Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 5 Reykjafoss fer frá ísafirði hlaðinn gámum. Morgunblaðið/Olfar Fyrsti staður- inn með vínveit- ingaleyfi á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness sam- þykkti á síðasta fundi sínum fyrir sitt leyti að leyfa vínveitingar að Eið- istorgi 13—15, en þar hefur verið sótt um vínveitingaleyfi fyrir mat- stað, sem taka á til starfa í vor. Staðurinn er hugsaður á tveim- ur hæðum. Á annarri hæðinni verður matstaður, en á hinni skyndibitastaður. Það er dómsmálaráðuneytið sem veitir vínveitingaleyfi og leit- ar það umsagnar bæjarfélags. Veiti dómsmálaráðuneytið leyfið, sem venjan er ef bæjarfélag leggst ekki á móti veitingunni, verður þetta fyrsti staðurinn með vín- veitingaleyfi á Seltjarnarnesi. ísafjörður: Stærsti gáma- farmur af frystum sjáv- arafurðum Isafirði, 8. mara. NÚ STENDUR yfir hávertíðin hjá grænlensku rækjutogurunum, sem landa afla sínum á Isafirði. Vegna þess hve mikið hafði hlaðist hér upp af rækju var gámaskipið Reykjafoss fengið skipið að leggja lykkju á leið sína, en hann er að jafnaði í beinum siglingum milli Reykjavíkur og Norðurlanda. Kom hann hér í gcr- morgun, fimmtudag, og fermdi 43 frystigáma eða 360 tonn af rækju. Þarna er um stærsta farm af frystum sjávarafurðum að ræða sem fluttur er út héóan í frystigámum. Rækjan fer öll til Álaborgar ( Danmörku. Mánafoss, sem er í reglubundnum siglingum milli ísafjarðar og Reykja- víkur, hefur þó tekið hér stærri farm af fiski í gáma, en þar var um að ræða kæligáma að hluta, sem ekki þarf að keyra á frá rafkerfi skipsins. Reiknað er með að hér verið um- skipað um 1500 lestum af rækju úr grænlenskum rækjutogurum á þess- ari vertíð og er nú búið að landa um 900 lestum. Með Reykjafossi kom til bæjar- ins fyrsti gámalyftarinn. Lyfti- geta hans er 14 tonn og breytir hann allri aðstöðu til að vinna við gáma hér á hafnarsvæðinu. Gám- urinn er í eign umboðsmanns Eimskips á Isafirði, Tryggva Tryggvasonar, og sagði hann að mjög erfitt hefði verið að vinna við alla þá gáma sem hér hafa far- ið um undanfarin ár með litlum lyfturum og nánar óskiljanlegt hvernig starfsmenn skipafélag- anna hefðu getað unnið við þessar aðstæður. þess má geta að lokum til gam- ans, að Reykjafoss mun vera stærsta íslenska skipið sem til ísafjarðar hefur komið, 5.760 tonn með rými fyrir 320 gáma. Úlfar Samningar samþykktir ATKVÆÐI voru talin í gær, föstu- dag, í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal yfirmanna á farskipum um samninga, sem gerðir voru við kaupskipaútgerðirnar 20. febrúar síðastliðinn. Samningarnir voru samþykktir með miklum mun. Já sögðu 233, nei sögðu 59, auðir seðl- ar og ógildir voru 4. Á kjörskrá voru 587 og greiddu 296 atkvæði eða um 50%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.