Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Vinnum
í þágu ...
Stundum taka fjölskyldur sig
upp og leggja land undir fót,
spígspora jafnvel hringinn í
kringum jarðarkúluna. Ævintýrið
er gjarnan fest á filmu og svo er
hóað í skyldmenni og vini, þegar
heim er komið og efnt til mynda-
kvölds. Logandi af áhuga lýsa hin-
ir víðförlu ferðamenn því sem
fyrir augu ber á tjaldinu ...
þarna er hún Gunna við Nelson-
súluna, muniði dúfnaskítinn ...
Allir skellihlæja yfir minningunni
nema gestirnir og svona gengur
kveldið mynd af mynd. Það eru
jafnvel dæmi um að menn hafi
neyðst til að horfa á nokkur
hundruð slíkra nglærmynda“ (slid-
es) áður en yfir lauk, og fjölskylda
var komin heim aftur í heiðarbýl-
ið. Forráðamenn ríkissjónvarpsins
okkar hafa sennilega einhvern
tímann farið í hnattreisu og efnt í
því tilefni til myndakvelds með
góðum árangri, því undanfarna
þriðjudaga hafa þeir boðið bðrn-
um þessa lands uppá myndasýn-
ingu er greinir frá hnattsiglingu
norskrar fjölskyldu. Ég hélt nú
satt að segja að sjónvarp væri að-
allega hugsað sem miðill fyrir
hreyfimyndir, en forráðamenn ís-
lenska ríkissjónvarpsins eru
greinilega ekki á sama máli, i það
minnsta ekki þegar börn eiga í
hlut. Já, það er ekki sama Jón og
séra Jón í þessum heimi.
Séra Jón
Og úr því ég minnist á séra Jón,
þá er ekki úr vegi að minnast á
ákaflega ánægjulegan atburð, er
kynntur var í kvöldfréttum
þriðjudagssjónvarpsins af Páli
Magnússyni. Hér var um smá
þingfrétt að ræða er í rauninni
snerist um þennan margfræga
séra Jón. Br hér átt við hina ein-
stöku höfðingslund kirkjumála-
ráðherrans okkar, Jóns Helgason-
ar, er afhenti fyrir skömmu Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
vatnsréttindi á kirkjujörð gegn
því að sá hugsjónafélagsskapur
bori eftir vatninu og greiði síðan
26 aura fyrir sekúndulítrann, á
sama tíma og slíkt vatn fæst ekki
af nærliggjandi svæðum fyrir
minna en 26 krónur. Hinir þing-
eysku bændur er í upphafi börðust
fyrir samvinnuhugsjóninni hljóta
að líta með velþóknun úr upphæð-
um til þeirrar samvinnu, sem hér
hefir náðst milli núverandi boð-
bera samvinnustefnunnar og
kirkjulegra yfirvalda. Skyldi þá
grandvöru hugsjónamenn hafa
grunað að kirkjan yrði er fram
liðu stundir þeirra besti banda-
maður, og veitti jafnvel vatni því
er hitnar í iðrum tslands nánast
frítt inná kraftverk þeirrar miklu
maskínu, er nú brýst um land vort
þvert og endilangt undir kjörorð-
inu „Vinnum saman"?
Boðorðin þrjú
Hvar hef ég annars heyrt þetta
slagorð? Jú, alveg rétt. Það hefir
seytlað inní heilastöðvarnar úr
glæsisjónvarpsauglýsingum
þeirra Sísmanna er boða þá hug-
myndafræði að atvinnulíf vort
skuli skiptast á hendur þriggja að-
ila: ríkisins, einkageirans og hver
haldiði að sé þriðji aðilinn? í sak-
leysi mínu hafði ég haldið að út-
varpsriði væri ætlað að gæta þess
að ákveðnir hagsmunaaðilar í
samfélaginu kæmust ekki upp með
að auglýsa í ríkisfjölmiðlunum
sína eigin hugmyndafræði. Hvað
yrði gert ef til dæmis Kaup-
mannasamtökin breyttu SÍS-
formúlunni í auglýsingu, þannig
að samvinnufélögin dyttu út og í
staðinn fyrir að segja „Vinnum
saman“ stæði: „Eflum frjálsa
verslun og viðskipti".
Ólafur M.
Jóhannesson
Þiðurhreiðrið
— leikrit eftir Viktor Rozov
Wm t kvöld kl. 20
00 verður flutt í
r~ útvarpinu leik-
ritið „Þiðurhreiðrið" eftir
rússneska leikritahöfund-
inn Viktor Rozov. Þýðing-
una gerði Árni Bergmann
og leikstjóri er Kristín Jó-
hannesdóttir. Áður en
leikritið hefst flytur Árni
Bergmann ritstjóri stutt-
an inngang um sovéska
nútímaleikritun.
í frétt frá leiklistar-
deild Ríkisútvarpsins seg-
ir að Viktor Rozov sé einn
þekktasti leikritahöfund-
ur Rússa um þessar
mundir. Hann nýtur mik-
illa vinsælda meðal al-
mennings i heimalandi
sínu og mörg af leikritum
hans hafa einnig verið
flutt erlendis. Þiður-
hreiðrið er fyrsta leikrit
hans sem flutt er hér á
landi. í Þiðurhreiðrinu
lýsir Rozov fjölskyldulífi
háttsetts embættismanns
í Rússlandi nútímans.
Faðirnn hefur, vegna
stöðu sinnar og tengsla
við „rétta“ aðila, útvegað
sér og fjölskyldu sinni hin
eftirsóttu stöðutákn; íbúð-
ir, ferðalög og aðgang að
æðri menntastofnunum.
Vandamálið er að fjöl-
skylda hans, að tengda-
syninum undanskildum,
virðist ekki kunna að
meta þessi eftirsóttu
lífsgæði sem hann með út-
sjónarsemi sinni hefur
aflað þeim. Leikendur eru:
Brlingur Gíslason, Þóra
Friðriksdóttir, Kristín
Bjarnadóttir, Helgi
Björnsson, Arnar Jóns-
son, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Kristbjörg
Kjeld, Vilborg Halldórs-
dóttir, Halldór E. Lax-
ness, Bryndís Schram og
Aðalsteinn Bergdal.
Tæknimenn eru Friðrik
Stefánsson og Runólfur
Þorláksson.
I
Björn Thoroddsen og
félagar leika
■■■■ Síðast á
O 4 00 dagskrá út-
— varps í kvöld er
þátturinn Djassað í Djúp-
inu og hefst hann kl. 24.
Að þessu sinni verður
bein útsending úr Djúpinu
þar sem Björn Thor-
oddsen og félagar leika
djass af fingrum fram.
Kvartett Björns er
skipaður þeim Skúla
Sverrissyni á bassa, Pétri
Grétarssyni á trommur,
Stefáni S. Stefánssyni á
saxöfón auk Björns, sem
leikur á gítar.
Þetta er í annað sinn
sem slík uppákoma á sér
stað, en Guðmundur Ing-
ólfsson og félagar riðu á
vaðið fyrir skömmu. Um-
F.v.: Stefán S. Stefánsson. Pétur Grétarsson, Skúli Sverr-
isson og Björn Thoroddsen.
sjónarmaður þessa þáttar
er Ólafur Þórðarson en
kynnir er Vernharður
Linnet. Útsendingunni
lýkur kl. 24.45. en næsta
jasskvöld verður 11. apríl.
Gestaþáttur
HBHI Ragnheiður
Ol 00 Davíðsdóttir er
ZáY— með þátt sinn
Gestagangur á rás 2 í
kvöld kl. 21.00.
GuArún Ólafsdóttir, þula og
flugfreyja.
í þáttum sínum hefur
Ragnheiður ávallt fengið
tvo gesti í heimsókn til
sín, karl og konu. Hafa
þau spjallað saman um
Magnús Kjartansson
hljómlistarmaður.
allt milli himins og jarðar
og gestir þáttarins hafa
síðan séð um að velja
tónlistina sem leikin er.
í þættinum í kvöld eru
það Magnús Kjartansson
hljómlistarmaður og Guð-
rún Ólafsdóttir þula og
flugfreyja sem verða gest-
ir þáttarins. Munu þau
m.a. spjalla um störf sín.
Það hlýtur að vera mikil
tilbreyting í því fyrir
Guðrúnu að vera einn
daginn fyrir framan
myndatökuvélarnar og
annan í háloftunum.
Væntanlega upplýsir
Magnús hlustendur að
einhverju leyti um feril
sinn sem hljómlistarmað-
ur sem er orðinn langur
og viðburðaríkur.
ÚTVARP
FIMMTUDAGUR
28. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.20 Leikfimi.
Tilkynningar.
7.55 Málræktarþáttur. Endurt.
þáttur Baldurs Jónssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorð: — Sigurveig
Guðmundsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Albert" eftir Ole Lund
Kirkegaard
Valdis Öskarsdóttir les pýð-
ingu Þorvalds Kristinssonar
(4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 Málefni aldraðra
Þáttur I umsjá Þóris S. Guö-
bergssonar.
11.00 .Ég man þá tlð"
Lðg frá liönum árum. Um-
sjón: Hermann Ragnar Stet-
ánsson.
11.30 .Sagt hefur það verið"
Hjálmar Arnason og Magnús
Gfslason sjá um þátt af Suö-
urnesjum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1220 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.20 Barnagaman
Umsjón: Sólveig Pálsdóttir.
13J0 Tónleikar.
14.00 .Eldraunin" eftir Jón
Björnsson
Helgi Þorláksson les (6).
14.30 A frfvaktinni
Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
15JO Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurtregnir.
16.20 Johann Sebastian Bach
— Ævi og samtlð
eftir Hendrik Willem van
Loon. Þýtt hefur Arni Jóns-
son frá Múla. Jón Múli Arna-
son les (4).
18J50 Slðdegistónleikar
Sónata I h-moll fyrir flautu og
19.15 A dðfinni. Umsjónarmaö-
ur Karl Sigtryggsson. Kynnir
Birna Hrólfsdóttir.
19.25 Knapaskólinn. Annar
þáttur.
Breskur myndaflokkur I sex
þáttum um unglingsstúlku
sem langar til aö veröa
knapi.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónarmað-
ur Helgi E. Helgason.
21.15 Skonrokk. Umsjónar-
sembal eftir Johann Sebasti-
an Bach. Manuela Wiesler
og Helga Ingólfsdóttir leika.
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkynningar.
18A5 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Slguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Leikrit: .Þiðurhreiðrið"
eftir Viktor Rozof
Þýöandi: Arni Bergmann.
Lelkstjóri: Kristin Jóhann-
esdóttir. Leikendur: Erlingur
Gislason, Þóra Friöriksdóttir,
Kristln Bjarnadóttir, Helgi
Bjðrnsson, Arnar Jónsson,
Lilja Þorvaldsdóttir, Halldór
E. Laxness, Bryndls Schram,
Vilborg Halldórsdóttir,
FÖSTUDAGUR
29. mars
menn Haraldur Þorsteinsson
og Tómas Bjarnason.
21A0 Skólalff. 2. Framhaldsllf.
I þessum þætti heimsækja
sjónvarpsmenn Alþýöuskól-
ann á Eiðum og fylgjast með
þvl I einn sólarhring hvernig
nemendur heimavisfarskóla
verja tlmanum I frlstundum.
Umsjónarmaður: Sigurður G.
Valgeirsson.
Stjórn upptöku: Valdimar
Leifsson.
Kristbjðrg Kjeld og Aðal-
steinn Bergdal.
21.40 Einsðngur I útvarpssal
Ólöt Kolbrún Haröardóttir
syngur með Sinfónluhljóm-
sveit Islands lög ettir Sigtús
Einarsson, Karl Ottó Run-
ólfsson, Arna Thorsteinson,
Eyþór Stefánsson og Jón
Þórarinsson. Páll P. Pálsson
stjórnar.
22.00 Lestur Passlusálma (45).
22.15 Veðurtregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvðldsins.
22.35 Minnisstætt fólk —
.Ljóðadisin og fákurinn".
Emil Björnsson segir frá
kynnum slnum af Einari
Þórðarsyni trá Skeljabrekku.
23.00 Músikvaka
2220 Shalako. Bresk blómynd
frá 1968.
Leikstjóri Edward Dmytryk.
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Brigitte Bardot, Jack Hawk-
ins, Stepen Boyd og Peter
Van Eyck.
Myndin gerist I Nýju-Mexfkó
um 1880. Hópur fyrirmanna
frá Evrópu fer I heimildarleysi
inn á yfirráðasvæði indiána
til dýraveiöa. Fyrrum her-
maöur gerist bjargvættur
hópsins þegar indlánar skera
upp herðr.
Þýðandi Baldur Hólmgeirs-
son.
00.15 Fréttir I dagskrárlok.
Umsjón: Oddur Björnsson.
23.45 Fréttir.
24.00 „Djassað I djúpinu".
Björn Thoroddsen og félagar
leika.
2A3 Dagskrárlok
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Sigurður Sverr-
isson.
14.00—15.00 Dægurflugur
Stjórnandi: Leópold Sveins-
son.
15JX)—16.00 Ótroðnar slóðir
Kristileg popptónlist
Stjórnendur: Andri Már Ing-
ólfsson og Halldór Lárusson.
164X1—17410 Jazzþáttur
Stjórnandi: Vernharður Linn-
et.
17.00—18.00 Gullðldin
Stjórnandi: Guömundur Ingi
Kristjánsson.
HLÉ
204X1—21.00 Vinsældalisti
hlustenda rásar 2
10 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21.00—22-00 Gestagangur
Stjórnandi: Ragnheiður Dav-
lösdóttir.
22.00—23.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00—24.00 Oákveöið.
SJÓNVARP