfjölskyldunnar, en eindir hennar eru kvark- arnir u og d, rafeindir og eindir er nefnast raffiseind- ir. Kenningar þær sem dregið hafa upp þessa mynd af upp- bygR>ngu efnisins nefnast standard-kenningar, en þær hafa hingað til verið í fullu sam- ræmi við niðurstöður þeirra til- rauna sem gerðar hafa verið á sviði eindafræðinnar. Þessar kenningar hafa meira að segja sagt fyrir um ákveðin hrif eða tilvist nokkurra einda sem seinna hafa fundist og verið í góðu samræmi við forsagnir kenninganna. Síðasta dæmið er fundur t-kvarkans við evrópsku ör- eindastofnunina CERN í Genf, er standard-kenningarnar höfðu sagt fyrir um tilvist hans. Þessi uppgötvun var gerð opinber 3. júlí síðastliðinn. U.þ.b. ári áður fundust einnig við CERN sk. w- og z-eindir sem gegna grundvall- arhlutverki í standard-kenning- unum, en þær miðla einum af frumkröftum náttúrunnar, hin- um sk. veika kjarna krafti, sem er orsakavaldur ákveðinna geislavirkni ferla. Eðlisfræðingar gátu í raun verið ánægðir með standard- kenningarnar sem höfðu reynst svo vel. En sú ánægja stóð ekki lengi, því nokkrum dögum eftir að uppgötvun t-kvarkans hafði opinberlega verið tilkynnt, eða þann 19. júlí síðastliðinn, upp- lýsti samstarfshópur eðlisfræð- inga á alþjóðlegri ráðstefnu um háorkueðlisfræði í Leipzig í A-Þýskalandi að þeir hefðu upp- götvað nýja eind er þeir nefndu zeta-eind og að hún mundi ef til vill ekki falla inn í þá mynd sem standard-kenningarnar hafa dregið upp af heimi örendanna. Uppgötvunin, sem gerð var við öreindarannsóknastofn- unina DESY í Hamburg í V-Þýskalandi, setur eðlisfræð- inga í nokkurn vanda því enn er engan veginn ljóst hvort hægt er að koma zeta-eindinni undir þak standard-kenninganna eða hvort gera þarf á þeim breytingar eða Myndir eins og þessi gegna mikilvægu hlut- verki í eindafræði. Við árekstra einda verða iðu- lega til nýjar eindir. Undir ákveönum kringumstæö- um, m.a. í sk. blööruhylki, veröa brautir eindanna sjáanlegar. Mælingar á lögun brautanna gefa mikilvægar upplýsingar um eiginleika eindanna. jafnvel kasta þeim fyrir borð. Uppgötvun zeta-eindarinnar var mjög óvænt og þyngd hennar, sem er u.þ.b. tíu þúsund sinnum meiri en þyngd einnar róteindar, er ekki á því þyngdarsvæði er nokkurra einda hafði verið vænst. Tilraunirnar sem leiddu til uppgötvunarinnar höfðu raunar verið settar upp í öðrum tilgangi en þeim að staðfesta eða grafa undan standard-kenningunum. Tilgangurinn með þeim var sá að rannska betur eiginleika ákveð- ins eindahóps, sem nefnist upsi- lon-hópurinn, en eindir þessa hóps samanstanda af b-kvarkan- um og andkvarka hans og upp- götvuðust árið 1977 í Ferimi- rannsóknarstofnuninni við Chic- ago í Bandaríkjunum. Samkvæmt standard-kenning- unum eru að vísu til sk. Higgs- eindir, sem enn hafa ekki fund- ist, og er því eðlilegt að sumum hafi dottið í hug að zeta-eindin kunni að vera Higgs-eind. Slíkt er vitanlega ekki ómögu- legt, þó það sem nú þegar er vit- að um eiginleika zeta-eindarinn- ar samræmist ekki alveg hug- myndum standardkenninganna um Higgs-eindirnar. Ef zeta- eindin er Higgs-eind þá þyrftu standard-kenningarnar nokk- urra breytinga við, sem þó mættu ekki raska samlögun þeirra að niðurstöðum fyrri til- rauna. Sem stendur er við DESY unn- ið að betrumbótum á tilraunun- um, þeim er leiddu til uppgötv- unar zeta-eindarinnar og þá ekki síst á tölfræðilegum þáttum sem eru mikilvægir hvað varðar túlk- un á niðurstöðum þeirra. Allir þættir tilraunanna verða að komast á hreint áður en af nokkurri alvöru verð- ur hægt að ræða raunverulega stöðu zeta-eindarinnar í heimi öreindanna. Engu að síður hafa nú þegar komið fram tillögur um það hvað zeta-eindin geti verið. Ein þeirra er að hún sé sam- setning fjögurra kvarka í stað tveggja eins og standard-kenn- ingarnar gera ráð fyrir. Önnur er er sú að zeta-eindin tilheyri hópi þeirra einda er sk. „súperkenningar" gera ráð fyrir að til séu, en samkvæmt þeim kenningum á sér hver eind ákveðna fylgieind eða „súperfé- laga“. Rafeindin t.d. á sér fylgi- eind, sem skírð hefur verið „raf- íno“. Engin þessara supereinda hefur hinsvegar fundist enn sem komið er og er því eðlilegt að sumir líti zeta-eindina súper- hýru auga. Enn önnur hugmynd sem fram hefur komið er að zeta-eindin sé vísbending um það að kvarkarnir séu ekki smæstu grundvallareiningar efnisins, heldur séu þeir sjálfir samsettir og búi því yfir eigin innri eiginleikum. En hvaða hugmynd sem að lokum reynist rétt, einhver þessara eða önnur enn óframkomin, er víst að mik- ið verður um að vera í einda- fræðinni á næstunni. Dómsorö Stórmynd frá 20th Century Fox. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bladburöarfólk óskast! lnti^wiUiiN^ Austurbær Bragagata Sóleyjargata Miðbær 1 Vesturbær Faxaskjól Neydarlög- in látin gilda til júníloka Parú, 25. janúar. AP. FRANSKA þingið samþykkti í morg- un að framlengja gildistíma neyðar- laganna á Nýju Kaledóníu tií 30. júní. Dick Ukeiwe, leiðtogi stjórnar- innar á eynni, sem sæti á í öld- ungadeild franska þingsins, lýsti því yfir í Paris í gær, að hann væri reiðubúinn að hitta Jean-Marie Tjibaou, leiðtoga sjálfstæðishreyf- ingar Nýju Kaledóniu, að máli, en Tjibaou er nú einnig staddur þar til viðræðna við frönsk stjórnvöld. Hefur þessi yfirlýsing vakið mikla athygli og meðal þeirra, sem lýst hafa ánægju sinni með hana er Laurent Fabius, forsætisráðherra Frakklands. Ukeiwe lýsti hins vegar yfir ein- dreginni andstöðu sinni við sam- þykktina um framlengingu neyð- arlaganna, sem hann sagði að mis- munaði eyjarskeggjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.