Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 B 15 CHINA GATE Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir William Arnold: China Gate Útg. Ballantine Books 1983. William Arnold mun hafa stundað nám á Taiwan, og sjálf- sagt hefur búseta hans þar hjálp- að honum drjúgt áleiðis í að skrifa þessa stóru og miklu bók þar sem sögusviðið er að mestum hluta Taiwan. Hann virðist skynja Asíu og Asíumenn og sú stemmning sem ríkir i bókinni er sannfærandi í betra lagi. Söguþráðurinn er nokkuð flók- inn, margar persónur koma við sögu og atburðarásinn all æðisleg. í stuttu máli má segja að hér segi frá Bryan White bandarískum að ætterni sem fæddist á meginlandi Kína skömmu fyrir stríðslok, en flýr þaðan með föður sínum, þegar kommúnistar taka völdin. Því er spáð fyrir honum ungum, að hann eigi eftir að verða sá sem muni ríkja yfir Kína, þótt síðar verði. Þessu til undirbúnings og til þess að ná völdum og áhrifum er sett á laggirnar Omega Chi, hópur ungl- inga undir forystu Bryans, sem nær tökum á svartamarkaði Tai- wan og verður tengiliður Taiwans við Bandaríkin. En það eru fleiri hópar á Taipei, sem Omega Chi verður stöðugt að berjast við með hinum afdrifaríkustu afleiðingum. Inn í söguna fléttast Víet- namstríðið, friðarhreyfingar í Bandaríkjunum og stefna Banda- rikjamanna varðandi Taiwan, þegar fram líða stundir — og horft er á þetta frá sjónarmiði Asíumannsins. Þegar Omega Chi fer að hafa afskipti af eiturlyfja- markaðnum, þegar Bandaríkja- menn fara að breyta stefnu sinni gagnvart Kína og Taiwan virðist vera skilin eftir úti í kuldanum. Þetta er mikil saga um ævin- týri, vináttu, glæpastarfsemi svik- semi, pólitíska klæki, úrkynjun — hvaðeina. Hún er nokkuð erfið af- lestrar og ekki alltaf hægt að vera sáttur við þær ákvarðanir sem Bryan White tekur. En sagan er mögnuð og þó að framtíðarspáin rætist á annan máta en lesandi hyggur í upphafi eru sögulokin eiginlega ekki svo galin — og koma reyndar nokkuð vel heim og saman við einmitt það sem er að gerast í Kína nú. Og Bryan er alla bókina út í gegn sjálfum sér samkvæmur svo fremi hugsjónamenn geti á annað borð verið það. Þrátt fyrir niður- lægingu, ósigra og svik, víkur hann ekki frá því markmiði sem hann trúir statt og stöðugt, að hann muni ná. Og gerir líklega. SKm® m S Áskriftarsímimer 83033 oo •/ FR£M TölvuskolT COBOLl FORRITUNARNÁMSKEIÐ ÞÁTTT AKENDUR: MARKMIÐ: LENGD: KENNSLUTILHÖGUN: INNTÖKUSKILYRÐI: TÍMI: FJ. ÞÁTTTAKENDA: Námskeiöið er ætlaö öllum þeim er vilja læra undirstöðuatriði forritunarmálsins COBOL. Aö veita þátttakendum haldgóöa þekkingu I forritunarmálinu COBOL. Fariö er I allar helstu skipanir forritunarmálsins og frávik á milli hinna mismunandi véla. Einnig er farið I hin ýmsu forritunar- vandamál er upp koma, lausnir á þeim, hjálpargögn o.fl. Fariö er m.a. I eftirfarandi atriöi: * Uppbygging og skipulagning forrita. * Kerfisskipanir, forritunarskipanir. * Þýðendur og ritþórar. * Meðhöndlun skráa. * Meðhöndlun geymslumiða og prentara. Kerfisfræði. * Skipulagning tölvuverkefna. 18 kennslustundir. Námskeiðið er I formi fyrirlestra og dæma, ásamt raunverulegum verkefnum er þátttakendur þurfa að leysa sjálfstætt meö aöstoö tölvu. AÖ þátttakendur þekki áöur eitthvað til tölva, tölvuvinnslu og forritunar. 22/4, 24/4, 26/4, 30/4, 2/5, 4/5 klukkan 20.45—23.00. Hámark 10. Innritun og nánari upplýsingar fást I slma 39566 frá klukkan 10—12 og 13—18. „Hverjir kaupa allar þessar IBM PC einkatölvur?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.