Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Af samvisku kennara — eftir Wincie Jóhannsdóttur Af samvisku kennara Síðustu vikur hefur talsvert verið ritað og rætt um málefni kennara og fer vel á þvi þótt fyrr hefði verið. í þeirri umræðu er oft minnst á „sérstöðu" kennara og endurmatsskýrslan sem kom út 28. feb. gjarnan nefnd í því sam- hengi. Mig langar að gera að um- ræðuefni einn þátt sem hefur lítið komið fram, en ég tel mikilvæga orsök þess að kennarar eru að flýja úr stéttinni. Þar á ég við það álag á samviskuna sem starfinu fylgir. — Best er að taka það skýrt fram í upphafi að vitanlega eru í öllum starfsstéttum til einhverjir þeir sem sinna starfi sínu miður vel, og ekki held ég fram að kenn- arastéttin sé undantekning frá því. Aftur á móti væri mann- skemmandi að reikna ekki með hinu: Langflest vinnandi fólk vinnur störf sín af samviskusemi. Kennarar eru engin undantekning frá því heldur. — Hvers vegna er ég þá að halda því fram að kenn- arar verði að þola meira álag á samviskuna en margar aðrar starfsstéttir? Samviskan og kennarastarfið Lítum aðeins á atvinnugreinina „menntun". Margir hafa talað um mikilvægi hugvits og þekkingar fyrir þjóðarbúskapinn, og þannig mætti lita á menntakerfið sem framleiðslugrein. (Nemendur hafa reyndar oft kvartað yfir þessu viðhorfi, verið óánægðir með „færiband" skólanna o.s.frv.) En ekki gerum við kennarar sölu- samninga erlendis vegna þessarar framleiðslu, ekki getum við státað af því að fá gott verð fyrir góða vöru. Kennari sem hefur tekið þátt i þessari framleiðslu getur ekki bent á að með vinnu sinni hafi hann hækkað hagvöxtinn eða lækkað erlendar skuldir um svona mörg prósent. Bæði hráefni kenn- Góöar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. l Mjólkursamsalan aranna og framleiðslan eru mann- eskjur og flóknari en svo að hægt sé að gera skýra hagfræðilega út- tekt á þeim. Kennarinn hefur þvi ekkert mælanlegt til að tryggja sér góða samvisku gagnvart efna- hag þjóðarinnar. Nú kann einhver að benda á það að nemendur standa sig misvel á prófum og verkefnum, og að hægt sé að mæla slíkt og gera saman- burð. Satt er það, einkunnir eru mikið notaðar til að mæla stöðu nemenda og bera þá saman sem námsmenn. Ekki er þó hægt að nota þær á sama hátt til að mæla framlag kennarans til þjóðarbús- ins. Reynslan hefur sýnt að skóla- einkunnir spá illa um það hvaða gagn einstaklingurinn kemur til með að gera (hver kann ekki sög- una um neikvæða umsögn kennara Einsteins?). Sem sagt, manneskj- an er flókið og illmælanlegt fyrir- bæri. Hún lætur ekki heldur bara meðhöndla sig eins og um væri að ræða þorsk, kú, lagagrein, kísil, vatnsafl, æxli, ál eða ull, svo dæmi séu nefnd. Nemendur hafa sínar þarfir, gera sínar kröfur til kenn- ara síns. Á þeim tima sem kennar- inn vinnur með þeim verður sífellt fjarstæðara að hugsa um að „með- höndla hráefni". Hann er að vinna með Ástu og Sveini, Baldri og Þóru — sem sagt, einstökum ung- mennum. Þarfir og kröfur hvers einstaklings geta oft verið í litlu samræmi við það takmark sem kennari hefur sett, en mikilvægar á þróunarbraut nýtra þjóðfélags- þegna fyrir því. Þetta veit kennar- inn, en fær samt samviskubit þeg- ar nemendur ná ekki góðum árangri á prófum. Á sama tíma hefur hann jafnvel samviskubit vegna þess að hann lagði svo mikla áherslu á að undirbúa nem- endur i greininni að hann kann að hafa hunsað aðrar mikilvægar þarfir þeirra. Jafnvel þótt kennari einbeiti sér að þvi skammtimamarkmiði að hjálpa nemendum að ná árangri i greininni kemst hann ekki hjá slæmri samvisku. Hversu dugleg- ur sem hann er, hvað sem hann eyðir miklum tíma i undirbúning verkefna getur hann aldrei sagt sem svo: — Jæja, þá er þessu verki lokið. Hann getur bara sagt, í lok árs: — Jæja, þá er timinn útrunn- inn. Bent hefur verið á að nemendur eru misjafnir. Það felur m.a. i sér að einhver ein aðferð við að kenna eitthvert efni/atriði kemur ekki til með að vera vænleg aöferð fyrir alla nemendur. Þetta á ekki sist við nú síðustu árin, þegar nem- endahópurinn i hverjum bekk er svo miklu fjölbreyttari en hann var hér áður fyrr, sérstaklega i framhaldsskólunum. Með meiri tima og frumleika i að undirbúa kennsluna og i að skrífa athuga- semdir á verkefni nemenda gæti kennarinn betur komið hverjum og einum til hjálpar i náminu. Starf kennarans er líkt starfi námsmannsins að þessu leyti: ævinlega þyrfti að lesa sér enn betur til, skrifa enn eitt uppkastið, finna enn fleiri hugmyndir, þ.e. gera enn betur. En það er ólíkt starfi námsmannsins að þvi leyti að ef námsmaðurinn gerir ekki enn betur, þá kemur það niður á honum einum, en ef kennarinn gerir ekki enn betur, kemur það niður á allt að 200 einstaklingum hverju sinni. í slíkri aðstöðu er ekki von að samviskan láti það óáreitt ef farið er á skíði með fjöl- skyldunni, horft á sjónvarp að kvöldi, sungið í kór, gengið á fjall eða yfirleitt gert annað en að sinna starfinu. Að sjálfsögðu er hvorki sanngjarnt né skynsamlegt að hlusta á samviskuna þegar hún er svona öfgakennd. En nöldrið i henni tekur sinn toll, jafnvel þó að reynt sé að taka ekki mark á því. Þegar ég taldi upp nokkra tíma- þjófa hér áðan sleppti ég þeim allra versta: allri þeirri vinnu sem unnin er umfram fullt kennslu- starf. Enginn (síst af öllu sá sem Wincie Jóhannsdóttir „Langfiest vinnandi fólk vinnur störf sín af samviskusemi. Kennar- ar eru engin undantekn- ing frá því heldur. — Hvers vegna er ég þá að halda því fram að kenn- arar verði að þola meira álag á samviskuna en margar aðrar starfsstétt- ir?“ eins og ég er eina fyrirvinna heim- ilis) getur leyft sér að vera bara kennari i fullri stöðu. Afborganir og reikninga verður að greiða, föt og skólabækur barna verður að kaupa. Eins og laun kennara hafa verið er nauðsynlegt að vinna fleiri launuð störf, og það í síaukn- um mæli. Ekki lagast samviskan við það. Með mjög mikilli vinnu má e.t.v. komast hjá gjaldþroti, en þá er kennslustarfinu verr sinnt, kennslan sjálf daufari, því tíminn er of lítill, kraftar á þrotum. Ofan á það bætist tvöfalt samviskubit gagnvart fjölskyldunni, því hún fær ekki að vera samvistum við fyrirvinnuna sem er alltaf að vinna, en samt er þröngt í búi. Samviskan og uppsagnirnar Nú er flótti úr kennarastétt, og eitt áberandi atvik tengt þeim flótta eru uppsagnir hundraða framhaldsskólakennara. Ekki er að heyra að landinn sé hissa á því að kennarar vilji hærri laun. Hitt er annað, að þrátt fyrir það að kennarar gengu úr störfum 1. mars, sem margir telja brot á lög- um, virðist fólk enn ekki hafa átt- að sig á þvi hversu skelfilega mikil alvara er í þessum uppsögnum. Okkur er alvara, því hér er ekki aðeins um að ræða að vilja meiri laun. Til þess að við getum haldið áfram í ævistarfi okkar veröum við að fá meiri laun. Samviskunn- ar vegna geta kennarar ekki hald- ið áfram i kennslustarfi meðan þeir neyðast til að vinna það starf illa. Samviskunnar vegna geta kennarar ekki leyft sér að vinna svo sleitulaust að þeir neyðist til að sinna fjölskyldunni illa. Er þetta þá ekki einfalt mál? Getur ekki hver kennari sem hef- ur svona viðkvæma samvisku hætt kennslu í lok skólaárs og leitað sér að annarri vinnu? Hvernig er hægt að láta samviskusemi og það að yfirgefa starfið á miðri önn koma heim og saman? Jú, enn er samviskan að verki, í raun og veru. Kennarinn er sérmenntaður til starfs síns og hefur með árunum öðlast reynslu sem gerir hann enn hæfari í starfi. Hann hefur þjálf- ast í að umgangast ungt fólk og fundið að þegar vel lætur þá getur hann orðið því að liði. Er honum stætt á þvi að yfirgefa starfið sem hann lærði til og unga fólkið sem getur haft gagn af samvinnu við hann? Þessari spurningu hafa margir kennarar velt meira og meira fyrir sér síðustu árin, en fram að þessu hefur samviskan oftast sagt: — Nei, þetta er þitt starf, það væri rangt að fara. Nú eru álagið og togstreitan orðin slík að kennarar heimta svar hjá þjóð- félaginu, því þeir geta ekki svarað sjálfir spurningunni: Er þetta starf mitt einhvers virði? Gegnum árin, þegar kennarar hafa verið að semja um laun við fjármálaráðuneytið, hefur svarið virst vera: — Nei, lítils virði, og minna virði í ár en það var í fyrra. En kennarar eru menntaðir, raunsæir menn sem fylgjast með þjóðmálum. Þeir vita að fjármála- ráðuneytið hefur úr takmörkuðum fjármunum að spila og borgar hverjum sem er eins lítið og það kemst af með. Það var því ennþá von kennara að þetta vanalega svar um virði kennslunnar væri ekki sönn túlkun á mati ríkis- stjórnar og landsmanna allra. En án þess að koma á neyðarástandi gátu þeir aldrei fengið svar sem yrði án efa hið sanna, hjartans mat rikisins og þegna þess á kennslu. Með því að fara frá störf- um á miðri önn, með því að neyða landsmenn til að horfa fram á það að mánuðir eða jafnvel heilt ár i námi gæti glatast hjá þúsundum nemenda, geta kennarar fengið einlægt svar. Ef starf mitt er þjóðfélaginu mikils virði, hugsar kennarinn, þá sýnir rikið það skjótt, til að koma skólunum sem fyrst í gang aftur. Ef starf mitt er þjóðfélaginu litils virði, þá get ég meó hreinni samvisku yfirgefið það fyrir fullt og allt. Þegar ég byrjað að hripa niður drögin að þessu skrifi (um 7. mars) var það álit mitt að mjög margir kennarar væru það vana- fastir í samviskuseminni að þeir mundu snúa til kennslu að samn- ingum/kjaradómi loknum, þó svo að þeir gætu ekki sætt sig við út- komuna til lengdar. Þá yrði upp- sögnin frá 30. nóv. dregin til baka, og farið í skólana til að reyna að bjarga því sem bjargað yrði hjá þeim einstaklingum sem við vor- um að vinna með fram að 1. mars. Síðan sendi hver sina persónulegu lokauppsögn frá 1. ágúst, og not- aði tímann til að leita sér að nýju starfi. Ég er ekki lengur svo sannfærð um að það gangi svona. Viðbrögð rikisvaldsins og lands- manna almennt við því að skóla- starfið liggur að miklu leyti niðri i framhaldsskólum landsins eru slik að það virðist eiginlega vera óþjóðlegt að vera með samvisku gagnvart skólafólki. Nú er ég hrædd um að kennarar þoli ekki meira. Þeir þurfa á þeirri fróun að halda að vita sig vinna starf sitt vel og i þökk vinnuveit- anda. Þegar ekki er möguleiki á að einbeita sér að starfinu, þegar vinnuveitendur sjá eftir hverri einustu krónu sem i starfsemina fer, þá þolir samviskan ekki leng- ur álagið. Fréttamaður sjónvarpsins spurði i kvöld (12. mars): Hvenær fara kennarar aftur i skólana? Hvenær lýkur þessu ástandi? Með hverjum degi sem líður óttast ég meir að svarið verði: Aldrei. Wincie Jóhannsdóttir kenndi ensku í Menntaskólanum rið Hamrahlíð. St. Jósefsspítali fær tvær IMED-vökvadælur að gjöf ÞANN 16. janúar sl. afhenti Kvenfélagið Hringurinn í Hafn- arfirði St. Jósefsspitalanum að gjöf tvær IMED-vökvadælur. Frú Þórdis Ásg. Albertson for- maður félagsins afhenti gjöfina og rakti i stuttu máli sögu fé- lagsins og markmið. Kvenfélagið Hringurinn var stofnað 7. mars 1912 og hefur starfað að líkn- armálum alla tið siðan, fyrst vegna berklaveikinnar, en á seinni árum sérstaklega með vel- ferð barna í huga. Fjáröflun fé- lagsins byggist á árlegum basar sem mjög er vandað til, einnig sölu á minningarspjöldum. Stjórnendur St. Jósefsspitala þakka þann mikla hlýhug og velvilja sem felst í þessari gjöf. Meðfylgjandi mynd er tekin við þetta tækifæri, en hana tók Árni St. Árnason. (FrétUtilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.