Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 51
MORGUNBLADID, PIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 51 Mor|(unblaðið/Ólafur. Frá stornfundi Verslunarfélags Austurlands hf. Egilsstaðir: Stofnfundur Verslunar- félags Austurlands hf. EgiLsNtöóum, 3. febrúar. SÍÐASTLIÐINN fostudag var boð- að til stofnfundar Verslunarfélags Austurlands hf. í Veitingaskálan- um við Lagarfljótsbrú. Fundinn sátu um 30 manns víðs vegar af Austurlandi og var þar samþykkt að stofna hlutafélag er tæki við rekstri samvinnufélagsins Verslun- arfélag Austurlands. Hlutafé hins nýja félags skal vera 7 milljónir króna og lýkur söfnun hlutafjár 1. mars næst- komandi. Þar sem veruleg hluta- fjárloforð hafa borist frá fyrir- tækjum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu var ákveðið að fresta stofnfundi og boða til fram- haldsstofnfundar í Reykjavík um miðjan þennan mánuð. Gert er ráð fyrir fimm manna stjórn í hinu nýja félagi —og verða þrír þeirra búsettir á Austurlandi en tveir stjórnarmanna af Reykja- víkursvæði. Fundurinn sam- þykkti tillögu þess efnis að Gunnar Hjaltason, Reyðarfirði, Grétar Brynjólfsson, Skipalæk, og Bragi Gunnlaugsson, Set- bergi, sætu í stjórn félagsins að hálfu heimamanna. Að sögn framkvæmdastjóra, Sigurðar Grétarssonar verður samvinnufélaginu ekki slitið — hlutafélagið mun hins vegar yfir- taka eignir þess og skuldir. Sig- urður kvaðst bjartsýnn á framtíð Verslunarfélags Austurlands hf. og ætti hlutafélagsstofnunin Sigurður Grétarsson framkvæmda- stjóri. endanlega að tryggja eðlilega samkeppni á sviði verslunar á Héraði. Helgi Gíslason, einn aðal- hvatamanna stofnunar Verslun- arfélags Austurlands svf. óskaði hinu nýja félagi velfarnaðar og í sama streng tóku þeir Bragi Gunnlaugsson, bóndi Setbergi, Valdimar Benediktsson verktaki Egilsstöðum og Magnús Ólafsson framkvæmdastjóri Hagkaupa í Reykjavík. VIÐ HÖFUM TEKIÐ VIÐ UMBOÐINU <$$£> er heimsþekktur framleiðandi hvers kyns þungavinnuvéla. <“**>vélar hafa getið sér gott orð fyrir frábæra hönnun, styrk, öryggi og hagkvæmni í rekstri. Við munum kosta kapps um að veita viðskiptavinum okkar trausta og góða þjónustu i hvivetna. Vél frá <°«> er þrautseigur vinnuþjarkur. #4% JA VEGHEFLAR HJÓLASKÓFLUR LYFTARAR HJÓLAGRÖFUR VÉLBÖRUR HJÓLASKÓFLUR BELTAGRÖFUR JS RAFMAGNSLYFTARAR BELTAGRÖFUR HLAÐBÆR SKEMMUVEGI 6 KÓPAVOGI, SÍMAR 75722 OG 40770 FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi. Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins. ^ * Dreifing Myndbönd hf., Skeifan 8, símar 686545 — 687310.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.