Morgunblaðið - 16.03.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 16.03.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 5 Reykjafoss fer frá ísafirði hlaðinn gámum. Morgunblaðið/Olfar Fyrsti staður- inn með vínveit- ingaleyfi á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness sam- þykkti á síðasta fundi sínum fyrir sitt leyti að leyfa vínveitingar að Eið- istorgi 13—15, en þar hefur verið sótt um vínveitingaleyfi fyrir mat- stað, sem taka á til starfa í vor. Staðurinn er hugsaður á tveim- ur hæðum. Á annarri hæðinni verður matstaður, en á hinni skyndibitastaður. Það er dómsmálaráðuneytið sem veitir vínveitingaleyfi og leit- ar það umsagnar bæjarfélags. Veiti dómsmálaráðuneytið leyfið, sem venjan er ef bæjarfélag leggst ekki á móti veitingunni, verður þetta fyrsti staðurinn með vín- veitingaleyfi á Seltjarnarnesi. ísafjörður: Stærsti gáma- farmur af frystum sjáv- arafurðum Isafirði, 8. mara. NÚ STENDUR yfir hávertíðin hjá grænlensku rækjutogurunum, sem landa afla sínum á Isafirði. Vegna þess hve mikið hafði hlaðist hér upp af rækju var gámaskipið Reykjafoss fengið skipið að leggja lykkju á leið sína, en hann er að jafnaði í beinum siglingum milli Reykjavíkur og Norðurlanda. Kom hann hér í gcr- morgun, fimmtudag, og fermdi 43 frystigáma eða 360 tonn af rækju. Þarna er um stærsta farm af frystum sjávarafurðum að ræða sem fluttur er út héóan í frystigámum. Rækjan fer öll til Álaborgar ( Danmörku. Mánafoss, sem er í reglubundnum siglingum milli ísafjarðar og Reykja- víkur, hefur þó tekið hér stærri farm af fiski í gáma, en þar var um að ræða kæligáma að hluta, sem ekki þarf að keyra á frá rafkerfi skipsins. Reiknað er með að hér verið um- skipað um 1500 lestum af rækju úr grænlenskum rækjutogurum á þess- ari vertíð og er nú búið að landa um 900 lestum. Með Reykjafossi kom til bæjar- ins fyrsti gámalyftarinn. Lyfti- geta hans er 14 tonn og breytir hann allri aðstöðu til að vinna við gáma hér á hafnarsvæðinu. Gám- urinn er í eign umboðsmanns Eimskips á Isafirði, Tryggva Tryggvasonar, og sagði hann að mjög erfitt hefði verið að vinna við alla þá gáma sem hér hafa far- ið um undanfarin ár með litlum lyfturum og nánar óskiljanlegt hvernig starfsmenn skipafélag- anna hefðu getað unnið við þessar aðstæður. þess má geta að lokum til gam- ans, að Reykjafoss mun vera stærsta íslenska skipið sem til ísafjarðar hefur komið, 5.760 tonn með rými fyrir 320 gáma. Úlfar Samningar samþykktir ATKVÆÐI voru talin í gær, föstu- dag, í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal yfirmanna á farskipum um samninga, sem gerðir voru við kaupskipaútgerðirnar 20. febrúar síðastliðinn. Samningarnir voru samþykktir með miklum mun. Já sögðu 233, nei sögðu 59, auðir seðl- ar og ógildir voru 4. Á kjörskrá voru 587 og greiddu 296 atkvæði eða um 50%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.