Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 B 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Boð og bönn bæta engan Guðmundur Guðmundsson, Húsa- vík, skrifar: Mig langar að svara Magnúsi Guðmundssyni, Patreksfirði, sem skrifaði í Velvakanda fyrir stuttu um bjór. Það er furðulegt að sjá fullorð- inn mann eins og hann láta annað eins frá sér fara. Hann virðist ekki hafa mikla trú á íslensku þjóðlífi en orðrétt sagði hann: „Númer eitt, ölvun um allt land.“ Hvað ætli maðurinn meini með þessu? Ég veit ekki betur en að menn hafi drukkið áfengi i fjölda ára án þess að orðið hafi almenn ölvun um land allt. Hins vegar hafa menn verið teknir fyrir ölvun við akstur en það er ekki nema lítill minnihluti allra þeirra sem brjóta landslög. Magnús vill kannski láta banna allt áfengi í landinu? og láta landsins lýð brugga heima alls konar óþverra? Það eru fleiri þús- und manns sem brugga bjór á fs- landi og sá bjór er yfirleitt 6—8% sterkari en við förum fram á! Samt er ekki nein almenn ölvun Guðmundur segir að fleiri þúsund íslendingar bruggi bjór heima hjá sér og sá bjór sé yfirleitt 6—8% sterkari en sá sem menn vilja fá fluttan inn og seldan hér. um landið, eins og Magnús lætur að liggja. Þetta kjaftæði um ógæfu á sér engan grundvöll. Milli 70—80% þjóðarinnar vilja fá bjór inn i landið enda er hann drukkinn af fleiri þúsund manns nú þegar. Þá segir Magnús orðrétt: „Þegar Kóreustyrjöldin geisaði fórust fleiri menn i umferðarslysum i Bandaríkjunum en þeir sem fórust í stríðinu.“ Ég spyr: voru þeir allir ölvaðir? Magnús veit þá líklegast að þegar Vietnam-stríðið stóð sem hæst fórust fleiri sjómenn á ís- landi en dóu í stríðinu miðað viö höfðatölu. Nei, við skulum hætta að búa til draug úr öllum sköpuðum hlutum. Boð og bönn bæta engan. Margt af því sem búið er til i heimahúsum er hinn mesti óþverri og sá óþverri er engum til góðs. Nær væri að leyfa almennilegt öl. Á Alþingi sitja þeir menn sem þjoðin hefur kosið og ég hvet þá til að verða við óskum meirihlutans i landinu og samþykkja innflutning og sölu á sterkum bjór hér á landi. Uppihald innifalið „Lítilfjörleg verðlaun" var yfir- skrift greinarkorns í Velvakanda 10. apríl sl. Vegna ofangreindra skrifa vilj- um við taka fram að í uppskrifta- samkeppninni „Upp með svunt- una... “ þar sem 1. verðlaun eru helgarferð til Kaupmannahafnar og 2. og 3. verðlaun ferðir til Akur- eyrar/Reykjavikur og Húsavík- ur/Reykjavíkur er að sjálfsögðu innifalið fullt uppihald, þ.e. gisting og fullt fæði. Að auki heiðrum við Kaupmannahafnarfarana sérstak- lega með glæsilegu kvöldverðar- boði á einum virtasta veitingastað borgarinnar þar sem matargerð- arlistin er í hávegum höfð. Greinarhöfundur minnist einn- ig á áhuga fólks á matargerö og þátttöku i samkeppnisleikjum af ýmsu tagi. Við höfum, eins og fram kemur í áðurnefndum aug- lýsingum, staðið fyrir útgáfu upp- skriftabæklinga sem fallið hafa i mjög góðan jarðveg hjá neytend- um. Það vitum við vegna þess hve mikið hefur verið um þá spurt og einnig hins að margir hafa haft samband við okkur og lýst ánægju sinni með þá og jafnvel stungið að okkur ýmsum skemmtilegum og óvenjulegum hugmyndum. Því var önnur ástæða þessarar samkeppni sú að gefa áhugafólki um matar- gerð kost á að koma hugmyndum sinum á framfæri í þessum bækl- ingum og verðlauna um leið bestu uppskriftirnar. Hverjum og einum er því frjálst að vera með og „taka þessa verðlaunaáhættu" sem við vonum þó fastlega að verðlauna- hafarnir muni bæði hafa gagn og gaman af. Með þökk fyrir birtinguna, f.h. Osta- og smjörsölunnar sf., óskar H. Gunnarsson. Lögreglan leysi umferðarhnúta Borgarbúi skrifar: Allir vita hvað umferðin hér er þung í vöfum, sérstaklega á mánu- dögum og föstudögum. Til dæmis er Laugavegurinn hrein plága og ekki bætir úr skák að vagnar SVR þurfa að stoppa við Landsbankann á Laugavegi 77, síðan á móts við Iðunnar Apótek og loks við Lauga- veg 7. Aðeins á síðastnefnda stað- num komast bílar framhjá vögn- um SVR, en við Laugaveg 77 og á móts við apótekið stöðvast öll um- ferð því Laugavegurinn er ekki breiðgata og vagnarnir fyrirferð- armiklir. Ætla má að öll umferð stöðvist 30 til 40 sinnum á dag ef ekki oftar og maður spyr: hvar eru umferðarséníin, hvar er umferð- arstjórnin og allt það? Á ekki lögreglan að sjá um að leysa þetta mál? Hvers vegna er lögreglan hætt að greiða fyrir umferð um Lauga- veg t.d. og í miðbænum? Sem dæmi er umferð við Tryggvagötu og Hafnarstræti hreinasta hörm- ung. Lögreglan sést aldrei á þess- um slóðum og alls ekki á mánu- dögum og föstudögum. Aftur á móti sá ég nýlega á föstudegi lög- regluþjón á mótorhjóli við Landa- kotsspítala skrifa upp fjölda bíla sem líklega var ólöglega lagt, á meðan allt var í kaos í miðbænum. Sl. sunnudag varð ég vitni að því að lögreglan stöðvaði ökumenn sem voru að keyra um. Ekki er mér kunnugt um ástæðuna því ekki óku þessir ökumenn yfir há- markshraða. Mikið hlýtur að vera að í sambandi við umferðarstjórn hér þegar lögreglan er að eltast við smámál en leiða aðalhöfuð- verkinn hjá sér. Ég skil bara ekki svona lagað. Því skora ég á yfir- völd að bæta úr þessu ófremdar- ástandi. Borgarbúi segir að oft stöðvist öll umferð á Laugaveginum vegna ferða SVR sem hafi viðkomu á mörgum stöðum og þar sem gatan sé mjó komist engir bflar framhjá. Málverka uppboð veröur aö Hótel Sögu mánudaginn 6. mai kl. 20.30. Myndirnar veröa til sýnis sunnudaginn 5. mai kl. 14.00—18.00 aö Hótel Sögu. < TOL VUHAM5KEIÐ MULTIPLAM Markmið námskeiðsins er að gefa stjórnendum og öðrum sem starfa við áætlanagerð ogflókna útreikninga innsýn í hvernig nota má tölvur á þessu sviði, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Multiplan býður. i EFI1I; • Uppbygging töflureikna • Valmyndir kerfisins • Skipanir útskýrðar • Uppbygging líkana Hámskeiðið er að langmestu leyti í formi verklegra æfinga og miðast við að þátttakendur geti staðið á eigin fótum við vinnu í Multiplan að námskeiði loknu. Tími: 22.-24. apríl kl. 9.00-13.00 LEIÐBEIHAtlDI: l/algeir Hallvarðsson, deildarstjóri hjá Eimskip ATH! Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Starfsmenntun- arsjóður starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. STJÓRNUNARFÉLÁG ÍSLANDS IWo23 K Blaöburðarfólk óskast! Austurbær: Óöinsgata Sóleyjargata ' Meöalholt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.