Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 9 Condor 1 ^4 trommusett sem nýtt til s ölu Uppl. í síma 44808 í dag og á morgun kl. 14—18. Kópavogsbúarog hestamenn Hestamannafélagiö Gustur heldur kaffihlaöborö i félags- heimilinu Glaðheimum, f dag, laugardaginn 16. mars kl. 14.00-18.00. Hestamannafélagið Gustur. hlaöborð veröur hjá Fákskonum í félagsheimilinu viö Bústaöaveg sunnudaginn 17. mars. Húsiö opnar kl. 14.30. Allir velkomnir. Kvennadeild Fáks. Reiönámskeiö fyrir börn og unglinga hefst 20. mars nk. Innritun og nánari uppl. gefnar á skrifstofu félagsins i sima 30178 kl. 13.00-17.00. TÓNABÍÓ Simi31182 Frumsýnir Ás ásanna (L’AS des AS) Æsispennandi og sprenghlægileg ný mynd í litum, gerd í samvinnu af Frökk- um og Þjóðverjum. ísl. texti. Aóalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Marie-France Pisier. Leikstjóri: Gerard Oury. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Verkaskiptíng í varnarmálum Útþensla sovéska her- flotans hefur verið gífurleg undanfarin ár. Við höfum ekki farið varhluta af henni hér á þessum slóð- um. Nú verður þenslunnar helst vart viö Kyrrahafið, þar sem sovéaki flotinn færir sig upp á skaftið við Japanseyjar og hefur feng- ið bskistöð hjá Sovétvin- unum { Víetnam. Gegn þessum umsvifum ölhim bregðast margar þjóðir. Innan Atlantshafsbanda- lagsins eru þrjú ríki sem eru í stakk búin til að taka á sig flotaskyldur utan varnarsvæðis bandalags- ins, Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Af þessum skyldum leiðir að kraftar þessara ríkja nýtast ekki sem skyldi á Norður-Atl- antshafi við varnir siglinga- leiðanna milli Norður- Ameríku og Evrópu. Það kemur f hhit þeirra ríkja f Atlantshafsbandalaginu sem eklu hafa skyldur ut- an varnarsvæðisins að axla aukna ábyrgð í flotavörn- um á Norður-Atlantshafl Þetta er kallað verkaskipt ing milli flota NATOríkj- Hollendingar vUja bera sinn hhit f hinum sameig- inlegum flotavörnum og leggja sitt af mörkum tU að verja Norður-Atlantshafið. TU þess að sinna þessu hlutverki hafa þeir meðal annars fest kaup á 11 kaf- bátaleitarvéhim af Oríon- gerð. Nú eru uppi hug- myndir um að ein slík vél þeirra fái að athafna sig frá Keflavíkurflugvelli. Einar Karl Haraldsson. framkvcmdastjóri Alþýðu bandalagsins og fyrrum rit- stjórí l'jóðviljans, sltýrði frá þvf í ÞjóðvUjasamtali á þriðjudaginn, eftir að frétt Reuters um hollensku vél- ina hafði birst, að í septem- ber siðastliðnum hafl hann skoðað þessar hollensku Orion-vélar á beimavelli f HollandL Einar Karl var þá á ferðalagi með blaða mönnum og ritstjórum héðan frá öðrum Ijölmiðl- um en Morgunbiaðinu f boði Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Má skilja á samtalinu, að Einar Karl telji að samband hafl verið Hollendingar viö kafbátaleit Af blaðaskrifum má ráöa, aö hugmyndin um aö Hollendingar hafi aöstööu á Keflavíkurflugvelli fyrir kafbátaleitarvél fellur þeim alls ekki illa í geö, sem vilja gagnrýna varnarsamstarf íslendinga og Bandaríkjamanna. Sýnist Ijóst, aö koma Hollendinganna hing- aó gæti stuölaö aö enn víötækari stuöningi viö þátttöku okkar í varnarsamstarfi vestrænna þjóöa. Hvert skref í þá átt er mikil- vægt, því aö miklu skiptir aö stuöningur viö stefnuna í öryggis- málum sé sem víðtækastur. á milli þessarar skoðunar- ferðar og fréttarínnar um áhuga Hollendinga nú rúmu hálfu árí síðar. „Það kom hins vegar ekki fnun f þeirrí ferð að æthinin befði veríð að senda þessar flug- vélar til íslands," segir Einar Karl í Þjóðviljanum á þríðjudag. Skyldi nokkur blaðamannanna hafa spurt? Jákvæð viðbrögð Eftir að Reuters-fréttin birtist hefur ekki orðið vart við hina hefðbundnu for- dæmingu hjá þeim sem eru andvígir þvf að bdand sé varíð. Árni Bergmann, ritstjórí Þjóðviljans, hefur sagt af þessu tilefni: „Þetta er ailt nokkuð kyndugt Það er La.m. nokkuð svo lævíslegt hjá utanríkisráðherra að túlka þetta samband við Hollendinga sem skref til sjálfstæðari stefnu innan Nató. Hann veit sem er, að margir munu líta slfk skref heldur jákvæðum augum. En þessi hollenska flétta verður satt best að segja harla lítils virði f þessa veni þegar það er haft { huga. að hún er tefld um sama leyti og islensk stjórnvöld opna allar dyr upp á gátt fyrir auknum umsvifum Bandaríkja- bers." Eins og sjá má af þessu flnnst meira að segja Arna Bergmann, fyrrum forseta Sovétvinafélagsins MÍR, þetta bara harla gott með Hollendingana, þótt hann verði auðvitað að slá til Bandaríkjamanna af göml- um vana. Á forsíðu Alþýðublaðsins birtist grein eftir Fríðrik Þór Guðmundsson sem rít- ar eins og hann sé áhrífa- maður um mótun stefn- unnar f varnar- og örygg- ismálum hjá Alþýðuflokkn- um. Hann segist ekki „alls kostar sáttur við áfram- haldandi veru bandarísks berliðs hér á landi“ og bætir siðan við: „Á hinn bóginn er ég einarðlega fylgjandi sam- stöðu vestrænna ríkja og veit fátt sorglegra en ef upp rísi hér eitthvert Kremlar-kerfl. Og ef hægt er að treysta því að eðli herstöðvarinnar hér breytt- ist ekki frá því að vera fyrst og fremst eftirlitsstöð í að vera mikilvægur hleltkur í árásarstríði, þá er NATO-stöð eklti afgerandi áhyggjuefni f mínum huga." Fríðrík Þór Guðmunds- son sýnist vera f bópi þeirra sem telja, að vera Bandaríkjamanna bér á landi gerí vamarstöðina hugsanlega að árásarstöð. Þetta er misskilningur. Þetta eðli ræðst ekki af því hver framkvæmir varn- arskyldurnar heldur af þeim tækjabúnaði sem til þeas er notaður. Engin tæki eru á Keflavfkurflug- velli sem gera stöðina þar að árásarstöð. „Viðbúnað- ur Bandarfkjamanna bér miðar eingöngu að því að verja ísland og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins," sagði Richard Burt. aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna. réttilega við blaðamenn í Reykjavfk í fyrradag. En Friðrík Þór Guð- mundsson segir f Alþýðu- blaðinu að hugmyndin um komu Hollendinga hingað sé athyglisverð „og undir- rituðum siður en svo á móti skapi". Hljóta alþýðu- flokksmenn og aðrir að fagna þvL Hjálpartækjasýning hald- in hér á landi í apríl DAGANA 12.—16. aprfl nk. verður haldin á Hótel Loftleiðum fyrsta al- hliða hjálpartækjasýningin, sem efnt er til hér á landi. Forseti lslands, Vigdís Finnbogadóttir, verður verndari sýn- ingarinnar. Sýningin er haldin að frumkvæði Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, en ágætt samstarf hefur tekist með öðrum samtökum um að hrinda málinu i framkvæmd. Þannig var strax á sl. hausti myndaður sérstak- ur starfshópur í þessu skyni og eiga sæti í honum: Einar Hjörleifsson, Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, Eiríka Sigurhannesdóttir, öryrkja- bandalagi Islands, Erla Jónsdóttir, Svæðisstjórn Reykjavíkur um mál- efni fatlaðra, Guðlaug Sveinbjarn- ardóttir, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hjálpartækjabankanum, Guðrún Nielsen, Hjálpartækjabankanum, Sigurrós Sigurjónsdóttir, Sjálfs- björg, fél. fatlaðra í Reykjavfk, Snæ- fríður Þ. Egilson, Landssamtökun- um Þroskahjálp, Þór Þórarinsson, Svæðisstjórn Reykjaness um mál- efni fatlaðra. Framkvæmdastjóri er Sigurður Magnússon. Um 20 fyrirtæki og stofnanir munu sýna mjög fjölbreytt úrval hjálpartækja, en mikil framþróun hefur orðið f þessum efnum undan- farin ár. Stærstur er hlutur hjálpar- og stoðtækja fyrir hreyfihamlaða. Hjálpartæki þroskaheftra eru einnig margvísleg og sama má segja varð- andi blinda og heyrnarlausa. Samhliða sýningunni, sem komið verður fyrir í Kristalssal og á göng- um, fer fram ýmiskonar fræðslu- og skemmtistarfsemi i öðrum sölum hótelsins. t ráðstefnusal verða flutt marg- vísleg erindi og myndir sýndar, sem einkum lúta að fötluðum börnum og sérstöðu þeirra. Jette Bentzen iðjuþjáalfi og Dr. med. Ole Bentzen, sem eru forystu- fólk á þessu sviði f Danmörku, koma gagngert til að annast erinda- flutning um þessi mál. Eyjólfur Melsted flytur erindi um „musikterapie”, fjallað verður um tölvuna sem hjálpartæki og kynntir verða möguleikar fatlaðra til tóm- stundastarfs með iðkun íþrótta. Þá verða sérstaklega tekin til um- Merki sýningarinnar. fjöllunar réttindi fatlaðra í Al- mannatryggingakerfinu. Meðal kvikmynda sem sýndar verða, er sænska myndin „Smerte- gránsen", en hún var valin mynd ársins í Svíþjóð á sl. ári. í Víkingasal verða skemmtanir á laugardags- og sunnudagseftirmið- degi með efni fyrir alla fjölskylduna. M.a. verður þar tískusýning á fatn- aði fyrir fólk í hjólastólum, söngur og hljóðfæraleikur, og eitt besta par Evrópu, Catu Lie og Gitte Molberg frá Noregi, sýna hjólastóladans. Herrann er bundinn hjólastól en daman er ófötluð. Þau Catu og Gitte áttu að taka þátt í Noregsmeistara- móti f hjólastóladansi um sömu helgi, en hættu við það til að geta komist hingað. Þau munu einnig koma fram á veitingahúsinu Broad- way. Erindi, sem flutt verða á dönsku, verða túlkuð og gerðar munu ráð- stafanir til túlkunar yfír á táknmál vegna heyrnarlausra. Loks er þess að geta, að starfrækt verður barna- gæsla til hægðarauka fyrir foreldra með ung börn. Aðgangur að öllum atriðum sýn- ingarinnar er ókeypis. Gert hefur verið sérstakt merki sýningarinnar. Hönnuður þess er Guðm. Ármann Sigurjónsson listmálari, Akureyri. <Fré<Ulilk;n«iu|()
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.