Morgunblaðið - 29.03.1985, Page 27

Morgunblaðið - 29.03.1985, Page 27
Auglýsing Mjólkurdagsnefndar: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 27 Ráðlögð mjólkurneysla langt umfram það sem hollt getur talist Stuðlið að aukinni mannúð 03 friði - gefið æskunni fermingarqjöf sem kemur að liði... MINNISPENINGUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS — segir í niðurstöðum Manneldisráðs „ÞAÐ verða auðvitað gerðar viðeig- andi breytingar á þessum auglýsing- um enda var það aldrei ætlunin af hálfu Mjólkurdagsnefndar að vera með fullyrðingar sem ekki stand- ast,“ sagði Óskar H. Gunnarsson, formaður Mjólkurdagsnefndar, er blm. Morgunblaðsins innti hann álits á niðurstöðum Manneldisráðs um ólögmæti áðurnefndra auglýs- inga. „Við birtum þetta í góðri trú þar sem textarnir höfðu verið lesnir yfir af sérfræðingum. En við munum að sjálfsögðu endurskoða þau atriði sem gerðar hafa verið athugasemdir við,“ sagði Óskar. í niðurstöðum Manneldisráðs er talið ótvírætt, að auglýsingarnar brjóti í bága við 1. tölulið 7. grein- ar reglugerðar númer 250 frá 1976, „þar sem þær blekkja um sam- setningu, eðli og áhrif vörunnar", eins og þar segir. Samkvæmt niðurstöðum Manneldisráðs eru helstu rangfærslur í auglýsing- unni þessar: „Birt er tafla yfir ráðlagða dagskamta (RDS) af kalki, þar sem gefnar eru rangar og of háar tölur bæði fyrir eldri konur og mjólkandi mæður. í auglýsingunni er ráðlagður dagskamtur jafn- framt talinn jafngilda lágmarks- þörf, en í rauninni er RDS sam- kvæmt skilgreiningu verulega fyrir ofan lágmarksþörf alls þorra heilbrigðra einstaklinga. í sam- ræmi fyrir þessa ýktu þörf fyrir kalk er ráðlögð mjólkurneysla langt umfram það, sem hollt getur talist, einkum fyrir þessa tvo hópa kvenna. í auglýsingunum er því haldið fram, að i mjólk sé D víta- mín í hæfilegu magni og þar af leiðandi nýtist kalk mjólkurinnar betur en úr öðrum fæðutegundum. { rauninni er afar lítið D vítamín i mjólk. Þvi er haldið fram, að al- varlegir hrörnunarsjúkdómar hljótist af minni mjólkurneyslu og sérstaklega að hægt sé að koma i veg fyrir beinþynningu á efri ár- um með því að drekka næga mjólk alla ævi. Að dómi sérfræðinga er beinþynning hrörnunarsjúkdóm- ur, sem ekki er hægt að rekja beinlínis til kalkskorts, enda þótt nægilega kalkrík fæða sé tvímæla- laust mikilvæg fyrir heilbrigði beina og tanna. Rannsóknir hafa þó enn ekki sýnt að mikil mjólk- urneysla geti komið í veg fyrir beinþynningu." í tilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins vegna þessa máls er vitn- að í áðurnefnda reglugerðargrein þar sem segir m.a.: „Matvæli, neyslu- og nauðsynjavörur má ekki hafa á boðstólnum eða dreifa manna á meðal á nokkurn þann hátt, sem fallinn er til að blekkja kaupanda eða móttakanda á upp- runa þeirra, tegund, samsetningu, eðli, áhrifum, magni, verðgildi, eða öðru þess háttar. Þegar dæmt er um þessi atriði, skal sérstak- Morgunblaðið/Júlíus Þessi mynd var tekin er Fulbrightstofnunin fhitti skrifstofu sína í stærra og rúmbetra húsnæði í Garðastræti 16. Á myndinni eru Þorbjörn Karlsson, formaður Fulbrightnefndarinnar, Wincie Jóhannsdóttir, ráðgjafi og Robert Berman, framkvæmdastjóri. Fulbrightstofnunin flytur í nýtt húsnæði Fulbrightstofnunin hefur flutt skrifstofu sína í Garðastræti 16 Reykjavík og er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 12 til kl. 16 en til kl. 19 á fimmtudögum. Starfsemi Fulbrightstofnunar- innar er tvíþætt. í fyrsta lagi veit- ir hún fslenskunámsmönnum, há- skólakennurum og öðrum, styrki til dvalar hér á landi og I öðru lagi hefur stofnunin yfir að ráða safni upplýsinga varðandi nám og há- skóla í Bandaríkjunum. Hjá stofn- uninni er einnig veitt ráðgjöf varðandi nám í Bandaríkjunum. 18 árekstrar í morgunsólinni TÍU bifreiðaárekstrar urðu í Reykjavík í gærmorgun og átta aðrir höfðu verið tilkynntir um miðjan dag, skv. upplýsingum Reykjavíkurlögreglunnar. Eru þetta heldur fleiri árekstrar, en „eðlilegt" er talið á einum morgni á þessum árstíma. Er helst talið að sterk morgunsólin hafi blindað ökumenn því hálka var ekki sér- staklega mikil. lega tekið tillit til þess nafns, sem vörunni er gefið og þeirra upplýs- inga, sem um hana eru birtar í auglýsingum ... “ I tilkynningu Hollustuverndar segir síðan: „Öllum er ljóst að neysla á mjólk og mjólkurvörum er mikilvægur þáttur í mataræði okkar, þó svo að ýmsar fullyrð- ingar í áðurgreindum auglýsing- um séu alrangar, t.d. um að mjólk sé D vítamín auðug." í niðurlagi tilkynningarinnar er brýnt fyrir þeim, sem senda frá sér upplýs- ingar til almennings um matvæli og aðrar neysluvörur í formi aug- lýsinga eða á annan hátt, að virða ákvæði reglugerðarinnar. A/J-:: rrií'rr“i i iFtKlHESiífe / i i 1 , . f PhH-tV l1-fJcriTlr liij \r^_p Mvof ooningur or tötuoonuf á rOndmo Með mannúð til friðar Minnispeningur Rauða kross íslands fæst í bönkum, hjá deildum Rauða krossins og hjá myntsölum. .. VEISLUMATUR A VORUMARKAÐSVERÐI Nautakjötiö okkar er nýtt, ófrosiö og mátulega hangiö Þaö gerir gæfumuninn ... Svínakjöt af nýslátruöu Lambakjöt — mátulega hangið Kanínukjöt af nýslátruöu Nýslátraöir kalkúnar Kjúklingar Endur | Gæsir Nýr lax 1 Graflax | Reyktur lax Nýveiddur silungur Nýveiddur áll | Reyktur áll | Humar | Hörpudiskur | Rækjur Ostapinnar | Ostakúlur Ostabakkar Páskaegg Vdrumarkaðurinn ht. Ármúla 1A og Eiöistorai 11. S:686111 S: 6222C Auðvitað er alltaff gerð athugun á fæði. Við undirstrikum ódýrt verð og æðísgengin gæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.