Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 23 LÍF AÐ FÆRAST í TAMNINGARNAR — spjallað við nokkra tamningamenn á Selfossi og Hvolsvelli Við stefnum á úrtökuna til að byrja með, sögðu þau Olil til vinstri og Hermann, tamningamenn á Hvoisvelli. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum, sem með hesta- mótum fylgjast, að á þessu ári verður haldið Fjórðungsmót á Suð- urlandi. Aðdragandi að slíkum mótum er ávallt nokkuð langur, allt að sex til sjö mánuðir sem not- aðir eru til tamningar og þjálfunar á þeim hrossum sem hugsanlega mæta til leiks. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér austur fyrir fjall á dög- unum og leit við hjá nokkrum af þeim mörgu sem þar stunda tamningar. Á Selfossi eru fjórir tamn- ingamenn starfandi og eru þeir allir með aðstöðu í hesthúsa- hverfinu þar i bæ. Reyndar var einn þeirra, Einar Öder Magnús- son, ekki byrjaður þegar blaða- maður var þar á ferð en eigi að síður fullbókað hjá honum út allan veturinn. Hinir eru Gunn- ar Ágústsson, Davíð Guðmunds- son og Leifur Bragason. Eru þeir með þetta frá átta til tíu hross hver. Um verðið sögðu þeir að það væri 7.000 krónur á mánuði og væri innifalið í því fóður, hirðing og járning. Gunnar Ágústsson kvaðst gera nokkuð af því að ganga í hús sem kallað er og á hann þá við að sum tamninga- hrossanna eru í umsjá eigenda og sagðist hann þá taka fimm þúsund krónur. „Það virðist vera nóg framboð af tamningatrippum," sagði Ein- ar Öder og Davíð bætti við að margir bændur í uppsveitum réðu til sín tamningamenn frek- ar en senda hross sín til tamn- ingamanna. Á Hvolsvelli eru við tamn- ingar þau Olil Amble og Her- mann Ingason og voru þau spurð hvort ekki væri stefnt á Fjórð- ungsmótið með eitthvað af þeim hrossum sem þau væru með. „Ætli það ekki," svaraði Her- mann að bragði og Olil bætti við: „í það minnsta stefnum við að úrtökukeppni gæðinga og for- skoðun kynbótahrossa." Hermann kvaðst vera með 14 hross undir hnakk en Olil með 12 og var verðlagning hin sama og hjá Selfyssingunum. Á stóðhestastöðinni í Gunn- arsholti var allt komið í fullan gang, um fimmtíu folar á ýmsum aldri komnir á hús. Nú sem fyrr starfa þar Páll Bjarki Pálsson og Jakobína Jónsdóttir auk þess sem Gísli Gíslason frá Hofsstöð- um mun verða þar í vetur en hann vann á stöðinni, eins og kunnugt er, veturinn ’83. Um fimmtán folar voru komnir á járn þegar blaðamaður var þar á ferð. Nú í fyrsta skipti verða folarn- ir fóðraðir á forþurrkuðu vot- heyi í rúllum og var ein slík á fóðurganginum, voru það reynd- ar hafrar. Sagði Páll þetta gefa góðar vonir en auk þess fengju þeir grasköggla. Haldið verður áfram að temja þá fola sem nú eru á fimmta vetri auk þess sem byrjað verður á folum á fjórða vetri eins og venja er til. Skammt frá Hvolsvelli var á út- reiðum Þorvaldur Ágústsson, einn kunnasti tamningamaðurinn í Sunnlendingafjórðungi galvaskur að vanda. Reiðskjótinn er hrein- ræktaður Kolkuóshestur, Ós frá Hvolsvelli undan Byl frá Kolkuósi og hryssu þaðan. Tamningamennirnir á Selfossi. Frá vinstri: Einar Öder Magnússon á Sóma frá Sauðárkróki, Leifur Bragason á Björk frá Tóftum, Gunnar Ágústsson á Brúnblesu frá Stóra-Hofi og Davíð Guðmundsson á Ljósfaxa frá Grímstungu. MorjrunbUðió/V.ldimir — 80 nýir titlar bneytt veroá DYNASTY Nýkomnir 80 nýirtitlaraf völdu úrvalsefni, bæði kvikmyndir ogsjónvarpsefni. Nú kosta 2 þættir af Dynasty aðeins 110 kr. og þættir nr. 1 -15 leigjast þrír í pakka fyrir sama verð - aðeins 110 kr. HAGKAUP Skeifunni 15 «

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.