Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Morgunblaðið/Bjarni Fulltrúar ASÍ og ríkisstjórnarinnar ræóast við í Stjórnarráðinu í gær- morgun. Frá hægri: Magnús Geirs- son, Guðmundur Þ. Jónsson og Ás- mundur Stefánsson frá ASÍ, Þórður Friðjónsson, efnahagsmálaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur Her- mannsson, Geir Hallgrímsson, Matthías Á. Mathiesen og Alexand- er Stefánsson. Auk þeirra voru á fundinum Björn Þórhalsson, vara- foresti ASÍ og Davíð Aðalsteinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. hann borgaði í fyrsta sinn í sept- ember sama ár var hann liðlega 135 stundir að vinna fyrir greiðsl- unni. f dag er hann 203,6 stundir að vinna fyrir afborguninni og vöxtunum og skuldin er orðin rúmlega 541 þúsund að frátöldum vöxtum. Vextir af nafnverðinu og verðbætur á vexti af fjórðu greiðslu af þessu láni eru samtals tæplega 60% greiðslunnar. 9. Aukið fjármagn til Bygg- ingarsjóðs verkamanna. Ýmist verði um nýbyggingar að ræða eða kaup og endursölu eldra húsnæðis, eftir því sem hagkvæmast verður talið hverju sinni. 10. Skattameðferð vaxtafrá- dráttar. M.a. verði kannað hvort heppilegt geti verið að tryggja öll- um sérstakan skattafslátt vegna húsnæðisöflunar i sömu krónutölu. 11. Aukins fjármagns verði aflað til sérstakra ráðstafana fyrir það fólk, sem nú er í greiðsluþroti. Ásmundur Stefánsson sagði á fréttamannafundinum að ráðherr- arnir hefðu lýst sig reiðubúna til að ræða öll þessi mál og að undirtekt- i ir þeirra hefðu verið jákvæðar. Hann kvaðst þó engu vilja spá um hver yrði niðurstaða fyrirhugaðra viðræðna aðilanna. Húsbyggingarlán ASÍ-félaga: Helmingi lengur að vinna fyrir afborgun — en þegar lánið var tekið ’82 ASÍ-FÉLAGI, sem tók 100 þúsund króna verðtryggt lán til 20 ára í júlí 1982, reiknaði þá út að hann myndi verða 40 stundir að vinna fyrir fyrstu afborgun og vöxtum, samtals 4.000 krónur. Vegna hækkunar á láns- kjaravísitölu fram yfir áramótin ’82/’83 reyndist greiðslan verða 5.233 krónur, sem tók húsbyggiand- ann 44,2 stundir að vinna fyrirri dag er þessi sami húsbyggjandi 81,6 stundir að vinna fyrir afborgun og vöxtum af láninu, sem ekki er leng- ur 100 þúsund krónur heldur nærri 236 þúsund. Þetta er dæmi, sem hagfræð- ingar Alþýðusambands lslands hafa reiknað út og lagt fyrir ríkis- stjórnina í þeim viðræðum um vanda húsbyggjenda, sem fram- undan eru. Þessir útreikningar og fleiri voru kynntir á fundi forystu- manna ASÍ með fréttamönnum í gær. Þar var og lagt fram annað dæmi, í þetta skipti um mann sem tók 300 þúsund króna lán til 20 ára í mars 1983. Þá reiknaði hann með að verða 100 stundir að vinna fyrir afborgun og vöxtum — en þegar Alþjóðlegt skákmót á Húsavík: Fjórir stór- meistarar eru meðal þáttakenda ALÞJÓÐLEGA skákmótið á Ilúsavík hófst í gærkvöldi. Fimm erlendir keppendur eru meðal þátttakenda, stórmeistararnir William Lombardy og Anatoly Lein frá Bandaríkjunum og alþjóðlegu meistararnir Bernard Zuckermann og Jonathan Tisdall frá Bandarikjunum og Knut Helmers, Noregi. Þrír íslenzir titilhafar tefla á llúsavík, stórmeistararnir Guömund- ur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson, sem jafnframt er stigahæsti keppandi mótsins og Jón L Árnason, alþjóðleg- ur meistari. Aðrir keppendur eru Karl Þor- steins, Pálmi Pétursson, Sævar Bjarnason og Áskell örn Kárason. Stigafjöldi keppenda er að meðal- tali 2482 stig og samkvæmt því er mótið í áttunda styrkleikaflokki FIDE. Til þess að ná stórmeistara- árangri þarf 8 vinninga og 6 vinn- inga til að ná alþjóðlegum árangri og 4 'k vinning til að ná áfanga að titli FIDE-meistara. 1. verðlaun eru þúsund dollarar, önnur verðlaun 600 dollarar og þriðju verðlaun 400 dollarar. Mótstjóri er Jóhann Þórir Jóns- son. Yfirdómarar Guðmundur Arn- laugsson og Jóhann Þórir og skák- stjórar Jóhannes Haukur Hauksson og Sigu-ður Gizurarson. Mótinu lýkur 27. marz. á bílasýningu í Lágmúla5 um helgina. BX16 TRS sportfrakki, sem reynst hefur frábærlega við íslenskar aðstæður. Vor og sumartískan 1985 er komin frá Frakklandi. Við sýn- um fjóra stórglæsilega Citroén bíla á bílasýningu laugardag og sunnudag frá kl. 13—17. Það eru engar stórbyltingar í ■ sniðum og stærðum, enda breytir Citroén aldrei breyting- anna vegna. GSA Pallas, traustur klassískur frakki sem hentar jafn vel öllum árstíðum. Hvernig væri að líta við og máta einn góðan um helgina. Opið frá kl. 13-17 laugardag og sunnudag. CX 25 Familiale, 8 manna fjölskyldu- frakki, óskadraumur leigubílstjórans. G/obuse LÁGMÚLI5, SÍMI81555 1 r CITROEN A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.