Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ1985 29 Geimv ar nar ker f i gegn kjarnorkuárás eftir ZBIGNIEW BRZEZINSKI SFJNNI ROBERT JASTROW ^T T T MAX KAMPELMAN HL U 11 Kftir rétta viku, hinn 23. mars næstkomandi, verda liðin rétt tvö ár síðan Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, kynnti hugmyndir sínar um nýtt varnar- kerfi í geimnum (Strategic Defence Initiative — SDI). Þessar hugmyndir hafa í almennu fjölmiðlatali verið kenndar við „stjörnustríð" og voru strax I upphafi taldar óraunhefar með öllu af mörgum sem létu álit sitt í Ijós. Ronald Reagan hefur hins vegar haldið sínu striki í málinu. 26 milljörðum Bandaríkjadollara er nú ctlunin að verja til að rannsaka hagkvæmni þessa kerfls. Pólitískar deilur halda áfram um málið í Bandaríkjunum, innan Atlants- hafsbandalagsins og milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Morgunblaðið birtir í dag grein þriggja bandarískra sérfræðinga um hermál, og heims- stjórnmál er lýsa stuðningi við stefnu Reagans og ræða röksemdir með og á móti henni. Bngri þýðingarmikilli stefnu er unnt að framfylgja í lýðræðislandi án þess að hún sé rædd gaumgæfi- lega og á hana sé fallist af al- menningi. Bkki er þess heldur að vænta að áhugasamur almenning- ur geti leyst úr deilum milli sér- fræðinga um tæknileg vandamál. Umræðurnar um tillögur Reag- ans, forseta, um varnarkerfi gegn kjarnorkuárás bera þess merki, að vísindamenn eru ekki á einu máli. Það er þvi nauðsynlegt að skýra alla þætti málsins. Við getum hafið smíði tvöfalds varnarkerfis sem myndi vernda stjórnstöðvar eldflauga okkar og skotbyrgi og þannig draga úr hug- renningum sovéskra herforingja um að frumárás skilaði þeim ávinningi. Ýmsir vísindamenn gera lítið úr þessari tæknilegu getu og leggja þess í stað áherslu á þá skoðun, að það sé vísindalega ómögulegt nú á tímum að búa til varnarkerfi sem verndi banda- riskar borgir. Það er rétt að slík kerfi til varnar almenningi eru ekki til um þessar mundir. Bn við ættum að hafa í huga, hve hratt mannkyni hefur miðað í tækni og visindum á 20. öldinni. Framfarir Við ættum að nota orðið „ómögulegt" með mikilli gát. Það er heimskulegt að ætla sér að tímasetja tilfinningar. Við erum sannfærðir um að i lögmálum eðl- isfræðinnar er ekki að finna nein rök fyrir þvi, að ekki sé tæknilega unnt að búa til varnarhjúp, sem myndi vernda bæði almenning og vopn. Slikur varnarhjúpur hlýtur að vera lokamarkmið okkar. Við megum ekki láta neitt tækifæri ónotað til að rannsaka varnarkerfi sem eru skref á þeirri leið, ekki sist þegar þau kerfi, sem við höf- um rætt hér að framan, myndu draga úr hættunni á frumárás. Varnir gegn langdrægum eld- flaugum geta þjónað tilgangi sin- um án þess að vera „fullkomnar“ og tæknilega eru þær á næsta leiti. Þá er ástæðulaust að horfa fram hjá þeirri staðreynd að frá upp- hafi visindaaldar hafa menn sem sinna vísindum með skipulögðum hætti ekki reynst vera sérstaklega framsýnir i spám um visindalegar framfarir, sem ekki voru á allra vitorði á liðandi stund. Breski vis- indamaðurinn A.W. Bickerton sagði t.d. 1926, að það væri vís- indalega óframkvæmanlegt að senda eldflaug til tungslins. Willi- am Leahy, bandariskur flotafor- ingi, sagði við Harry S. Truman, Bandarikjaforseta, 1945: „Þessi (kjarnorku) sprengja mun aldrei springa, og ég tala hér sem sprengj usérf ræðingur.” Og dr. Vannevar Bush sem stjórnaði vis- indarannsóknum bandarísku rík- isstjórnarinnar i síðari heims- styrjöldinni sagði eftir styrjöld- ina, að hann vildi ekki heyra neitt um „eldflaugar sem skjóta mætti þrjú þúsund mílna vegalengd frá einni heimsálfu til annarrar með kjarnorkusprengju innanborðs ... við getum alveg hætt að hugsa um slíka hluti." Og það er ekki lengra síðan en 1965 að Robert S. McNamara, hinn hæfi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, skrifaði: „Það er ekkert sem bend- ir til þess að Sovétmenn séu að reyna að koma sér upp langdræg- um kjarnorkuherafla sem sé sam- bærilegur við slíkan herafla okkar.“ Aögerðir Sovétmanna Við megum ekki gleyma því í umræðunum heima fyrir hvað Sovétmenn eru að gera i geimnum, en þeir hafa jafnan skilið mikil- vægi öflugra varna. Þeir hafa var- ið meira fjármagni til þess að efla varnir gegn kjarnorkuárás frá þvi að ABM-samningurinn var gerður 1972 en til að koma upp langdræ- gum kjarnorkuárásarherafla. Fyrir nær tveimur áratugum hófu þeir að smiða vopn gegn gervihn- öttum. Innan sovéska hersins er nú unnið ákaft að því að koma á fót eldflaugavarnarkerfi sem nær til alls landsins. Svo virðist sem Sovétmenn séu nú tilbúnir með kerfi sem nota má til að vernda land þeirra, ekki aðeins gegn flugvélum heldur einnig gegn mörgum gerðum af langdrægum eldflaugum. Sovétmenn hafa unn- ið að þessum verkefnum án tillits til þess sem sagt er i ABM- samkomulaginu. Risastór ratsjá þeirra i Mið-Siberiu brýtur greini- lega i bága við þennan samning. Engu að siður hljóta þeir að hafa byrjað undirbúning að smiði stöð- varinnar fyrir mörgum árum. Líta verður að fund Shultz og Gromyko í Genf i byrjun janúar sem beina afleiðingu þess, að Reagan, forseti, lýsti því yfir í mars 1983, að Bandarikjamenn ætluðu að þróa varnarkerfi gegn kjarnorkuárás. Lyndon B. John- son, forseti, lagði það til við Alexei N. Kosygin, forsætisráðherra, að varnarkerfi gegn eldflaugum yrðu bönnuð en þeirri tillögu var sam- stundis hafnað. 1969 lagði Richard Nixon, forseti, til við þingið, að Bandaríkjamenn hæfu smiði varn- arkerfis gegn eldflaugum vegna þess að Sovétmenn sýndu lítinn áhuga á að banna slik varnarkerfi. Skömmu eftir að þingið sam- þykkti þessa tillögu féllust Sov- étmenn á hugmyndina um ABM- samkomulagið. Hefði Bandarikj- astjórn undir forystu Reagans ekki tilkynnt áform sin um varn- arkerfi gegn kjarnorkuárás kynn- um við enn að mæta kuldalegu viðmóti Sovétmanna, eftir að þeir riftu Genfarviðræðunum undir árslok 1983. Nýjar leiðir Menn hafa sagt að umræðurnar um takmörkun vígbúnaðar væru komnar út í ógöngur. Með sanni má segja, að þar hafi skort hug- myndaflug og nýjar tillögur. Sú stefna, sem nú er fylgt, krefst þess bæði af Bandarikjamönnum og Zbigniew Brzezinski Sovétmönnum, að þeir treysti á kenninguna um gagnkvæma gjör- eyðingu, er byggist á jafnvægi i langdrægum árásarvopnum. Bandarikjamenn hafa til þessa að- eins treyst á fælingarmáttinn en látið hjá líða að gera ráðstafanir til að verja sig gegn árásarvopn- um Sovétmanna, en Sovétmenn hafa hinsvegar sýnt með gerðum sinum, að þeir ætla að verjast bandariskum eldflaugum. Hvað sem þessu liður er ljóst að mann- kynið verður að finna leiðir til að losa sig undan oki ógnarjafnvæg- isins. Gagnkvæm gjöreyðing verð- ur að vikja fyrir gagnkvæmri tryggingu um að mannkynið lifi. Öryggi okkar getur ekki byggst á þvi, að við ráðum ekki yfir neinu varnarkerfi gegn eldflaugum. Rík- isstjórnin hefur því hlutverki að gegna að verja land og þjóð gegn árás en ekki aðeins að svara árás- araðilanum i sömu mynt. Það er furðulegt, að forseti sem leitar leiða til að vernda okkur gegn ógn og hörmung skuli sæta ámæli fyrir það. Jafnvel þótt ekki takist að smiða varnarkerfi sem verndar allan almenning — enginn okkar veit hvort það tekst eða ekki — er það skylda rikisstjórnar Banda- ríkjanna að leita leiða sem gera óvinum okkar erfitt fyrir. Takist að rugla þá i riminu er óliklegra að þeir ráðist á okkur. Líklega er ekki unnt að eyðileggja langdræg- ar eldflaugar i heiminum, en ef við getum breytt gildi þeirra þannig aö þær sé aðeins unnt að nota til að endurgjalda árás en ekki til að hefja hana, þá hefur okkur tekist að finna leið, sem miðar að þvi að fækka þessum eldflaugum og minnka þannig stríðsógnina. Afstaða bandamanna Því hefur verið haldið fram, að tillögur forsetans um varnarkerfi í geimnum séu skaðvænlegar af stjórnmálaástæðum, þar sem bandamenn okkar innan Atlants- hafsbandalagsins hafi ekki sýnt Bandaríkin Ronald Reagan. tillögunum neinn áhuga. Það er eðlilegt að þeir sýni varúð í fyrstu. Þess er að gæta, að það kom þeim á óvart í mars 1983 þegar forset- inn lagði tillögur sínar um geim- varnir fram. Stundum eru leyni- legar viðræður nauðsynlegar. Við skulum ekki efast um að banda- menn okkar sýni skilning í réttu hlutfalli við það samráð sem við þá er haft. Evrópskir stjórnmála- menn eru einnig undir miklum þrýstingi frá friðarhreyfingum sem leggja höfuðkapp á hefö- bundnar viðræður um takmörkun vígbúnaðar og telja þær aðalat- riði. Þess vegna efast menn um gildi nýrra aðferða, sem Sovét- menn gagnrýna og telja sér óvin- samlegar. Kjarninn f varnarstefnu Atl- antshafsbandalagsins er sá, að ör- yggi Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra sé samtvinnað. Evr- ópskir bandamenn okkar lita á hverja tilraun til að skera á þessi tengsl sem hættulega. Allar hugmyndir um skipan öryggis- mála meta vestur-evrópskir stjórnmálamenn frá þessum sjón- arhóli. Takist Bandarikjamönnum að koma sér upp varnarkerfi gegn eldflaugum velta Evrópumenn þvi fyrir sér, hvort öryggi þeirra yrði ekki minna en áður, þar sem þeir standa frammi fyrir yfirburðum Sovétmanna i venjulegum herafla. Þessar áhyggjur geta verið skiljanlegar en þær munu minnka eftir þvf sem timar liða og málin verða rædd. í fyrsta lagi þá varð tillaga Reagans, forseta, um varn- ir gegn kjarnorkuárás til þess að Sovétmenn samþykktu að koma aftur til afvopnunarviðræðna. Þá mun það skýrast enn frekar þegar fram liða stundir og menn hætta að einblina á flókin tæknileg vandamál, að geta Bandaríkja- manna til að vernda eigin eld- flaugar styrkir afl okkar til þess að halda óvininum í skefjum og kemur þannig bandamönnum okk- ar einnig til góða. Raunar er við þvi búist, að þetta varnarkerfi verði a.m.k. jafn áhrifaríkt gegn Sovétríkin SS-20-eldfIaugunum, sem miðað er á Vestur-Evrópu, eins og gegn langdrægu land-eldflaugunum. Og loks er til þess að lita, að sérhvert skref undan kjarnorkuógninni stuðlar að því að viðunandi and- rúmsloft myndist fyrir samninga- viðræður og samkomulag, sem eru óhjákvæmilegar forsendur friðar. Tvíþætt niðurstaða í ljósi þess sem hér hefur verið sagt höfum við komist að tvf- þættri grundvallarniðurstöðu: 1. Það er æskilegt og stuðlar að stöðugleika að þróa takmarkaö tvíþætt varnarkerfi gegn kjarn- orkuárás og það er nauðsynlegt vegna þeirra breytinga á kjarn- orkuheraflanum sem fyrirsjáan- legar eru. Slfkt kerfi myndi leiða til góðs bæði í hermálum og stjórnmálum. Það er hæfilegt andsvar gegn þeirri óvissu, sem nú setur svip á þróunina f stjórnmál- um og vígbúnaðarmálum. Þetta tviþætta kerfi, sem hér hefur ver- ið lýst, má taka til notkunar i byrjun næsta áratugar. Banda- ríkjamönnum verður rórra þegar þessar takmörkuðu varnir hafa komið til sögunnar. Vegna þeirra er mjög óliklegt að Sovétmenn geri frum-kjarnorkuárás. 2. Þrí- eða fjórþætt varnarkerfi, sem byggir á háþróaðri tækni eins og leysigeislum, sem nú eru til at- hugunar, kann að verða raunhæf- ur kostur i lok þessarar aldar. Leiði rannsóknir það i ljós að há- þróuð kerfi af þessu tagi dugi, kann notkun þeirra að efla svo varnir okkar, að þær nálgist full- komnun og marki þannig endalok langdrægra kjarnorkueldflauga. Vinna verður að rannsóknum sem leitt geta til jafn mikilvægrar niðurstöðu fyrir öryggi okkar, þótt ógerlegt sé að segja fyrir um árangurinn á þessu stigi. Þær umræður sem nú fara fram eru nauðsynlegar. Vandamálin sem við er að glima eru mörg. Þau eru bæði tæknileg og pólitísk. Til þess að umræðurnar beri ávöxt verðum við að forðast að heyja þær á flokkspólitiskum forsend- um. Markmiðið hlýtur að vera að finna leið út úr völundarhúsi sem er ógnvænlegt fyrir allt mannkyn. Frumkvæði Ronalds Reagan, for- seta, í leitinni að þeirri leið er mikilvægt framlag til takmörkun- ar á vígbúnaði og stöðugleika. Markmiðið er að gera kjarnorku- vopn óvirk og ónothæf. Við hljót- um að hvetja til þess að þvi verði náð en ekki letja. Vm bofundtna: Zbigniew Brxei- inxki er prófessor í stjóm YÍsindum við ( 'olumbit-hiskól* og riðunMul- ur hernaðtr- og nlþjóóastofnunnr- innar rið Georgetown-kískóla. í foraetatíð Jimmrs Carter rar bann öryggisriðgjafi foraetans. Robert Jastrow er eðlisfræðingvr og pró- fessor I raunrísindum rið Dart- mouth-hískóla. Hann rar stofn- andi Goddard-stofnunarinnar í geimraannsóknum. Max M. Kamp- elman er lögfræðingur f Washing- ton. Hann hefur rerið skipaður formaður bandarísku sendinefnd- arinnar sem i að ræða rið Sorót- menn um takmörkun rígbúnaðar með sérstöku tílliti til geimropna. Hrer höfundanna ritaði sinn kafla greinarinnar og skerttu þi s/ðan (Greinin birtist upphaflega í The New York Times Magazine 27. janúar 1985.) Viórmóur ns»v*KJ»nr>a snuast aó vmutagu layti um langdræg kjamorkuvopn sem þau betna hvorl gegn öórv ur mörg þusund kikvnetra fiarlægö Langdræg burðartæki ■m n 1 U8A 80VtT KJARNOflKU- ELDFLAUGAR A LANOt KJARNOIUtU- ELOfLAUCAR ) KAFBATUM LANGDRCGAR SPRENGJU- VELAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.