Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 51

Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 51 Eignaupptaka og félagsleg- ar umbætur í húsnæðismálum eftir Kristófer Magnússon Sjálfstæðisflokkurinn og húsnæðismálin Ef nokkurt eitt mál, öðrum fremur, hefur orðið til þess að gera íslendinga að sjálfstæðum og bjargálna einstaklingum, þá eru það húsnæðismálin. Að almenn- ingur eigi sitt eigið húsnæði sem hann getur ráðstafað að eigin geð- þótta, er að mínu áliti ein af styrkustu stoðum Sjálfstæðis- flokksins og stefnu hans. Það er erfitt að slá fram öreigakenning- unni meðal fólks, sem á eigin íbúð- ir. Það sem fólk hefur lagt mikið á sig til að eignast, reynir að verja fyrir afskiptum annarra og hins opinbera. Slíkur hópur reynir í lengstu lög að forðast upplausn i þjóðfélaginu, samkvæmt þeirri kenningu, að þeir sem tapa á upp- lausn eru þeir sem eiga eitthvað. Sjálfsbjargarviðleitni sú, er liggur því til grundvallar, að koma sér þaki yfir höfuðið, á djúpar rætur í þjóðarsál Islendinga og hefur átt drýgstan þátt í að tekist hefur á ótrúlega stuttum tíma að koma okkur út úr moldarkofunum. Slíkt átak hefði aldrei átt sér stað, eða hefði getað átt sér stað, ef treyst hefði verið á dauða hönd hins opinbera, eins og nú virðist stefnt að. Breytileg veðrátta og myrkur vetrarins eru efalaust höfuðorsakir þeirrar þarfar og þrár fslendingsins að eignast eigið húsnæði, þá þörf má ekki drepa með pólitísku hugsjónarugli. Mik- ið til öll samskipti innan og utan fjölskyldunnar eru innan veggja heimilisins, og styrkja um leið fjölskyldu- og vinaböndin, sem svo mjög eru einkennandi fyrir ís- lendinga. Áhrif Sjálfstæðis- flokksins Hvað sem vinur minn Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, segir um einingu innan ríkis- stjórnarinnar, finnst mér og mörgum öðrum sjálfstæðis- mönnum nóg komið af áhrifum framsóknarafturhaldsins á stefnumótun ríkisstjórnarinnar og víða megi sjá merki hnignunar og að brestir séu að myndast í stjórnarsamstarfinu. Ég skal fús- lega viðurkenna eins og oft áður, að ég tel Sjálfstæðisflokkinn hæf- astan til að sjá um framgang vinstristefnu á íslandi, einfaldlega af því að sjálfstæðismenn eru þeir einu sem gera sér grein fyrir hættunni sem af henni stafar. En ég, eins og eflaust margir aðrir, kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn til slíkra verka. Miðað við styrk sinn hefur mér oft fundist Sjálfstæðis- flokkurinn ná fram ótrúlega fáum stefnumálum sínum I samvinnu við aðra flokka. Við sem stöndum utan við hina raunverulegu vald- abaráttu, og tökum þátt í störfum flokksins meira af hugsjón og trú á frelsið, viljum frekar að Sjálf- stæðisflokkurinn sé utan stjórnar en að hann sitji í dauðri, hugsjón- alausri ríkisstjórn. Reynslan sýnir okkur hve litlu slíkar ríkisstjórnir áorka, og ef Framsóknarflokkur- inn fæst ekki til að afneita afturh- aldsstefnu sinni í kjördæma- og atvinnumálum og öðrum framfar- amálum þjóðarinnar, er einfaldast að leggja málið undir dóm þjóðar- innar. Stefnan í hús- næðismáium Því ræði ég um þetta hér, þar sem það er augljóst að Sjálfstæð- isflokkurinn virðist ekki hafa afl við núverandi kringumstæður til að knýja fram úrbætur í húsnæð- ismálum. Einnig er nú verið að knýja á um „félagslegar" umbætur í húsnæðismálum, er kosta þjóð- félagið milljarða á næstu árum, ef sú stefna nær fram að ganga. Eftir að einstaklingurinn er bú- inn að leggja á sig mikla vinnu til að afla sér tekna, sem hann borgar af tekjuskatt, og síðan innflutn- ingsgjöld og söluskatt af öllu efni, eru nú lögð á hann fasteignagjöld og eignarskattar (mætti kalla eignaupptökuskatta) á matsverð þeirra eigna sem hann hefur lagt svo mikið á sig til eignast. Þannig verða margir íbúðareigendur að borga tugi þúsunda til hins opin- bera í húsaleigu af eigin húsnæði. Að sjálfsögðu hafa þessir sömu menn, sem lagt hafa á sig slíka vinnu og borgað skatta og skyldur af afrakstrinum, minni rétt til lána en þeir sem fá úthlutað „fé- lagslegum" íbúðum. Ég er hér ekki að dæma þá sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni en ég leyfi mér að benda á að eftir því sem þeir heil- brigðu og framtakssömu leggja minna á sig, þeim mun minna er til skipta handa þeim sem eiga um sárt að binda. Svo langt hefur ver- ið gengið í skattheimtu hins opinbera, að margir bjargálna eldri borgarar hafa séð þann kost vænstan að koma sér á opinbera framfærslu, oft eftir áratuga bar- áttu við að eignast húsnæði. Reynslan af opin- berri forsjá Er nú ekki svo komið að þeir aðilar sem eiga húsnæði eða hafa aðstöðu til að eiga húsnæði til leigu, kæra sig ekki lengur um slíkt? Bæði er þetta vegna stór- gallaðra húsaleigulaga og svo hins, að margir aðilar eru lítt hrifnir af að vera t.d. kallaðir af virtum stjórnmálamönnum húsa- leiguokrarar, vegna leigu sem ekki stendur undir einföldustu rekstr- arliðum hinnar leigðu íbúðar. Af- leiðingum minnkandi framboðs leiguibúða og aukinnar eftirspurn- ar vegna samdráttar og fleiri ástæðna á ekki að mæta með þvi að ganga að kröfum þrýstihópa, um að hið opinbera eigi að sjá þeim fyrir íbúðum. Það hefur margoft verið sannað að slik lausn er langsamlega dýrust. íbúðir reistar og keyptar af einstakling- um, þar sem hver og einn fær að ráða stærð og byggingarhraða eins og aðstæður leyfa, er hag- kvæmasta Iausnin fyrir einstakl- inginn og þjóðarbúið. Má til dæmis nefna að flestir þeir, sem voru að basla við að koma sér upp húsnæði um líkt leyti og ég, fluttu inn i sinar íbúðir ófullgerðar, án eldhúsinnréttinga upp á hundruð þúsunda eða teppa út úr dyrum. Aftur á móti ef marka má af fréttum úr sjónvarp- inu, er ekki verið að velta slikum hlutum fyrir sér á hinum „félags- lega grunnfleti". Allt teppalagt út úr dyrum með dyrasima og öllu og að sjálfsögðu með betri lánum og kjörum en hinn almenni byggj- andi fær að njóta. Réttlæti eða óréttlæti, það er samviskuspurning hvers og eins. Það skyldu þó ekki hafa verið verkalýðsleiðtogamir sem út- deildu slikum ibúðum? Lítil saga af eignaupptöku Er ég hugsa um fasteignaskatta og eignarskatta hins opinbera af íbúðarhúsnæði dettur mér oft i hug saga er ég heyrði um aðferð kommúnista i Tékkóslóvakiu til að komast yfir eignir manna með „góðu“. Eftir byltinguna 1948 voru eign- arskattarnir af húsnæði hækkaðir það mikið að almenningur átti þess engan kost að standa undir gjöldunum. Vegna aldagamalla hugmynda almennings um eign- arrétt var hér um viðkvæmt mál að ræða er varð að leysa á kyrrlát- an hátt. Hinir kommúnisku vald- hafar voru þegar komnir með lausnina. Ef hver eigandi íbúðar skrifaði undir afsal fyrir íbúðinni til ríkisins, mátti hinn sami búa það sem eftir var ævinnar, gegn tiltölulega vægu gjaldi, í sinni eig- in íbúð. Ég geri varla ráð fyrir að íbúðareigendur á íslandi sækist eftir slíku ástandi. En er það ekki einmitt þetta sem Jón Baldvin boðar í nafni Alþýðuflokksins til lausnar húsnæðisvandanum? Stefnan í dag Sjálfstæðisflokknum ber, nú sem hingað til, að sjá til þess að yfir 80% af þegnum landsins búi i eigin íbúðum, sem er hærra hlut- fall en í nokkru öðru landi sem við miðum okkur ávallt við. En það er aðeins bráðabirgða- Iausn og blekkingarkúnst eins og leikin er í landbúnaði og sjávar- útvegi í dag að leysa vandamál húsbyggjandans með skuldbreyt- ingum. Slíkt leiðir aðeins til eignaupptöku ríkisins og sam- vinnuhreyfingarinnar eins og stefnt er nú að í aðalatvinnugrein- um þjóðarinnar. Minnka verður opinber gjöld, þar á ég við fasteignagjöld, eign- arskatta og byggingarleyfisgjöld, og rýmka um reglugerðir og þar með gefa einstaklingnum tækifæri á ódýrari íbúðum. Ráðgjöf og upp- lýsingastreymi t.d. í gegnum fjöl- miðla gæti stuðlað að þvi að al- menningur reisi sér ekki hurðarás um öxl í íbúðarkaupum. Ég álit að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki nú frekar en áður i samvinnu við Framsóknarflokkinn knúið fram þær grundvallarstefnubreytingar sem þarf til að bæta kjör fólksins Kristófer Magnússon „Aö taka frumkvæðið af einstaklingnum til íbúd- arkaupa og íbúðar- bygginga getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og frjálst fram- tak í landinu og stuðlar að því að einstaklingur- inn hefur ekki sama rétt vegna eigin framtaks og hugvits að fá lán og þeir sem leita forsjár ríkis- ins.“ í samræmi við þjóðartekjur. Slíkt myndi höggva alltof nærri hags- munum Sambandsins. Litið til fortíðarinnar Ég var á fundi með þekktum byggingarverktaka um daginn, þar sem hann upplýsti að sams konar íbúðir og þær sern hann hafði reist fyrir 20 árum kosta nú yfir 100% meira, miðað við sömu byggingarvísitölu. Astæðurnar taldi hann fyrst og fremst brjálæðislegan arkitektúr og afskipti hins opinbera. Hver kannast ekki við söguna af okrar- anum sem seldi íbúð sem kostaði hann 1,5 milljónir á kr. 1,8 millj- ónir, en á sama tíma byggði hið opinbera samskonar íbúð á kr. 2 milljónir og allt var dásamað í sjónvarpinu. Aukið framlag til verkamanna- bústaða og samvinnufélaga frekar en nú er orðið, með 80—90% fram- lag ríkissjóðs sem almenningur getur engan veginn staðið undir, dregur ekki aðeins úr sjálfsbjarg- arviðleitni manna, heldur dregur það stórlega úr verðmætasköpun í þjóðfélaginu og eykur kröfur þrýstihópanna. Hér eins og víðast annars staðar í þjóðfélaginu kalla afskipti hins opinbera á misrétti og spillingu, en ekki jöfnuð! Horft til framtíðarinnar Almenningur í íbúðum hins opinbera verður háður kerfinu. Sumir koma til með að kjósa þá menn sem þykjast vera að vernda hina lítilsmegnugu og vilja við- halda slíku kerfi, og ekki er það verra, þegar fólið fer að imynda sér að það standi f þakkarskuld við einhvern, sem aðeins er að eyða og lána þvf þess eigið fé. En kjósandinn verður til lengdar þreyttur á endalausri forsjá og af- skiptasemi hins opinbera og hnýsni þess í garð einstaklingsins, eins og dæmin sýna í Austur- Evrópu, en það getur orðið of seint að breyta um stjórnarstefnu þegar svo er komið. Að taka frumkvæðið af ein- staklingnum til ibúðarkaupa og íbúðarbygginga getur haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og frjálst framtak í landinu og stuðlar að því að einstaklingurinn hefur ekki sama rétt vegna eigin framtaks og hugvits að fá lán og þeir sem leita forsjár ríkisins. Kristófer Magnússon er tækné íræóingur í HnfnnrfirúL Farandi bý langa hel. í Færeyju fyrir frábært ve Flugf gisting og morgunverður frá 9.992,- krónum Enn einu sinni kemur ferðaskrifstofan Farandi þér á óvart með skemmtilegu ferða- tilboði, sem er töluvert frábrugðið öðrum tilboðum ónefndra sólarlandaskrifstofa. Þetta eru ferðir, sem við vitum að eiga eftir að koma ferðafólki skemmtilega á óvart. Farandi býður Færeyjaferð frá laugardegi til þriðjudags fyrir 9.992 - krónur, Innifalið flugfar, gisting á Hótel Borg, glæsilegu hóteli með fallegu útsýni, jfe K AV morgunverður og akstur til og frá flugvelli. BÍ ■ QICIIIll Vesturqötu 4, simi t~44<t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.