Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985
47
MofguntHaðlö/Júlíus
• ívar Webster lék mfög wi I lok Wkakw gegn KR og akoraði þá 8 elig al
13 9em Haukar skomöu.
Reykiavíkurmótið í knattspymu:
KR og ÍR
gerðu jafntefli
FYRSTI leikurinn í Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu fór fram í
gærkvöldi ó gervigrasvellinum (
Laugardal. KR og IR gerðu jafn-
tefli í leiknum 1—1.
Bæöi mörkin voru skoruð í fyrri
hálfleiknum. Jón G. Bjarnason
skoraöi mark KR um miðjan fyrri
hálfleik en Bragi Björnsson jafnaöi
fyrir iR úr vitaspyrnu. Margt gott
sást til leikmanna beggja liöa í
þessum leik sem fram fór viö erfiö-
ar aöstæöur, mikinn kulda og há-
vaöa rok. Þaö má segja aö ÍR-
ingar fara virkilega vel af staö (
mótinu en þetta er í fyrsta sinn
sem þeir taka þátt í Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu í meistara-
flokki karla.
„Vonbrigðí
að tapa“
— sagöi Birgir Mikaelsson KR
— Það voru mér mikil von-
brigði að tapa þessum leik. Við
vorum betri aöilinn í leiknum og
óttum aö sigra. En það sem réði
úrslitum að svona fór var að
okkur vantar meiri leikreynslu og
svo meiri hæð. Það var erfitt aö
róða við hann ívar Webster í lok-
in. Þeir hafa unniö okkur í síöustu
fjórum leikjum en allir hafa þeir
verið jafnir og þessi máske jafn-
astur og bestur af okkar hálfu. En
framtíöin er björt hjá okkur
KR-ingum og viö Iftum fram á
veginn. Þetta hlýtur bara að
koma hjó okkur nsest, sagði Birg-
ir Mikaelsson sem átti stórgóðan
leik með liöi KR gegn Haukum og
er einn af framtföar leikmönnum f
góðu liði KR. — ÞR
„Þetta var stórkostlegur
sigur fyrir okkur alla“
— Ég álít aö við höfum verið
betra liðiö f leiknum. Við lékum
þó undir getu framan af en tókst
að né okkur aftur á strik er líða
tók é leikinn. Þetta var stórkost-
legur sigur fyrir okkur alla, sagöi
þjálfari Hauka, Einar Bollason,
eftir að hann haðfi leitt lið sitt
Hauka til sigurs í bikarkeppni KKÍ
í gærkvöldi. Einar var í sjöunda
himni eins og allir leikmenn hans
og fangaði ókaft að leikslokum.
Hann var svo hás og rámur f
röddinni eftir að hafa hrópað á
liðsmenn sína að fyrst á eftir átti
hann erfitt um mél. En þaö lagaö-
ist fljótt og hann sagði viö leik-
menn sína í búningsklefanum eft-
ir leikinn: „Viö skulum njóta sig-
ursins drengir, þaö er svo sjaldan
sem svona sigurstundir renna
upp.“ Haukar voru nú að vinna
sinn fyrsta meiri háttar titil í
körfuboltanum og voru vel aö
honum komnir.
— Ég vissi aö þessi leikur yröi
erfiöur, KR-ingar rísa ávallt hæst
þegar mest ríður á. Og þaö geröu
þeir í kvöld. Þelr léku mjög vel og
drengilega og áttu góöan leik.
Gamla góöa KR stendur alltaf fyrir
sínu, sagöi Einar, sem eins og allir
vita vann marga titla meö meist-
araflokki KR í körfuknattlelk. Einar
sagöi aö síöustu leikir heföu veriö
mjög erfiðir og leikmenn sínir væru
örþreyttir. „Þeir voru svo lúnir á
síöustu æfingu hjá mér aö þaö var
eins og óg væri meö gamla menn í
hressingarleikfimi. Varla furöa, viö
höfum þurft aö leika átta erfiða
leiki á örfáum dögum. Of mikiö
álag og streita, sagöi Einar aö lok-
um. — ÞR
Nú er komið
aó aðaMnningi
ársins
Verndaðri þjónustuíbúð með garðhýsi að Boða-
hlein 15. Garðabæ, að verðmæti 25 milljónir
króna dreginn út í 12. flokki 5- apríl.
Húsið, sem stendur meðal smáhýsanna aftan við
Hrafnistu í Hafnarfirði, verður til sýnis nú um
helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 2 til 6.
Nokkrir lausir miðar til sölu, söluverð miða
1.200 krónur.
Aðrir vinningar:
Vinningur til íbúðarkaupa á 500 þúsund krónur.
Níu vinningar til bílakaupa á 100 þúsund krónur
og 40 utanlandsferðir á 55 þúsund krónur auk
margra húsbúnaðarvinninga.
Nú má enginn gleyma að endurnýja!
<
lae
Happdrættí 84-85