Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 31 Bókauppboð á Borg inni á sunnudag Skákin sem færði Helga stórmeistaratitilinn Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar og Bókavarðan í Reykjavík efna til 2. bókauppboðs síns að Hótel Borg, Gyllta sal, nk. sunnudag kl. 15. Bækurnar og rit- in verða til sýnis hjá Bókavörð- unni að Hverfisgötu 52, laugar- daginn kl. 14—18. I uppboðsskrá, sem blaðinu hef- ur borist, eru bækurnar flokkaðar eftir efni: fslenzk og norræn fræði, Héraðasaga og ættfræði, Saga lands og heims, lögfræði, Bók- fræði, Listsýningaskrár, Skákrit, skáldsögur, ljóð og kvæði, gamlar bækur, gamlar erlendar bækur, Málþing sálfræði- nema um „afbrigði- lega kynhegðun“ ÞRIÐJA írs nemar í sálarfræði við Háskóla íslands halda árlegt málþing sitt laugardaginn 16. mars í hátíöar- sal skólans. Yfírskrift málþingsins er að þessu sinni; „Hvað er afbrigðileg kynhegðum?" Framsögumenn munu ræða um efnið, hver út frá sinni fræðigrein/sviði. Á málþinginu heldur Dr. Gisli Guðjónsson sálfræðingur fram- söguerindi, en honum var sérstak- lega boðið hingað til lands fyrir þetta málþing. Dr. Gísli starfar sem yfirréttarsálfræðingur við Institute of Psychiatry við Háskól- ann í London. Aðrir framsögumenn verða Pétur Guðgeirsson lögfræð- ingur, séra Sigfinnur Þorleifsson, Dr. Högni Óskarsson geðlæknir og Jenný Baldursdóttir frá samtökum um kvennaathvarf. Fundarstjóri verður Sigrún Júlíusdóttir félags- ráðgjafi. Eftir frarnsöguerindi verða al- mennar umræður og fyrirspurnir. Málþingið hefst kl. 14. (FrétUtilkynniiig) náttúruvísindi, tímarit og blöð. Alls eru boðin fram 179 númer rita og bóka. Af einstökum bókum og blöðum má nefna t.d.: Biographiske Eft- erretninger om Arne Magnusson eftir Jón Olafsen frá Grunnavik, Kh. 1835, handbundið skinnband, Annálar 1400—1800, Sendibrjef til Húnvetninga eftir Húnrauð Más- son verzlunarþjón, flest rit Frí- manns B. Arngrímssonar á Akur- eyri, gamlar niðurjöfnunarskrár Reykvíkinga, Bókaskrá um safn Willards Fiske, gamlar listsýn- ingaskrár, þ. á m Ásgríms Jóns- sonar frá 1916 og skrár Listvinafé- lagsins frá 1919—1925 og um hina frægu Charlottenborgar-sýningu íslendinga í Kaupmannahöfn 1927, Sagan af Heljarslóðarorr- ustu , eftir Benedikt Gröndal, frumútgáfan 1861, Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, frumútgáfan, Mað- urinn er alltaf einn, fyrsta bók Thors Vilhjálmssonar, frumút- gáfa hins viðfræga leikrits Ibsens, Hedda Gabler, Nýja Testamenti, prentað í Kaupmannahöfn 1750, útgáfa af Horatio, pr. í Feneyjum 1556, tímaritið óðinn frá upphafi til enda og Castria, blað 2. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík 1939, ritstjóri Geir Hallgrímsson. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund næstkomandi sunnudag á Hótel Hofí. Fundarefni er: Staða Framsóknarfíokksins og samstarfíð við Sjálfstæðisfíokkinn. Teiknimynda- saga um kött- inn Gretti ÚT ER komin hjá Forlaginu ný teiknimyndasaga um köttinn Gretti. Nefnist hún Grettir mætt- ur til leiks. Grettir er bandarískur að uppruna, faðir hans er teiknar- inn Jim Davis og hefur hann hlot- ið fjölda verðlauna og viðurkenn- inga fyrir afkvæmi sitt. Sjálfur er Grettir feitur, latur, undirförull, morgunsvæfur, matgráðugur og sjálfselskur. En Grettir hegðar sér einmitt eins og við vildum sjálf ef við þyrðum — að minnsta kosti stundum. Grettir naut vinsælda hjá islenskum sjón- varpsáhorfendum á liðnu ári og þessi nýja bók er hin fyrsta í röð teiknimyndasagna um þennan kenjakött sem Forlagið gefur út. Grettir mættur til leiks er 32 bls. Bókin er prentuð í Noregi. Fundurinn hefst klukkan 15.00. Frummælendur verða Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráð- herra og Haraldur Ólafsson, al- þingismaður. Frá Halldórj Leifssyiii í Kaupminnihofn. HELGI Olafsson náði þriðja og síöasta áfanga að stórmeistaratitli þegar hann sigraði Englendinginn Plaskett í síðustu umferð alþjóð- lega skákmótsins f Kaupmanna- höfn. Þar með er Helgi orðinn þriðji stórmeistari íslendinga, fylgir í fótspor Friðriks Ólafsson- ar og Guðmundar Sigurjónssonar. Helgi er fyrsti stórmeistarinn af ungum og upprennandi skák- mönnum íslenzkum, en þegar hafa Jóhann Hjartarson og Mar- geir Pétursson náð áfanga að stórmeistaratitli og Jón L Árna- son er til alls líklegur. Góður árangur hinna ungu skákmanna hefur orðið Helga Ólafssyni hvatning til afreka og með góðri skákþjálfun má vænta betri árangurs í framtíð- inni. Helgi tók snemma frumkvæð- ið í viðureign sinni við Plaskett, en það nýttist honum ekki sem skyldi. Plaskett sneri vörn í sókn, en lék af sér hrók. Þá átti hann eftir að leika 7 leiki á 3 mínútum á meðan Helgi átti eftir 23 mínútur. Stórmeistara- heppnin fylgdi Helga, en hann er þó vel að titlinum kominn. í 31. leik bauð Helgi andstæðingi sínum jafntefli, en hann þáði ekki en lék af sér hrók i næsta leik og Helgi stóð uppi sem sig- urvegari og stórmeistari. Helgi náði fyrsta áfanga að stór- meistaratitli með frábærri frammistöðu í Reykjavíkur- skákmótinu í fyrra og fylgdi því eftir með sigri í alþjóðlegu skákmóti í Neskaupstað. Hér á eftir fer sigurskák Helga gegn Plaskett — skákin, sem gerði hann að stórmeistara. Hvítt: Plaskett Svart: Helgi Ólafsson. I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. Bb5+ — Rc6, 4. 0—0 — Bd7, 5. Hel — Rf6, 6. c3 — a6, 7. Ba4 — c4, 8. Bc2 - Hc8, 9. Ra3 — b5, 10. b3 — Re5, 11. Rxe5 — dxe5, 12. bxc4 — bxc4, 13. d4 — cxd4, 14. Dxd3 — e6, 15. Hbl — Bc5, 16. Rc4 — Dc7, 17. Dg3 — 0—0, 18. Bh6 — Rh5,19. Dxe5 — gxh6, 20. Dxh5 - Bxf2+, 21. Kxf2 - Df4+, 22. Kgl — Hxc4, 23. Hfl — Dg5, 24. Dh3 — Dc5+, 25. Khl — Hxc3, 26. Dxh6 — De5, 27. Hf4 - Dg7, 28. Dh4 — e5, 29. Hf3 — Hc6, 30. Bb3 — Hh6, 31. De7 — Be6, 32. Hg3 — Dxg3, gefíð. Helgi bauð jafntefli eftir 31 leik en hvítur hafnaði jafnteflisboðinu. Eitthvað virðist jafnteflisboðið hafa sett Plaskett úr jafnvægi, því hann lék hrók beint í dauð- ann. Framsóknarfélag Reykjavíkur: Heldur fund um stöðu flokksins og ríkisstjórnina Viðurkenning á yfirburóum OAS GOcOtNt LF.NKfl T----- ■■■ " * -dífS ulitíl BISHIGRLRNT MITSUBISHI GALANT ' 85 hiaut hina efíirsóttu viöurkenningu „GULLNA STÝRIÐ" sem veitt er af írlrsu virta vikuriti Bíld Am sonntag í vestur-Þýskalantií. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Allar tegundir bifreiða á markaðnum í landinu komu til álita, en dómendur, sem eru sérfróðir á þessu sviði, úrskurðuðu Mítsubishi galant sigurvegara í stærðarfiokknum 1501-2000 cm5. Nokkrir bílar fyrirliggjándi. Verö frá kr. 498,900,- MITSUBISHI M0T0RS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.