Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 51 SVARAR í SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS un/Mttnn-uhi'iJM „Finnlandisering“ Heilmikið fjaðrafok virðist hafa orðið vegna ummæla Jóns Bald- vins, formanns Alþýðuflokksins, er hann viðhafði nýlega um hin sérkennilegu samskipti Finna við rússnesku kommúnistastjórnina, hann kallaði þau „finnlandiser- ingu“. Þetta orð hefur verið notað lengi og af mörgum, þannig að þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði. Sumir hafa talað um að Jón hafi hér verið að móðga Finna og sagt er að forsætisráðherra Finnlands hafi neitað að mæta í boð, sem jafnaðarmenn héldu hér kollegum sínum er sátu þing Norðurlanda- ráðs nú nýlega. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt minnst á það að Finnar hafi lýst vanþóknun sinni á framferði kommúnistanna rússnesku þau 20 ár sem ég hef fylgst náið með stjórnmálum bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Ekki vil ég trúa því að þessi duglega og glæsilega þjóð hafi ekkert að athuga við framferði þessara grimmdarseggja, sem fót- um troða frelsi og mannréttindi á hinn hroðalegasta hátt, alls staðar þar sem þeir koma því við. Væri ekki hægt að fá skýringu á því hvernig þessu er farið? Ef til vill mun sendiherra Finnlands vilja koma einhverju á framfæri, ég er viss um að hanr fær rúm hér í blaðinu. Ég er mjög stoltur af hinum nýja formanni Alþýðu- flokksins og fer það vaxandi með hverjum deginum sem líður. Ég harma það aðeina að hafa ekki nema yfir einu atkvæði að ráða til Húsmóðir skrifar: Nú þegar framhaldsskólar eru að mestu leyti óstarfhæfir, kemur manni ósjálfrátt í hug, að það er ár æskunnar. Hefur þjóðin efni á því að eyðileggja framtíð arftaka landsins og neyða þá til að hrökkl- ast próflausir úr skólum sínum, margir eftir 4ra ára þrotlaust nám? Er ekki hagkvæmara að borga kennurum mannsæmandi laun svo þeir geti horfið aftur til starfa sinna? að greiða flokki hans þegar þar að kemur. Mikið vildi ég svo að blöðin hættu að tala um kommúnista- stjórnirnar sem fulltrúa þeirra lands er þeir ráða, þeir eru aðeins fulltrúar fyrir fámennan hóp manna og hafa komist til valda með ofbeldi. Fólkið í þessum lönd- um hefur aldrei kosið þessa menn og myndi aldrei gera það. Guðjón V. Guðmundsson. Nú þegar veit ég um nokkra nemendur sem hættir eru í skóla. Hætt er við að fleiri (og þar á meðal nemendur á síðasta ári) bætist í hópinn ef ekkert verður að gert. Þvi skora ég á rikisstjórnina að finna nú þegar lausn á þessum vanda, og það svo farsælíega að allir geti vel við unað. Athugið, að við næstu kosningar verður þetta unga fólk búið að fá kosningarétt. Vaxtahjólið snýst Bréfritari spyr hvort ekki sé riö að verða við launakröfum kennara þar sem fjöldi nemenda sé þegar hættur í skóla vegna uppsagna kennara. Kennarar fái mannsæmandi laun Hr. Velvakandi: Gagnlegt væri að fá það upplýst hvort eftirlit sé haft með vaxta- breytingum bankanna? Auglýsingar þeirra eru fallegar á stundum og ekki ólíklegt að fólk fari eitthvað á milli innlánsstofn- ana eftir því sem boðið er. Gott og vel. Svo gerist það annað slagið að frá sömu innlánsstofnun birtist ný auglýsing um breytt ávöxtunar- kjör, ýmist til hækkunar eða lækkunar frá því sem var. Það mætti segja mér að það væri ekki á allra færi að fylgjast með þessu. Gylliboð í dag getur breyst til hins lakara á morgun (að visu líða nokkrar vikur á milli). Mér þætti rétt að bankarnir yrðu skyldaðir til að geta um breytinguna, þ.e.a.s. það kæmi fram hver kjörin voru áður en þeim var breytt. Þá væri auðveldara fyrir fólk að átta sig á hvort um batnandi eða versnandi kjör væri að ræða. Inneigandi. Þessir hringdu . . . Of mikið auglýst Kona hringdi: í framhaldi af tímabærri fyrirspurn um auglýsingabruðl bankanna væri full ástæða til að afla upplýsinga hjá Landbúnað- arráðherra um auglýsingakostn- að ríkisniðurgreiddra fyrirtækja landbúnaðarins t.d. Mjólkur- samsölunnar og Osta- og smjör- sölunnar. Þetta eru einokunarfyrirtæki sem hafa enga samkeppni og auglýsingakostnaður ætti því að vera alls óþarfur enda leiðir hann beint til hækkunar vöru- verðsins. Aðal kaupendur þess- arar vöru eru barnmargar fjöl- skyldur sem margar hverjar eiga fullt í fangi með að láta enda ná saman. Treysti ég Jóhönnu eða ein- hverjum öðrum þingmanna Reykvikinga til að óska svara landbúnaðarráðherra um þessi mál. Hið takmarkalausa bruðl og óhóf milliliða og svokallaðra þjónustufyrirtækja, er fyrir löngu orðið óþolandi enda einn mesti verðbólguhvati þessa lands. Ókurteisir fyrir- spyrjendur S. hríngdi: Ég horfði á þáttinn Setið fyrir svörum þriðjudagskvöldið 12. mars. Ýmsu er maður nú vanur úr fjölmiðlum, sumu góðu, öðru miður góðu. Alveg gekk þó fram af mér framkoma spyrjenda í þættinum, ekki síst sumra kvennanna, sem á engan hátt gerðu hlut kvenþjóðarinnar stærri með framkomu sinni. í þættinum töluðu spyrjendur flestir í einu. Ég spyr: kann þetta fólk ekki almenna kurt- eisi? Borgarstjóra, sem sat fyrir svörum, þakka ég kurteisa fram- komu og reið svör við frekju- legum spurningum. Þakkir fyrir góðvild Lesandi hringdi: Ég vil þakka Jóni Júlíussyni, Grensásvegi 60, fyrir allt það sem hann hefur gjört fyrir fá- tæka fólkið. Ánægjuleg sjón- varpsmynd Jóhanna hringdi: Að gefnu tilefni langar mig til að koma á framfæri sérstöku þakklæti til sjónvarpsins fyrir bresku heimildamyndina um tónskáldið Edward Elgar sem sýnd var í sjónvarpinu sl. sunnu- dagskvöld. Myndin var mér til mikillar ánægju og ég býst við að svo hafi verið um fleiri. Oðruvísi Ðyngja Engar matar-, prjóna- eða saumauppskriftir að þessu sinni. Öðru hvoru er gott að hvíla sig á þannig löguðu, og því datt mér í hug að við gætum forvitnast um hvað nokkrar konur eru að gera. Við könnumst við þessar allar úr Dallas-þáttunum, þar sem á ýmsu geng- ur hjá þeim þrátt fyrir auð og áhrif. En í raunveru- leikanum eru þær einnig auðugar og dásamaðar víða um heim. Frægðin hefur þó orðið sumum þeirra dýr- keypt, leitt til brostinna hjónabanda o.fl. Charlene Tiltonsegir: Framabraut mín var sennilega það sem eyði- lagði hjónaband okkar Johnny Lee. Tekjur mínar urðu miklu meiri en hans, og heima fyrir var ég auk þess önnum kafin við safnaðarstörf. Þar sem Johnny var svo farinn að drekka og lagði oft hend- ur á mig í örvæntingu sinni, gátum við ekki búið saman lengur. Linda Gray.l sjónvarpinu hefur hún bæði skilið og gift sig. Það hefur hún einnig gert í raunveruleikanum. Hún á tvö börn Jeff (20 ára) og Kelly (18 ára). Hún var hamingjusamlega gift aug- lýsingamanninum Ed Thrasher í 22 ár. En svo bauðst henni hlutverk í Dallas. Hún varð fyrir sömu reynslunni og svo margar aðrar stjörnur, og hjóna- bandið fór út um þúfur. Og nú hefur hún fallið fyrir sömu freistingu og svo margar aðrar stjörnur, og náð sér í förunaut sem er tíu árum yngri en hún — hljóm- listarmanninn Paul Costanzo. Victoria Principal. Victoria fagra, eða Con- cettina Victoria eins og hún heitir fullu nafni, var ekki við eina fjölina felld áður en hún varð fræg vegna Dallas-þáttanna. í nokkur ár bjó hún með auðjöfrinum Bernie Corn- feld og svo með Paul Newman áður en hún giftist Christopher Skinn- er árið 1979. En því hjónabandi lauk innan árs. Frami hennar var í örum vexti og hún kaus heldur félagsskap skurð- læknisins fræga, Harrys Glassman. Barbara Bel Geddes: Að vera með í sjónvarpsþáttum út- heimtir stanslaust álag sem alltaf hlýtur að ganga út yfir heimilið, segir þessi 61 árs gamla stjarna, sem i skyndingu varð að leggjast á sjúkrahús þegar hún fékk hjartaáfall í miðri upptöku á Dallas. En þótt hjartað hafi svikið mig, segir hún, hefur hjónabandið haldist þrátt fyrir allt. Margir leik- aranna í Dallas hafa skilið undanfarin ár. Ég er farin að trúa því að það sé ill- mögulegt fyrir konu að sam- eina frama sinn og hjóna- band — nema hún eigi mjög skilningsríkan eiginmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.