Morgunblaðið - 29.03.1985, Side 21

Morgunblaðið - 29.03.1985, Side 21
MORGUNBLADID, FOSTUDAGUR 29. MARZ 1985 21 Skólabfllmn dreginn upp úr uppistöóulóninu. 60 afrfkanskir unglingar voru í bflnum, þegar hann steyptist í lónið. 38 lík hafa fundist, en fjögur ungmennanna létust i sjúkrahúsi í nótt. Slysið í Jóhannesarborg: Dánartalan komin upp í 42 Jóhunemrborg, SuAur-Arríku, 28. mara. AP. Dánartala unglinganna, sem voru með skólabílnum er steyptist ofan í uppistöðulón í útborg Jóhannesar- borgar í gsr, miðvikudag, er komin upp í 42, en fjögur ungmennanna létust í sjúkrahúsi í nótt, að sögn yfir- valda. Aðeins sjö unglinganna, sem voru á aldrinum 13 til 17 ira, sluppu ómeiddir. Þá sagði lögreglan, að fimm manns hefðu farist í bílslysi í morgun, er farþegabíll fór fram af upp- hlöðnum vegarkanti nálægt Pietermaritzburg í Natal-héraði. Orsök slyssins á miðvikudag er enn ókunn. Sum- ir töldu, að hjólbarði hefði sprungið er bíllinn ók meðfram lóninu, en lögreglan kvað allt hafa verið heilt undir bilnum er hann var dreginn upp úr vatninu. Vegfarandi, sem átti leið fram hjá slysstað, stakk sér til sunds og bjargaði alls 15 börnum, þar af mörgum illa slösuðum. Er slysið vildi til voru unglingarnir á leið úr skóla til heimila sinna í Rossmore, í vesturhluta Jóhannesarborgar. „Flestar stelpurnar urðu frávita af hræðslu. Og það fór allt i handaskolum, af því að allir voru að reyna að komast út úr sökkvandi bílnum," sagði Marcelle Wilsnach, 14 ára gömul. „Ég var heppin, af því að ég er svo lítil, ég komst út um glugga. Margir komust hins vegar ekki út.“ Útför unglinganna 42 fer fram á mánudag. For- eldrarnir halda með sér fund til þess að sjá um undirbúning. Flótti sovésks sendiráðsmanns: Rætt um hlut Bandaríkjanna Nýj« Delhí, 28. nure. AP. ^ ÞINGSKIPUD nefnd er að leggja síðustu hönd i skýrslu sem fjallar um mil sovéska sendiriðsmannsins sem flúði fri Indlandi til Bandaríkjanna með aðstoð sendiriðs síðarnefnda landsins i dögunum. Fjallar nefndin um það hvort og með hvaða hætti Bandaríkin hafi farið grófiega út fyrir starfssvið sitt með því að aðstoða Sovétmanninn Igor Gezha. Gezha hvarf eftir að hafa farið hæli sem pólitískur flóttamaður og út að skokka i lystigarði i Nýju Delhí og er leit bar ekki árangur, bentu Sovétmenn indverskum yfir- völdum á að ræða málið við banda- ríska sendiráðið. Það staðfesti að Gezha hefði beðið um og fengið hann væri þegar kominn til Banda- ríkjanna. Hafa stjórnvöld á Ind- landi lýst yfir áhuga sínum að vita með hvaða hætti Gezha komst leynilega úr landi. Víetnamar skjóta á Thailendinga Araaimpratbet, ThfliUndi. 28. mara. AP. VÍETNAMSKIR hermenn skutu úr fallbyssum i stöðvar kambódískra stjórnarandstæðinga í dag og einnig öðru hvoru i varðstöðvar thailenskra landamæravarða með þeim afleiðing- um að 10 thailenskir hermenn særð- ust. Skothríð Víetnama var þó eink- um beint gegn skæruliða- og flótta- mannabúðunum N’Bok þar sem khmerar hafa aðsetur. Herma fregnir að þeir hafi flúið undan skothríðinni, einnig fjöldi flótta- manna og um 2000 thailenskir þorpsbúar úr landamæraþorpum sem óttuðust að bardagarnir næðu til þeirra. GENGI GJALDMIÐLA Loadon, 28. marz. AP. Bandaríkjadollar lækkaði enn I dag gagnvart mörgum gjaldmiðlum heims, en hækkaði þó gagnvart enska pundinu og kanadíska doll- arnum. Talið er, að vaxtalækkun í Bretlandi hafi leitt til þess, að marg- ir fjirfestingaraðilar hafi skipt miklu fjarmagni í vestur-þýzk mörk eða aðra gjaldmiðla í Vestur-Evrópu. Gerðist þetta, eftir að flestir brezkir bankar lækkuðu vexti sína um V4% úr 13,5% í 13%ídag. Gengi pundsins siðdegis í dag var þannig, að fyrir það fengust 1,2290 dollarar (1,2310), en gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir einn dollar fengust 3,1250 vestur-þýzk mörk (3,1500), 2,6525 svissneskir frankar (2,6635), 9,5545 franskir frankar (9,6050), 3,5340 hollenzk gyllini (3,5580), 2.008,00 italskar lírur (2.008,50), 1,3715 kanadiskir dollarar (1,3655) og 253,30 jen (254,00). LADA 1200 LADA SAFIR LADALUX LADA SPORT 4X4 LAUGARDAG BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.