Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Blaðað í bókum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson FILM NOIR 393 bfe. Ritstjórar: Alain Silver og Elizabeth Ward. Secker & Warburg, London 1980. Bókaverslun Snæbjarnar. Þó að bókin Film Noir sé kannske nauðsynlegust þeim sem álíta að „Film Noir“ séu ein- göngu löggumyndir (þó svo að sú stétt sé ærið fjölmenn í þeim flestum), þá held ég að hún sé kærkominn gestur i hillum flestra kvikmyndaunnenda. Mörk þessa kvikmyndaforms eru engan veginn skýr, en verk sem undir það flokkast fjalla ætíð um dekkri hliðar tilverunn- ar. Ofbeldi, morð, framhjáhald, ótryggð, svik o.s.frv. Að auki gerast þær margar meira og minna að næturlagi, persónurn- ar gjarnan ljósfælnar. Svarta filman, ef svo mætti segja, er upprunnin í Bandaríkj- unum, en það voru Frakkar sem gáfu henni framtíðarsamheiti sitt. Það var í lok seinni stríðs, en þá voru myndir byggðar á verkum Hammetts, Chandlers, James M. Cain og Horace McCoy einkar vinsælar þar í landi sem víðar. Fyrsta svarta filman, að höf- undar telja, er Underworld, gerð af Paramount 1927. Síðan koma þær þetta ein tvær á ári, allt fram undir seinna stríð. ’41 fjölgar þeim upp í fjórar. Þeim vex svo enn ásmegin í skugga at- ómsprengjunnar, kalda striðsins og McCarthys. ’49 eru þær orð- nar 29 og blómaskeið þeirra nær fram til '57, þá fer þeim aftur fækkandi. Arið sem bókin var búin til prentunar, 1976, telst að- eins ein „Film Noir“, Taxi Driver. Bókin Film Noir fjallar um allar þær myndir, bandarískar sem höfundar flokka í þennan hóp á tímabilinu. Birtur er ítar- Kápa The Film Yearbook Kápa Film Noir legur kreditlisti með þeim öllum auk efnisþráðs og umfjöllunar. Greinilegt að hér eru „svarta- filmu“-sérfræðingar að verki, svo ítarlega er farið ofan í kjöl- inn á þeim flestum. í bókarauka eru allnokkrir vel unnir listar um innihald bókar- innar, og er gaman að grúska i þeim. Þar kemur m.a. í ljós að RKO hefur verið iðnast við gerð þessara mynda. Það kemur ekki á óvart, því margar þeirra voru ódýrar og nú fallnar í gleymsku. En vegna þeirra fjölmörgu sem af og til birtast á skjánum og skjóta upp kollinum á kvik- myndaleigunum er Film Noir ekki síst eiguleg. SV THE FILM YEARBOOK - Vol. III. 192 bls. Ritstj. Ed Clark. Virgin Books 1984. Bókaverslun Snæbjarnar. Þá er kvikmyndaárbókin frá Virginútgáfunni komin út í þriðja sinn, hress og læsileg að vanda. Helstu kaflarnir eru Kvikmyndir ársins, frá 1.7.’83—30.6.’84, raktar í staf- rófsröð. Hver og ein fær stuttan og snaggaralegan dóm, auk kreditlista. Þá tekur við upptaln- ing á þeim myndum sem frum- sýndar voru eingöngu í Banda- ríkjunum á tímabilinu, allar með kreditlista og nokkrar með um- sögn. Þá er árið tekið fyrir í heild, bæði í Englandi og vestan hafs. Næstu kaflar fjalla um ellefu bestu og verstu myndir ársins. Forvitnileg upptalning. Meðal bestu myndanna völdu höfundar TFY The Osterman Weekend, Splash og The Man Who Loved Women! Einnig aðra góðkunn- ingja eins og Trading Places, Terms of Endearment og Under fire. f úrkastinu lentu m.a. Stay- ing Alive, Krull og Breathless. Þá taka við kaflar um andlit og tilvitnanir ársins. Því næst nokkrar greinar eftir höfunda bókarinnar, um það í kvik- myndaheiminum sem þeir töldu hvað merkilegast á árinu. Síðustu kaflarnir fjalla um helstu verðlaunaafhendingar, bækur og síðast dauðsföll á tímabilinu. Helstu kostir The Film Year- book, fyrir utan margvíslegan fróðleik, er hversu léttur blær hvílir yfir henni og hve læsileg hún er. Sigurbjörn Ó. Kristinsson Myndlist Bragi Ásgeirsson í sýningarsal þeirra Hafnfirð- inga er hlotið hefur nafnið „Hafnarborg" sýnir um þessar mundir Sigurbjörn Ó. Kristinsson 31 málverk, sem öll eru gerð á síðustu tveim árum. Nafn þessa málara segir mönnum naumast mikið en sú var tíðin að hann taldist i hópi þeirra er vonir voru bundnar við á vettvangi nýlista. Hann nam við Myndlista- og handíðaskól- ann á sama tíma og sá er hér ritar og hélt áfram námi í Kaup- mannahöfn og Parísarborg. Sigurbjörn hélt svo eina sýn- ingu í Listamannaskálanum gamla er töluverða athygli vakti og þóttu margar myndir hans nýstárlegar hér á hjara verald- ar. Var honum strax boðin inn- ganga í FÍM, sem var mikil upp- hefð í þá daga. En að námi loknu tók brauðstritið við — hann stofnaði fjölskyldu og var harð- ur í því að búa henni veglegt at- hvarf og í slíkum veraldlegum átökum vill listsköpun liggja á hakanum. Hann hóf að sprauta bíla og byggði veglega yfir fjöl- skylduna ásamt því að hann bjó sér ágæta vinnuaðstöðu. Hér kemur fram táknrænt dæmi um það, að er sambandið rofnar við daglega listsköpun þá er erfitt að taka upp þráðinn aft- ur — einkum er heil tuttugu ár ber á milli. Þetta kemur mjög vel fram á sýningu Sigurbjörns í Hafnar- borg, hann er ekki ennþá búinn að finna sig aftur og engar myndir á sýningunni jafnast á við þær bestu er hann gerði í gamla daga. Þó eru á sýningunni nokkrar myndir sem skera sig úr um listrænt handbragð og vil ég þá helst nefna nr. 9. „Klettar". „Frá Trékyllisvík“ (14), „Hjall- urinn í Garðabæ" (22) og „ÍJr Hafnarfirði" (24). Enginn getur sagt um hver framþróunin verður því það er í höndum gerandans sjálfs, at- hafna hans og árræði. Náttúrubörn frá Nikaragua Myndlíst Bragi Ásgeirsson Það má til sanns vegar færa, að myndlist Nicaragua sé lftið þétt hér norður við Dumbshaf, væri jafnvel réttara að segja — nánast ekki neitt. Sjálfur minnist ég þess ekki að hafa séð mikið af myndum það- an frekar en frá öðrum ríkjum rómönsku Ameríku, þ.e. þegar hinni fornu og miklu menningu sleppir. Það er þó enginn vafi á, að þjóðir, sem hafa af jafn rík- um menningarlegum brunni að ausa, eigi sér hefðir, er ná alveg fram í nútímann. En það er ekki mikið um það, að samtíðarlist smáríkjanna, er þrengja sér um Mið-Ameríkuskagann, sé kynnt í Evrópu. Hins vegar er maður öllu betur að sér um list og menningu Mexíkóbúa í norðri og Kólumbíu í suðri, svo og það sem er norðar og sunnar. Það var því með talsverðri eft- irvæntingu, sem undirritaður lagði leið sína í Listasafn alþýðu við Grensásveg til að berja þar augum alþýðulist frá Nicaragua. Alþýðulistin á að hafa dafnað í skjóli sandinistabyltingarinnar og ber þar nafn séra Ernesto Cardenal menningarmálaráð- herra, hátt. Svo sem ritað er í sýn- ingarskrá, þá sagði séra Carden- al á vettvangi UNESCO í París, 23. apríl 1982: „Alþýðulist hafði stöðugt hnignað á löngum valda- tima Sómózanna og að endingu varð Nicaragua afar fátækt af alþýðulist, ýmsir töldu að henni yrði ekki bjargað. En byltingin reyndi björgun og á stuttum tíma hefur aftur birst um allt land hin glataða, forna alþýðu- list, en einnig ný alþýðulist, sem tjáir þjóðarvitund alþýðumanns- ins í Nicaragua, okkar þjóðarvit- und. Fyrir þessu var barist, því að baráttan var gegn erlendu oki og sandinistabyltingin færði okkur sigur í þessari baráttu." Þá kemur og einnig fram i sýn- ingarskrá, „að það sé ekki ofsagt að alþýðulist í Nicaragua hafi verið vakin af Þyrnirósarsvefni og að þar sé hlutur séra Carden- als efalaust langstærstur. Á veg- um ráðuneytisins starfa nú um eitt þúsund manns, er vinna öt- ullega að endurreisn og nýsköp- un alþýðulistar um allt landið.“ Þessi framsláttur sýnir tvennt og það er hið fyrsta, hvernig menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, er mis- notuð í pólitískum tilgangi, á stundum meir ósjálfrátt en sjálfrátt, og svo einnig, að séra Ernesto Cardenal fer rétt að við Edoardo Arana „Mancarron“ (1980). eflingu þjóðarvitundar almenn- ings í heimalandi sínu. Ég trúi hins vegar ekki öðru en að hin svonefnda alþýðulist hafi á einhvern hátt haldið velli í gegnum súrt og sætt i sögu þjóðarinnar, eins og hún hefur allstaðar gert, frá því að sögur hófust. Ekkert virðist geta drep- ið sköpunarþrá mannsins nema þá sjálfur dauðinn, því svo sam- ofin er hún sjálfu lífinu. Hið góða við sýninguna í \ Listasafni alþýðu er, að mynd- irnar eru fullkomlega lausar við pólitískan áróður og eru í einu og öllu mjög I anda upprunalegr- ar alþýðulistar. Máski eru þessi fínlegu og nostursamlegu vinnu- brögð, er einkenna myndirnar, einkenni alþýðulistar Nicaragua, en um það get ég ekki dæmt. Hins vegar ber mikið á keimlík- um vinnubrögðum og myndtákn- um, sem bendir til þess, að hér sé um ákveðinn skóla að ræða, er byggist á þjóðlegri hefð. Ætt- arnöfnin í sýningarskrá geta og bent til þess, að hér séu heilu fjölskyldurnar að verki. Einn gerandinn, sem á um leið flestar myndirnar á sýningunni (5), sker sig nokkuð úr um sjálfstæð vinnubrögð, en það er Eduardo Arana. Myndir hans eru mjög í ætt við hreina naivista í vestrinu í uppbyggingu og annarri út- færslu en myndefnið er í hæsta máta upprunalegt. Það var ein- kum málverk nr. 23 „Mancarron" (1982), er mér þótti skera sig úr frá öðrum. Þessi sýning er augnayndi þeim, sem hafa áhuga á þessari tegund myndlistar, og sem dæmi um fínleg og hrifmikil vinnu- brögð vil ég nefna hér myndir svo sem nr. 19 „Fuglar og dýr skógarins", eftir Rodolfo Arell- ano, „Landslag með skýjum" (26) eftir Julia Chavarría“, „Kókos- pálmalundurinn* (27) eftir Mil- agros Chavarría „Kristur konung- ur“ (30) eftir Carlos Marenco, „Kakókrem" (32) eftir Rosa Pin- eda og Svanir í landslagi (35) eftir Marina Silva. Eins og raunar allar myndirn- ar eru þessar myndir mjög fjar- rænar fyrir okkur íslendinga og hafa yfir sér ákveðinn frum- stæðan seið. — Það er dálítið furðulegt að rekast á svo til sömu útfærslu á skýjabökkum f tveim myndum og einkenna myndir fsleifs Konráðssonar og vísar þetta á ákveðinn skyldleika alþýðumálara um heim allan. Þetta er sýning, sem óhætt er að mæla með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.