Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 23 mun halda áfram að blómstra, þessari þjóð til ómældrar blessun- ar. Sem hann er. Þá staðreynd gera flestir sér ljósa sem um hana hugsa, nema íslenskir kratar og kommar. Tekjuöflun ríkisins Hvernig vil ég þá að ríkið afli sér tekna, sem ég viðurkenni að því er nauðsynlegt? Að mínu viti er neysluskatt- lagning æskilegri kostur en tekju- skattlagningin vegna þess að ég hef séð nógu mörg dæmi um það að hin síðarnefnda glatar verð- mætum fyrir þjóðfélagið, þegar menn draga af sér vegna skatta- ófreskjunnar, meðan neysluskatt- lagning eykur sparnað. Neytandinn borgar neysluskatt- lagninguna til syvende og sidst, hvort heldur er í söluskatts- eða virðisaukaskattkerfi. Ég held að söluskattskerfi sé viðráðanlegri kostur en virðis- aukaskattskerfi. Ég tel æskilegt að það taki til sem flestra hluta án þess að leggjast í aðföng fram- leiðslu og innkaup framleiðslu- tækja. Væri svo gert, sem ég tel mjög vel framkvæmanlegt, gæti söluskattsprósentan lækkað veru- lega frá því sem nú er, eða 12%, sem eitthvað óraunhæf neðri mörk að því er sjálfur Albert upp- lýsti Jón Baldvin um í þinginu ný- lega. Ég hygg að lækkun prósentunn- ar myndi skila ríkissjóði meiri tekjum hlutfallslega, þar sem hækkandi prósenta hlýtur að hvetja til undanbragða, minnst línulega frá 0 og upp en trúlegar þó með veldisvísi eða „exponenti- alt“. Það er eki.jrt lögmál heldur, að söluskattsprósenta eða virðis- aukaskattsprósenta þurfi að vera ein og óbreytanleg eins og skilið verður að nauðsynlegt sé hér skv. greinargerðinni. VASK er t.d. að- eins 5,5% af matvælum í V-Þýska- landi en 11% af öllu öðru. Póli- tískt verður hér erfitt að stíga sporið frá 1978 til baka, þegar söluskattur var felldur niður af matvælum. Það væri því skynsam- legra við breytingu yfir í VASK að taka það í áföngum, til þess í það minnsta að blekkja lýðinn. Að hækka matvöru nú um 21% á einu bretti tel ég meira pólitískt hug- rekki en nokkrum stjórnarflokki sé hollt. En ég skil sjálfsagt ekki pólitík frekar en fyrri daginn, þeg- ar formaður Sjálfstæðisflokksins skýrir okkur frá því að val okkar standi einungis á milli niður- greiðslna eða innflutningshafta á kartöflum, en formaður Fram- sóknarflokksins talar um ágæti bjórsins til tekjuöflunar fyrir rík- ið. Neyðaróp f greinargerð frumvarpsins seg- ir svo á bls. 17: „Almennt má segja að erfitt sé að halda sölu á söluskattsskyldum og söluskattsfrjálsum vörum að- greindri á smásölustigi. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur und- anþágum frá söluskattsskyldu í smásölu sífellt fjölgað. Til að finna söluskattsstofninn hjá hin- um ýmsu innheimtuaðilum þarf því að beita sérstökum reikniað- ferðum sem aldrei verða nákvæm- ar en verða sífellt flóknari eftir því sem undanþágum fjölgar. Af þessu leiðir aukna fyrirhöfn, bæði fyrir þá sem innheimta söiuskatt og standa skil á honum í ríkissjóð og skattyfirvöld, og erfitt er orðið fyrir hina söluskattsskyldu aðila að kunna skil á hinum fjölmörgu undanþáguatkvæðum og sérregl- um um söluskatt." Mér finnst þetta hljóma sem neyðaróp embættismanna yfir hugmyndaauðgi þingmanna, sem hafa jú framleitt allar þessar und- anþágur fyrir atkvæði sín. Skyldu embættismennirnir halda að þeir séu búnir að kaupa sér stikkfrí frá undanþágum, sé sett upp skatt- kerfi sem þeir halda að meðal- þingjóninn skilji ekki? Ég segi nú eins og frelsarinn! „Mikil er trú þín, kona.“ Ég held að reynslan sanni okkur að hæfni íslenskra þingmanna til þess að framleiða vitleysur sé næsta lítil takmörk sett. Þeim verður ekki skotaskuld úr því að vefa undanþágunet sín um virðisaukaskattskerfið þvert og endilangt fyrr en nokkurn var- ir. Þá held ég að okkar embætt- ismenn, sem nú trúa þvf að þeir hafi útrýmt undanþágum, muni rífa hár sitt og iðrast beisklega. Rétt eins og það er haft eftir ríkis- skattsstjóra Noregs, að hefði Norðmönnum órað fyrir því hvern kross þeir væru að leggja á sig, þegar þeir tóku upp virðisauka- skatt 1970, hefðu þeir ekki gert það. Svipað munu danskir skatta- menn viðurkenna þegar þeir eru orðnir fullir. En þetta ber að sama brunni og áðan. Yngri reynsla en 15 ára berst ekki til Islands í tæka tfð, af áður tilgreindum ástæðum. Það er höfuðandstaða gegn virðis- aukaskatti í mörgum löndum þó litlum sögum fari af þvf hér á landi. Ég held að fátt sé hinum al- menna borgara hættulegra en bráðabirgðaráðstafanir stjórn- valda. Söluskatturinn var lagður á til bráðabirgða 3,5%. Þá sagði Halldór skattstjóri: „Hræddur er ég um að þessi skattur sé ekki til bráðabirgða." Skattprósentan hef- ur síðan geyst áfram 5%, 8%, 9%, 11%, 13% vegna eldgossins 1973, 17%, kallað söluskattsauki og olíugjald ári síðar, 19% og 20% 1975, 21%, 23,5% og nú 24% með krúnu Alberts. Og þessi prósenta þarf ekki að vera nein endastöð. Afstaða ASÍ Alþýðusamband fslands sem er nokkuð stórt samband, hefur ný- lega ályktað um upptöku virðis- aukaskatts. Það samband gerir sér fulla grein fyrir því, að hér er boð- uð stóraukin skattheimta án ör- uggra fyrirheita um bætur til launþega. Ég leyfi mér að lesa kafla úr ályktuninni, þó ég hafi hversdags ekkert sérstakt dálæti á því, með leyfi fundarstjóra: „í núverandi söluskattskerfi greiða fyrirtæki söluskatt af orku, fjárfestingavörum og ýmsum að- föngum. Við upptöku virðisauka- skatts falla þessar skattgreiðslur niður að mestu og er í greinargerð með virðisaukaskattsfrumvarpinu gert ráð fyrir að í stað þess að greiða 24% af álögðum söluskatti muni fyrirtæki greiða 5% virðis- aukaskattsins. Þannig mun skatt- byrði atvinnurekenda léttast sem svarar1/5 álagðs söluskatts. í fjár- lagafrumvarpi ársins 1985 eru söluskattstekjur áætlaðar um 10 milljarðar og sparnaður atvinnu- rekenda næmi því um 2 milljörð- um. Til samanburðar má nefna að í fjárlögum 1985 er nú gert ráð fyrir nú, að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklings, að frá- dregnum barnabótum og persónu- afslætti, nemi 1.720 milljónum króna. Vegna sparnaðar atvinnu- rekenda við kerfisbreytinguna þyrfti' álagningarprósenta að hækka úr 23V4% í 29% til að ná sömu tekjum af sömu vörum og þjónustu." Þeim sem héldu að 24% hlytu að vera endastöð í skattprósentunni ættu að leggja hér við hlustirnar. Ennfremur segir: „Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að skattprósentan í virð- isaukaskattskerfi verði hærri en er í núverandi söluskattskerfi, heldur verði sparnaði atvinnurek- enda mætt með því að fella niður þær undanþágur sem eru varðandi söluskatt á ýmsum nauðsynjum. 1 þessu sambandi vegur þyngst hækkun matvæla um 18,9% að mati þeirra sem sömdu greinar- gerðina með frumvarpinu. Þá er orka til húshitunar undanþegin söluskatti í dag og mundi húshit- un því hækka sem skattprósent- unni nemur. Byggingarkostnaður er að hálfu leyti undanþeginn söluskatti í dag, en samkvæmt frumvarpinu yrði greiddur virðis- aukaskattur af íbúðabyggingum og byggingarkostnaður þeirra mundi því hækka um nálægt 8% en samtímis mundi kostnaður við atvinnuhúsnæði lækka. í þeim út- reikningum sem fylgja í greinar- gerðinni með frumvarpinu, um verðhækkunaráhrif kerfisbreyt- ingarinnar er ekki tekið tillit til hækkunar á byggingarkostnaði íbúðarhúsnæðis og vísað til þess að á því sviði verði gerðar gagn- ráðstafanir af hálfu stjórnvalda. Útreikningurinn I greinargerð frumvarpsins gerir ráð fyrir því að verðlag einkaneyslu hækki að meðaltali um 3,8%. Sparnaður at- vinnurekenda við kerfisbreyting- una mun leiða til einhverrar lækk- unar á móti en þó virðist naumast ráðlegt að reikna með minna en 3% verðhækkun. Ef litið er til lánskjaravísitölu má út frá fram- angreindum tölum gera ráð fyrir því að hún hækki um ca. 4%% við kerfisbreytinguna. Upptaka virðisaukaskatts felur í sér, eins og hér hefur komið fram, verulega tilfærslu á skatt- byrði frá fyrirtækjum til neyt- enda. Af framansögðu er einnig ljóst að sú tilfærsla lendir með mestum þunga á lágtekjufólki, sem notar stórt hlutfall tekna sinna til kaupa á matvöru og i húsnæðiskostnaði. Hækki verðlag almennt um 4% má þannig reikna með þvi að sú hækkun sem lág- tekjufólk mætir sé um það bil 6%. Þá er einnig ljóst að sú lækkun sem fram kynni að koma vegna sparnaðar atvinnurekenda kæmi lágtekjufólki í minna mæli til hagsbóta, þannig að gera má ráð fyrir að lágtekjufólk þurfi að taka á sig 3% meiri verðhækkun en al- mennt verður." Lokaorð Ég hef sjálfsagt orðið of lang- orður um þetta frumvarp og þó ekki komið þeim orðum að sem ég hefði viljað. öll skattlagning er fólki hvim- leið en allir viðurkenna nauðsyn hennar. Umdeilt er aðeins, hversu mikil hún skuli vera. Við erum löngu komin frá tí- undarhugtakinu, sem ísleifur hinn sæli biskup lét okkur játa fyrir um 900 árum. Núna ráðskast okkar veraldlegu yfirvöld með eina 8 fiska af hverjum 10 sem við drög- um. Sýnist mörgum nóg um en öðrum miður. Meginmarkmið skattalaga ætti að vera það, að þau séu einföld og ótvíræð og valdi þegnunum sem minnstum erfiðleikum í vinnslu. Þau mega ekki vera það ósann- gjörn að þau drepi niður athafna- þrá í þjóðfélaginu né hindri at- vinnustarfsemi vegna þess að þau skerði samkeppnismöguleika þjóð- arinnar. Ef við gefum ríkisvaldinu of lausan taum, færir það sig upp á skaftið, því að það liggur i eðli stjórnmála að kaupa sér fylgi fyrir annarra fé. Aðeins með því að standa stöðugt á móti getum við tafið fyrir því að bylting eins og Frakkar urðu að gera fyrir 200 árum verði nauðsynleg. Stjórn- málamenn okkar ættu því að at- huga að dæmin sanna að of mikil skattfrekja getur komið þeim sjálfum í apparatið franska. Þó að virðisaukaskattur sé hlutlaus eins og la Guillotine francaise hefur það ýmsa ókosti fram yfir okkar núverandi söluskattskerfi, sem er engan veginn óumbreytanlegt til batnaðar, gagnstætt því sem hald- ið hefur verið fram. Þessir ókostir eru helstir: 1. Það er miklu dýrara í fram- kvæmd fyrir vikið og veldur gjaldendum auknum kostnaði. 2. Fyrirtækin munu þurfa aukið rekstrarfé með upptöku virðis- aukaskatts. 3. Upptaka þess veitir ríkinu tæki til stóraukinnar skattheimtu á hendur þegnunum. 4. Innheimtan flytur óbeina skattheimtu alfarið í stað- greiðslu almenns neytenda á skattinum í stað þess að dreif- ast á fleiri stig, þó svo að neyt- andinn greiði endanlega í báð- um kerfunum. 5. Tilkoma þess mun verða verð- bólguhvetjandi, með hækkun matvæla um 21%, hækkun hús- næðiskotnaðar um 10%, hús- hitunar um 21% og hækkun lánskjaravísitölu um 5%. 6. ólíklegt er, að skatturinn verði undanþágulaus til langframa, sé litið til reynslu íslendinga af stjórnmálum sínum. Af þessum ástæðum tel ég að upptaka virðisaukaskatts í fyrir- liggjandi mynd sé ekki til bóta í þjóðfélagi okkar. Halldór Jónsson, verkfræóingur, flutti þessa ræðu í kynningarfundi Verslunarráds íslands og Félags ís- lenskra iðnrekenda. Miðar bara seldir í höf- uðborginni VEGNA fréttar í Mbl. sl. fimmtu- dag um fyrirtækjahappdrætti SVFÍ-sveitarinnar Ingólfs skal tekið fram, að miðar verða aðeins sendir til fyrirtækja á höfuðborg- arsvæðinu. Aldarafmæli Garð- yrkjufélags íslands GARÐYRKJUFÉLAG fslands hélt aðalfund sinn sunnudaginn 10.3. 1985. Garðyrkjufélagið er eitt elsta félag landsins. Markmið félagsins hefur ætíð verið að glæða áhuga ís- lendinga á garðyrkju, bæði matjurta- rækt og skrúðgarðarækt, segir í frétt frá félaginu. Starfsemi félagsins á síðast- liðnu ári var mjög öflug og haldnir voru margir fræðslufundir um ýmsar hliðar garðyrkju. Félagið annast um innkaup á vor- og haustlaukum fyrir félagsmenn á vægu verði og hefur auk þess til sölu ýmsar garðyrkjubækur og smávöru verðandi garðyrkju. Árgjaldið 1985 er kr. 500, innifelur það veglegt ársrit, Garðyrkjuritið, sem í eru birtar hinar fjölbreyti- legustu greinar um allar hliðar garðyrkju. Auk þess fá félags- menn sent upplýsinga- og frétta- bréf, Garðinn. Félagsmenn hafa stofnað til fræskipta, en margir áhugamenn safna fræi í görðum sínum og leggja í sameiginlegan sjóð, sem aðrir félagsmenn geta notið góðs af og pantað sér fræ af listanum, sem inniheldur um 800 tegundir. Félagsmenn hafa árlegan garða- skoðunardag, þar sem nokkrir garðar eru opnaðir félagsmönn- um. Félagar í Garðyrkjufélagi Is- lands eru nú hátt á sjötta þúsund og hefur þeim farið ört fjölgandi undanfarin ár eftir því sem áhugi á garðyrkju hefur aukist eins og svo víða sér merki. Sjálfstæðar deildir eru víðs vegar um landið og starfsemi þeirra blómleg. Garðyrkjufélagið heldur upp á aldarafmæli sitt á þessu ári. A af- mælisdaginn, hvítasunnudag, 26. maí, verður veglegur afmælis- fundur haldinn á Hótel Sögu og hefst hann kl. 3. Fræðslustarfsem- in verður mjög öflug, bæði fræðslufundir í Reykjavik og deildunum og kynnisferðir í ná- grannabyggðarlög Reykjavíkur. Félagið mun gefa út glæsilegan minnispening vegna afmælisins og Póst- og símamálastjórnin mun minnast þess með útgáfu frímerk- is í júní. Formaður félagsins er Jón Pálsson, aðrir í stjórn eru Ólafur B. Guðmundsson, Berglind Braga- dóttir, Einar I. Siggeirsson og Sig- ríður Hjartar. I varastjórn eru Björgvin Gunnarsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Félagið rekur skrifstofu á Amtmannsstíg 6, og er hún opin mánudaga og fimmtudaga 2—6 og á fimmtudagskvöldum kl. 8—10. ÓMÓTSTÆÐILEGT-HUSOVARIMA-TILBOÐ! Allt sem þlg vantar I draumaeldhúslð á viðráðanlegu verði. Fjögurra hellna eldavél með hltastýrðri hraðsuðuhellu. Laust rofaborð. Sjálfhreinsandl ofn með innbyggðu grillí, kjöthitamæli og klukkuautomati. Allt þetta á ótrúlega lágu verðí meðan takmarkaðar birgðir endast. verð: 23.655,-stor HagstæOir greíðsluskilmálar EINSTAKT TÆKIFÆRI. Gunnar Asgeirsson hf. Suóuriandsbraut 16 Simi 91352ÖÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.