Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Útgefandi MmUfo hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Meimtunin og atvinnulífið Við íslendingar höfum gengið í gegn um margs konar þróun og stökkbreyt-. ingar í atvinnu- og þjóðlífi það sem af er þessari öld. Við stöndum nú á þrepskildi upp- lýsingaaldar og horfum fram til enn nýrra breytinga, sem óhjákvæmilegar eru. Engu að síður getum við og eigum að stýra framvindu eigin mála; vera okkar eigin gæfu smiðir, en láta ekki skeika að sköpuðu.j Á morgni þessarar aldar bjuggu tæplega þrir af hverj- um fjórum landsmönnum i strjálbýli en aðeins rúmlega, fjórðungur í þéttbýli. Nú búa niu af hverjum tiu í þéttbýli en aðeins einn í strjálbýli. Þessar tölulegu staðreyndir segja raunar allt sem segja þarf um þá stökkbreytingu, sem hér hefur orðið í tíð tveggja, þriggja kynslóða. Stökkbreytingin frá fátækt og frumbýlingshætti fyrri alda yfir til velferðar samtímans segir til sin á öllum sviðum: f menntun, heilsugæzlu, hús- næði, vinnuaðstöðu, viðurværi, samgöngum, ferðalögum og svo framvegis, að ógleymdri lengri meðalævi einstaklinga en við- ast annars staðar. Það var einkum tvennt sem gerði þessa þróun mögulega, kostnaðarlega: tækniþróun og menntun þjóðarinnar. Þekk- ingin og tæknin gerðu okkur kleift að nýta svo „hefðbundn- ar“ auðlindir þjóðarinnar, fiskistofna og gróðurmold, að þær báru okkur á öldufaldi inn í hóp velmegunarþjóða. Við er- um hinsvegar komnir að nýt- ingarmörkum fiskistofna og mettuðum búvörumarkaði. Við verðum þvi að sækja aukinn hagvöxt i næstu framtið, þ.e. batnandi lífskjör, til fleiri þátta en hinna „hefðbundnu“. Það var ekkert eðlilegra en að þær stökkbreytingar á hög- um þjóðarinnar, sem hér hefur lítillega verið staldrað við, leiddu til mikilla breytinga á atvinnustéttum hennar. Þær breytingar, sem orðið hafa, hafa ekki allar verið réttvis- andi. Við þurfum að rétta af rangstefnu á sumum sviðum. Yfirbygging okkar litla samfé- lags, þar sem rétt rúmlega hundrað þúsund einstaklingar sinna störfum, hefur t.d. stækkað óeðlilega, miðað við kostnaðarlegar undirstöður og forsendur. Árið 1963 var 13,2% vinn- andi fólks starfandi hjá riki, sveitarfélögum og bönkum. Ár- ið 1983, tuttugu árum siðar, hefur þetta hlutfall nær tvö- faldazt. Þá vinna 25,3%, þ.e. fJOlOl ll««l •Uttaudi íolcnding ur, hjá hinu opinbera, sam- kvæmt könnun sem Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, hefur kynnt. Magn- ús segir jafnframt að rúmlega 75% þeirra, sem innritaðir eru í Háskóla Islands, stefni ljóst og leynt í ævistarf, sem er i tenglsum við aðra starfsemi en framleiðsluatvinnuvegi, bróð- urparturinn hjá hinu opinbera. Hann segir orðrétt „Samtals eru þeir nemendur (Háskólans) sem mér virðist stefna að þvi að starfa að námi loknu á einn eða annan hátt í þjónustu hins opinbera, 2633 talsins eða 64% af heildinni.” öll menntun er gagnsöm og skilar sér til góðs fyrir viðkom- andi einstaklinga og þjóðfélag- ið. Ef við viljum hinsvegar halda kjaralegum hlut okkar sem þjóð og einstaklingar og helzt bæta hann; ef við viljum tryggja framtíðaratvinnuör- yggi þjóðar, sem bætir 20 þús- und einstaklingum á vinnu- markað sinn næstu 15 árin; ef við viljum auka svo þjóðartekj- ur — skiptahlutinn á þjóðar- skútunni — að rísi undir sam- bærilegum lifskjörum og bezt þekkjast annars staðar, verð- um við að laga menntakerfi okkar og þekkingaröflun að framtiðarþörfum atvinnuveg- anna, hinnar kostnaðarlegu undirstöðu. Síðastliðið ár hélt Bandalag háskólamanna ráðstefnu um fjölgun arðbærra starfa. Þar vóru flutt fróðleg erindi um nýjar hugmyndir í atvinnulif- inu; hvern veg menntun geti bezt komið að gagni í nýsköpun atvinnulifsins. Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur og Háskóli íslands takast og á við sam- vinnuverkefni á þessu sviði, m.a. með sérstökum kynn- ingarfundi i dag. Háskólinn hefur, undir forystu Guðmund- ur Magnússonar rektors, sýnt lofsverða viðleitni til að sam- hæfa skólastarfið þessum þörf- um. En betur má ef duga skal. Til þessa mikilvæga hlutverks þurfa Háskólinn og margvis- legar aðrar menntastofnanir að njóta bæði velvilja og stuðn- ings almennings og fjárveit- ingavaldsins. Ef hinn almenni borgari skilur sinn vitjunar- tima i þessum efnum fylgja stjórnmálamennirnir og lög- gjafarsamkoman i kjölfarið. Lífskjör verða ekki til við samningaborð og þaðan af sið- ur í verkföllum, heldur i verð- mætum; ráðast alfarið af þjóð- artekjum hverju sinni. Þjóðir hinna tíðu verkfalla búa við lökustu kjörin. Menntun og þekking, auk fjármagns og vinnu, eru þau vopn, sem bezt duga í lífsbar- Arinnar neooiu 4«>n tugina. lÍQlffigfeÖ ŒEáö Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 279. þáttur Hversu mikils skal virða stað- bundnar eða svæðisbundnar beygingar orða, t.d. manna- nafna? Hversu mikils skal virða mismunandi notkun forsetninga á undan staðanöfnum? Er hvort tveggja rétt: frá Björg og frá Björgu, frá Guðrúni og frá Guð- rúnu, frá Margréti og frá Mar- grétu? Er hvort tveggja rétt: í Dalvík og á Dalvik, í Felli og á Felli, í Hól(i) og á Hól(i), í Siglu- firði og á Siglufirði? Þetta er ekki létt úrlausnar- efni. Ég held þó að virða beri staðbundna meðferð orða mikils, þótt ekki sé hægt að ganga svo langt að segja að hver og einn megi hafa sína beygingu. En ég held að Dalvíkingar eigi að ráða því, hvort þeir segja í eða á Dalvík, Siglfirðingar hvort þeir segja i eða á Siglufirði o.s.frv. Auk heldur getur verið merking- armunur, hvort þarna er notað í eða á, eftir því hvort átt er við víkina eða fjörðinn eða það fjöl- býli sem myndast hefur við vík- ina og fjörðinn. Sé um það að ræða, að tiltekin nöfn séu í heil- um landshlutum beygð öðruvísi en víðast hvar annarsstaðar, þá held ég að hæpið sé að reyna að útrýma slíku samræmisins vegna. En þetta eru hálar slóðir, eða skerjavogur sem bágt er að skriða, svo að notuð sé önnur lik- ing, sótt til Sigluvikur-Sveins. ★ Tilefni þessara inngangsorða er bréf frá Einari G. Péturssyni í Reykjavik, gömlum nemanda minum Hann segir meðal ann- ara: „Kæri Gísli! Ég vonast til, að þú takir til athugunar og umfjöllunar i þátt- um þinum í Morgunblaðinu at- riði það, sem ég ætla að benda hér á. Fyrir skömmu lést hér í Reykjavík gömul kona, Björg að nafni, ættuð úr sveit minni i Dölum. Faðir minn aldraður tók sig til og skrifaði um hana minn- ingargrein, sem ég vélritaði og birt var i Morgunblaðinu 23. 1 febr. 1985. Við afhendingu grein- j arinnar minntist ég á það við blaðamanninn, að látin yrði halda sér sú beyging á nafni Bjargar sem vestra tiðkaðist, þ.e. þolfall og þágufall Björg. Þessu var aftur á móti stundum breytt eins og leiðrétt ljósrit sýnir (innskot umsjónarmanns: breytt í Björgu bæði i þágufalli og þolfalli). Mér er vel ljóst, að „leiðrétt- ingar“ Morgunblaðsins eru i fullu samræmi við forna beyg- ingu, en mér finnst tæpast rétt að „leiðrétta* beygingu, sem á sér margra alda sögu, einkum þar sem „ieiðréttingin" gengur i berhögg við þá beygingu nafns hinnar látnu, sem mest var not- uð af kunnugum. Beyging mannanafna er sérlega við- kvæm... Út af þessari beygingu má leggja á ýmsan hátt, þótt lítt verði gert. Er t.d. réttlætanlegt að breyta austfirsku beyging- unni Guðrúni i Guðrúnu? Fyrir vestan segja menn tönnur og höndur, sem sumir prófarkales- arar hafa viljað breyta í tennur og hendur. í Dölum segja menn á Skarði, I Hólum og á Felli, en sums staðar annars staðar er sagt í Skarði, á Hólum og i Felli. Er ekki verið að gelda tunguna með þvi að útrýma skipulega i ritmáli sérkennum af þessu tæi? Mér vitanlega er sunnlenskan ekki rétthærri en austfirskan eða vestlenskan. Helst hafa menn viljað telja norðlenskuna fína ...“ ★ Umsjónarmaður sleppir per- sónulegum lokaorðum úr bréfi Einars. Hann reynir einnig að sniðganga það efni bréfsins sem er einkalegast að öðru leyti. En um önnur efnisatriði skal reynt að fjalla ofurlítið nánar en i inn- ganginum. Orðið björg er í beygingafræð- inni svokallaður hreinn o-stofn. Þar í flokki er tiðast að nefnifall, þolfall og þágufall eintölu séu eins. Orðið beygðist samkvæmt þessu: björg, um björg, frá björg, til bjargar. A sama hátt beygðust og beygjast orð eins og laug, rún, vör og veig. Athugandi er að margir hreinir o-stofnar hafa í áranna rás fengið nýja fleirtölu- endingu, -ir i stað -ar, svo sem björg, kvöl, rún og vör. Hins vegar bregður svo við, að kvenmannsnöfn, samsett af björg, rún, veig og vör hafa frá fornu fari beygst svo, að u-ending hef- ur komið á þau bæði i þolfalli og þágufalli eintölu: Þorbjörg, um Þorbjörgu, frá Þorbjörgu til Þorbjargar; Guðrún, um Guðrúnu, frá Guðrúnu, til Guðrúnar, Rann- veig, um Rannveigu, frá Rann- veigu, til Rannveigar; Gunnvör, um Gunnvöru, frá Gunnvöru, til Gunnvarar. Hvað skal þá gera, þegar orð eins og björg og rún verða kvennanöfn ósamsett? Vandinn er tiltölulega lítill með orðið rún. Vegna þess að til er gælunafnið Rúna, er næsta einboðið að beygja kvenmannsnafnið Rún ekki á sama veg, heldur eins og orðið rún, þegar það er samnafn. En þegar kemur að nafninu Björg, verður að spyrja: Hvort á heldur að fara eftir beygingu samheitisins björg eða taka lík- ingu af samsetningunum Þor- björg, Ingibjörg, Guðbjörg o.s.frv. Niðurstaðan hefur hjá flestum orðið sú að velja siðari kostinn. En samkvæmt bréfi Einars G. Péturssonar hefur lengi tíðkast á Vesturlandi að beygja kven- mannsnafnið Björg á hinn veg- inn. Miðað við gefnar forsendur virðist það afsakanlegt, en jafn- framt eðlilegt að aðrir vilji laga þetta eftir þvi sem þeir vita rétt- ast. ★ Umsjónarmaður hefur ekki heyrt þágufallið Guðrúni, en ým- islegt annað sambærilegt, svo sem Elíni, Margréti og Kristíni. Sjálfur segir hann hins vegar El- ínu, Margrétu og Kristínu. En þetta er engan veginn auðvelt viðureignar eða sjálfgefið. Segja má að visu að tökunöfnin Elín, Elísabet, Katrín, Kristín og Mar- grét hafi verið tekin inn i flokk hreinna o-stofna og samkvæmt því væri „eðlilegast“ að beygja þau eins og Þorbjörg o.s.frv., en auðvitað bannar ekkert að þau séu beygð eins og undirflokkur- inn io-stofnar, svo sem Þorgerð- ur, Hildigunnur, Jódís og Hrafn- hildur, þ.e. með i-endingu í þol- falli og þágufalli eintölu. Orðmyndirnar tönnur og hönd- ur finnst mér að ekki ætti að bannfæra. Kannski er það að einhverju leyti vegna þess að amma mín sagði stundum „blessaðar litlu höndurnar", og það þótti mér svo hlýlegt, hlý- legra og vinalegra en hendur. Reyndar er beyging beggja þess- ara orða á þvílíku reiki að fylli- lega má búast við fleiri en einni orðmynd í einhverjum föllum. Ég held að til sé fimmskonar fleirtala af orðinu tönn, ef allt er talið að fornu og nýju. Ég er sammála Einari G. Péturssyni, að það væri of mikil samræm- ingarárátta, og horfði til fátækt- ar, að útrýma þeim öllum nema einni. Um forsetningarnar skal ekki ræða miklu meira en í inngang- inum. Þar er fullkomin sam- ræming fráleit. Við heima sögð- um í Brautarhóli, en fólkið á næsta bæ við okkur sagði i Brautarhóli, og hefur ekki komið að sök. Um jafnrétti mállýskna, með vissum skilyrðum, hef ég rætt svo mikið áður, að ég ætla ekki að endurtaka það. Ef mönnum finnst norðlenska fin, þá þykir mér það gaman, en ekki kalla ég hana rétthærri ýmsum öðrum landshlutamállýskum fyrir það. ★ Hér er stutt og laggott bréf frá Haraldi Ágústssyni i Reykja- vík: „1 sjónvarpinu hafa verið auglýstar bleyjur sem sagðar eru vera rakmþolnar. Ég hélt að það, sem væri rakaþolið, hrinti frá sér raka, sbr. rakaþolnar spónaplötur. Ér ekki réttara að tala um gleypnar bleyjur, því hlutverk bleyjanna hlýtur að vera það að taka vel á móti þeim raka sem í þær kemur?“ Eins og oft bið ég lesendur að hjálpa mér til að svara. ★ Kannski vildu lesendur þátt- arins líka vera svo vænir að segja álit sitt á stil upphafslin- anna í þessum vel þekkta söng- texta: Þegar ég á æsku árum ungur var, átti ég mér fagrar Ijúfar minningar, nú eru þ*r horfnar, horfnar, í hinsta sinn til grafar bornar... o.s.frv. Kennarar missa laun samkvæmt venju- legum reglum um fjarvistir á skólatíma — ekki beitt heimild til að draga frá launum tvöfaldan fjarvistartíma á yfirvinnukaupi „LAUN kennara, sem nú hafa gengið úr störfúm sínura, verða reiknuð eins og þegar kennari er fjarverandi i skólatíma. Si tími er þá reiknaður sem hlutfall af skólatimanum, þ.e. níu minuðum. Þau laun, sem dregin verða af kennurunum eru þi 1,33 dagar fyrir hvern dag sem þeir eru rj--„.„Ai InHriAi H bnr. liksson, deildarstjóri Launadelldar fjirmálariðuneytisins, þegar hann var inntur eltir tekjutapi þeirra kenn- ara, er lagt hafa niður störf. „Þessi frádráttur er miðaður við venjulega reglu um kennara, sem eru fjarverandi af einhverjum ástæðum. Hins vegar er heimilt, lotnim samkvæmt. að draga frá launum allt ao tvöfaldan timann. sem starfsmaður er fjarverandi, á yfirvinnukaupi. Ef slíkt yrði gert myndi sá frádráttur fyrir hvern dag jafngilda 16% af mánaðar- launum og hver vika færi þá langt í að svara til mánaðarlauna. Það hefur ekki komið til tals að gera slíkt, heldur notast við venjulega reglu um fiarvistir kennara," sagði indnOi H. Poriaksson ao lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.