Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 52
52 MOBGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Bryan Hamilton með þjálfaranám- skeið f Reykjavík BRYAN Hamilton heldur þjálfara- námskeið hér á landi síðar í þess- um mánuði á vegum Knatt- spyrnuþjálfarafélags islands. Hamilton er nú framkvæmda- stjóri enska 4. deildarliðsins Tranmere, en lék á sínum tíma m.a. með Everton og Ipswich og hann lék 50 landsleiki fyrir Noröur-frland á sínum tíma, þar á meðal eftirminnilegan leík á Laugardalsvellí 1977 er íslands sigraði 1:0. Aö sögn Eggerts Jóhannssonar, formanns knattspyrnuþjálfarafé- lagsins, stendur námskeiöiö yfir i tvo daga, laugardaginn 23. marz og fyrir hádegi sunnudaginn 24. „Þetta er almennt námskeiö, öll- um er því velkomiö aö taka þátt í því og Flugleiðir hafa einmitt boöiö félaginu upp á ódýrar feröir hvaö- anæva af landinu,“ sagöi Eggert. Efniö, sem tekiö veröur fyrir, veröur „taktískar hliöar knatt- spyrnunnar og undirbúningur fyrir keppnistímabir, aö sögn Eggerts. Evropukeppnin verður í V- Þýskalandi Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákvaö á fundi sínum í Lissabon á fimmtudagskvöld, aö Evrópukeppnin í knattspyrnu færi fram í Vestur-Þýskalandi 1988, í sjö borgum og ekki yröi leikiö í Vestur-Berlín. Antero Silva, forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu, sagöi eftir fundinn: .Fundurinn hefur samþykkt aö keppnin fari fram í V-Þýskalandi án þess aö leikiö veröi í V-Berlín. Þaö komu engin andmæli gegn því.“ England kom í ööru sæti sem keppnisstaöur. Evrópukeppnin á aö fara fram frá 10. júní til 25. júní 1988. Opnunarleikur keppninnar á aö fara fram í Dusseldorf og úrslita- leikurinn veröur í Munchen, hinar borgirnar sem leikiö veröur í eru: Hannover, Gelsenkirchen, Köln, Frankfurt og Stuttgart. Unglingameistaramótiö í badminton um helgina Unglingameistaramót íslands í badminton fer fram nú um helg- ina, 16. og 17. mars, í Laugar- dalshöllinni. Hefst keppnin kl. 10.00 báöa dagana, en á sunnudag kl. 13.00 hefjast úrslitaleikirnir. Samtals veröur spilaöur 251 leikur á mótinu svo vel veröur aö halda á spööunum til aö allt fari vel fram. Keppendur veröa 163 aö tölu og eru frá eftirtöldum félögum: TBR, KR, Víkingi, lA, TBS (Siglufjörður), HSK (Hverageröi, Selfoss), UMFS (Borgarnes) og TBA (Akureyri). Keppt veröur í öllum greinum, þ.e. einliöaleik, tvíliöaleik og tvenndarleik, í öllum flokkum ungl- inga: 12 ára og yngri hnokkar/tátur 12 ára — 14 árasveinar/meyjar 14 ára — 16 áradrengir/telpur 16 ára — 18 árapiltar/stúlkur Holmenkollen-mótiö: Wassberg sterkari á endasprettinum SVÍAR áttu tvo fyrstu menn < 15 kílómetra skíöagöngunni á Holm- enkollen, sem fram fór á fimmtu- dag. Þaö var hinn gamalreyndi Thomas Wassberg, sem maröi sigur á landa sínum Gunde Svan sem er Ólympíumeistari í þessari grein, var aðeins fimm sekúndum á undan Gunde. Wassberg, sem vann síöast á Holmenkollen 1979, fékk tímann 39,01 mín, Gunde Svan gekk á 39,06 mín. Wassberg startaöi þremur mín- útum á eftir Gunde Svan og gat þvi fylgst vel meö tíma hans. Svan var meö forystu í göngunni nær allan tímann, en Wassberg átti frábær- an endasprett sem dugöi honum til sigurs. Paal Gunnar Mikkelsplass frá Noregi sem sigraöi 15 kilómetrana á Holmenkollen 1981, varö í þriöja sæti. Urslit i 15 kílómetra göngunni voru þessi: 1. Thomas Wassberg, Svíþjóö 39,01 2. Gunde Svan, Svíþjóö 39,06 3 Paal Gunnar Mikkelsplass, Noregi 39,54 4. Giachem Guidon, Sviss 39,57 5. Ove Aunli, Noregi 40,05 6. Thomas Eriksson, Svíþjóö 40,20 7. Ladislau Swanda. Tókkóslóvakiu 40,22 8. Martin Hole, Noregi 40.24 9. Sven Erik Kanielsson, Sviþjóó 40,25 10. Vegard Ulvang, Noregi 40,28 Mót þetta var siöasta mótiö sem gefur stig í heimsmeistarakeppninni i skiöagöngu. Gunde Svan var heimsbikarhafi aö þessu sinni, hlaut 152 stig, í ööru sœti var Norömaöurinn Tor Haakon Holte, meö 117 stig. Wassberg komst meö sigri sinum i gær í þriöja sæti meö 114 stig, siöan komu Ove Aunli í fjóröa sæti meö 102 stig, Mikkelsplass, fimmti meö 100 stig og Mogren sjötti meö 83 stig. Morgunblaöiö/Júlíus • Kempurnar tvær, Einar Bollason þjálfari Hauka til vinstri og Gunnar Þorvaröarson þjálfari Njarðvfk- inga, bera saman bækur sínar. Liö þeirra mætast á mánudagskvöld. Úrslitabaráttan í körfuboltanum að hefjast „Valur er stærsta vopn Njarðvíkinga“ segir Einar Bollason, þjáKari Hauka „Njarövíkurliöiö er mjög ólíkt Valsliöinu, því þar er byggt mest á einstaklingum, en hjá Val og Haukum er þaö fyrst og fremst liösheildin sem byggt er á,u sagöi Einar Bollason, þjálfari Hauka, er hann var spuröur um leikínn á mánudagskvöld. Haukar sigruöu eins og kunn- ugt er Val eftir þrjá úrslitaleiki, í mjög jöfnum og spennandi leikj- „Valur Ingimundarson er stærsta vopn Njarövíkinga. Ef honum tekst vel upp, þá veröa þeir mjög erfiöir, en viö ætlum okkur aö reyna aö halda aftur af honum, þaö tókst síöast þegar viö slógum þá út úr bikarkeppn- inni. Leikmenn þeirra hafa mikla leikreynslu og þaö vegur vissu- lega þungt á metunum í svona þýöingarmiklum leik. Liö okkar er í toppæfingu um þessar mundir, Njarövík fór frekar létt út úr leikjum sínum viö KR, en viö þurfum aftur á móti aö hafa mik- iö fyrir því aö sigra Val. Þaö er svo spurningin hvort þreyta verö- ur í leikmönnum okkar, eöa þá aö þeir hafi eflst viö þessa erfiöu leiki. Búast má viö skemmtileg- um og spennandi leik, ég lofa engu, en viö ætlum okkur aö reyna aö stööva sigurgöngu Njarövíkinga,“ sagöí Einar Bolla- son. „Ætlum okkur að vinna Haukana" segir Gunnar Þorvaröarson, þjálfari Njarövíkinga „Þetta verður hörkuleikur, bæði liöin munu koma til með aö berjast af miklum krafti,“ sagði Gunnar Þorvaröarson, þjálfari Njarðvíkínga, er hann var inntur eftir áliti um leik Hauka og Njarövíkinga sem leika fyrri leik sinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitílínn í Njarövík á mánudagskvöld. „Við veröum meö okkar sterkasta lið á mánudaginn, Jón- as Jóhannsson kemur inn í liðiö eftir meiösli og svo er Árni Lár- usson orðinn góöur af meiöslum sínum. Viö ætlum okkur aö vinna Haukana, það er ekkert launung- armál, en viö getum iíka tapaö leik þaö er ekkert svo öruggt. Ef þeir ná upp stemmningu í vörn- inni, þá veröa þeir erfiöir viður- eignar, en viö ætlum aö reyna aö keyra upp hraöann í þessum leik og erum allsendis óhræddir viö þá,“ sagöi Gunnar. Hann sagöist hafa séö ieiki Hauka og Vals og sýndu bæöi liöin þá mjög mikla baráttu og góöan leik. „Heimavöllurinn skiptir alltaf töluveröu máli, fólk hefur beðiö eftir þessum leik í allan vetur, þannig aö þaö veröur áreiöan- iega mikil stemmning á áhorf- endapöllum á mánudagskvöld," sagöi Gunnar Þorvaröarson. Falla Víkingar í blakinu? — töpuðu tveimur leikjum í vikunni NÚ ER fariö að styttast í aö ís- landsmótinu í blaki Ijúki, aöeins á eftir aö leika tvær umferöir og verða þær leiknar nú um helgina og um næstu helgi. i þessari viku léku Fram og Víkingur, en þau eru í botnbaráttunni. Fram vann 3—1 og hefur nú sex stig en Vík- ingur hefur fjögur stig. Víkingar töpuöu einnig fyrir HK í vikunni. Leikur HK og Víkings var bæöi langur og strangur. Liöin léku samtals i tvær klukkustundir og fimm mínútur og þegar upp var staðið höföu HK-menn sigraö i þremur hrinum en Víkingur í tveim- ur. Víkingur vann fyrstu hrinuna 17:19, en HK þá næstu 15:13. í þrijöu hrinu náöu Vikingar aö merja sigur, 15:17 og sama barátt- an var uppi á teningnum í fjóröu hrinunni, sem HK vann 18:16. Úr- slitahrinuna vann HK síðan nokkuö auöveldlega 15:6. Þessi sigur HK kom nokkuö á óvart því nokkuö var um forföll leikmanna hjá þeim. Hreinn Þor- kelsson og Ástvaldur Arthúrsson léku ekki meö og einnig var þjálfari HK, Valdemar Jónasson, fjarver- andi, en hann sleit hásin ekki alls fyrir löngu. Þetta virtist frekar þjappa leikmönnum saman og Ein- ar Ásgeirsson kom skemmtilega á óvart með góöum leik, en hann hefur ekki fengiö aö reyna sig mik- iö í aöalliöinu í vetur. Einar er kornungur leikmaöur og sýndi hann þaö í þessum leik aö þar fer blakmaöur sem á mikla framtíö fyrir sér. Geir Hlööversson átti einnig góöan dag. Víkingar voru frekar áhugalitllr, og kemur þaö á óvart því þessi leikur var mjög mikilvægur fyrir þá ef þeir ætla sér aö halda sér í 1. deildinni. Stefán Jóhannesson átti góöa skelli á köflum en þess á milli geröi hann afdrifarík mistök. Úrslit i leik Fram og Víkings uröu þau aö Fram vann fyrstu hrin- una 18:16, þá aöra 15:9, en Víking- ur vann þriöju 9:15 og í fjóröu hrin- unni sigraöi Fram 16:14. Einn leikur var í 1. deild kvenna, Breiöablik vann liö Víkings 15:2, 15:9 og 15:5. Mikils áhugaleysis gætti meöal Víkingsstúlknanna en þær hafa hingað til veriö þekktar fyrir mikla leikgleði, hún var ekki fyrir hendi aö þessu sinni og þvi fór sem fór. — SUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.