Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Elísa G. Einars- dóttir — Minning Fædd 1. júlí 1900 Diin 6. mars 1985 t dag er til moldar borin frá ísa- fjarðarkirkju Elísa Guðrún Ein- arsdóttir frá Dynjanda, fyrrum húsfreyja að Oddsflöt í Grunna- vík. Hún var fædd á Dynjanda þann 1. júli aldamótaárið 1900, dóttir hjónanna Engilráðar Bene- diktsdóttur og Einars Bærings- sonar bónda þar. Elísa ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, en 14 þeirra komust upp. Það hefur oft verið glatt á hjalla í Neðribænum á Dynjanda, því þau systkin voru öll glaðlynd og hress. Snemma þurftu þau að taka til hendi, því að búskapur í hinum harðbýlu Jökulfjörðum krafðist þrotlausrar vinnu og erf- iðis. Bræðurnir byrjuðu ungir að stunda sjó og reru vor og haust, ýmist frá Staðareyrum, Kálfadal eða Skáladal. Kvenfólkið lét ekki sitt eftir liggja við bústörf og öfl- un sjávarfangs og var Elísa meðal annars fanggæsla á Staðareyrum. Nú eru aðeins þrjú eftir af Dynj- andasystkinunum: Guðmundína, Ágúst og Sigrún. Árið 1922 gekk Elísa að eiga Guðmund Pálsson bóndason frá Minning: Fædd 22. nóvember 1906 Dáin 8. mars 1985 Elísabet Einarsdóttir frá Holti andaðist 8. þ.m., 78 ára að aldri. Hún hafði átt við sjúkdóm að stríða í mörg ár. Við dauðanum mátti þvi búast. En samt ber hinn óboðna gest óvænt að garði fyrir þá sem misst hafa. Beta móðursystir mín var mér mikið. Hún var mitt uppáhald frá barnæsku. Ég man hana síðan ég var drengstauli. Raunar byrjaði samband okkar fyrir mitt minni. Ég man ekki, þegar hún ók mér í barnavagninum við Dalsjóinn og ' umbrot mín voru slík, að vagninn næsta bæ, Höfða. Þar settust þau að í húsmenpsku hjá foreldrum Guðmundar, Steinunni Jóhanns- dóttur og Páli Halldórssyni, sem höfðu tólf árum fyrr flutt sig norður yfir Dalsheiði frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Á Höfða farnað- ist ungu hjónunum vel og hefur Elísu án efa þótt gott að vera í nálægð við foreldra sína og systk- ini, en það er aðeins hálftíma gangur á milli Höfða og Dynj- anda. Árið 1926 urðu þáttaskil í lífi Elísu og Guðmundar er þau festu kaup á jörðinni Oddsflöt í Grunnavík og fluttu þangað með þrjú ung böm sín. Þar bjuggu þau næstu sextán árin í síðasta torf- bænum í sveitinni og farnaðist vel. Guðmundur stundaði róðra vor og haust og var Elísa þá bæði bóndinn og húsfreyjan. Erfitt hef- ur verið fyrir unga móður að þurfa að búa um þrjú smábörn í kassa á meðan hún hljóp fram á dal að smala og kom sér þá vel að vera létt á fæti og snör í snúningum. Á Oddsflöt bættust þeim tvö börn í hópinn og eitt barnabarn, sem þau ólu upp sem eigin son. Undir lok fjórða áratugarins og einkum í byrjun seinni heims- valt og ég steyptist í sjóinn. Það var mín fyrsta eldskírn. En ég man svo ótal margt. Og nú hrannast minningarnar upp í hugann, kærar og hugljúfar. Ég man litla snáðann á Flateyri, sem setti sig ekki úr færi að fara upp á Kamb í litla húsið hans afa, þar sem Beta réði ríkjum. Þar var allt- af eitthvað að fá. Þar var einhvers að vænta. Mest var eftirvæntingin fyrir hátíðar og tyllidaga. Það brást aldrei, að ég og Kitty systir fengjum þá pakka. Og þessar gjaf- ir voru ekki af lakara taginu eftir því sem þá tíðkaðist. Þetta var sú tegundin, sem krakkar kalla nú harða pakka, en ekki lina. styrjaldar fór að losna um fólk í hinum afskekktu sveitum norðan- verðra Vestfjarða og lauk því sem kunnugt er með eyðingu tveggja nyrstu hreppanna, Sléttuhrepps 1952 og Grunnavíkurhrepps 1962. Elísa og Guðmundur fóru ekki varhluta af þeim hræringum fólks, sem áttu sér stað allt í kring. Þau vildu flytja sig nær sjónum og höfðu hug á að reisa nýbýli i nánd við lendinguna í Grunnavík, en þær hugmyndir fengu hljómgrunn svo þau seldu jörðina og fluttu til ísafjarðar ár- Tímar liðu fram og lífið gekk sinn gang. En alltaf var Beta frænka sú sama. Það er því mikið að þakka nú að leiðarlokum. Hinir miklu mannkostir frænku minnar fengu að njóta sín mest og bezt, þegar hún eignaöist sína eig- in fjölskyldu. Hún gekk að eiga séra Jón ólafsson prófast i Holti i önundarfirði. Beið hennar þá sú heimilisforsjá sem fylgie prests- setri í sveit. Eiginmaðurinn var og ekki bara prestur. Hann hafði mikil afskipti af sveitar- og fé- lagsmálum. Ræður af líkum að mikil umsvif voru á prestssetrinu og mikið reyndi á húsmóðurina. Hjónaband frænku minnar var farsælt. Þeim hjónum var sex barna auðið, en misstu eina dóttur, ungbarn, sem var þeim mikill harmdauði. Börnin eru mikið myndarfólk, sem stofnað hafa sín eigin heimili. Og barnabörn og síðan barnabarnabörn bættust fjölskyldu frænku minnar. Þegar séra Jón hætti prestsskap fluttust þau hjón til Isafjarðar, þar sem þau áttu heima um nokk- urra ára skeið. En síðan flytja þau hjón til Hafnarfjarðar og búa sér þar gott heimili til elliáranna. Það fór samt ekki svo, að frænka mín fengi lengi notið þess. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Hún varð þá haldin þeim sjúk- dómi, sem leiddi til þess, að hún varð rúmföst á Sólvangi í Hafnar- firði til dauðadags. Frænka mín var lífsglöð og hamingjusöm. Hún var hamingju- söm fyrir það, sem hún gaf öðrum og fyrir það, sem lífið gaf henni. Hún er mikill harmdauði öllum sem þekktu. Þorv. Garðar Kristjánsson ið 1942. Þar keyptu þau stórt timburhús, sem Bjarnaborg nefndist og bjó fjölskyldan þar í einu herbergi fyrsta veturinn, því að leigjendurnir fylgdu með hús- inu. Guðmundur stundaði sjóinn fyrstu árin, reri Baldri á vorin og var landmaður á stóru bátunum á veturna. Árið 1952 hóf hann störf hjá Sundhöll ísafjarðar og var þar húsvörður meðan heilsan leyfði. Elísa stundaði alla tilfallandi vinnu, vann meðal annars í slát- urhúsi Kaupfélagsins í yfir 30 haust. Á sumrin fór hún í sfld til Siglufjarðar, var ráðskona í brú- arvinnuflokki, vann við sumarhót- elið í Bjarkarlundi svo eitthvað sé nefnt. Lengi vann hún við hrein- gerningar bæði í heimahúsum og á „kontórum" eins og hún kallaði það. Hún var eftirsótt til hjálpar ef halda þurfti veislu og ævinlega þótti gott að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á, hvort sem um var að ræða veikindi manna eða málleysingja, eða ef einhvers stað- ar þurfti að rétta hjálparhönd. Alltaf var gestkvæmt á heimili hennar, enda stóð það öllum opið, hvort sem það voru gamlir sveit- ungar í kaupstaðarferð eða þeir sem minna máttu sín í þjóðfélag- inu, sem jafnan áttu athvarf í eldhúsinu hjá Ellu. Elísa var félagslynd, hún var öt- ull stuðningsmaður Átthagafélags Grunnvíkinga frá upphafi. Eg minnist hennar ævinlega á jóla- trésskemmtun stéttarfélaganna, en þar naut hún sín við að gleðja börnin. Þrátt fyrir allar annir hafði hún tíma til að vera amma. Við dóttursynirnir, sem ólumst upp á ísafirði, nutum hennar sér- staklega. Það var alltaf hressandi að koma við á Mánagötunni og aldrei var skorast undan því að fara í sendiferð fyrir ömmu, eða hjálpa henni að þrífa „kontórana". Það var ekki hægt annað en að taka til hendi í hennar návist, þótt við þættum brokkgengir heima- fyrir. Ég minnist allra sviðaveisl- anna og jólaboðanna þar sem hún var hrókur alls fagnaðar og naut þess að veita góðgerðir. ísinn hennar, frystur í gamla kæli- skápnum, var sá besti í heimi. Amma hafði alltaf gaman af að ferðast. Hún naut sín eftir að afi eignaðist bíl og þau gátu heimsótt kunningja og frændfólk vítt og breitt. Eftir að hún var orðin ekkja fór hún í siglingu til Evrópu með ms. Gullfossi ásamt syni sín- um og tengdadóttur og átti hún margar ánægjulegar minningar frá þeirri ferð. Margar ferðir átti hún til átthaganna nú seinni árin og hafði mikla ánægju af. Við af- komendurnir minnumst með þakklæti daganna sem við áttum með henni í Grunnavík sumarið 1982, en þá héldum við fjölskyldu- mót og skörtuðu Fjörðurnar sínu fegursta. Elísa og Guðmundur eignuðust fimm börn: Aðalheiður lést 1977, gift Hafsteini Axelssyni, sem nú er látinn, Steinunn, gift Kristbirni Eydal, Páll, kvæntur Gróu Guðna- dóttur, Haukur, kvæntur önnu Jónsdóttur, og Gunnur, gift Inga Jóhannessyni. Þau ólu einnig upp dótturson sinn, Baldur Matthías- son, sem er kvæntur Margréti Bergsdóttur. Elísa eignaðist 45 af- komendur, þar af eru tveir látnir. Hjónaband þeirra Elísu og Guð- mundar stóð farsællega í 45 ár eða þar til Guðmundur lést 2. júní 1967. Hún missti mikið og má segja að Elli kerling hafi sótt stöð- ugt á upp frá því. Þó hélt hún áfram að vinna meðan stætt var, því hugurinn var alltaf sá sami. Áhuginn var ódrepandi og minnist ég sérstaklega seiglunnar ef hún komst I ber. Þá mátti sjá hana svífa upp snarbratta Staðarhlíð- ina uppundir kletta og höfðu fáir roð við henni. Amma bjó áfram á Mánagötu 3, en síðustu árin átti hún heima í Túngötu 18 þar sem næstu ná- grannar hennar voru yngsta dótt- irin og hennar fjölskylda. Á Sjúkrahúsi Isafjarðar dvaldi hún í rúm tvö ár, að mestu rúmliggj- andi. Hún hefur án efa verið fegin kallinu eftir erfiða legu. Hún fékk góða umönnun og voru dæturnar óþreytandi að létta henni leguna. Við afkomendurnir færum þeim, sem með heimsóknum og um- hyggju glöddu hana og styrktu, bestu þakkir. Þó fáum við aldrei fullþakkað þá umhyggju sem Gógó sýndi henni. Guð blessi ömmu mína og veiti henni góða heimkomu. Gudmundur Kr. Eydal t Þökkum öllum þeim sem auðsýndu okkur samúö og vinsemd við andlát og útför móður minnar, tengdamóöur og ömmu, HALLBJARGAR INGVARSDÓTTUR, Nönnustlg 16. Sérstakar þakkir eru hér færöar hjúkrunar- og starfsfólki Hafnar- búöa fyrir frábæra umönnun. Árni i. Magnússon, Guöfinna Gissurardóttir, Jón A. Árnason, Sigurveig Björgólfsdóttir, Halla Margrét Árnadóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Legsteinar granít — - marmari Op*ó »IU daga. ^0Ux/nil >.(. •énnéo kvöéd Unnarbraut 19, SaltiamarnMi, og helgar., slmar 620809 og 72818. SVAR MITT eftir Billy Graham Sjúkur var eg Ég er trúr í söfnuði mínum og elska drottin af öllu hjarta. Nýlega veiktist ég hastarlega. Presturinn okkar, sem mér þykir vænt um, leit ekki einu sinni inn til mín. Marga daga var eg milli heims og helju, en honum virtist standa á sama. Hvernig viljið þér skýra þetta? Það er hörmulegt, hversu tilvera fólks er að verða ópersónuleg. Þúsundir kvaða eru lagðar á prestana. Eg er ekki að afsaka prestinn yðar, því að Biblían segir: „Hrein guðrækni fyrir Guði og föður er þetta að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra". (Jak. 1,27). Prestur nú á dögum þarf að stjórna, predika, jarða hina dauðu, gifta, gefa ráð og vitja sjúkra. Stundum er honum algjörlega um megn að gegna öllum þeim skyld- um, sem á honum hvíla. í mörgum söfnuðum eru allt of fáir starfsmenn, og fólkinu, sem þarfnast heimsókna, finnst það vanrækt. Ég veit, að þetta er svona. í sumum söfnuðum eru mörg þúsund manns, og það væri hverjum presti ofraun að sinna öllu sjúku og aðþrengdu fólki. Kannski eru sumir söfnuðirnir of stórir. Ég er önnum kafinn, en ég tek mér tíma til að heim- sækja sjúklinga og aðra, sem eru illa haldnir. Það er ekki svo að skilja, að þeir þarfnist mín. Ég þarfnast þeirra. Biblían segir, að af þeim, sem mikið er gefið, muni mikils krafist verða. Það er til mikils ætlast af okkur, sem höfum þegið gjöf hjálpræðisins, hvort sem við erum prestar eða ekki. Við ættum að verja meiri tíma til að vitja sjúkra og þurfandi, fólks sem þarfnast uppörvun- ar. Jesús sagði: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“. (Matt. 25,40). Elísabet Einars- dóttir frá Holti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.