Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 27
Hernaðarsam- starf við Kanadamenn Sydney, 15. nura. AP. RÍKISSTJÓRN Nýja Sjilands hefur snúið sér til stjórnvalda í Kanada og óskað eftir hernaðarlegu samstarfi. Fyrir skömmu ákváðu Banda- ríkjamenn að hætta við fyrirhug- aðar heræfingar með Nýsjálend- ingum vegna þess að ríkisstjórnin í Sydney vill ekki leyfa bandarískum herskipum að koma til hafnar í Nýja Sjálandi nema fyrir liggi yfir- lýsing um að þau hafi ekki kjarn- orkuvopn um borð. Frank O’Flynn, varnarmálaráð- herra Nýja Sjálands, sagði í dag, að Nýsjálendingar vildu komu á nánu samstarfi við Kanadamenn á sviði varnarmála. Kína: Hrækingar við- bjóðslegar og heilsuspillandi Pekiag, IX un. AP. Embættismenn á vegum heilbrigð- isþjónustunnar hafa sektað yfir 200.000 manns í Peking á þessu árí fyrir að hrækja á almannafæri, að því er kvöldblaðið Beijing Wanbao skýrir frá í dag, miðvikudag. Blaðið segir, að flestir þeirra, sem sektaðir hafa verið, hafi verið staðnir að verki á Tiananmen-torgi i miðborginni eða i verslunarhverf- inu Wangfujing þar rétt hjá. Sekt fyrir að fleygja frá sér drasli eða hrækja er 50 fen (um 10 isl. kr.). „Ibúar Peking ætla að vera öðr- um landsmönnum fyrirmynd í því að hætta að hrækja," sagði blaðið. Yfirvöld hafa úrskurðað, að hrækingar séu heilsuspillandi og viðbjóðslegar, en hrækingarvaninn er enn landlægur í Kína. MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 27 Kaffi orsakar hjartasjúkdóma Vetrartískan til þó vart sé komið vor Þó vart sé komið vor á norðurhveli jarðar ern tískuhönnuðir í Mflanó þegar byrjaðir að boða haust- og vetrartískuna fýrir veturinn 1985—86. Myndin var tekin á tískusýningu hjá „Ferre“ í vikunnL SUnford, U. mare. AP. Kyrrsetumönnum og þeim sem hljóta tiltölulega litla daglega hreyfingu er hættara við að fá hjartasjúkdóma ef þeir drekka meira en tvo bolla af kaffi á dag, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar. Rannsókn þessi var gerð við læknadeild Stanford-háskóla. Hrekja niðurstöður hennar fyrri rannsóknir, sem framkvæmdar hafa verið í Bandaríkjunum, þar sem ekki hefur fundist samband milli kaffis og kólesterols. Rannsóknin styður hins vegar niðurstöður evrópskra vísinda- manna og viðamikillar læknis- fræðilegrar rannsóknar, sem framkvæmd var á 47.000 manns, konum og körlum, við Kaiser- spítalann í Oakland. — Við mælum ekki með því við neinn, að hann hætti að drekka kaffi, segir einn rannsóknarmann- anna, Paul Williams. — En við bendum hins vegar á, að rétt er að forðast mikið kaffiþamb vilji mað- ur komast hjá háu kólesterol-stigi i blóðinu. William kvað kaffidrykkju ásamt reykingum, feitum mat og streitu vera mjög hvetjandi fyrir myndun kólesterols. — Það eru ákveðin „hættumörk" að því er kaffið varðar, sagði hann, — um Grænland: Moröum fjölgaöi í fyrra ira. Fri NUrJtfrfea voru myrtir á SAUTJÁN Grænlandi á árinu sem leið. Það eru næstum tvisvar sinnum fleiri, en á árínu 1983, aó þvf er grænlenska lögreglan upplýsir. Flest voðaverkin voru unnin i Bmun, GrvalaadaOétUnUni MbL ströndinni og Scoresbysund á austurströndinni. Á báðum stöð- unura voru 4 ráðnir af dögum. At- burðurinn i Scoresbysund varð með þeim hætti, að fjöldskyldu- faðir myrti konu sína og þrjú börn tveir og hálfur bolli á dag. — Að því er suma varðar kunna mörkin að liggja neðar, t.d. við tvo bolla, en aðrir geta sér að meina- lausu drukkið þrjá, sagði Willi- ams. Stóra rannsóknin, sem gerð var á Kaiser-spítalanum, sýndi ekkert samband milli tes og kólesterols. Það bendir til, að ekki sé hér koff- eini um að kenna, því að það er jafnt í te sem kaffi. þeirra og stytti sér sfðan aldur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar voru samtals skráð 425 önnur ofbeldisverk á árinu 1984, sem er nokkur fækkun frá árinu á undan. Hagnaður Shell fjor- faldaðist 14. ■*». AP. SHELL-olíufélagió skýrði frá þvl I dag, að hagnaður þess á síðasta árí hefði aukist úr 894 milljónum punda (4,1 milljarði IsL kr.) f 3,6 milljarða punda (16,7 milljarða Lsl. kr.). Sagði fyrirtækið þennan bata stafa af aukinni eftir- spurn eftir olíuvörum í fyrsta sinn frá 1979, aðallega vegna grósku i efnahagslífi Banda- rikjanna og Japans. Spáð er „lítils háttar aukn- ingu eftirspurnar eftir oliu og jarðgasi á þessu ári.“ En fyrirtækið gerir ákveðinn fyrirvara: „Horfur á olíumark- aðnum verða almennt óvissar og veikar enn um sinn.“ bæjunum Egedesminde á vestur- A MORGUN LAUGARDAG, FRA 1-4 BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. lí:) ilSUÐURLANDSBRAUT 14 -S.: 38600 S. SÓLUDEILD: 31235 LADA 1200 198.000. LADASAFIR 220.000. LADA SPORT 4X4 408.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.