Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 17 ar tillögur eru nú á teikniborði stjórnarflokkanna og geta auðvit- að tekið breytingum í úrvinnsl- unni. Forsenda þess, að vel takist til við framkvæmd þessara hug- mynda, er að almenn efnahagsleg skilyrði séu fyrir hendi. Allar hugleiðingar um nýsköpun, kerf- isbreytingar eða uppstokkun sjóðakerfis hefur litla þýðingu, ef jafnvægi skortir i efnahagsmál- um. Takist okkur ekki að eyða viðskiptahalla og draga úr verð- bólgunni, sækir í sama horf, þótt gripið sé til sérstakra ráðstafana á öðrum sviðum. Það væri barna- skapur að viðurkenna ekki, að eins og horfir, er tvísýnt um árangur í baráttunni við verðbólguna og viðskiptahallann, þrátt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um efna- hagsaðgerðir. Þjóðin hefur á undanförnum ár- um þurft að þola mikil efnahags- áföll, sem dregið hafa úr lífskjör- um um sinn. Erlendar skuldir hafa vaxið úr hófi fram. Á sama tíma blasir sú staðreynd við okkur, að samkeppni á stóru mörkuðunum austan hafs og vest- an hefur harðnað. Hvorki ríkis- stjórnin, fyrirtækin, né aðrir geta horft aðgerðarlausir á þessa þróun. Ef við ætlum okkur að halda í við nágranna okkar, ef við ætlumst til sams konar lífskjara og aðrir búa við, verðum við að berjast eins og þeir og nota sömu aðferðir. Við þurfum nú þegar að leggja aukna áherzlu á tækni- og markaðsþekkingu. Við þurfum að breyta þjóðfélaginu úr fram- leiðsluþjóðfélagi í markaðs- og út- rásarþjóðfélag. Menntakerfinu verður að breyta, þannig að það taki meira mið af örri tækniþróun og miði kennslu við þá upplýsinga- öld sem við siglum hraðbyri i. Til að bæta samkeppnishæfnina þurf- um við meiri sveigjanleika í at- vinnulífinu. Við þurfum opnara sölukerfi, við þurfum að hverfa frá ihaldssamri hólfaskiptingu at- vinnuveganna og samræma starfsskilyrði þeirra. Við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum fram yfir margar aðrar þjóðir og felst í vel upplýstum launþegum og skilningi flestr for- ystumanna launþegasamtakanna á nauðsyn nýrra vinnubragða. Við eigum möguleikana og tækifærin. Aðalatriðið er að nýta þau fljótt og vel. Nýsköpun atvinnulifs og uppstokkun sjóðakerfis eru liðir í þeirri viðleitni að auka verðmæta- sköpunina og bæta lifskjörin. Frídrík Sophusson er raraformaður Sjáltstæðisflokksins og einn af þingmönnum flokksins fyrír Reykja víkurkjördæmi. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Siguröar- dóttir. Messa kl. 11.00. Mikill tónlistarflutningur. Organleikari Helgi Pétursson. Dómkórinn syngur, söngstj. Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephen- sen. Kl. 14.00 föstumessa. Litaní- an sungin. Sr. Hjalti Guömunds- son. ÁRBÆJARPREST AKALL: Barnasamkoma í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guös- þjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPREST AK ALL: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Þriöjudag 19. marz, aö- alfundur safnaöarfélags Ás- prestakalls í Safnaöarheimili Áskirkju kl. 20.30. Mlövikudag: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00 í Breiðholts- skóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚST AOAKIRK JA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Guös- þjónusta kl. 14.00. Organleikari Guöni Þ. Guðmundsson. Fundur Bræörafélags Bústaöakirkju mánudagskvöld kl. 20.30 í Safn- aöarheimilinu. Æskulýösfundur þriöjudagskvöld kl. 20.00. Fó- lagsstarf aldraöra miövikudag kl. 14—17. Föstumessa á miöviku- dag fellur niöur aö þessu sinni. Sr. Ólafur Skúlason. DIGR ANESPREST AKALL: Barnasamkoma í Safnaöarheim- ilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Biblíulestur í Safnaöar- heimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10.30. Organleikari Birgir Ás Guömundsson. Sr. Hjalti Guö- mundsson. ELLIHEIMILID GRUND: Guös- þjónusta kl. 14.00. Sr. Stefán Snævarr fyrrverandi prófastur prédikar. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardag: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11.00. Sr. Hreinn Hiartarson. FRÍKIRKJAN ( REYKJAVÍK: Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Kristinn Agúst Frlöfinnsson, út- gáfustjóri Skálholts, messar. Frí- kirkjukórinn syngur undir stjórn Pavels Smid. Fimmtudag 21. marz, föstumessa kl. 20.30. Föstudag 22. marz, biblíulestur kl. 20.30. Fermingarbörn komi laugardaginn 23. marz kl. 14.00. Bænastund í Fríkirkjunni virka daga (þriöjud., miövikud., fimmtud. og föstud.) kl. 18.00 og stendur i stundarfjóröung. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta meö altarisgöngu kl. 14.00. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Kvöldvaka fyrir aldraöa fimmtudagskvöld kl. 20.00. Æskulýösstarf föstudag kl. 17—19. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- samkoma og messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa fyrir heyrnarskerta og aöstandendur þeirra kl. 14.00. Sr. Miyako Þórö- arson. Kvöidmessa meö altarls- göngu kl. 17.00. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Þriöjudag: Fyrlr- bænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Miövikudag: Föstumessa kl. 20.30. Eftir mess- una starfar leshringur um Lima- skýrsluna í umsjá dr. Einars Sig- urbjörnssonar. Laugardag 23. marz: Samvera fermingarbarna kl. 10—14. Félagsvist í safnaö- arsal kl. 15.00. Kvöldbænir meö lestri passíusálms eru í kirkjunni alla virka daga nema miöviku- daga kl. 18.00. Guðspjall dagsins: Jóh. 6.: Jesús mettar 5 þúsund manns. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.00. Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14.Q0. Sr. Tómas Sveinsson. Föstuguösþjónusta miövíkudagskvöld kl. 20.30. BORGARSPÍTALINN: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardag: Barnasamkoma í Safnaö- arheimilinu Borgum kl. 11 árd. Sunnudag: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Þriöju- dag: Almennur fundur á vegum fræösludeildar safnaöarins í Borgum kl. 20.30. Dr. BJÖrn Björnsson flytur 4. erindiö um siöfræöllegt efnl og fjallar þaö um tæknihyggju og siöfræöi. Fyrirspurnir og almennar um- ræöur. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söng- ur — sögur — leiklr. Sögumaöur Siguröur Sigurgeirsson. Guös- þjónusta kl. 14.00. Organleikari Kristín ögmundsdóttir. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardag: Guösþjónusta ( Há- túni 10B, 9. hæö kl. 11.00. Sunnudag: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altar- isganga. Þriöjudag: Bænaguös- þjónusta á föstu. Altarisganga. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra „eöa í ung- mennafélaginu' kl. 15.00. Guö- mundur H. Garöarsson kynnir eitt og annaö ( sjávarútvegi landsmanna og sýnir kvikmynd. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jón- asson. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag, föstu- guösþjónusta í umsjá sr. Lárusar Halldórssonar kl. 20.00. Sr. Guö- mundur Óskar Óiafsson. Ath. Opiö hús fyrir aldraöa þriöjudaga og fimmtudaga kl. 13—17 (húsiö opnaö kl. 12.00). SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í iþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guös- þjónusta í ölduselsskóla kl. 14.00. Æskulýösfélagiö Seli held- ur fund þriöjudgskvöld kl. 20.00 í Tindaseli 3. Gestur fundarlns er Eövarö Ingólfsson. Fimmtudag 21. maí, fyrirbænasamvera í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. SELTJ ARNARNESSÓKN: Barnasamkoma í Sai Tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HVÍT ASUNNUKIRK JAN Ffla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta kl. 14. Al- menn guösþjónusta kl. 20. Ræöumenn bræður utan ' af landi. KIRKJA Jssús Krists hinna síö- ari daga heilögu: Samkoma kl. 10.30 og sunnudagaskóli kl. 11.30. KIRKJA Óháöa safnaöarins: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Bænastund í klrkjunni þriöju- daga og fimmtudaga kl. 18. Sr. Baldur Kristjánsson. MOSFELLSPREST AK ALL: Messaö á Mosfelli kl. 14. Sr. Heimir Steinsson prestur á Þing- völlum prédikar. Kirkjukór Lága- fellssóknar syngur undir stjórn Guömundar Ómars Óskarsson- ar. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 í Kirkjuhvoli. Guðsþjónusta kl. 14. Aöalsafnaöarfundur i Kirkjuhvoli ki. 15. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jóeefssyatra ( Garöabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐIST AÐASÓKN: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur Helgi Guömundsson. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi: Barna- samkoma kl. 10.30. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsapítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Björn Jónsson. Arafat — hryðju verkamaður eða friðarberi? Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Alan Hart: Arafat — terrorist or peacemaker? Útg. Sidgwick & Jackson 1985. ÞESSI bók sem er að koma út i Bretlandi þessa dagana hlýtur óhjákvæmilega að vekja mikla at- hygli og væntanlega mun hún ekki síður vekja umtal og deilur. Fáir menn eru umdeildari en Yassir Arafat, margir eru þeir sem dá hann takmarkalaust fyrir kænsku, hugrekki og á síðustu ár- um fyrir raunsæi varðandi Mið- austurlandamálið. Og sennilega eru þeir þó fleiri sem bera til hans þvílíkt hatur að ekki verður til neins jafnað. Bók um þennan mann er vissulega forvitnilegt rannsóknarefni. . . Alan Hart sem ritar bókina seg- ir að hann hafi fyrir nokkrum ár- um verið til þess fenginn af ótil- greindum forystumanni Verka- mannaflokksins ( ísrael, að reyna að þreifa fyrir sér innan forystu PLO um hvort hugsanlegt væri að koma á einhvers konar viðræðum, er leiddu til samkomulags þessara erkifjenda, (sraela og Palestinu- manna. Með Palestínumönnum á Alan Hart hér að því er virðist þó umfram allt við forsvarsmenn Frelsissamtaka Palestinumanna. Þegar Likudbandalagið vann sið- an í kosningunum 1981 féll allt þetta um sjálft sig, en Hart hafði þá fengið mikinn áhuga á að kynna málstað PLO og kynnast Arafat og hans mönnum, ef það mætti verða til að friðarlíkur skánuðu. Hart var á sinum tima tiður gestur i ísrael og var mjög handgenginn Goldu Meir þáver- andi forsætisráðherra og ritaði mikið um málefni ísraels versus Arabalönd. . Hart segir að kveikjan að þess- ari bók hafi raunar verið orð Shlomo Gazits, á sinum tíma einn fremstur hershöfðingja ísraels: Ég sagði Gazit, að ég teldi að full- yrðingar ísraela um að sjálfstætt riki Palestinumanna mvndi verða ógnun við tilveru Israelsríkis væru algert kjaftæði. Gazit var ekki bara sammála þessari skoðun minni heldur sagði hann: Vandi okkar (sraela er að við höfum orð- ið fórnardýr okkar eigin áróðurs. Það er hægt að fallast á þessi orð Gazits, að vissu marki. Það er raunar hægt að sætta sig við þessa bók og efni hennar að vissu marki almennt. En sú dýrkun sem Hart fær á Arafat og ýmsum öðrum forystumönnum PLO er svo taumlaus, að óneitanlega veikir hún trúnað manns á boðskapinn. Palestinumenn hafa mátt sæta ólýsanlegum þrengingum síðustu áratugi, og ísraelar hafa sannar- lega ekki farið fagurlega að ráði sínu í ýmsum aðgerðum gagnvart þeim. En sú mynd sem Alan Hart, af innblásinni hrifningu og allt að því dómgreindarleysi á stundum, dregur upp af ísraelum, öðrum Arabaleiðtogum, þjóðarleiðtogum í Bandaríkjunum og víðar er öld- ungis yfirgengileg. Þó ekki væri nema brot af þessari bók i grennd við sannleikann, má heldur ekki á milli sjá hvar hatrið er mest, hver þorparinn í þjóöhöfðingjasæti er spilltastur og þar fram eftir göt- unum. Yassir Arafat hefur breytt um stefnu á hinum síðari árum, ég hef ekki nokkra ástæðu til að draga það í efa. En hugarfarsbreyting Arafats og annarra leiðtoga PLO er ekki til komin af því að hann viðurkenni rétt ísraela, heldur sakir þess að hann gerir sér grein fyrir aj Ísraélsríki mun standa vegna þess það hentar stórveldun- um og eftir bókinni að dæma er ísraelsstuðningur í Bandaríkjun- um til kominn af eiginhagsmunum en ekki hugsjónum. Víst getur þetta verið satt og rétt að nokkru. En bók Harts getur naumast orðið til að þjóna þeim tilgangi sem hann segir að fyrir sér vaki: að benda vinum sínum gyðingunum á að horfast í augu við virkileikann og reyna að sættast á þá tilhugs- un, að Palestínumenn eigi einnig sinn rétt. Þessi bók getur varla orðið til annars en magna hatrið enn. Ekki hvarflar að mér annað en Hart hafi byrjað á þessari bók af fullum heilindum. En (henni er horft svo einhliða á viðkvæmt deilumál að manni blöskrar að reyndur blaðamaður skuli láta slá í augu sér slíkri glýju. Fyrir utan þetta fannst mér bókin erfið af- lestrar, vegna þess einfaldlega að höfundur hefur ekki gert frásagn- ir af málinu, sem sannarlega er flókið og erfitt viðureignar, þann- ig úr garði að læsilegt sé. Hlaupið úr einu í annað í tíma og rúmi, endurtekningar sýknt og heilagt og smáatriði og tilfinningaraus. Allt verður þetta til að draga úr. Þegar upp er staðið eftir langan og mikinn lestur get ég auðvitað ekki svarað því hvort Arafat sé hryðjuverkamaður eða friðarberi. Sjálfsagt er hann sín ögnin af hvoru. En þessi bók er ekki mál- stað Palestínumanna til fram- dráttar. Þaifer öllu verTa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.