Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 40

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Slitlag — 200 bfla umferð: Sparar árlega 15—20 % af kostnaði — sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra Matthías Bjamason samgöngu- riðherra nuelti í fyrradag fyrir Vega- áctlun 1985—1988 í Sameinuóu þingi. Þaó kom fram í máli ráóherr- ans aó meó þessari áætlun vaeri stefnt aó því aó ná markmiðum, sett- um í langtímaáætlun í vegageró, að verja 2^—2,4% af vergri þjóóar- framleióslu til vegamála. í ár, 1985, gengu 1,9% vergrar þjóóarfram- leióslu til vegamála en 2,4% þrjú þar næstu árin. Þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar, sem þjóóin hefur gengió I gegn um, „hefur til þessa verió hægt aó mestu að framkvæma í ný- byggingum þaó, sem í upphafi var áætlað". Ráðherra tíundaði nokkrar töl- ur, sem hann taldi sanna arðsemi vegaframkvæmda, ekki sízt var- anlegrar vegagerðar, þ.e. upp- byggðra vega með varanlegu slit- lagi: • Fólksbifreið, sem fer af malar- vegi yfir á bundið slitlag, sparar 15% í eldsneyti, 38% í sliti á bíl og 33% í viðhaldskostnaði, þegar til lengri tíma er litið. Hjá vörubif- reið er sparnaðurinn enn meiri. • Arðsemi fjárfestingar í slitlagi á vegum með 200 bíla umferð á dag er 15—25%, með 500 bíla um- ferð 36—60% og með 750 bíla á dag 50—90%. Efri og neðri mörk arðsemi miðast við það, hvort far- ið er af vondum eða góðum mal- arvegi yfir á bundið slitlag. • Á sl. ári vóru 163 km vega lagðir bundnu slitlagi. Með þeirri um- ferð, sem á þeim hefur mælzt, sparast árlega 40—70 m.kr., sem eru 15—30% af kostnaði við slit- lagslögn. Árlegur sparnaður í eld- neytisnotkun er 400—750 þúsund lítrar, í afskriftum 25—50 bílar, í varahlutum 7—15 bílar og í við- gerðum 10—20 þúsund klukku- stundir. • Áætlað er að árlegur akstur á vegakerfi landsins sé tæplega 500 milljónir kílómetra. Af þeim eru 220 m.km. á malarslitlagi. Ráðherra sagði enga goðgá að taka erlend lán til vegagerðar, sem félli undir mesta arðsemi. Góður vegur með 300 bíla umferð á dag sparaði árlega 15—30% af útlögðum erlendum kostnaði við gerð hans. STI TTAR MNGFRÉTTIR 200 iðnaðarmenn frá Akureyri starf- andi á Stór-Reykja- víkursvæðinu Atvinnuástand á Norðausturlandi Kolbrún Jónsdóttir (BJ) og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) flytja tillögu til þingsályktunar, sem felur það í sér verði hún sam- þykkt, að ríkisstjórnin vinni til- íögur til úrbóta I atvinnumálum Norðausturlands. Taka skal tillit til: 1) hvern veg koma megi í veg fyrir „frekari brottflutning fólks og atvinnuleysi á svæðinu", 2) samvinnu við atvinnumálanefndir í kjördæminu, 3) fjármögnun at- vinnuppbyggingar með stofnun þróunarsjóða í stjórn heimaaðila, 4) uppbyggingu iðngarða. í greinargerð segir að um 200 iðnaðarmenn frá Akureyri starfi nú á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þjóðleikhúsið og landsbyggðin Karvel Pálmason (A) spyr menntamálaráðherra, hve margar leiksýningar Þjóðleikhúsið hafi fært upp á Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi sl. fimm ár; og hve marga leikstjóra eða leik- ara Þjóðleikhúsið hafi látið leik- félögum úti á landi í té á sama tíma. Niðurgreiðslur til kart- öfluverksmiðja Eiður Guðnason (A) spyr land- búnaðarráðherra: 1) hve hárri upphæð munu niðurgreiðslur eða framleiðslustyrkir til kartöflu- verksmiðja nema á þessu ári?, 2) hvernig var upphæðin ákveðin og við hvað miðast hún?, 3) er þess að vænta að verð á unnum kartöflum til neytenda lækki sem nemur niðurgreiðslunni eða framleiðslu- styrkjunum? Hve margir luku vél- stjóranámi? Skúli Alexandersson (Abl.) spyr menntamálaráðherra, hve margir nemar hafi verið innritaðir til vél- stjóranáms 1976—1978 og hve margir hafi lokið námi. Hann spyr einnig sams konar spurningar varðandi vélgæzlunám. Óskað er skriflegra svara, sundurliðaðra eftir skólum. Morgunblaðiö/Friöþjófur Maríanna Friójónsdóttir Réttarstaða fólks f óvígðri sambúð: 10% sambúðar óvígð Kafli úr jómfrúræðu Maríönnu Friðjónsdóttur Maríanna Friðjónsdóttir (A), sem situr nú á þingi í fjarveru Jóns Raldvins Hannibalssonar, flutti sína fyrstu þingræðu í fyrradag. Hún spuróist fyrir um, hvaó liði störfum nefndar, sem gera átti til- lögur um hvernig réttindum fólks í óvígóri sambúó yrói bezt fyrir kom- ið, sérstaklega með tilliti til eigna og erfóaréttar. Orðrétt sagði Marí- anna m.a.: „Nú eru rúmlega fjögur ár lið- in frá því að þessi þál.tillaga sem Alþýðufl. lagði fram, var sam- þykkt hér í þingsölum og enn bólar ekkert á niðurstöðum nefndarinnar. í óvígðri sambúð ríkir í reynd margháttuð réttar- óvissa, ekki sízt með tilliti til eigna- og erfðaréttar. Hjóna- bandið er hins vegar sem stofnun verndað af löggjafanum á marg- an hátt. Um það gilda ítarleg lög, t.d. um stofnun og slit hjúskapar, lög um réttindi og skyldur hjóna svo og sérstök ákvæði í erfðalög- um, svo að nokkur atriði séu nefnd. Óvígð sambúð nýtur hins vegar lítillar réttarverndar, jafn- vel þótt hún sé algengt form á sambúð karls og konu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands frá árinu 1983 má telja að um 10% allra þeirra sem eru í sambúð á annað borð séu í óvígðri sambúð. En þó er víst að fjöldinn er enn meiri því að Hagstofan getur einungis stuðzt við upplýsingar sem fólk gefur ef það tilkynnir óvígða sambúð, eða ef það hefur sameig- inlegt lögheimili og barn á fram- færi. Það er óviðunandi hve mikil óvissa ríkir um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð." Það er nú oft svo að óvígð sam- fllMftGI búð stendur jafnvel áratugum saman og eignamyndun hefur orðið veruleg á þeim tíma. Eignamyndunin er sameiginlegt framlag beggja sambúðaraöila ýmist beint eða óbeint. Síðan rísa upp við sambúðarslit mikil vandamál, sérstaklega ef aðeins annar aðilinn er þinglýstur eig- andi eignanna. Er þá oft farin sú leið að í stað þess að senda annan aðilann — í mörgum tilvikum konuna — slyppa og snauða út á götuna, þá eru benn dæmd ráðskonulaun eða sambærileg þóknun fyrir störf hennar í þágu heimilisins. En það liggur í aug- um uppi að ef um mikla eigna- myndun hefur verið að ræða á sambúðartímanum getur sú fjár- hæð verið hverfandi lítil í sam- anburði við það að um helm- ingaskipti á eignum væri að ræða, eins og tíðkast um sam- búðarsiit hjóna. Einnig má benda á, að í óvígðri sambúð skapast engin erfðatengsl milli sambúðarfólks og því nýtur sá er lengur lifir ekki erfðaréttar nema sérstök erfðaskrá hafi ver- ið gerð. Þeir sem búa í óvígðri sambúð eiga því ekki gagnkvæm- an erfðarétt og ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Erfðaréttinn verður að tryggja með erfðaskrá og er ekki víst að fólk gæti að því að gera þær ráðstafanir í tíma, jafnvel þótt fullur vilji hafi verið fyrir slíku. Af því sem hér hefur verið rak- ið má ljóst vera að brýnt er að ekki dragist úr hömlu að leggja fram tillögur um úrbætur á því hvernig réttindum og skyldum í óvígðri sambúð verður bezt fyrir komið. Því spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðberra, hvort hann hyggist leggja fram á yfirstand- andi þingi frumvarp sem tryggi réttarstöðu þessa fólks?" f síðari ræðu harmaði Marí- anna að svör ráðherra bentu ekki til þess að skjótra úrbóta væri að vænta. Eðlilegt væri að sam- ræma löggjöf um þetta efni löggjöf á Norðurlöndum, en nú liggur fyrir sænska þinginu, sagði hún, frumvarp til laga um réttarstöðu fólks í óvígðri sam- búð. Menntamálaráðherra: Fyrirskipa ekki frí í framhaldsskólum Nota mátti genginn tíma til verkefnisins Ragnhildur Helgadóttir menntamálariðherra kvað ekki ástæðu til að ráðuneyti hennar fyrirskipaði frí í framhaldsskólum, eftir þriggja vikna hlé á kennslu, til að sinna söfnunarverkefni, enda nauósynlegt aó nýta hvern dag sem eftir væri skólaárs til skólastarfs og undirbúnings nemenda undir vorpróf. í þessari afstöóu felst enginn dómur um verkefnið sjálft, söfnun í þágu barna í S-Afríku, sem vel mátti sinna meðan skólastarf var stöðvað. Raunar féll fyrri tímasetning þessa verkefnis innan þessara 3ja vikna, sem skólarnir störfuðu ekki eóa takmarkað, og það vinnulag, aó sinna því ekki þá, vekur spurningar. Ráðherra kvað fjarvistir nem- starfshlé, komi ekki til greina. enda til að sinna ákveðnum Það var Steingrímur J. Sig- verkefnum geta verið samnings- fússon (Abl.) sem veittist að atriði skólastjóra og viðkomandi ráðherranum utan dagskrár í nemenda, hér eftir sem hingað neðri deild Alþingis í gær í til- til, en krafa um að ráðuneytið efni framangreindrar afstöðu fyrirskipi frídag, strax og skóla- hans. starf hefst eftir þriggja vikna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.