Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Enginn nemandi hættir í MR en 40 í Fjölbrautaskóla Suðurlands EINS og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær virðist nokkuð um það að nemendur framhaldsskólanna hafí horfíð frá námi í kjölfar útgöngu kennara hinn 1. mars. Þar kom fram að í fjórum skólum hefðu um 90 nemendur hætt námi. í gær var haft samband við átta skóla til viðbótar og staðan þar könnuð. 18 nemenda enn saknað { Menntaskólanum á Akureyri veitti Valdimar Gunnarsson, kennari, þær upplýsingar að samkvæmt síðustu tölum virtust 18 nemendur ekki hafa skilað sér aftur í skólann eftir að regluleg kennsla hófst að nýju á mánu- dag. „Nær allir, sem horfið hafa frá námi, eru úr 1. og 2. bekk skólans, utan einn, sem er úr 3. bekk,“ sagði Valdimar. „Ekkert stúdentsefni hefur sagt sig úr skóla. Þessir nemendur eru kannski frekar þeir sem verr stóðu að vígi og þvi orðnir von- litlir hvort eð var.“ Kennsla í Menntaskólanum á Akureyri lá að mestu niðri frá 1. mars, a.m.k. í hefðbundnum skilningi, en nemendum var veitt aðstoð við sjálfsnám eftir því sem kostur var. Að sögn Valdi- mars er áætlað að kenna nokkra daga á næstunni, sem annars hefðu verið frídagar, kennt verð- ur ívið lengur en annars hefði verið og próftími styttur. Stúd- entar verða útskrifaðir að vanda hinn 17. júní. Allir aftur í MR Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, var ánægður að heyra i gær, enda sagði hann alla nemendur hafa skilað sér aftur til náms. „Að vísu fóru þeir aldrei neitt, utan einn sem fór til Stykkishólms, en hann var nú kominn aftur áður en kennararnir sneru til baka. Skýringuna á því hve vel nem- endur skila sér tel ég þá, að þeir vilja ekki taka áhættuna á að komast ekki inn í skólann aftur. Ef þeir hætta nú eru þeir búnir að missa allt árið. í fjölbrauta- skólunum er sjálfsagt meira um að nemendur hætti einhvern tíma, enda eiga þeir hægar með að vinna það upp,“ sagði Guðni. Að sögn Guðna er starfsemi MR komin í fullan gang. „Það voru allir í startholunum hér á mánudagsmorgun og svo var rokið af stað eins og í sand- spyrnukeppni,” sagði hann. Ekki öll kurl komin til grafar „Það er eitthvað um að nem- endur komi ekki aftur í skólann, en það eru ekki öll kurl komin til grafar enn og óvíst hve margir þeireru,“ sagði Björn Bjarnason, rektor Menntaskólans við Sund. „Það er erfitt að segja til um hvort nemendur hafi endilega hætt vegna stöðvunar skólans. Það er alltaf nokkuð um það á þessum árstíma að einhverjir hætti, sérstaklega í 1. bekk. Ég vil þvi ekki nefna neinar tölur um þetta enn sem komið er,“ sagði rektor að lokum. Fresta nokkrum fögum „Nemendur hafa ekki skilað sér nægjanlega vel eftir að full starfsemi hófst að nýju, en það er ekki séð fyrir endann á því hve margir eru raunverulega hættir", sagði Hafsteinn Stef- ánsson, skólastjóri Fiölbrauta- skólans við Ármúla. „I Ármúla- skólanum er nokkuð mikið um utanbæjarfólk og það er lengur að skila sér inn en aðrir, því margir hverjir höfðu farið til síns heima. Það er alltaf einhver hópur nemenda sem hættir fyrir próf, en þó er greinilegt að þeir eru fleiri nú en venjulega. Það er einnig nokkuð um að nemendur losi sig við einhver fög í bili, þá þau fög sem þeir eru verst undir- búnir í. Þrír nemendur, sem höfðu ætlað að ljúka námi í vor hafa frestað því fram á næstu önn,“ sagði Hafsteinn að lokum. Margir komnir í góöa vinnu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti varð Kristín Arnalds, aðstoðarskólameistari, fyrir svörum. Hún kvað ekki komið í ljós enn hve margir nemendur væru hættir. „Það er þó greini- legt að það eru fleiri en venju- legt er á þessum árstíma og það vantaði augljóslega í hópana þegar við gerðum siðast liðs- könnun,“ sagði Kristín. „Margir þeir, sem hættir eru, hafa fengið góða vinnu og vilja ekki missa hana fyrir sumarið og utanbæj- arfólk á enn eftir að skila sér. Ekkert stúdentsefni hefur horfið frá námi.“ Á þriðja tug hættir „Það eru veruleg afföll hjá okkur því á þriðja tug nemenda eru alveg hættir námi,“ sagði Kristján Bersi ólafsson, skóla- meistari Flensborgarskóla. „Einnig eru allmargir sem vilja taka einhver próf í vor, en þá utanskóla. Það er ekki frekar utanbæjarfólk sem hverfur frá námi, en flestir eru þessir nem- endur tiltölulega skammt komn- ir í námi, eða á 1. og 2. ári,“ sagði Kristján Bersi að lokum. Nemendur óttast að missa sumarvinnu Aðalsteinn Eiriksson, skól- astjóri Kvennaskólans sagði að nemendur hefðu skilað sér allvel inn eftir að kennsla fór aftur á fullt skrið. „Fjórir eða fimm nemendur hafa sagt sig frá reg- lulegu námi það sem eftir lifir annar, en hér voru um 290 reglu- legir nemendur á skrá fyrir ósköpin", sagði Aðalsteinn. „Ég sakna enn nokkurra nemenda, sem ekki hafa látið í sér heyra og ekki staðfest hvort þeir komi aftur. Það eru ekki frekar nem- endur utan af landi sem láta sig vanta nú.“ Að sögn Aðalsteins verður lík- lega kennt lengur í vor en ætlað var, prófum þjappað saman og úrvinnslu þeirra hraðað. „Leng- ing skólaársins kemur misjafn- lega út fyrir krakkana, en sum þeirra óttast að fá ekki sumar- vinnu ef skólahald dregst á lang- inn,“ sagði skólastjóri Kvenna- skólans. 40 nemendur hættir „Ég hef ekki endanlega tölu, en það er ljóst að hjá okkur eru ansi mikil afföll," sagði Þorlákur Helgason, skólastjóri Fjöl- brautaskóla Suðurlands. „Um 40 nemendur hafa formlega sagt sig frá námi, af 386, sem skráðir voru á vorönn. Ástæður fyrir þessu eru ýmsar, t.d. er mikla vinnu að fá og þessir nemendur fóru illa út úr verkfalli BSRB í haust. Það er erfitt að hvetja nemendur áfram, sem áttu erfitt með að ná sér á strik eftir það áfall. Nokkuð er um að stúdents- efni hætti og eru t.d. tveir komn- ir á sjó. Við reynum að hringja í nemendur og bjóða upp á meira utanskólanám en tíðkast hefur, en oft á tíðum kemur það sér illa að þeir fresti námi. Þar má nefna rafmagnsfræði sem dæmi, en í það fag var aðeins hægt að taka um helming umsækjenda í haust. Hætti menn við námið núna er erfitt fyrir þá að komast inn aftur, ef þeir vilja taka upp þráðinn á nýjan leik,“ sagði Þorlákur Helgason að lokum. í skólunum átta höfðu allir kennarar, sem gengu úr störfum sínum hinn 1. mars, komið aftur til starfa. Kristína á eftir að verða mikil stjarna — segir John Casablancas forstjóri Elite John Casablancas Morgunblaðið/JúlíuB ELITE og Nýtt Iff hafa staðið að forl Look of The Vear“ sem fram fer á stúlkur komust í undanúrslit hér á ('asablanras, útnefna sigurvegarann Blm. Morgunblaðsins ræddi við John Casablancas stuttu eft- ir komu hans til landsins í gær. Hann var beðinn að lýsa í hverju þessi keppni væri fólgin. „Þessi keppni er að hluta til keppni til að öðlast frægð og frama sem fyrirsæta og að hluta til fegurðarkeppni. Við setjum ekki kórónu á höfuð sigurvegar- ans, heldur bjóðum stúlkunum í 15 efstu sætunum upp á samn- inga fyrir samtals eina milljón dollara. Fjórði hver keppandi hlýtur því samning við Elite fyrirtækið." — En hvernig fer sjálf keppn- in fram? „Leitin hefst með því að við auglýsum í ýmsum blöðum og tímaritum. Stúlkurnar senda inn umsóknir og við veljum úr þær sem fara í forkeppni. Þær 60 j stúikur sem valdar eru þar koma ! síðan til keppninnar á Mauritius j í sumar.“ teppni fyrir fyrirsætukeppnina „The eynni Mauritius í sumar. Fimmtán landi og mun forstjóri Elite, John í kvöld í veitingahúsinu Broadway. — Ert þú viðstaddur for- keppnina í öllum þátttökulönd- um? „Nei, ég dæmi aðeins í for- keppni þriggja landa. Ástæðan fyrir því að ég kem hingað er sú að ég vil kynna keppnina hér. Ég legg áherslu á að fólk viti hvað bíður stúlknanna ef þær komast í úrslit og skil vel að foreldrar eru ekki hrifnir af því að senda dætur sínar út í óvissuna. Tvær íslenskar stúlkur sem tóku þátt í keppninni síðast, Þær Heiðdís Steinsdóttir og Kristína Haraldsdóttir, hafa unnið fyrir Elite. Heiðdís var t.d. að vinna fyrir okkur í Þýskalandi fyrir stuttu. Kristína Haraldsdóttir er enn mjög ung og á eftir að ljúka sínu námi hér á landi. Samt kemur hún út til okkar öðru hvoru og vinnur ýmis verkefni. Hún hefur gert það mjög gott og á eftir að gera það enn betra á þessu sviði. Margir bíða hrein- lega eftir þvi að hún ljúki skóla- námi og komi að fullum krafti inn á þennan markað. Kristína er fyrirsæta af guðs náð. Hún á eftir að verða mikil stjarna.“ — Eru þetta yfirleitt mjög ungar stúlkur sem taka þátt í keppninni? „Já þær verða að byrja ungar. Helst þurfa þær að byrja svona 17 ára gamlar, þá er hægt að móta þær með tilliti til þessa starfs. Ef þær eru orðnar yfir tvítugt, hafa þær yfirleitt þegar mótað sinn eigin stíl, sem erfitt er að breyta. Én auðvitað eru til undantekningar." — Að lokum. Hvenær verður svona keppni fyrir karlmenn? „Ég hef verið að velta því fyrir mér aö hefja svipaða keppni fyrir karlmenn. En ég er sann- færður um að hún verður að vera með einhverju öðru sniði.Þetta verður varla að raunveruleika fyrr en eftir svona tvö til þrjú ár,“ sagði John Casablancas að lokum. Skinnaiðnaður Sambandsins á Akureyri: Flytur inn 3—4 þús. gærur frá Græn- landi og Færeyjum 8KINNAIÐNAÐUR hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri hefur flutt inn 1500 til 2000 gærur frá Grænlandi og annað eins frá Færeyjum til vinnslu. Örn Gústafsson, markaðsstjóri hjá Nkinnaiðnaði, sagði í samtali við Mbl. að þetta væri gert í tilraunaskyni til að athuga hvernig gærurnar kæmu út í vinnslu. Sagði hann að í Ijósi niðurstöðu þessarar tilraunavinnslu yrði hugað að aframhaldandi inndutningi ti sauðfjárframleiðslunni hér innanlands. Örn sagði að gærurnar yrðu sút- aðar í leður og mokkavinnslu. Sagði Örn að leitað hefði verið til Færeyja og Grænlands vegna þess að fjárstofnarnir þar væru af ís- lensku bergi brotnir og gærurnar þvi líkar. Þessi lönd seldu sínar gærur til sútara i Finnlandi, Sví- að fá hráefni í stað samdráttarins í þjóð og fleiri löndum og þyrfi að keppa við þá um hráefnið. Hann sagði að frámhaldið væri óráðið. Erfitt væri að fá innflutningsleyfi og hefði þeim til dæmis verið synj- að um leyfi til innflutnings á sölt- uðum gærum frá Bretlandi. Minnkandi eftirspurn eftir refaskinnum Aðeins helmingur seldist í London EFTIKSPURN eftir refaskinnum hefur farið minnkandi á síðustu loðskinna- uppboðum. Á refaskinnauppboði hjá Hudson Bay-uppboðshúsinu í London í vikunni seldist til dæmis innan við helmingur framboðinna blárefaskinna og rúmur helmingur skuggarefaskinna. Verðið lækkaði lítillega frá því sem verið hefur undanfarna mánuði, en umboðsmaður Hudson Bay hafði ekki upplýsingar um meðalverðið er leitað var til hans í gær. Minnkandi eftirspurnar hefur einnig gætt á uppboðum i norrænu uppboðshúsunum á undanförnum vikum, þó í minna mæli hafi verið, að sögn Jóns Ragnars Björnsson- ar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda Skinnaverðinu hefur verið haldið uppi á uppboðunum í London og á Norðurlöndunum með því að skinnin hafa verið dregin til baka ef ekki hefur veriö boðið nógu hátt í þau. Á uppboðinu hjá Hudson Bay voru 7 þúsund íslensk refa- skinn til sölu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.