Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
73. tbl. 72. árg. _____________ _____________________FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ottast að 5 menn hafi
farizt með Bervík SH
Báturinn sást
síðast klukkan 20 skammt undan Rifi — Víðtæk leit á sjó og landi
Hellnsaadi, 26. marz, frá Helga Bjarnasyni,
blaóamanni Mbl.
VÍÐTÆK leit stendur yfir
á sjó og landi að fimm skip-
verjum af vélbátnum Bervík
SH 43 frá Ólafsvík, sem
óttast er að hafi farizt ör-
skammt út af Rifi á Snæ-
fellsnesi í kvöld. Skipverjarn-
ir sem er saknað eru allir frá
Ólafsvík, sá yngsti um tvítugt
en sá elzti um fimmtugt.
Báturinn var á leið til heima-
hafnar af dragnótaveiðum fyrir
sunnan Jökul. Menn á hafnar-
vigtinni á Rifi sáu bátinn sigla
hjá skammt undan landi um kl.
20 í kvöld, en hann hafði boðað
komu sína til hafnar í Ólafsvík
kl. 20.30. Um kl. 21 sáu skipverj-
ar á vélbátnum Hamrasvani SH
brak og gúmmíbát Bervíkur
skammt út af Rifi og eftir það
hófst leitin.
Þrjá merkta belgi og stíuborð
af þilfari Bervíkur rak í kvöld á
land sunnan við hafnargarðinn
Brak úr Bervík SH, sem rak á fjörur í gaerkvöldi.
á Rifi. Hátt í hundrað manns úr
björgunarsveitum úr Ólafsvík,
Hellissandi og Rifi ganga fjörur
frá Ólafsvíkurenni að Brimnesi,
vestan Hellissands, og allir
Ólafsvíkur- og Rifsbátar, auk
aðkomubáta, samtals 15—20
bátar, leita úti fyrir. Bræla er á
leitarsvæðinu, norðaustan 9
vindstig (álandsvindur), og að-
stæður hjá bátunum erfiðar til
leitar svo skammt frá landi.
Einnig voru aðstæður til leitar
á landi erfiðar.
Bervík er þrjátíu og sex lesta
eikarbátur, smíðaður á ísafirði
árið 1954. Bervíkin hefur verið
mjög gott aflaskip og kom hann
til dæmis með 30 tonn á land í
gær, þriðjudag.
Annar bátur, sem var á leið
til lands í Breiðafirði, fékk á sig
brotsjó, en hann komst klakk-
laust til lands.
Morgunblaöid/RAX
LeiUrmenn að störfum við varnargarðinn á Rifi seint i gsrkvöldi. LeiUrskilyrði voru erfið vegna hvassviðris og
mikils sjógangs og vegna þess hve steinar voru sleipir.
Mannskæð eldflaugar-
sprenging í Bagdad
Stríðsaðilar gefa í skyn friðarvilja
Bagbdad. 27. mare. AP.
ÓGURLEG SPRENGING kvað við í Baghdad, höfuðborg Irak í dag og
sögðust íranir hafa skotið iangdrægri eldflaug á borgina til að hefna fyrir
lofUrásir íraka á nokkrar íranskar borgir. Sjónarvottar sögðu, að hvítt
svepplaga ský hefði stigið hátt til himins yfir fjölbýlu íbúðarhverfi í
yesturhluU borgarinnar. Fáum klukkustundum eftir að eldflaugin
sprakk, voru herþotur íraka komnar í loftið og á leið til „sérsUkra
skotmarka" í fran eins og Bagdadstjórnin komst að orði. Fylgdu svo í
kjölfarið árásir á fimm íranskar borgir, þar á meðal höfuðborgina Teher-
an.
Hjálparsveitir, her og lögregla
girtu af svæðið þar sem spreng-
ingin varð og fengu engir aðgang
sem þangað áttu ekki erindi.
Fréttamenn fengu ekki aðgang
og stjórnvöld sögðu ekkert um
hve mannfallið var mikið. Hins
vegar varð fólk vitni að því er
sjúkrabifreiðir óku burt frá lok-
aða svæðinu með opnum hurð-
um, fullhlaðnir líkum.
Talsmaður stjórnvalda í
Bagdad sagði að Irakar væru
með auknum loftárásum á borg-
ir í íran, að knýja Khomeini
erkiklerk til þess að taka mark á
milligöngumönnum sem reynt
hafa að koma á friði. frakar
leggja áherslu á algeran frið, en
íranir hafa til þessa virst fyrst
og fremst hafa hug á að stöðva
árásirnar á óbreytta borgara. Þó
heyrðu menn í fréttaútvarpi
IRNA í dag að íranir myndu
„hætta hefndaraðgerðum ef fr-
akar létu af árásum á borgir og
olíuskip," eins og þar var komist
að orði. í sömu andránni fylgdi
sú hótun, að ef frakar héldu fast
við iðju sína, myndu íranir
skjóta svo öflugum eldflaugum á
Bagdad, að „borgin legðist í
eyði.“
Síðustu 13 daganna hafa frak-
ar ráðist 8 sinnum á Teheran, en
franir segjast á móti hafa skotið
6 langdrægum eldflaugum á
„hjarta Baghdad".