Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 hefur áhrif á vöxt og þroska plantna. Þörungavinnslan hefur haft samstarf við Garðyrkjuskóla rikisins og Rannsóknarstofnun iandbúnaðarins, bæði hvað varðar þangseiði og þangmjöl. Jafnframt eru gerðar rannsóknir á þessum afurðum við háskóla í Hollandi og Belgíu. Þessar tilraunir hafa það markmið að auka þekkingu á notagildi þessara efna, sem svo aftur nýtist við framleiðslu og sölu þessara afurða," sagði Krist- ján að iokum. Sveinn. Þörungavinnslan Reykhólum: Tilraunir með sölu á plöntuáburði til Bandaríkjanna MÍMaam. KeTkholmnreic. 2«. m»r». ÞÖRUNGAVINNSLAN á Reykhól- um hefur nú hafið sölu á svonefndu „alginexi", sem er plöntuáburður, til Bandaríkjanna. Er hér um að ræða tilraunastarfsemi, en þessar upplýs- ingar komu meðal annars fram í samtali sem fréttaritari Morgun- blaðsins átti við Kristján Þór Krist- jánsson, forstjóra fyrirtækisins. „Ætlunin er að afla um 2.400 tonna af þara á þessari vorvertíð og allar líkur á að það markmið standist,“ sagði Kristján m.a. er hann var spurður um rekstur fyrirtækisins. „Byrjað verður á þangvinnslu i apríl og er ætlunin að afla 12.000 tonna af blautu þangi yfir sumarið. Verð fer hægt stígandi og er söluútlit sæmilegt. Rekstrarhorfur á þessu ári eru góðar. En rétt er að taka það fram, að verksmiðjan hefur orðið fyrir barðinu á óhagstæðri gengis- þróun vegna hækkunar dollarans en viðskipti verksmiðjunnar eru í Evrópugjaldeyri. Iðnaðarráðherra hefur markað ákveðna stefnu i rekstri verksmiðjunnar en dráttur hefur orðið á framkvæmd hennar. Mál þessi skýrast á næstu dögum. Nú er verið að undirbúa pökkun á garðamjöli og hefur sala á því aukist ár frá ári. Einnig eru menn ánægðir með viðbrögð frá við- skiptavinum okkar gagnvart mar- armjölinu,.en það er ætlað hross- um. Unnið er að markvissri mark- aðsöflun á meginlandi Evrópu. Sýnishorn af svokölluðu „alginexi" hefur verið selt til Bandaríkjanna, en það er seyði af þangi og er plöntuáburður, sem á óbeinan hátt Séra Hreinn Hjartarson sóknarprestur í Fella- og Hólasókn og bisktip íslands, herra Pétur Sigurgeirsson. Þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, bjargað í Jökulfjörðum. Flugslysið á Jökulfjörðum: Hluti af kirkju Fella- og Hólasóknar vígöur Flugslysanefnd boðaði til blaða- mannafundar og kynnti þar meðal annars skýrslu nefndarinnar um flugslysið þegar þyrlan TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum í nóvember 1983. 1 máli nefndarmanna kom fram að þetta væri umfangsmesta skýrsla um flugslys, sem gerð hef- BISKIJP íslands herra Pétur Sig- urgeirsson vígði á sunnudaginn hluta af kirkju Fella- og Hólasókn- ar við Hólaberg í Breiðholti. Byrj- að var að smíða kirkjuna fyrir þremur árum og hefur sóknar- presturinn séra Hreinn Hjartarson verið með skrifstofu í kirkjunni í tæpt ár. Fyrsta skóflustungan var tek- in á Pálmasunnudag 1982. Á sunnudaginn kemur, einmitt á Pálmasunnudag, þremur árum síðar, verðu fyrsta fermingin í kirkjunni. Nú á aðeins eftir að Ijúka byggingu sjálfs kirkjuskipsins, en kirkjan verður samtals tæpir 1000 fm að flatarmáli. í kirkju- skipinu verður sæti fyrir um 300 manns. Fella- og Hólasöfnuður er einn sá stærsti á landinu, en í honum eru alls um 10.000 manns. Séra Hreinn Hjartarson hefur verið sóknarprestur frá 1975. Frá vígsluathöfninni á sunnudag. Umfangsmesta flug- slysarannsókn til þessa ur verið hér á landi til þessa, og væri ekki óeðlilegt miðað við um- fang rannsóknarinnar að hún hefði tekið svona langan tíma. Nefndin naut aðstoðar erlendra sérfræðinga við rannsóknina og komu rannsóknarmenn til lands- ins að kynna sér aðstæður og auk þess voru hlutar úr flakinu sendir til rannaóknar erlendis. Við rannsókn slyssins kom í ljós að slysið átti sér stað innan við mínútu frá flugtaki þyrlunnar. t skýrslunni eru leiddar líkur að því að orsök slyssins hafi verið galli í hurðarbúnaði þyrlunnar, þar sem ekki sjáist merki eftir 8 af 12 stálkúlum, sem gefa henni styrk. Líklega hefur gallinn orðið til þess að rennihurð vélarinnar sveiflað- ist upp í spaða þyrlunnar og lask- að þá með þeim afleiðingum að hún lét ekki lengur að stjórn. Ekk- ert kom fram við rannsóknina, er benti til þess að, rennibrautin hafi verið tekin í sundur eftir að þyrl- an kom hingað til lands. í skýrslunni kemur ennfremur fram, að ýmsu hafi verið ábóta- vant í þyrlurekstri Landhelgis- gæslunnar, og eru gerðar tillögur til úrbóta í öryggisátt. Meðal ann- ars leggur nefndin til að tekin verði upp samtöl í stjórnklefa, þegar þyrla flytji fleiri en tvo far- þega. Áð handbók Landhelgis- gæslunnar fyrir þyrluflug verði endurnýjuð, og að allir farþegar í þyrluflugi þegar flogið er lengi yf- ir sjó, klæðist björgunarbúning- um. Gefin verði út flugrekstrar- handbók fyrir Landhelgisgæsluna, en hingað til hefur ekki verið kraf- ist flugrekstrarhandbókar fyrir flug á vegum ríkisins, þ.e. Land- helgisgæslunnar, Landgræðslunn- ar og Flugmálastjórnar. Lagt er til að stjórnendur varð- skipa fari á námskeið í veðurfræði til að fyrirbyggja misskilning milli sjómanna og flugmanna þeg- ar rætt er um veðurfarsleg atriði. Auk þess verði stöðugt samband við þyrlu í flugi frá varðskipum og að um borð í varðskipi verði alltaf til staðar svifblys. Haldin verði þjálfunarnámskeið til að samhæfa áhafnir skipanna og þær sem eru um borð í þyrlum og auka þar með öryggi áhafnanna við flugtak og lendingar. Bent er á að koma verði á föst- um reglum um æfingarflug á veg- um Landhelgisgæslunnar, og að rekstrarstjóri flugrekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar heyri beint undir framkvæmdastjóra Land- helgisgæslunnar og að nauðsyn- legt sé að bæta aðstöðu til viðh- alds á þyrlum Landhelgisgæslunn- ar. Nefndin beinir því til framleið- enda S-76A að reglum um viðbún- aðarrofa í þyrlum af þessari gerð, verði breytt, en nefndin telur að- gerðina vera of flókna, þegar á reynir. Auk þess beinir nefndin þeim tilmælum til framleiðenda að þeir athugi öryggislæsingu á rennihurð vélarinnar. Aðspurður sagði Karl Eiríksson, formaður nefndarinnar, að við rannsóknina á þyrluslysinu hafi fyrr talin atriði komið fram, sem bentu til bóta á rekstri þyrluflugs Landhelgisgæslunnar væri þörf. Ákveðinn slysavald væri ekki að finna í ábendingunum og flest all- ar tillögur nefndarinnar til úrbóta hafa þegar verið framkvæmdar af Landhelgisgæslunni. Á fundinum var einnig lögð fram ársskýrsla Flugslysanefnd- ar, en í samræmi við breytingu á loftferðalögum í maí 1983 skipaði samgöngumálaráðherra fimm manna nefnd, Flugslysanefnd, með sjálfstæðara hlutverk og víð- ara verksvið en Rannsóknarnefnd flugslysa hafði. I skýrslunni eru birt laga- ákvæði, er lúta að rannsókn flugslysa, svo og starfsreglur og skipurit Flugslysanefndar og Rannsóknardeiídar Loftferða- eftirlits Flugmálastjórnar. Fram kemur að á síðasta ári voru skráð 85 mál og af þeim er fjallað í skýrslunni um tíu slys og óhöpp og eitt flugumferðaratvik, auk þriggja mála frá árinu 1984, þar sem Flugslysanefnd kom beint eða óbeint inn í rannsóknina. í skýrslunni er birt línurit um flugslys sem orðið hafa hér á landi allt frá 1920 til dagsins í dag og kemur þar fram að tíðni flugslys- anna, eftir því á hvaða stigi flugs- ins um er að ræða, er sú sama hér á landi og í nágrannalöndunum, að sögn formanns Flugslysanefnd- ar, Karls Eiríkssonar. Flugslysa- nefnd skipa auk Karls, Sveinn Björnsson, og er hann varafor- maður nefndarinnar, dr. Þorgeir Pálsson, lektor, Gylfi Jónsson, flugstjóri, og Björn Þ. Guðmunds- son, prófessor. Sá aðili, sem rann- sakar flugslys á vegum Loftferða- eftirlitsins, er Skúli J. Sigurðar- Engin sumarbústaða- byggð í landi Mjóaness EKKI verður af sumarbústaðabyggð í landi Mjóaness við Þingvallavatn, en bóndinn í Mjóanesi hafði sent erindi þar að lútandi til hrepps- nefndar Þingvallasveitar, varðandi leyfi til að setja 10 hektara lands undir sumarbústaði til að fjármagna byggingu hlöðu og fjárhúss. Hreppsnefnd Þingvallasveitar sendi erindið til umsagnar Þing- vallanefndar, sem mælti með að ekki yrði aukin byggð í nágrenni þjóðgarðsins, en land Mjóaness iiggur að þjóðgarðinum. Bauð Þingvallanefnd bóndanum í Mjóa- nesi hálft starf í þjóðgarðinum við viðhald og afleysingar, en til þeirra starfa hefur hingað til þurft að ráða fólk hverju sinni. „Við óskuðum eftir þvi að ekki yrði aukin byggð við vatnið, enda er það í samræmi við hugmyndir að skipulagi við vatnið, frá árinu 1972—73, er fram fór samkeppni, en þar kom fram að æskilegt væri að fremur væri dregið úr byggð en hitt. Við teljum einnig að það sé feikilega mikið öryggi að hafa jörðina í byggð og það má varla fækka í sveitinni frá því sem nú er. Því virðist okkur sem þetta hafi verið skynsamlegasta lausn- in,“ sagði Þórarinn Sigurjónsson, formaður Þingvallanefndar, í samtali við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.