Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1985 29 Stjórnarandstaðan í Svíþjóð: Vantraust á Lennart Bodström í þinginu Stokkhólmi, 6. fehníar. Frá AP og fréttaritara Mbl. LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar á sænska þinginu hafa lagt fram tillögu um vantraust á Lennart Bodström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Astæðan er þau ummæli ráðherrans fyrir nokkrum dögum, að engar sannanir væru fyrir því að erlendir kafbátar hefðu með leynd siglt innan sænskrar lögsögu síðan 1982. Vantraust hefur aðeins einu sinni áður verið borið fram á sænskan utanríkisráðherra á þingi landsins. Ólíklegt þykir hins vegar að það verði samþykkt að þessu sinni, þar sem stjórnar- flokkurinn. flokkur jafnaðar- manna, hefur meirihluta á þing- inu. Svíþjóð: Tíu herþotur voru í hættu Aðskotahlutir fundust í 50 Viggen-þotum Stokkhólmi, 6. febrúar. AP. AÐSKOTAHLUTIR, sem slysahætta stafar af, hafa við vandlega athugun fundist í 10 af um 200 herþotum Svía af gerðinni Viggen, að er tals- maður hinna opinberu hergagna- verksmiðja í Svíþjóð skýrði frá því í dag. Ýfirstjórn flughersins ákvað í fyrri viku, eftir að herþota af Viggen-gerð fórst vegna þess að laus skrúfa hafði skemmt stjórn- kerfi hennar, að stöðva flug allra þota af sömu gerð og rannsaka hvort gallar leyndust í fleiri vél- um. Rannsókn leiddi í ljós að í 50 herþotum voru ýmsir aðskotahlut- ir, s.s. lausar skrúfur og pinnar, og í 10 vélanna hefðu þessir hlutir getað skemmt stjórnkerfið og valdið þvi að þær hröpuðu. Veður víða um heim Lttgil Hæaf Akureyri +2 skýjaö Amsterdam +2 8 heiöskírt Aþena 3 15 heiöskfrt Barcelona 14 léttskýjað Beriín 0 6 skýjaö Brussel 2 9 skýjaö Chicago +10 +5 ekýjað Dublin 4 11 heiðskírt Feneyjar Frankfurt Genf +1 7 vantar vantar skýjaö Hefsinki +23 +11 heiöskirt Hong Kong 18 18 skýjaö Jerúsalem 3 8 skýjaö Kaupm.höfn +2 0 skýjaö Las Palmas 22 léttskýjaö Lissabon 10 18 ekýjaö London 8 12 skýjaö Los Angeles 4 16 haiöskírt Lúxemborg Malaga 18 vantar haiöskfrt Mallorka 13 þokum. Miami 22 25 heiöskírt Montreal Moskva +17 +12 vantar skýjeö NewVork +5 +2 •kýjað Osló +8 +3 skýjaö Parts 6 11 •kýjeö Peking +2 8 heiöskirt Reykjavík 3 skýjaö Rio de Janeiro 18 37 skýjaö Rúmaborg 8 13 skýjaö Stokkhólmur +12 +8 snjókoma Sydney 21 29 heiðskírt Tókýó 5 11 heiðskírt Vinarborg +1 3 heióskírt Þórshöfn 4 skýjaó Olof Palme, forsætisráðherra, hefur sagt að þeir sem greiða van- trausti á Bodström atkvæði séu jafnframt að lýsa vantrausti á rík- isstjórnina, þar sem Bodström hafi í engu vikið frá stefnu henn- ar. Ummæli Bodströms um kafbát- ana birtust i sænskum blöðum á sunnudaginn, en hann hafði látið þau orð falla á óformlegum hádeg- isverðarfundi með sjö blaða- mönnum, að sænsk stjórnvöld litu svo á, að Sovétmenn fylgdu rökv- ísri stefnu og ekki væri unnt að finna neina rökvísa skýringu til að styðja fullyrðingar um ólögmætar siglingar kafbáta þeirra innan sænskrar lögsögu. Samkvæmt upplýsingum, sem yfirstjórn hersins hefur áður sent frá sér, er vitað um fjögur dæmi þess að óþekktir kafbátar hafi siglt með leynd innan sænskrar lögsögu síðan 1982. Hefur mjög verið vitnað til þeirra í gagnrýnj á Bodström undanfarna daga. GENGI GJALDMIÐLA Metverð dollars í Osló og Kaup- mannahöfn London, 6. febrúar. AP. Bandaríkjadollar setti ný met gagnvart nokkrum helztu gjald- miðlum Evrópu, einkum vegna væntinga um að bankavextir I Bandaríkjunum haldist háir og eftirspurnar innflytjenda banda- rískrar framleiðsluvöru. Jafnframt hjálpaði það til að evrópskir seðlabankar gerðu ekkert til þess að stemma stigu við verðhækkun dollars með gjaldeyrissölu. Sögðu franskir sérfræðingar eftirspurn eftir dollar það mikla að seðlabanka- menn teldu íhlutun gagnslausa. Loks telja menn horfur á efna- hagsbata i Bandaríkjunum góð- ar. Setti dollar nýtt met gagnvart franska frankanum og ítölsku lírunni, var nærri meti gagnvart brezka pundinu, og hann hefur ekki verið verðmeiri gagnvart vestur-þýzka markinu og hol- lenzka gyllininu í 13 ár. Þá hefur dollar aldrei verið verðmeiri í Osló, þar sem fyrir hann fengust 9,2850 krónur, og í Kaupmannahöfn, þar sem 11,48 danskar krónur fengust fyrir dollar. í London fengust 1,1120 dalir fyrir hvert eitt sterlingspund, eða tíundahluta úr senti meira en 28. janúar þegar dollar setti met gagnvart pundinu. t gær varð að greiða 1,1130 dollara fyrir pundið. Að öðru leyti var staða dollars gagnvart helztu gjaldmiðlum við lok viðskipta á fjármála- mörkuðum í London þannig: 3,2270 vestur-þýzk mörk (f gær 3,2180), 2,73975 svissneskir frankar (2,7352), 9,8545 franskir frankar (9,8265), 3,6550 hollenzk gyllini (3,6450), 1.983,45 ítalskar lírur (1.978,50) og 1,3341 kan- adadalir (1,3345). Fyrir hverja gullúnsu fengust f dag 303,25 dolíarar, en á sama tíma í gær 301,80 dalir. Ótrúlegustu óhöpp gera ekki boö á undan sér. Barn- iö er öruggt í barnaöryggisstól. KL-Jeenay eru við- urkenndir stólar og hafa hlotiö verölaun fyrir hönnun og öryggi. (fflmnaustkf Siöumúla 7 9 Simi 82722
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.