Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 ÞINGBRÉF Hún á afmæli í vor Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem hér sést ásamt forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, var stofnuð 26. maí 1983, og nálgast því annað aldursárið; verður tveggja ára í vor ef henni endist aldur til. Alþingi, sem Nýársboðskapur forsætisráðherra: kemur saman á morgun, er um margt „spurningarmerki“ í hugum fólks, m.a. um það er varðar lífdaga stjórnarinnar. Máske rsðst framhaldið af því, hvað ríkisstjórnin leggur fyrir þingið varðandi stefnumörkun og aðgerðir þegar það kemur saman. „Ríkisstjórnin mun ekki hlaupa frá borði, þótt skipið hallist“ Forðast verður nýja kollsteypu með alvarlegum afleiðingum „MikilvKgast er að læra af reynslunni, rétta þjóðarskútuna við og taka á ný stefnu á stöðugleika heilbrigðs efnahagslífs og nýtt framfaraskeið. Ríkis- stjórnin mun ekki hlaupa frá borði, þótt skipið ballist Stjórnarflokkarnir munu endurskoða stefnuna á öllum sviðum og leita samstöðu við þjóðina um farsæla framkvæmd." — Þannig komst Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, að orði, í ávarpi til þjóðarinnar á gamlársdag, 31. desember sl. Þessi orð er vert að hafa í huga þegar Alþingi kemur saman til fundar á morgun, eftir rúmlega mánaðar starfshlé, sem stjórn og stjórnar- flokkar hafa vonandi notað af kostgæfni til að búa sig undir mik- ilvæg störf í þágu þjóðarheildar- innar. „HRIKTIR f STOÐUM EFNAHAGSLÍFSINS“ STEINGRÍMUR HERMANNS- SON, forsætisráðherra, segir í nýjársboðskap sínum að tslend- ingar hafi á fáum áratugum byggt upp eitt mesta velferðarríki ver- aldar, þar sem þegnarnir njóti verulegs jafnræðis og öryggis. „Þetta hefur verið gert,“ segir hann réttilega, „á grundvelli þjóð- arframleiðslu, sem frá stríðsárum hefur vaxið að meðaltali á hvern mann meir en flestar aðrar þjóðir geta státað af.“ „Afli af ísíands- miðum á stærsta þáttinn", segir forsætisráðherra ennfremur, „mikilvægi sjávarútvegsins verður ekki sízt ljóst þegar sjávarafli bregst. Þá hriktir í stoðum efna- hagslífsins. Svo hefur verið nú um þriggja ára skeið." Hér kemur forsætisráðherra að kjarna máls, sem oft hefur verið ræddur f þessum pistlum, að hag- vöxtur liðinna áratuga (þ.e. bætt lífskjör) hafi fyrst og fremst verið sóttur til veiða og vinnslu — eða tæknivæðingar sjávarútvegs, sem margfaldaði þjóðartekjur á nokkr- um gengnum áratugum. Hagvöxtur verður hinsvegar að- eins í litlum mæli sóttur til hefð- bundinna atvinnuvega í fyrirsjá- anlegri framtíð, vegna aflatak- markana (stöðu fiskistofna) og framleiðslutakmarkana á búvöru (þ.e. markaðsstöðu hennar). Það er því ekki út í hött að horft er til nýsköpunar í íslenzkum þjóðar- búskap. Fyrirsjáanlegt er að tug- þúsundir einstaklinga bætast á ís- lenzkan vinnumarkað næstu tvo áratugina; auk þess sem sam- dráttur hefur sagt til sín í þjóðar- framleiðslu, þjóðartekjum og lífs- kjörum næstliðin ár. VERÐBÓLGAN VAR HÖFUÐVANDINN VERÐBÓLGAN, sem komin var í 130% vöxt á fyrsta ársfjórðungi 1983, skekkti samkeppnisstöðu ís- lenzkrar útflutnings- og sam- keppnisframleiðslu. Framleiðslu- lönd, sem bjuggu að stöðugleika í verðlagi og efnahagslífi, fimm til tíu prósenta tilkostnaðarhækkun á ári, stóðu ólíkt betur að vígi í verðsamkeppni á sölumörkuðum, erlendis og hérlendis. Á þessum tíma horfði því, með vaxandi verð- bólgu, til stöðvunar fjölda fram- leiðslufyrirtækja og fjöldaat- vinnuleysis. Það var við þessar að- stæður sem ríkisstjórnin greip inn í framvindu mála með „róttækum" efnahagsráðstöfunum — og mátti ekki seinna gerast. Aljóna og Ivan >riðji bekkur Leiklistarskólans sýnir barnaleikrit í samvinnu við Tónlistarskólann í Reykjavík NEMENDUR í þriðja bekk Leik- listarskóla íslands frumsýna á sunnudag barnaleikritið „Aljóna og lvan“ eftir sovéska barnaleik- ritahöfundinn Lev Ustinov. Leik- ritið er flutt í samvinnu við Tón- listarskólann í Reykjavík. Þetta er ævintýraleikur sem byggir á gamalli þjóðsögu um tréð sem talar og töframátt þess. Sagt er frá systkinunum Ivani og Aljónu og baráttu þeirra við að fá áheyrn hjá töfratrénu sem er í skóginum þar sem úlfar herramannsins ráða ríkjum. Sex nemendur í Leiklistar- skólanum taka þátt í sýning- unni. Það eru þau Bryndís Petra Bragadóttir, Eiríkur Guðmunds- son, Guðbjörg Þórisdóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli Gautason og Valdimar Örn Flygering. Þau sem flytja tón- listina eru Ásdís Arnardóttir, Hanna Margrét Sverrisdóttir, Herdís Jónsdóttir, Jóhann Ing- ólfsson og Kristín Guðmunds- dóttir, öll nemendur í Tónlist- arskóla Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem slík samvinna er á milli þessara skóla. Einn gestaleikari, Jóhann Sigurðar- son, tekur þátt í sýningunni. Búninga gerði Anna Jóna Jónsdóttir, lýsingu annast Ólaf- ur Örn Thoroddsen og leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Öll tónlist er eftir Finn Torfa Stef- ánsson sem er nemandi í tón- fræðadeild Tónlistarskóla Reykjavíkur. Leikritið verður frumsýnt í Lindarbæ sunnudaginn 27. janú- ar nk. kl. 17.00 og næstu sýn- ingar verða á þriðjudag og föstu- dag kl. 17.00 og sunnudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Fyrirhugað er að sýna leikritið 10 sinnum. Að sögn Helgu Hjörvar skól- astjóra Leiklistarskólan ríkisins er skólinn eini leiklistarskólinn á Norðurlöndum sem hefur það fyrir fasta reglu að allir nem- endur skólans hafi tekið þátt í uppsetningu á barnaleikriti áður en þeir útskrifast. Hún sagði einnig að það væri hefð að bjóða upp á skólasýningar fyrir nem- endur grunnskólanna á þessum leikritum og að þessu sinni einn- ig fyrir að nemendur tónlist- arskólanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.