Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Teheran: Hryðjuverk við predikun Nikóxíu, Kýpur, 15. mare. AP. SPRENGJA sprakk við messugjörð í Teheran í morgun með þeim afleið- ingum, að sex manns létust og 10 særðust. Meðal þeirra, sem biðu bana, var hryðjuverkamaðurinn sjálf- ur en hann hafði bundið sprengjuna um sig miðjan. Skýrði íranska frétta- stofan frá þessu í dag. Að sögn Irna, írönsku fréttastof- unnar, var það sjálfur forseti landsins, Ali Khamenei, sem pre- dikunina flutti þegar sprengjan sprakk og hélt henni áfram eftir að látnir og slasaðir höfðu verið flutt- ir á brott. Hálftíma síðar steyptu íraskar orrustuflugvélar sér yfir Teheran-borg og var tekið á móti þeim með mikilli loftvarnaskothríð að sögn Irna. Stóð loftárásin í hálf- tíma. Khamenei sagði, að „hræsn- ararnir" hefðu staðið að baki hryðjuverkinu en það er opinbert heiti yfir alla þá, sem andvígir eru klerkastjórninni i landinu. Vilja koma á áfengis- einkasölu á Grænlandi Granludi, 15. nan. Krá Nils Jörgen Bruun, frétUriUrn Mbl. Á SUNNUDAG hefst fjölmenn ráðstefna í Godtháb á Grænlandi og verður þar rætt um áfengisneyslu landsmanna, sem allir eru á einu máli um, að sé mikil. Á árinu 1984 nam innflutning- ur áfengis til Grænlands ígildi 55,5 milljóna staupa af vínanda, en í þeim útreikningi samsvarar staupið einni flösku af öli, einu glasi af léttvini eða tveimur sentilítrum af vínanda. Þetta jafngildir því, að hvert einasta mannsbarn á Grænlandi, frá kornabörnum til gamal- menna, hafi á árinu 1984 drukkið sem svarar þremur staupum af vínanda dag hvern. Þar af var öldrykkja tveir þriðju hlutar. Heimastjórnin mun leggja til á ráðstefnunni, að komið verði á áf- engiseinkasölu á Grænlandi, und- ir stjórn heimastjórnarinnar. Er aðalröksemdin sú, að hagnaður einkaaðila af áfengissölu í land- inu sé of mikill. Annars er áfengisverð hátt á Grænlandi, ekki síst vegna hárra gjalda, sem heimastjórnin leggur á vöruna. Venjuleg ölflaska kost- ar 8,25 danskar krónur (um 29 ísl. kr.) út úr verslun, en um 22 d. kr. (um 77,44 ísl. kr.) á veitingahús- um. Það er, svo að dæmi sé tekið, um tvöfalt hærra verð en í Danmörku. Giftugsamleg björgun Slökkviliðsmaður í borginni Nashua I New Hampshire í Bandaríkjunum skríður á örþunnura ís út að tjarnarvök til bjargar Shwan Goodwin, 9 ára pilti, sem korainn var I hann krappann í vikunni. Pilturinn á snarræði slökkviliðsmanna líf sitt að launa. George Bush: Bandarísku hermennirn- ir fara frá Grenada St (íeorges, Greudt, 15. mara. AP. GEORGE Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, hefur skýrt stjórnvöldum á Grenada frá því, að Bandaríkja- menn geti ekki orðið við þeim til- Grikkland: Fallið frá umdeildri stjórnarskrárbreytingu Aþenu, 15. nure. AP. RÍKISSTJÓRN Grikklands hefur dregið til baka tillögu um breytingu á stjórnarskrá landsins, sem fól í sér að unnt væri breyta henni með ein- faldri samþykkt á þjóðþinginu. Frá þessu var skýrt í gærkvöldi. Tillaga ríkisstjórnarinnar hafði mætt gífurlegri andstöðu meðal almennings og í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin hyggst hins vegar ekki falla frá öðrum tillögum sín- um um breytingar á stjórnarskrá Grikklands, sem er frá 1975. Miða þær einkum að því að svipta for- seta landsins þeim völdum, sem hann nú hefur. Ef tillögurnar verða samþykktar getur forsetinn Cauou Canon íöll verkefni Reíknið meö Canoti rtr HayS'ætt verö Shrifuéíin hf SKS Suðurlandsbraut 12. S: 685277 og 685275. ekki lengur vikið ríkisstjórn frá, leyst upp þingið, efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu eða lýst yfir neyðarástandi. Formælendur ríkisstjórnarinn- ar segja, að þeir telji eðlilegt að embætti forseta í Grikklandi sam- svari slíkum embættum í öðrum vestrænum ríkjum. Stjórnar- andstæðingar hafa lagst gegn breytingunum og segja að þær muni hafa í för með sér, að stjórn- arflokkurinn hverju sinni og for- sætisráðherra verði of valdamikl- mælum þeirra, að að bafa þar áfram 250 manna herlið. Bush áréttaði hins vegar, að Bandaríkjastjórn liti svo á að hún væri skuldbundin til að verja lýðræði á eynni. Bush hafði i gær viðdvöl á Grenada á leið frá útför Chern- enkos, forseta Sovétríkjanna, í Moskvu. Hermennirnir 250, sem tilheyra sveitum þeim sem tóku land á eynni í október 1983 og steyptu herstjórn kommúnista þar, eiga að fara frá Grenada 12. júní nk. Ríkisstjórnin þar er uggandi um að 500 manna lögreglulið hennar geti ekki ábyrgst öryggi eyjar- skeggja. Bush sagði að bandarísku her- mennirnir færu á tilsettum tima. „Við munum hins vegar ekki horfa upp á það aðgerðalausir ef öryggi Grenada er ógnað,“ sagði hann. Frá Grenada hélt Bush til Bras- ilíu, þar sem hann verður við- staddur embættistöku Neves for- seta. ERLENT Chile: Hálf milljón heimilislaus SuUa«o. Chile, 15. mara. AP. LJOST er nú, að rétt innan við hálfa milljón manna missti heimili sfn í jarðskjálftunum fyrir skömmu eða hver 24. Chilebúi, helmingi fleiri en áður var talið. Jorge Lucar, hershöfðingi og yf- irmaður neyðarhjálparinnar í Chile, sagði, að í jarðskjálftunum 3. mars sl. hefðu 57.625 heimili eyði- lagst alveg og svo miklar skemmdir orðið á 117.744 að þau væru óíbúð- arhæf. Auk þess hefðu eyðilagst eða skemmst 994 skólar og 22 sjúkrahús. f jarðskjálftanum, sem mældist 7,4 á Richter-kvarða, fór- ust 146 og 2.000 slösuðust. Beint fjárhagstjón af völdum hans er metið á rúman hálfan milljarð dollara. Svíþjóð: Húseigendum veitt sér- stök lán til viðgerða Stokkhólmi, 15, marz. Frá fréttariUra Morgunblkósiiu. AÐ minnsta kosti 10.000 einbýlishús og raðhús liggja undir alvarlegum raka- og fúaskemmdum í Svíþjóð og hefur þetta oft haft í for með sér löng og erfið réttarhöld milli kaupenda og seljenda. Nú hefur sænska stjórnin ákveðið að láta kanna möguleikana á því að koma upp sameigin- legum sjóði, sem á að vernda húseigendur fyrir því stórfellda fjárhags- tjóni, sem við þeim blasir af þessum sökum. Svo stórfelldar geta endur- bæturnar orðið á einstaka húsi, að þær kunna að kosta allt að 25C.O00 s.kr. (tæpar 900.000 ísl. kr.) Nú er þaö ÍRJjmynd sænsku stjórnarinnar að ríkið, sveiísr- félögin og byggingarfélögin í landinu standi sameiginlega að þessum sjóði. Viðkomandi hús- eigandi á að geta snúið sér til sjóðsins með beiðni um fjár- hagsiegá áusLuO Gg lcauí -’jíív;iiT inn síðan að sér það erfiða verk- efni að hefja málssókn gegn byggingaraðila þeim, sem kann að bera ábyrgð á því tjóni, sem húseigandinn hefur orðið fyrir. Á síðuSÍu árum hafa raka- og fúaskemmdir ofðið áu Sljklu vandamáli í Svíþjóð. Hefur það ekki dregið úr, að ýmsir sérfræð- ingar halda þvi fram, að þessar skemmdir geti verið heilsuspill- andi. Hefur þetta leitt til þess, að nú hafa verið teknar upp tryggingar gegn þessu. Er kaup- andi húseignar þar algerlega tryggður fyrir tjóni af þessum sökum í 10 ár. Þar að auki eiga þeir húseigendur, sem þegar hafa orðiö iiia úti af þessum sök- um, að fá möguleika á mjög hag- stæðum lánum til viðgerða á skemmdum. Upphaflega ástæðan fyrir þessum húsaskemmdum er oft talin vera í senn léleg smíði og tilhneigiilg ti! þess að spara hita með því að hafa húsin of loft- þétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.