Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Bridgemót hófst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum, en þar taka margir af þekktustu bridgespilurum heims þátt í 48 para tvímenningskeppni. Myndina hér að ofan tók Árni Sæberg, er borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, setti mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir Pólverjann Przybora, en hann og Martens spiluðu gegn Ragnari Magnússyni og Valgarði Blöndal. 200 handrit eftir í Danmörku: Deilt um skiptingu „ÞAÐ eru eftir í Danmörku um 200 handrit, sem skiptanefndin hefur ekki getað komið sér saman um, hvernig skipt skuli milli landanna. Dan.sk i menntamálaráðherrann, Bertel Haarde, hefur kynnt mér drög að lausn sinni á málinu, sem af hans hálfu á að stuðla að því, að samkomu- lag náist,“ sagði menntamálaráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir, er Morgunblaðið spurði hana hvernig gengi að fá þau handrit heim, sem enn vcru í Danmörku. Ragnhildur sagði ennfremur, að á þessu stigi væri ekkert meira um málið að segja. Danir vissu óskir okkar og næst væri að heyra hvað þeir treystu sér til að ganga langt. Þá tækjum við næsta skrefið. Ragnhildur sagði, að málið hefði aðeins verið rætt óformlega og vildi hún því ekki opinbera óskir okkar nú. Hún vildi heldur ekki segja hver merkustu handrit í þessum hópi væru, hún teldi það ekki skynsamlegt á þessu stigi. Nú væri verið að reyna að leysa ágreining og því væri ekki rétt aö gefa upp einstök atriði málsins. Þetta yrði ekki kynnt frekar fyrr en Ijósar lægi fyrir hvaða mögu- leikar væru fyrir hendi. ASÍ og ríkisstjómin ræða vanda húsbyggjendæ Gjaldþrot fjölda heimila veröi málin ekki leyst — segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ALÞÝÐUSAMBAND fslands og ríkisstjórnin munu á næstunni leita sameig- inlega að leið út úr þeirri kreppu, sem húsbyggjendur og íbúðakaupendur eru í og rækilega hefur verið greint frá í Mbl. Þetta varð niðurstaða fundar, sem nokkrir forystumenn ASI áttu með ríkisstjórninni og embættismönnum í gærmorgun, að því er Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði á fundi með fréttamönnum í gær. „Við ákváðum að setja menn frá báðum aðilum til að fara yfir þau atriði, sem við höfum lagt áherslu á, og er gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist um helgina," sagði Ásmundur. „Næsti fundur okkar með ráðherrunum ætti að geta orðið f næstu viku.‘ Hann sagði að ef ekki yrði ær- lega tekið til hendinni við að leysa vanda húsbyggjenda á allra næstu vikum væri verið að „auka á það neyðarástand, sem nú ríkir og ekki verður við búið“. Aðrir forystu- menn ASÍ á fréttamannafundinum (Guðmundur Þ. Jónsson, Magnús Geirsson, Grétar Þorsteinsson og Björn Björnsson, hagfræðingur) tóku í sama streng. Þeir bentu á að hjá embætti borgarfógeta i Reykjavík væru nú 17—18 þúsund beiðnir um nauðungaruppboð og að gjaldþrot blasti við mörgum al- þýðuheimilum. „Lausn þessara mála verður að hafa algjöran for- gang. Dragist að leysa þau kostar það gjaldþrot sögðu þeir. fjölda heimila," Á fundinum með ráðherrunum í gærmorgun lögðu forystumenn ASÍ m.a. fram ellefu atriða lista um húsnæðismál, sem miðstjórn sambandsins telur brýnt að tekist verði á við. Eftirfarandi atriði óskar ASÍ að fjallað verði um í fyrirhuguðum viðræðum við ríkis- stjórnina: 1. Lækkun vaxta, svo raunvextir fari aldrei yfir 3%. 2. Lántakanda sé tryggt, að geta jafnan valið á milli verðtryggðs og óverðtryggðs láns. 3. Breyttan grunn lánskjaravísi- tölu, þannig að hún reiknist út frá umreiknuðum vísitölum fram- færslukostnaðar að einum þriðja og byggingarkostnaði að tveimur þriðju. Við umreikninginn verði eftirtaldir þættir teknir út: Óbeinir skattar, Niðurgreiðslur, Opinber þjónusta, Áfengi og tóbak. 4. Leiðréttingu á höfuðstól vefð- tryggðra lána, sem síðustu misseri hafa hækkað sérstaklega vegna lækkunar niðurgreiðslna og hækk- unar á opinberri þjónustu, áfengi og tóbaki. 5. Takmörkun á greiðslubyrði lána miðað við kaupmátt taxta- kaups. Hluta gjaldfallinnar greiðslu verði bætt við höfuðstól eða hann færður aftur fyrir láns- tíma lánsins. 6. Lengingu á lánstíma lífeyris- sjóðslána um allt að fimm árum ef lántaki óskar þess. 7. Áframhald á endurskoðun á lánareglum Byggingarsjóðs ríkis- ins. Grunnlán verði aðeins veitt einu sinni en viðbótarlán miðist við fjölskylduhagi. 8. Sérstaka hækkun á lánum vegna kaupa á eldra húsnæði. Regl- ur um veitingu slfkra lána verði tengdar reglum um veitingu ný- lána. Skoðanakönnun Hagvangs: Verðbólgan helzti vandinn VERÐBÓLGAN er mesta vandamál íslendinga í dag að mati þátttakenda i skoðanakönnun, sem Hagvangur framkvæmdi nýlega, og voru 19% þeirrar skoðunar. Efnahagsástandið yfirleitt var nefnt af 13,6% og eyðsla um efni fram af 10,7%. „Hvað telur þú vera helzta vanda- mál Íslendinga í dag? „Hér fer á eftir yfirlit yfir svörin og saman- burður við fyrri kannanir. f sex könnunum, sem Hagvang- ur hefur framkvæmt frá því í apríl 1983, hefur verðbólgan fjórum sinnum verið talin helzta vanda- málið, en í apríl 1984 var hún f þriðja sæti og í september sl. töldu jafnmargir þátttakendur að verð- bólgan og eyðsla um efni fram væru helztu vandamálin. f könnun þessari kemur fram, að 23,5% telja, að hægt verði að leysa þetta vandamál á næstu ár- um að verulegu leyti, 36,6% að einhverju leyti, 12% að litlu leyti, 13,4% að engu leyti og 14,2% kváðust ekki vita það. Spurningin var svohljóðandi: Verðbólga Efnahags- ástandið Eyða um efni fram Lág laun Kröfugerð Áfengi og fikniefni Febr. 85 19,0 13.6 10.7 7.2 5,0 4.3 Sept/olu 84 10,3 8,5 10,3 9,9 júll 84 12,0 10,3 10,9 8,7 ■prfl 84 12,4 19.8 15.9 7,3 nóv. 83 29.5 13.6 7,7 nprfl 83 37.2 22.3 8,1 DC-8-þota Flugleiða. Flugleiðaþota í Lúxemborg: Hætt við flugtak á síðustu stundu — aðvörunarljós gaf bilun til kynna ÞAÐ ATVIK varð í Lúxemborg í gær, er ein af þotum Flugleiða var að hefja sig til flugs, að hætta varð við flugtakið á síðustu stundu. Aðvörunarljós í mælaborði gaf þá til kynna bilun í loftbremsum. Farþegar fóru frá borði um neyðarútganga og varð engum meint af. Að sögn Sveins Sæmundssonar, fréttafulltrúa Flugleiða, var það um klukkan 14 f gær að þota af gerðinni DC-8 var í flugtaki og 1NNLENT nálgaðist flugtakshraða, þegar að- vörunarljósið kviknaði. Flugstjór- inn hætti þegar við flugtak og náði að stöðva vélina i tima. Flugvélin var nær full af farþeg- um og 10 manns voru f áhöfn. Mjög vel gekk að koma farþegum út um neyðarútganga og hlutust ekki af þvf óhöpp. önnur Flugleiðaþota var f Lúx- emborg í gær og með henni fóru farþegarnir síðan samkvæmt áætlun til Baltimore, Washington og Orlando. Orsakir óhappsins lágu ekki fyrir í gærkvöldi. Sovéski kvikmyndagerðarmaðurinn Andrej Tarkovskí kom til íslands sfðdegis f gær og verður hann hér til mánudags. f gærkvöldi var mynd hans „Nostalgia" frumsýnd í Háskólabíói og flutti hann ávarp af þvf tilefni. Myndin hér ofan var tekin, er Tarkovskí kom til Háskólabíós. „Nostalgia“ var gerð árið 1983 og þýðir „Heimþrá". Tarkovskí er nú búsettur á ítalfu ásamt konu sinni, en þau yfirgáfu Sovétrfkin fyrir þremur árum. Tarkovskí hefur hvað eftir annað sótt um brottfararleyfi fyrir son sinn 14 ára gamlan og tengdamóður, sem eru í Sovétríkjunum, en honum hefur ekki verið svarað. í tilefni af heimsókn Tarkovskís hefur Tarkovskí- nefndin hér á landi skipulagt málþing í dag í hátíðar- sal Háskóla fslands og hefst það klukkan 10.00 og stendur til 13.00. Þar mun Tarkovskí flytja erindi um líf sitt og starf, svara spurningum og ræða við þátttak- endur. Málþingið er öllum opið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.