Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 N ATO-ráðherrar standa einhuga saman Yfir sextíu demókratar studdu MX-áætlunina — er atkvæðagreiðslan fór fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Lúiembori;, 27. mars. AP. VarnarmálaráAhcrrar NATO- landanna samþykktu einróma á fundi sínum í Lúxemborg í dag, að hvetja Bandaríkjastjórn til að slá í engu af við rannsóknir sínar á varnarkerfi gegn kjarnorkuvopnum í geimnum, þar eð „varnir og öryggi Vesturlanda væru í veði“. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera „sérstaklega ánægður með viðhorf hinna ráðherranna og Bandaríkjastjórn liti á þau sem traustsyfirlýsingu Vesturlanda við stefnu Reagans í afvopnunar- og frið- armálum. Það studdi afstöðu ráðherranna, að tímabært væri fyrir Bandaríkin að gera umræddar rannsóknir vegna þess að Sovétmenn hefðu þegar hugað að slíku. Sovétmenn hafa verið andvígir rannsóknum Bandaríkjamanna og ítrekað lýst yfir að áætlanir Bandaríkjamanna í þessum efnum hljóti að eyðileggja afvopnunarmöguleika á viðræðun- um í Genf. Þá samþykktu ráðherrarnir allir sem einn, að haldið skyldi áfram að koma fyrir 572 meðaldrægum kjarnorkueldflaugum sem banda- lagið ákvað og byrjað er á. Carr- ington lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, greindi frá þvi, að þegar hefði 134 slíkum flaugum verið komið fyrir, síðast fyrstu 16 flaugunum í Belgíu. Washington, 27. marz. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti lýsti at- kvæðagreiðslunni um MX-flaugarn- ar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem „atkvæðagreiðslu í þágu friðar, öruggari framtíðar og betri árangurs í afvopnunarviðræðunum í Genf“. Kom þetta fram í tilkynningu, sem forsetinn gaf út, eftir að þingdeildin hafði samþykkt MX-áætlun forset- ans með 219 atkvæðum gegn 213. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru mikill ósigur fyrir Thomas P. O’Neil, einn helzta leiðtoga demó- krataflokksins í fulltrúadeildinni, en þar eru demókratar í meiri- hluta. Reagan forseta tókst hins vegar að vinna marga þingmenn demókrata á sitt band, áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. Les Aspin frá Wisconsin, for- maður hermálanefndar deildar- * Alaborg: Orkuverið fékk undanþáguna Álaborg, 27. mars. Frá Ásbirni Blöndal, frétta riUra Mbl. ORKUVERINU í Alaborg hefur nú verið veitt undanþága frá verkfall- inu fyrir starfsmenn við kolamötun og er starfsemi þegar hafin. Má vænta þess, að innan þriggja sól- arhringa verði ástandið í borginni orðið eðlilegt aftur. Það sem olli þvi, að undanþágan var veitt, var að áhrifamönnum í verkalýðshreyfingunni þótti sem hér væri farið út fyrir þann ramma verfalla, að slagurinn standi milli launþega annars veg- ar og atvinnurekenda hins vegar. í öðru lagi er svo, að ríkisstjórnin hefur lagt fram ákveðna tillögu til lausnar vinnudeilunni. Og í þriðja lagi vó þungt þrýstingur frá íbúum Álaborgar almennt, auk alls kyns félagasamtaka. Talið er, að það sé fyrst og fremst að þakka starfi hjálpar- samtaka, að ekkert alvarlegt slys henti af völdum hitaleysisins. innar, var einn af 61 þingmönnum demókrata, sem snerust gegn O’Neil. Hann sagði í lokaumræð- unni um MX-flaugarnar nú, að „með því að greiða atkvæði gegn MX-áætluninni, væri í raun og veru verið að hjálpa Sovétríkjun- um“. Jim Wright, formaður þing- flokks demókrata, sagði hins veg- ar, að hann myndi greiða 10 sinn- um atkvæði með MX-áætluninni, ef hann teldi, að hún gæti greitt fyrir samningaviðræðunum í Genf. En Reagan forseti hefði hvorki getað sýnt fram á nauðsyn MX-flauganna né heldur hefði hann gert grein fyrir því, hvernig aflað skyldi fjár til þeirra á sama tíma og hallinn á ríkissjóði Bandaríkjanna væri 200 milljarð- ar dollara. „Það er kominn tími til þess, að við hættum að sýna hvor öðrum, hve harðskeyttir við erum,“ sagði Wright, er hann ræddi um afvopn- unarviðræðurnar í Genf. „Það er kominn tími til þess, að við látum Flugræningi gefst upp IsUnbul, 27. mare. AP. FLUGRÆNINGI, sem talinn var sýr- lenskur, gafst upp í gærkvöldi á flug- vellinum í Istanbul í Tyrklandi. Hann hafði rænt Boeing 727-farþegaþotu í eigu Lufthansa með 142 farþegum og 9 manna áhöfn. Þotan var í áætlunar- flugi milli Miinchen og Aþenu. Hann hafði krafist þess að þotan flygi til Líb- ýu. Þotan fékk lendingarleyfi á al- þjóðaflugvellinum i Istanbul þar sem hún var að verða eldsneytislaus, en þegar hún var lent, umkringdu hermenn þotuna þegar í stað og yfir- völd neituðu að ganga að kröfum ræningjans, sem hélt fólkinu í prís- und með hnífi og brotinni flösku. Fljótlega sleppti hann öllum farþeg- unum og sex af níu áhafnarmeðlim- um. En eftir að hafa reynt til þraut- ar í nokkrar klukkustundir að fá kröfum sínum sinnt, gafst hann upp. í sameiningu skynsemina ráða og náum samkomulagi um frið fyrir allt mannkyn." Veður víða um heim Lagit Hæst Akureyri +« alskýjaö Amsterdam 2 6 rigning Aþena 12 19 skýjaö Barcelona 16 skýjaö Berlin 2 12 skýjaö BrUssel 1 7 rigning Chtcago 0 19 rígning Oublín 3 8 heiöskírt Feneyjar 13 þokum. Franklurt 6 12 rigning Genf 7 16 skýjaö Helainki 1 1 skýjaö Hong Kong Jerúsalem 20 24 skýjaö vantar Kaupm.höfn 2 4 rigning Las Palmas 23 léttskýjaö Ltssabon 8 16 skýjaö London 3 8 skýjaö Los Angeles 12 19 rigning Luxemborg S rigning Malaga 21 skýjaö Mallorca 19 léttskýjaö Miami 21 22 skýjaö Montreal +7 8 skýjaö Moskva +3 5 skýjaö New York 0 15 heiöskírt Osló Paría 0 3 skýjaö vantar Peking 2 13 heiöskírt Reykjavlk +5 snjókoma Rio de Janeiro 22 34 skýjaö Rómaborg 3 20 heiöskirt Stofckhðimur 1 2 skýjaö Sydney 16 24 skýjaö Tókýó 6 11 rígning Vínarborg 3 15 heiöskirt Þórshöfn 1 snjóól Myrkur, melatonin og miðsvetrarsvefnleysi UM NOKKURRA mánaða skeið á vetri hverjum verða þeir Norðmenn, sem búa fyrir norðan beimskautsbaug, lítillar dagsbirtu aðnjótandi. Frá því seint í nóvember fram yfir miðjan janúar kemur sólin aldrei upp yfir sjóndeildarhring og dagsbirtan er aðeins dálítil skíma í klukkutíma eða svo. Myrkrið hefur þó ekki þau áhrif á fólkið, sem þarna býr, að það syfji og síst af öllu á kvöldin, þvert á móti heldur það vöku fyrir því á nóttinni. Astæðan fyrir þessu er sú, að birtuleysið veldur lífefnafræði- legri röskun í hvatakerfi líkam- ans og setur úr skorðum 24 stunda hrynjandina þar sem skiptast á svefn og vaka. Það er a.m.k. álit vísindamanna við Asgárd-geðsjúkrahúsið í Tromsö þar sem miklar rannsóknir hafa farið fram á svefninum og svefn- venjum manna. Ógerlegt að venjast myrkrinu í Tromsö, sem er rúmlega 300 km fyrir norðan heimskautsbaug, búa 45.800 manns og fjórðungur íbúanna á jafnan erfitt með svefn á veturna. 5% að auki þjást af þunglyndi á þessum tíma. „Rann- sóknir okkar sýna, að það er ekki hægt að venjast vetrarmyrkr- inu,“ segir dr. Trond Bratlid, for- stöðumaður svefnrannsókna- stöðvarinnar. „Þeir, sem hér eru bornir og barnfæddir, þjást ekki síður af miðsvetrarsvefnleysinu en þeir, sem flust hafa hingað frá Suður-Noregi.“ Það er ekki aðeins svefnleysið, sem hrjáir fólkið, heldur er það líka fullt af sleni á daginn og at- huganir leiða í Ijós, að jafnvel þegar það sefur dýpstum svefni er það mjög óvært. Konur þjást fremur af þessu en karlmenn og ungt fólk frekar en þeir, sem mið- aldra eru eða eldri. Oft virðist einnig sem miðsvetrarsvefnleysið leggist í ættir og virðist þá engu máli skipta hvort fólk á ættir sín- ar að rekja til norðurhjarans eða suðrænni slóða. „Miðsvetrarsvefnleysið kom yf- ir mig eins og þjófur á nóttu ef svo má segja þegar ég fluttist til Tromsö fyrir 40 árum og maran hefur vitjað mín á hverjum ein- asta vetri. Ég ligg andvaka fram undir klukkan fjögur eða fimm á morgnana og örvæntingarfullur kvíðinn eykst með hverjum tím- anum, sem líður, af því að ég veit, að brátt þarf ég að fara á fætur og koma mér í vinnuna," segir Marit Ostensen, 64 ára gamall sjálfboðaliði í tilraunum Bratlids. Melatonin-skortur Dr. Trond Bratlid og sam- starfsmaður hans, Thormar Han- sen, telja að það, sem valdi miðsvetrarsvefnleysinu sé skort- ur á hvata eða hormóni, sem heit- ir melatonin og verður til í heila- köngli. Áður var talið, að melat- onin væri eitt af náttúrulegum svefnlyfjum líkamans, en svo mun ekki vera. Það hefur hins vegar róandi áhrif, ekki ósvipuð valíum. Framleiðsla þess fer eftir Ijósmagninu, sem augað nemur, vex jafnt og þétt yfir daginn og er í hámarki milli miðnættis og óttu. Melatonin stjórnar við- brögðum líkamans við álagi og breytilegum aðstæðum og auð- veldar honum að slaka á og sofna. Komið hefur í ljós, að þeir, sem þjást af miðsvetrarsvefnleysi, hafa á kvöldin minna melatonin Bratlid og Hansen við tilrauna- störf á rannsóknarstofunni. en eðlilegt er og það getur valdið því, að eðlileg hrynjandi lík- amsstarfseminnar fer úr skorð- um. Tilbúið ljós hefur áhrif á mela- toninframleiðslu í dýrum en menn þurfa sinn birtuskammt daglega. Að sumarlagi er hann um 2500 lux (Ijósmagnseining) en á veturna fyrir norðan heim- skaustbaug aðeins um 500 lux. Til samanburðar má nefna, að þótt rafljósin séu björt á heimilunum fer Ijósmagn þeirra sjaldan yfir 300 lux. Ein tilraun þeirra Bratlids og Hansens var þannig, að þeir böðuðu nokkra svefnleys- issjúklinga í Ijósi álíka sterku og dagsbirtan í 30 mínútur daglega í fimm daga og gættu þess sér- staklega, að litróf ljóssins væri allt frá útfjólubláu til innrauðs ljóss. Læknuðust þeir þá að mestu af svefnleysinu og mela- toninframleiðslan jókst. Líf og fjör en lítill svefn Til þessa hefur vísindamönnum ekki tekist að finna neitt ráð við miðsvetrarsvefnleysinu, sem tek- ur svefnpillum fram. íbúarnir í Tromsö hafa hins vegar sínar að- ferðir við að auðvelda sér and- vökunæturnar. Þar í bæ stendur næturlífið með miklum blóma á veturna og hægt að velja á milli margra veitingahúsa, flóðlýstra skíðabrauta og næturklúbba með nöfnum, sem minna á suðrænar sólarstrendur. „Heimskautsnóttin er yndisleg- ur tími. Myrkur úti en hlýtt og bjart inni,“ segir Bibbi Vikan, einn svefnleysissjúklinganna, hjúkrunarkona, sem fluttist til Tromsö fyrir fjórum árum. Með vorinu ætlar Bibbi þó að setjast aftur að í Suður-Noregi þar sem henni verður þó svefnsamt á vetr- arnóttunum. — SS (Heimild: Time.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.