Morgunblaðið - 07.02.1985, Page 5

Morgunblaðið - 07.02.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1985 5 Vinnslustöðvar of marg- ar miðað við afurðamagn — sagði Guðmundur Stefánsson hagfræðingur Stéttarsambandsins „ÞAÐ ER Ijóst, að verulegur árangur hefur náðst í stjórnun framleiðslunnar, og biliö á milli framleiðslu og sölu hefur minnkað mjög. Engu að síður er enn mikið verk að vinna og Ijóst að betur má ef duga skal. Veruleg reynsla hefur fengist af því starfi sem unniö hefur verið á þessum árum og tíma- bært orðið að endurskoöa framleiðslustjórnunina í heild m.a. með tilliti til þeirrar reynslu,“ sagði Guðmundur Stefánsson, búnaðarhagfræðingur hjá Stéttarsambandi bænda, á ráðu- nautafundinum þegar hann ræddi um þróun búvörufram- leiðslunnar frá árinu 1978. Sagði hann að fjöldi bænda við hefðbundinn búskap hefði ekki breyst í samræmi við samdrátt framleiðslunnar en hins vegar virtist hagur þeirra almennt hafa rýrnað mjög. „Ég held að sá sam- dráttur sem orðinn er í búvöru- framleiðslunni krefjist þess, að margir bændur annaðhvort geri búskapinn að hlutastarfi eða hverfi frá hefðbundnum búskap í annan búskap eða þá einhver önnur störf. Alltjent er ljóst að með 15—20% samdrætti í helstu búgreinum er ekki lengur svig- rúm fyrir alla þá bændur sem stunduðu þessa framleiðslu 1979,“ sagði Guðmundur. Hann ræddi um áhrif fram- leiðslusamdráttarins á afkomu afurðasölufyrirtækja og þar með möguleika þeirra á að greiða bændum umsamið verð. Sagði hann að þegar væri farið að bera á alvarlegum vandræðum við uppgjör bæði mjólkur- og sauð- fjárafurða og t.d. fengju nú öll mjólkursamlög utan fyrsta sölu- svæðis greiðslur úr Verðmiðlun- arsjóði, þó þar kæmu aðrar ástæður einnig til. Taldi hann að 2—3% vantaði að meðaltali upp á að bændur fengju greitt fullt verð fyrir framleiðslu sauðfjárafurða árið 1983, og væri enn meiri verð- vöntun hjá sumum fyrirtækj- anna. Þá hefðu vanskil afurða- sölufyrirtækjanna aukist hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og væru þar nú í vanskilum fyrir- tæki sem ávallt hefðu staðið í fullum skilum fram til þessa. Taldi hann fulla þörf á að endurskoða skipulag mjólkuriðn- aðarins vegna framleiðslusam- dráttar og með tilliti til stór- bættra samgangna og tækninýj- unga í vinnslu og meðferð mjólk- ur. „Sum mjólkursamlögin eru orðin óþörf séð frá þeim sjónar- hóli að án þeirra verði neytend- um á viðkomandi svæði ekki séð fyrir nýmjólk. Þá mjólk sem þar er vegin inn er hægt að leggja inn í önnur mjólkursamlög og þau hin sömu mjólkursamlög geta fullnægt þörfum neytenda," sagði Guðmundur. Hann sagði einnig að endur- skipulagningar væri þörf í sauð- fjárslátruninni þar sem þær for- sendur, sem lágu því til grund- vallar að sláturhúsin eru staðsett eins og er í dag og eins mörg og raun ber vitni, væru ekki lengur til staðar. Bættar samgöngur, færra fé og framtíðarhorfur í landbúnaðinum bentu mjög ein- dregið í þá átt. „Það er megin- nauðsyn að nýta þær fjárfest- ingar sem fyrir hendi eru eins og nokkur kostur er. Ég held að reynslan sýni að núverandi af- urðamagn beri ekki allar þær vinnslustöðvar sem nú eru starf- andi og þörf endurskoðunar og endurskipulagningar er orðin mjög brýn. Þeim mun fyrr sem tekið er á þessum málum, þeim mun betra. Landbúnaðurinn hvorki má né getur lifað í fortíð- inni,“ sagði Guðmundur einnig, þegar hann ræddi um afurðasölu- fyrirtækin í ljósi breyttra að- stæðna í landbúnaði. Morgunblaðið/Ómar Valdimarsson Myndin var tekin skömmu áður en íslendingarnir héldu frá Addis Ababa. Frá vinstri: Björg Pálsdóttir, Þóra B. Hafsteinsdóttir, Ólafur E.' Lárusson, Bjarni Sighvatsson, Pálína Ása Ásgeirsdóttir og Kristín Dav- íðsdóttir. Eþíópía: íslendingarnir farnir til starfa á hungursvæðunum ÍSLENSKU hjálparliðarnir, sem eru í Eþíópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og Lútherska heimssambandsins, eru nú allir komnir til starfa á hungursvæðunum í norðurhluta landsins. Björgunarsveitarmennirnir tveir frá Vestmannaeyjum héldu áleiðis til Worgesa, nærri fylkismörkum Shoa og Tigre, á sunnudagsmorguninn. Hjúkrunarfræðingarnir fjórir héldu svo af stað til Worgesa og Senbete á mánudag. I'ar er verið að dreifa hluta þeirra hjálpargagna, er keypt voru fyrir söfnunarféð á íslandi. Mikill hugur var í íslenska vinnustöðum. Piltarnir tveir hjálparfólkinu er það lagði af verða í Eþíópíu í þrjá mánuði, stað og sagðist það í samtali við hjúkrunarfræðingarnir í hálft ár. blaðamann Morgunblaðsins í Þau báðu öll fyrir góðar kveðjur Addis Ababa gera sér góðar vonir til ættingja og vina hér heima. um að geta orðið að liði á sínum ÚTSÝN OA FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AusruKsntm mtmavh simi jmm RADHUSfORGI i AIUÖVKt MMI 22M11 HÓPFERÐIR 1985 A grænni grei med ÚTSÝN erlendis Skemmtun helgarinnar! Stórglæsileg sumaráætlun Utsýnar 85 kynnt í BCOADWAy sunnudaginn 10. febrúar kl. 19.30. Húsið fagurlega skreytt blómum, sem koma beint frá Hollandi í til- efni dagsins. FJÖLBREYTT SKEMMTIDAGSKRÁ! Þríréttaöur hátíöarmatseðill 3*. kr. ggg Veist þú — aö um 78% farþega kjósa sólar- landaferö? Veist þú — aö til aö lækka ferðakostnaöinn vilja um 50% ferðast utan háannatimans um 65% feröast aö kvöldi eöa jafnvel nóttu Þessar niöurstöður og fleiri úr skoðanakönnun Út- sýnar um feröaval o.fl. veröa kynntar og dregiö úr yfir 2000 svörum sem bárust. Verður þú viö- staddur? Yfir 1000 svör bárust viö getrauninni „Út- sýn 30 ára“. Verðlaunin: Farseöill til höfuöborgar í Evrópu dreginn úr réttum lausnum. Verður þú viðstaddur? Feröavinningar samtals að verömæti nálægt 200 þúsund kr. Vinnur þú sumarleyfisferð í Broadway á sunnudaginn? Færri komust aö en vildu á síðustu skemmtun Út- sýnar og Fríklúbbsins. Þetta er jafnan ein fjörugasta —og glæsilegasta skemmtun ársins. Tryggöu þér miöa í tíma. Borðapantanir og miðasala í Broadway. Símar 77500 og 687370.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.