Morgunblaðið - 27.01.1985, Side 64
HLEKKURIHBMSKEDJU
^>óling
Fyrr en þig grunar!
Tímapantanir í síma 11630
SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Tvívegis fyrir
bfl á korteri
f GÆRMORGUN var tvívegis ekið á
18 ára gamlan pílt með aðeins 15
mínútna millibili.
Pilturinn varð fyrir bifreið í
Skógarhlíð klukkan 07.25 i gær-
morgun og var fluttur í slysadeild.
Meiðsli hans reyndust lítil og fór
hann af slysadeildinni. Aðeins ör-
fáum mínútum síðar var piltur
fluttur á ný í slysadeild eftir að
hafa orðið fyrir bifreið á Bústaða-
vegi klukkan 07.40.
Pilturinn var ölvaður og hljóp í
báðum tilvikum út á götu í veg
fyrir bifreiðirnar, en ökumönnum
tókst að forða pilti frá alvarlegum
meiðslum. Hann meiddist á hné og
hlaut minni háttar meiðsl.
Metvika í
Þjóðleik-
húsinu
Vikan, sem leið, var metvika hjá
hjóðleikhúsinu hvað aðsókn varðar
og hafa jafn margir áhorfendur ekki
komið í leikhúsið á einni viku frá
upphafi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, komu tæplega 5.000
áhorfendur í vikunni á átta sýn-
ingar leikhússins. En að sögn
miðasölustjóra Þjóðleikhússins,
hefur eftirspurnin eftir miðum
verið slík í vikunni, að hægt hefði
verið að selja 8 til 10 þúsund miða.
Langar biðraðir hafa verið við
miðasöluna frá klukkan 9 á
morgnana og eftirspurnin utan af
landi hefur verið slik, að einn
maður hefur verið í því starfi ein-
göngu, að taka við landssímasím-
tölum.
Leiksýningarnar, sem um ræðir,
eru Milli skinns og hörunds, sem
var sýnt fyrir fullu húsi I síðasta
sinn á fimmtudagskvöldið, Skugga
Sveinn, en nær uppselt var á síð-
ustu sýningu á honum í gærkvöldi,
barnaleikritið Kardemommubær-
inn og söngleikurinn Gæjar og pí-
ur. En uppselt hefur verið á tvö
síðastnefndu verkin frá því að
sýningar á þeim hófust.
Þó reynt hafi verið eftir föng-
um, hefur reynst mjög erfitt að
anna eftirspurn eftir miðum á
barnaleikritið og söngleikinn.
En 30.000 manns hafa nú séð
Gæja og píur og var söngleikurinn
sýndur í 50. sinn í gærkvöld.
Næsta frumsýning Þjóðleik-
hússins verður á leikritinu Ger-
trude Stein, Gertrude Stein, Ger-
trude Stein, eftir Marty Martin,
nk. fimmtudagskvöld.
Matvæli og
hjálparlið
til Eþíópíu
á morgun
FLUGVÉL, hlaðin 40 lestum
af hjálpargögnum, heldur af
stað frá íslandi til Eþíópíu á
morgun.
Að sögn Guðmundar Einarsson-
ar, framkvæmdastjóra Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, átti flugvél-
in að leggja af stað í dag, en tafð-
ist um einn sólarhring. „Farmur
vélarinnar er mjólkurduft, kex,
veiðarfærabúnaður vegna þróun-
arverkefnis okkar í Eþíópíu, allur
viðlegubúnaður hjálparliðs og
fjórhjóladrifin bifreið sem Hekla
hf. gefur. Bifreiðin er búin öllum
fullkomnasta úbúnaði fyrir hjálp-
arliðið og nýtist sem gámur á leið-
inni. Með flugvélinni fara einnig 4
hjúkrunarfræðingar, en þegar eru
2 björgunarsveitarmenn farnir."
Fimm manna hjálparlið heldur
til Eþíópíu á næstu dögum, hjúkr-
unarfræðingar, læknir og björg-
unarsveitarmaður. Fleiri starfs-
menn fylgja í kjölfarið og þegar
mest verður verða 20—30 manns
starfandi í Eþíópíu á vegum
Hjálparstofnunarinnar og
Kristniboðssambandsins. Flestir
starfsmennirnir munu dveljast
ytra í 6 mánuði. Flugvélin, sem fer
héðan á morgun, flýgur til Kaíró
og síðan til Addis Ababa, þar sem
bifreiðin og maturinn verða af-
fermd. Flugvélin heldur síðan
áfram til Asmara við Rauðah&fið
þar sem veiðarfærin verða notuð.
Guðmundur Einarsson sagði að
kostnaður Hjálparstofnunar
kirkjunnar við þessa sendingu
væri um 4—5 milljónir króna, en
væri eflaust mun hærri ef ríkis-
stjórnin greiddi mjólkurduftið
ekki mikið niður.
Gunnjón GK með 125 lestir í 2 túrum
GÓÐUR afli hefur verið i línu í
janúarminuði og hefur Gunnjón GK
506 fengið 125 lestir af slægðum
þorski í tveimur róðrum. Gunnjón
er með beitingarvél um borð og yflr-
byggður og aðstaða um borð því
góð. Línuafli í janúar og febrúar
reiknast aðeins að hálfu inn í afla-
mark skipanna.
Þorsteinn Jóhannesson, eigandi
Gunnjóns, sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins, að
jákvæður mannskapur og rétt
hugarfar skyrðu þennan góða ár-
angur. Beitingarvélin væri mjög
gott tæki, en það þyrfti að nýta
hana á réttan hátt, öðru vísi geng-
ið dæmið engan veginn uþp. Það
væri ekki hægt að kenna þessum
vélum um, ef ekki aflaöist.
Fisklöndun
Mokafli
á línu
Morgunbladid/FriÖþjófur
Ættingjum er meinað að
grafa duftker í óvígðri mold
ÆTTINGJUM hjóna, sem létu.st
fyrir nokkrum árum, hefur verið
meinað að fá duftker með ösku
þeirra í hendur.
Hjónin létu svo um mælt að að
þeim látnum skyldu lík þeirra
brennd og öskukerin grafin í
sumarbústaðalandi þeirra. Ætt-
ingjar hjónanna hafa reynt að fá
kerin afhent, en ávallt verið neit-
að á þeirri forsendu að óheimilt
sé að grafa duftker í óvígðri
mold. Duftkerin hafa því hvergi
verið grafin, því ættingjarnir
samþykkja ekki að þau verði
grafin í vígðri mold.
Fleiri dæmi munu um að duftk-
er bíði nokkurn tíma og allt upp í
nokkur ár hjá Kirkjugörðum
Reykjavíkur. Ástæða þess er
oftast sú, að annað hjóna er látið
og ker með ösku þess er látið bíða
þar til hitt hjóna er einnig látið.
Þá er kerið grafið með keri eða
kistu hins. Sjaldgæft mun þó vera
að ker séu geymd í mörg ár.
Að sögn Einars Jónssonar, út-
farastjóra, hefur ekkert gerst í
máli þessu í nokkra mánuði. „Það
hefur ekkert verið rætt við mig
°g ég geri ráð fyrir að ættingj-
arnir snúi sér til kirkjumálaráðu-
neytisins ef þeir halda uppi kröf-
um sínum,“ sagði Einar. „Kerin
verða í vörslu Kirkjugarða
Reykjavíkur þangað til lausn
fæst.“
Garnaveiki hefur fund-
ist á 37 nýjum stöðum
,„SVO ER að sjá sem garnaveikin sé
að sækja á aftur á gömlu garnaveiki-
svæóunum. Frá því í byrjun síðasta
árs hefur hún fundist á 117 bæjum.
Þar af eru 37 bæir þar sem hún hefur
ekki fundist áóur. Þá hefur hún fund-
ist í 5 hreppum þar sem hennar hefur
ekki oróið fyrr vart, en þeir eru þó
allir á gömlu garnaveikisvæóunum.
Eins hefur veikin verið staðfest í 10
kúm á árinu. Þó eru ekki öll kurl enn
komin til grafar því nokkuð er ókom-
ið af sýnum úr síðustu sláturtíð,"
sagði Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir á Keldum, og sérfræðingur
sauðfjársjúkdómanefndar, í samtali
við blm. Mbl. er hann var spurður um
garnaveiki í sauðfé sem fréttir hafa
borist af að sé að sækja aftur á.
Garnaveikin barst hingað til
lands árið 1933 með karakúl-fénu
frá Þýskalandi eins og mæðiveikin.
Veikin er ólæknandi. Hún leggst
einkum á sauðfé en hefur herjað í
vaxandi mæli á nautgripi. Þá getur
hún einnig lagst á geitur og hrein-
dýr. Sigurður sagði að erfitt væri
að meta hvað hún ylli miklu tjóni
en menn hefðu stundum áætlað að
þúsund kindur og 20 kýr dræpust
úr henni á ári.
„Garnaveikin veldur hægfara
vanþrifum í skepnunum, þær
leggja af hægt og sígandi, fá skitu-
köst sem þó eru oft ekki áberandi
fyrr en skömmu áður en þær drep-
ast. Ef bólusettar kindur fara að
láta undan veikinni ber oft minna á
skitu. Stundum kemur þó fyrir að
þær hríðleggja af á fáum vikum.
Gott eftirlit með fénu er mikil-
vægt, sérstaklega er gott að fylgj-
ast með þessu þar sem féð er viktað
reglulega. Ef kýr taka veikina er
niðurgangur mjög áberandi," sagði
Sigurður um garnaveikieinkennin.
Um ástæður þess að veikin er
aftur að færast í aukana sagði Sig-
urður: „Ástæðan kann að vera sú
að menn hafi slakað á vörnum og
ekki sinnt bólusetningu sauðfjár
eins og æskilegt væri. Skylda er að
bólusetja öll ásett lömb að hausti
og á bólusetningunni að vera lokið
fyrir áramót. Bólusetningin er á
ábyrgð sveitarfélaganna. Henni
hefur enn ekki verið lokið allsstað-
ar og stundum hefur komið fyrir að
bólusetning hefur ekki verið fram-
kvæmd í heilu sveitarfélögunum.
Reynslan bendir til þess að þeim
mun fyrr sem lömbin eru bólusett á
haustin, þeim mun meiri líkur eru
á að þau sleppi við garnaveiki."
Sigurður sagði að bólusetning
ein sér væri ekki nægileg til að
koma í veg fyrir tjón af völdum ,
veikinnar. Nauðsynlegt væri fyrir
bændur að vera á varðbergi gagn-
vart veikinni, sérstaklega væri
nauðsynlegt að gæta hreinlætis við
fóðrun fjár, ekki síst við drykkjar-
vatnið.