Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ1985 Nýsköpun í atvinnulífinu og uppstokkun sjóðakerfis — eftir Friðrik Sophusson Á undanförnum árum hafa lífskjör rýrnað hér á landi vegna minni verðmætasköpunar í at- vinnulífinu. Ástæðunnar er fyrst og fremst að leita í því, að minna verðmæti fæst nú úr sjó en áður. Þótt stjórnmálaflokka greini á um leiðir, er markmið þeirra allra að bæta lífskjörin. Því miður hefur borið of mikið á því, að ríkis- stjórnir hafi freistast til að auka lántökur erlendis til að halda uppi lífskjörunum í stað þess að rifa seglin, draga úr opinberum rekstri, fresta framkvæmdum og sjá til þess að takmarkað fjár- magn landsmanna nýtist sem bezt. Rangar fjárfestingar og óarð- bær rekstur rýra lífskjörin. Það hlýtur að vera forgangsverkefni að efla arðbært atvinnulíf, hlúa að vaxtarsprotunum og brjóta niður úrelt sérhagsmunakerfi einstakra atvinnugreina. Arðsamt atvinnu- líf skilar hagnaði, sem er grund- völlur þess, að hægt sé að halda úti eðlilegri samneyzlu eins og góðu mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn. Nýsköpun í atvinnulífinu og uppstokkun sjóðakerfis eru aðgerðir til að auka arðsemina. Því meiri hagn- aður, þeim mun hærri laun — betri lífskjör. Samkomulag stjórnar- flokkanna Hinn 6. september 1984 gerðu stjórnarflokkarnir, að frumkvæði formanns Sjálfstæðisflokksins, með sér samkomulag um ýmis merk viðfangsefni, sem stjórnin skyldi vinna að næstu misserin. Mikill árangur hafði þá náðst í baráttunni við verðbólguna, sem hafði um árabil ráðið ríkjum í efnahagslífi landsmanna. Það lag, sem myndaðist við minnxun verð- bólgunnar, skyldi notað til nýrra aðgerða. Langvarandi kjaradeilur og ný verðbólguholskefla töfðu hins vegar fyrir um sinn. í samkomulagi stjórnarflokk- anna er í einum kaflanum fjallað um nýsköpun í atvinnulífi og upp- stokkun sjóðakerfis. Þar segir orð- rétt: „1. Fjárfestingarlánasjóðum at- vinnuveganna, sem starfa sam- kvæmt sérstökum lögum, verði fækkað í þrjá: Búnaðarsjóð, sjáv- í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI arútvegssjóð og Iðnaðarsjóð. Sjóð- ir þessir sinni hlutverki sínu fyrst og fremst með lánveitingum i gegnum hið almenna bankakerfi. 2. Sett verði á fót sjálfstæð og öflug byggðastofnun sem stuðli að jafnvægi í byggð landsins. Stofnað verði sérstakt fyrirtæki (þróunar- félag) ríkis, banka, almennings og aðila í atvinnurekstri til að greiða fyrir nýskipan í atvinnulífinu. Eignir ríkisins í þeim atvinnufyr- irtækjum, sem henta þykir, verði sameinaðar í eignarhaldsfyrir- tæki. f samræmi við þetta verða gerðar tillögur um breytingar á lögum og verkefnum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. 3. Lögð verði aukin áherzla á rannsókna- og þróunarstarfsemi og menntamál, er miði að endur- nýjun og nýsköpun í atvinnuveg- unum. 4. Átak verði gert til að efla ís- lenzka útflutningsstarfsemi og leita markaða fyrir íslenzk fyrir- tæki erlendis. I því skyni verði stofnað Útflutningsráð er nái til allra atvinnuvega. 5. Gert er ráð fyrir að verja 500 millj. króna á árinu 1985 til þeirr- ar nýsköpunar í atvinnulífinu sem felst í ofangreindum breytingum." Rannsóknar-, mennta- og markaðsmál í gangi Ýmislegt, sem nefnt er í þessum 5 liðum hefur verið til athugunar og úrvinnslu að undanförnu. í því sambandi vil ég fyrst nefna rann- sóknar- og þróunarmálin. Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að verja 50 milljónum króna til þeirrar starf- semi auk fjárlagaupphæðarinnar. Ríkisstjórnin samþykkti eftir til- lögu menntamálaráðherra reglur um úthlutum fjármagnsins, en I þeim er m.a. lögð áherzla á sam- starf fyrirtækja og rannsóknar- stofnana. Hvetur slíkt samstarf væntanlega til þess, að rannsókn- arstofurnar sinni fremur en nú verkefnum, sem eru hagnýt og söluhæf og að fyrirtæki leggi meira af mörkum til rannsókna og þróunar en verið hefur hingað til. í öðru lagi vil ég nefna mennta- málin. Nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins undir forystu Halldórs Guðjcnssonar kennslu- stjóra hefur um nokkurt skeið unnið að tillögum um aukið sam- starf menntakerfisins og atvinnu- lífsins. Þess er vænzt að nefndin skili áfangaskýrslu í vor. í þriðja lagi hefur viðskiptaráð- herra skipað þrjár nefndir til að gera tillögur í markaðs- og út- flutningsmálum. Ein á að gera til- lögur um breytta skipum útflutn- ingsmálanna, önnur tillögur um útflutning á verkefnum og þjón- ustu og sú þriðja að undirbúa sér- staka kynningu á útflutnings- og markaðsmálum, sem verður á næsta ári. Formenn þessara nefnda eru valinkunnir menn: ólafur Davíðsson framkvæmda- stjóri FÍÍ, Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ og Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips hf. Fækkun fjárfestingar- lánasjóða Til að gera tillögur um fækkun fjárfestingarsjóða, nýja byggða- stofnun, eignarhaldsfélag ríkisins og þróunarfélag skipaði forsætis- ráðherra nefnd í lok október. 1 henni eiga sæti Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, sem jafnframt er formaður, Stefán Guðmundsson alþingismaður, Valur Valsson bankastjóri og sá, sem þetta ritar. Nefndin hefur gert tillögur í formi frumvarps- draga, sem hafa að undanförnu verið til umfjöllunar i þingflokk- um stjórnarflokkanna. Hér er ekki hægt að rekja tillögurnar í ein- Friðrik Sophusson „Ef þessar tillögur ná fram að ganga, sem enn er óvíst, verður fróðlegt að fylgjast með við- brögðum athafnalífsins. Góðar undirtektir í formi aðildar að félag- inu tel ég vera vott þess, að menn hafi í raun áhuga á nýsköpun með þessum hætti og séu til- búnir til að taka áhættu. Dræmar undirtektir geta hins vegar drepið hugmyndina.“ Þingflokkar stjórnarflokkanna fjalla um þessar mundir um nefndarálit, þar sem m.a. má fínna þess- ar hugmyndir til að auka arðsemi í atvinnulífínu. 1 • Fjárfestingarsjóðakerfið verði opnað og gat brotið á múrana, sem hafa umlukt atvinnugreinarnar í lána- legu tilliti. 2» Stefnt verði að því að flytja lánastarfsemina sem mest til viðskiptabanka. 3* Framkvæmdastofnun verði lögð niður. í stað hennar komi Byggðastofnun með þrengra starfssvið og meira sjálfstæði. 4» Liðkað verði til við sölu ríkiseigna í atvinnulífinu með eignarhaldsfélagi. • Hlutafélag verði stofnað til að örva nýsköpunarvið- leitni í atvinnulífinu. Stefnt verði að því, að aðrir en ríkið myndi meirihluta í félaginu og ráði ferðinni. stökum atriðum, enda verða vænt- anlega gerðar á þeim breytingar í meðferð stjórnarflokkanna. Til kynningar þykir mér þó rétt að stikla á stærstu breytingarhug- myndunum og byrja á fjárfest- ingarlánasjóðunum. Nefndin gerir tillögu um að sjóðunum fækki þannig að Fiski- málasjóður og Styrktar- og lána- sjóður fiskiskipa sameinist Fisk- veiðasjóði í Sjávarútvegssjóði og Framleiðnisjóður og Fiskrækt- arsjóður sameinast Stofnlánadeild landbúnaðarins í Búnaðarsjóði. Samskonar breyting var gerð fyrir skömmu I Iðnlánasjóði, þegar iðnrekstrarsjóður sameinaðist honum. Samkvæmt tillögunum er sjálf- stæði sjóðanna aukið verulega. Ríkisframlög falla niður, en gert er ráð fyrir, að áfram séu lögð lögbundin gjöld á atvinnugrein- arnar sem stjórna sjóðunum. Sjóðirnir geta, verði tillögurnar samþykktar, lánað til annarra fyrirtækja og viðfangsefna en þeirra, sem beinlínis tengjast nafni sjóðanna. Lög mun þannig ekki hindra lán til „landlausra" greina eins og t.d. fiskeldis úr hverjum þessara þriggja sjóða. Áherzla er lögð á, að sjóðirnir endurkaupi skuldabréf af við- skiptabönkum og lánastofnunum, sem lána fyrirtækjum og þekkja þau bezt. Sérstakar deildir innan sjóðanna geta lánað eða styrkt verkefni, sem horfa til almennra framfara fy-'r viðkomandi at- vinnugreinar og stjórnir sjóðanna geta ákveðið að taka þátt í fjár- festingar- og þróunarfélögum til að örva nýjungar í atvinnulífi landsmanna. Sjóðirnir geta sjálfir tekið lán hérlendis og erlendis innan marka lánsfjárlaga. Til að tryggja nauð- synlegt eftirlit og aðhald þeirra sem leggja fram fjármuni til sjóð- anna er gerð tillaga um ársfund, þar sem litið er yfir farinn veg og framtíðarstefnan mörkuð. Bezta aðferðin hefði vafalaust verið sú, að breyta sjóðunum í hlutfélög þeirra, sem leggja til þeirra, en það er of róttæk breyting að sinni. Þess vegna skiptir miklu máli að finna leið til nokkurs konar aðal- fundaáhrifa í sjóðunum. Breytingartillögurnar hafa mis- mikil áhrif á sjóðina, en aðalatriði er að opnuð er leið til að fjármagn til fjárfestingar eigi greiðari leið til arðbærra stofnframkvæmda. Gat er brotið á múrana, sem um- lukt hafa atvinnugreinarnar í lánalegu tilliti og stefnt er að því að flytja lánastarfsemina sem mest til viðskiptabankanna. Byggðastofnun og eign- arhaldsfyrirtæki Frumvarpið um Byggðastofnun gerir ráð fyrir þvi, að stjórn stofn- unarinnar verði þingkjörin eins og stjórn Framkvæmdastofnunar. Stjórnin fær mjög frjálsar hendur til lánastarfsemi, þannig að Byggðasjóður verður ekki viðbót- arlánasjóður. Stærsta breytingin felst í því, að framkvæmdasjóður, sem nú lýtur stjórn Fram- kvæmdastofnunar verður ekki í umsjá Byggðastofnunar. í raun hefur Framkvæmdasjóður verið sterki sjóðurinn í vörzlu Fram- kvæmdastofnunar, enda mun eignameiri en Byggðasjóður. Gert er ráð fyrir, að fyrirtæki Fram- kvæmdasjóðs þ.á m. Álafoss hf. og Norðurstjarnan hf. hverfi til eign- arhaldsfélagsins, sem síðar verður minnzt á. Starfsemi Framkvæmd- asjóðs dregst verulega saman við þessar kerfisbreytingar, en þó er gert ráð fyrir að hann geti haft milligöngu um lántökur fyrir þá, sem þess óska. Nái þessar breyt- ingar fram að ganga verður Fram- kvæmdastofnun lögð niður í nú- verandi mynd. Fyrirliggjandi eru drög að frumvarpi um eignarhaldsfyrir- tæki (holding company). I frum- varpinu er lagt til, að þau fyrir- tæki og eignarhlutir ríkisins í fyrirtækjum, sem ríkið vill selja, falli undir eignarhaldsfyrirtækið. Það verður því ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hvaða fyrirtæki lenda hjá eignarhaldsfyrirtækinu og verða nefnd í frumvarpinu. Hlutverk fyrirtækisins verður að sjá um að arðsemissjónarmiða sé gætt í rekstri og seld verði eign eða eignarhluti í fyrirtækjum, sem eignarhaldsfyrirtækið hefur eignarráð yfir. Nefndin hefur látið útbúa lista yfir fyrirtæki, sem hún telur, að geti átt heima hjá eign- arhaldsfyrirtækinu. Þróunarfélagiö hf. Eitt stærsta atriðið í áður- greindu samkomulagi stjórnar- flokkanna var ákvörðun um að leggja verulega fjármuni til ný- sköpunar og þróunar í atvinnulíf- inu með stofnun þróunarfélags. Þróunarfyrirtæki á borð við þetta með verulegri aðild ríkisins getur gert verulegt gagn, en einnig getur það orðið skrímsl ef ekki er rétt á haldið. Framkvæmdin skiptir öllu máli. Hugmynd nefndarinnar er sú, að þróunarfélagið verði hlutafé- lag, þar sem stefnt er að meiri- hlutaeign annarra en ríkisins. Hlutafé verði verulegt — jafnvel er talað um 200 millj. króna. Til- gangur félagsins er að örva ný- sköpun og efla arðsama atvinnu- starfsemi. Þessum tilgangi getur félagið náð með margvíslegum hætti, sem tíundað er í tillögum nefndarinnar. Þótt starfsheimildir Þróunarfé- lagsins verði mjög viðtækar má búast við, að megináherzlan verði lögð á áhættuframlög til nýrra fyrirtækja, fyrst og fremst hluta- fé, sem verði siðan selt á almenn- um markaði í tímans rás. Þvi hef- ur raunar verið haldið fram, að hér á landi skorti ekki lánsfé til atvinnustarfsemi, ef nægar trygg- ingar eru í boði. Hins vegar er eig- ið fjármagn fyrirtækjanna af afar skornum skammti. Ef þessar tillögur ná fram að ganga, sem enn er óvíst, verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögð- um athafnalífsins. Góðar undir- tektir í formi aðildar að félaginu tel ég vera vott þess, að menn hafi í raun áhuga á nýsköpun með þessum hætti og séu tilbúnir til að taka áhættu. Dræmar undirtektir geta hins vegar drepið hugmynd- ina og hljóta að leiða til endur- mats á því, hvernig eðlilegt sé fyrir ríkisvaldið að hafa áhrif á nýsköpun í atvinnulífinu, en auð- vitað koma aðrar leiðir til greina. Nýtum mögu- leikana strax Ég hef nú í stórum dráttum lýst nokkrum hugmyndum þeirrar nefndar, sem unnið hefur að til- lögum til breytinga á sjóðakerfinu og tillögum, sem örva eiga nýsköp- unarviðleitni atvinnulífsins. Þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.