Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
27
Chun forseti og kona hans vitja Suður-Kóreumanns sem
Myndin er tekin örfáum sekúndum fyrir sprenginguna. Allir mennirnir sem
eru á myndinni létust.
... og eftir hana.
Sprengingin...
Morðin við minnismerkið
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Xing-hu Kuo:
MORD IM MAUSOLEUM
Útg.: Seewald Verlag 19S5.
Um allan heim gætir ótta vegna
þess hve hryðjuverkamenn hafa
látið æ meira að sér kveða. Fund-
að hefur verið um að bindast sam-
tökum til að kveða niður slík
hryðjuverk. Allt þetta og meira
hefur komið fram i fréttum. Ekki
er fjarri að segja að eðli hryðju-
verka hafi vissuiega breytzt á síð-
ustu árum, blásaklausir borgarar
verða ekki síður fyrir barðinu á
ofstopa og glæpamönnum og póli-
tisk morð eða morðtilraunir eru
engin nýlunda þótt þau veki auð-
vitað hrylling og andstyggð og
hafa i sjáanlegan tilgang í fæstum
atvikum, nema þann að greiða
pólitískum andstæðingi högg.
Mönnum eru sjálfsagt enn í
minni morðin í Rangoon, höfuð-
borg Burma, í október 1983, þegar
nokkrir útsendarar stjórnarinnar
í Norður-Kóreu ætluðu sér að
drepa Chun, forseta Suður-Kóreu,
sem var í Burma í opinberri heim-
sókn. Vegna ófyrirsjáanlegra tafa
á för forsetans, var hann eilítið of
seinn á „morðstaðinn" og slapp
því, en margir ráðherra hans létu
lifið og fjölmargir aðrir, auk þess
slösuðust bæði búrmískir og suð-
ur-kóreskir menn, sem voru í föru-
neyti forsetans.
Nú hefur Seewald Verlag i
Stuttgart sent frá sér bókina sem
hér um ræðir og titillinn gæti ver-
ið kominn beint úr sögu eftir
Agöthu Christie. Xing-hu Kuo,
höfundur hennar, er indónesiskur
blaðamaður, sem hefur starfað í
Vestur-Þýzkalandi á þriðja ára-
tug. Hann mun einnig hafa skrif-
að aðra bók sem heitir „Freies
China“.
Kuo reynir hér að bregða ljósi á
þennan hroðalega atburð i Rang-
oon og verður ekki annað sagt en
honum takist að koma efninu skil-
merkilega frá sér. Að vísu er dálít-
ið skondinn kaflinn „Der Mord-
plan“, þar sem drottnari Norður-
Kóreu, Kim II Sung, er að snæða
morgunverðinn í höllinni sinni í
Pyongyang og kallar fyrir sig son
sinn yngri, Kim, til að leggja á
ráðin um morðin. Skrafa þeir
feðgar saman — í tilbúnu samtali
höfundar — á ansi skringilegan
hátt. En þeir feðgar hafa haft
spurnir af væntanlegu ferðalagi
erkifjandans, Chun, til ýmissa
Asíulanda og Ástralíu i október og
nú er lag að ná loksins tangar-
haldi á honum. Útsendarar
Norður-Kóreu höfðu nokkrum
sinnum áður reynt að myrða Chun
þegar hann var i opinberum
erindagjörðum erlendis, en alltaf
hafði eitthvað farið úrskeiðis. Kim
eldri brýnir fyrir syni sínum að
láta undirbúa málið nægilega til
að tryggt verði að þeir komi for-
seta S-Kóreu nú loks fyrir. Kim
yngri fer að undirbúa þetta af
miklum ákafa, ræðir við þá sem
hann treystir bezt, staðurinn,
Rangoon, er ákveðinn. Ekki sízt
vegna þess að Norður-Kóreumenn
og Burmabúar hafa á yfirborðinu
ágætt samband sín í millum og
nokkuð öflugt sendiráð i Rangoon.
Aftur á móti eru þeim feðgum
lögð háðugleg orð í munn í garð
Ne Wins, hæstráðanda í Burma,
og hæðast þeir óspart að hinum
svokallaða búrmíska sósíalisma
sem hann þykist fylgja.
Atburðarásin er síðan rakin og
er hún á stundum býsna reyfara-
kennd, þar sem höfundur hefur
orðið að leita oftar á náðir imynd-
unarafls og eigin ályktunar en
beinharðra sannana. Að visu er
kaflinn um morðdaginn sjálfan
vel unninn og ýmislegt þar sem
augsýnilega er haft eftir heimild-
um, þótt höfundur megi ekki
nafngreina heimildamenn, að
minnsta kosti ekki þá sem aðstoð-
uðu hann við gagnasöfnun I
Burma, og getur það auðvitað allt
komið heim og saman.
Dálítið sniðug frásögn um það
þegar Ne Win kemur f heimsókn á
verustað Chun og konu hans, eftir
að atburðurinn hafði gerzt. örygg-
isverðir forsetans bera þá ekki
kennsl á Ne Win og stendur nú í
stappi um hríð hvort á að hleypa
honum inn i húsið.
Geta má nærri að það var þeim
Kim-feðgum þungt áfall að svona
skyldi fara, en væntanlega hafa
þeir ekki gefið upp alla von ef
marka má orð höfundar. Hugsa
sér til hreyfings enn, þótt síðar
verði.
Kínverska hljómsveitin
Hin þjóðlega hljómsveit Kvikmvndaversins í Beijing
Tónlist
Egill Friöleifsson
Kyrir stuttu dvaldist hér um
tvcggja vikna skeið Hin þjóðlega
hljómsveit kvikmyndaversins í Pek-
ing. Auk þess að halda hljómleika
hér á höfuðborgarsvæðinu fór hún
einnig norður og austur á land.
I>annig fengu býsna tnargir tskifæri
til að njóta listar þessara gesta
okkar, setn komu um svo langan
veg. Hljómsveitina skipa 10 lista-
menn. en allir eni þeir mjög góðir
hljóðfæraleikarar. Sumir þeirra eru
reyndar taldir f fremstu röð í sínu
heimalandi. Til gamans má geta
þess að hljómsveitin heimsótti um
árabil Mao formann vikulega og lék
fyrir hann.
Kínversk tónlist á sér mjög
langa og merka sögu, sem rekja
má árþúsundir aftur i tímann. Þar
eru fornar hefðir í heiðri hafðar
og merkilegt hve vel Kínverjum
hefur tekist að varðveita tón-
menningararf feðra sinna. Hefð-
bundin kínversk tónlist hljómar
all framandi i okkar vestrænu eyr-
um, en hún býr yfir undarlegum
seiði, sem laðar mann til sín við
nánari kynni. Þar sem hljóðfæra-
tónlist þeirra er hermitónlist, þ.e.
á í tónum að segja frá atburðum,
lýsa landslagi eða fyrirbærum úr
náttúrunni, er nauðsynlegt að
þekkja uppruna laganna og sögu
til frekari skilnings. Hljóðfærin
eru einnig frábrugðin því sem við
eigum að venjast. og hljómur
þeirra annar. Þarna mátti sjá
„guqin“, einskonar sjö strengja
sítar, er smíðaður var um miðja
tiundu öld, og mun sennilega vera
elsta hljóðfærið sem borist hefur
hingað til lands Það var því eins
og að heyra „nið aldanna“ er Sun
Guisheng fór meistarahöndum um
þennan kjörgrip. Sem fyrr segir
voru hér snjallir hijóðfæraleikar-
ar á ferð. Þar var valinn maður i
hverju rúmi og hljómsveitin vel
samæfð. Sérstök ástæða þykir mér
til að minnast á snilldarleik Hu
Haiquan, en hann lék á „suona“,
sem er í ætt við óbó. Gáskafull
túlkun hans á laginu „Keisarinn
og döðlustúlkurnar“ verður áreið-
anlega mörgum minnisstæð.
Sömuleiðis vakti Pan Eqing verð-
skuldaða athygli fyrir frábæran
Ieik á „pipa“, sem er kínversk lúta.
Það var bæði skemmtilegt og fróð-
legt að fá tækifæri til að kynnast
list Kínverjanna, sem búa við svo
ólíka menningu og lífsstíl allan.
Hafi þeir þökk fyrir komuna.
Eftir upp-
skriftinni
Kvikmyndlr
Árni Þórarinsson
Austurbæjarbíó:
LÖGREGLUSKÓLINN —
POLICE ACADEMY ☆*
Bandarísk. Árgerð 1984. Hand-
rit: Neal Israel, Pat Proft, Hugh
Wilson. Leikstjóri: Hugh Wilson.
Aðalhlutverk: Steve Guttenberg,
Kim Cattrall, G.W. Bailey,
George Gaynes.
Úr því National Lampoon-
hópurinn var ekki búinn að
fylgja eftir „National Lampoon
fer í menntaskóla" (Animat
House), „National Lampoon fer
í sumarbúðir" (Meatballs),
„National Lampoon fer í her-
inn“ (Stripes), „National
Lampoon fer á bekkjarmót"
(Class Reunion), „National
Lampoon fer í fríið“ (Vacation)
og „National Lampoon fer á
draugaveiðar“ (Ghostbusters)
með „National Lampoon fer á
lögregluskóla", ja, þá var
viðbúið að einhverjir aðrir
gerðu það. Og það gerðu þeir.
Police Academy er að hluta
til gerð af sama liði og stóð að
Bachelor Party sem sýnd hefur
verið undanfarið í Nýja bíói.
Allar þessar myndir eru bak-
aðar eftir sömu uppskrift: Tök-
um slatta af skrýtnum og ólík-
um týpum, — einn vitgrannan
Líf og fjör í lögregluskólanum —
fyrsti kapítuli.
gleraugnaglám, eina eða tvær
fitubollur, nokkra skemmti-
legra negra, sætar stelpur með
blöðrubrjóst, laglegan og fynd-
inn aðalmann og fagra aðal-
konu, svo eitthvað sé nefnt,
skellum þeim niður í afmark-
aðar kringumstæður, t.d. skóla,
herbúðir eða þess háttar, setj-
um þeim til höfuðs röð af regl-
um til að brjóta og einhverja
hlægilega kerfisvarðhunda til
að kljást við, látum þá hafa
nóg af skissum til að fíflast og
ólmast í, klippum þetta snöggt
saman og segjum svo við
áhorfendur: Góða skemmtun!
Takk fyrir.
Það kemur ekkert á óvart
varðandi Police Academy
nema hversu óhemjuvinsæl
myndin hefur verið. Ef marka
má hlátrana í Austurbæjarbíói
í fyrradag, mun hið sama snúa
upp á teningnum hérlendis.
Police Academy er amerískur
formúlufarsi, ekki verri en
margir aðrir, en síst betri.
Myndin er hröð en flatneskju-
lega sviðsett, leikararnir eru
margir allglúrnir, t.d. Steve
Guttenberg í aðalhlutverkinu.
og svarti leikarinn sem er
gangandi hljóðgervili og hand-
ritið er stundum hugkvæmt,
samanber skissuna i upphafi
með eiginkonunni sem ekki
vildi hlevpa manninum sínum i
lögregluskólann, eða ... jæja,
það hefur ekkert upp á sig að
fjölyrða um þessa mynd. Þeir
sem ekki hafa séð þetta þrjú-
hundruðáttatiuogfjórum sinn-
um áður munu skemmta sér
stórkostlega. Hinum ætti svo-
sem ekki að leiðast. Ég var að
hugsa um að biðja guð að forða
okkur frá Police Academy II.
En það er of seint. Þeir eru
byrjaðir á henni.