Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 23 LÍF AÐ FÆRAST í TAMNINGARNAR — spjallað við nokkra tamningamenn á Selfossi og Hvolsvelli Við stefnum á úrtökuna til að byrja með, sögðu þau Olil til vinstri og Hermann, tamningamenn á Hvoisvelli. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum, sem með hesta- mótum fylgjast, að á þessu ári verður haldið Fjórðungsmót á Suð- urlandi. Aðdragandi að slíkum mótum er ávallt nokkuð langur, allt að sex til sjö mánuðir sem not- aðir eru til tamningar og þjálfunar á þeim hrossum sem hugsanlega mæta til leiks. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér austur fyrir fjall á dög- unum og leit við hjá nokkrum af þeim mörgu sem þar stunda tamningar. Á Selfossi eru fjórir tamn- ingamenn starfandi og eru þeir allir með aðstöðu í hesthúsa- hverfinu þar i bæ. Reyndar var einn þeirra, Einar Öder Magnús- son, ekki byrjaður þegar blaða- maður var þar á ferð en eigi að síður fullbókað hjá honum út allan veturinn. Hinir eru Gunn- ar Ágústsson, Davíð Guðmunds- son og Leifur Bragason. Eru þeir með þetta frá átta til tíu hross hver. Um verðið sögðu þeir að það væri 7.000 krónur á mánuði og væri innifalið í því fóður, hirðing og járning. Gunnar Ágústsson kvaðst gera nokkuð af því að ganga í hús sem kallað er og á hann þá við að sum tamninga- hrossanna eru í umsjá eigenda og sagðist hann þá taka fimm þúsund krónur. „Það virðist vera nóg framboð af tamningatrippum," sagði Ein- ar Öder og Davíð bætti við að margir bændur í uppsveitum réðu til sín tamningamenn frek- ar en senda hross sín til tamn- ingamanna. Á Hvolsvelli eru við tamn- ingar þau Olil Amble og Her- mann Ingason og voru þau spurð hvort ekki væri stefnt á Fjórð- ungsmótið með eitthvað af þeim hrossum sem þau væru með. „Ætli það ekki," svaraði Her- mann að bragði og Olil bætti við: „í það minnsta stefnum við að úrtökukeppni gæðinga og for- skoðun kynbótahrossa." Hermann kvaðst vera með 14 hross undir hnakk en Olil með 12 og var verðlagning hin sama og hjá Selfyssingunum. Á stóðhestastöðinni í Gunn- arsholti var allt komið í fullan gang, um fimmtíu folar á ýmsum aldri komnir á hús. Nú sem fyrr starfa þar Páll Bjarki Pálsson og Jakobína Jónsdóttir auk þess sem Gísli Gíslason frá Hofsstöð- um mun verða þar í vetur en hann vann á stöðinni, eins og kunnugt er, veturinn ’83. Um fimmtán folar voru komnir á járn þegar blaðamaður var þar á ferð. Nú í fyrsta skipti verða folarn- ir fóðraðir á forþurrkuðu vot- heyi í rúllum og var ein slík á fóðurganginum, voru það reynd- ar hafrar. Sagði Páll þetta gefa góðar vonir en auk þess fengju þeir grasköggla. Haldið verður áfram að temja þá fola sem nú eru á fimmta vetri auk þess sem byrjað verður á folum á fjórða vetri eins og venja er til. Skammt frá Hvolsvelli var á út- reiðum Þorvaldur Ágústsson, einn kunnasti tamningamaðurinn í Sunnlendingafjórðungi galvaskur að vanda. Reiðskjótinn er hrein- ræktaður Kolkuóshestur, Ós frá Hvolsvelli undan Byl frá Kolkuósi og hryssu þaðan. Tamningamennirnir á Selfossi. Frá vinstri: Einar Öder Magnússon á Sóma frá Sauðárkróki, Leifur Bragason á Björk frá Tóftum, Gunnar Ágústsson á Brúnblesu frá Stóra-Hofi og Davíð Guðmundsson á Ljósfaxa frá Grímstungu. MorjrunbUðió/V.ldimir — 80 nýir titlar bneytt veroá DYNASTY Nýkomnir 80 nýirtitlaraf völdu úrvalsefni, bæði kvikmyndir ogsjónvarpsefni. Nú kosta 2 þættir af Dynasty aðeins 110 kr. og þættir nr. 1 -15 leigjast þrír í pakka fyrir sama verð - aðeins 110 kr. HAGKAUP Skeifunni 15 «
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.