Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 B 5 Samtökin Lífsvon stofnuð: Telur sér skylt að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna SAMTÖKIN Lífsvon voru stofnuð laugardaginn 13. aprfl sl. í stefnuskrá félagsins segir að Lífsvon séu samtök einstaklinga sem telja sér skylt að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna. Sam- tökin eru óháð trúar- og stjórn- málastefnum. Markmið félagsins er að veita konum eða foreldrum, sem þurfa á hjálpa að halda vegna barnsburð- ar, allan þann siðferðis- og félags- lega stuðning sem samtökin geta boðið, að beita sér fyrir því að Al- þingi setji lög til verndar ófædd- um bömum og að ný grein verði tekin upp í stjórnarskfana er kveði á um rétt hinna ófæddu til lífs allt frá getnaði. Hulda Jensdóttir forstöðukona var kosin formaður Lífsvona, en aðrir í stjórn eru Pétur Gunn- laugsson lögfræðingur, varafor- maður, Jón Valur Jensson cand. theol., ritari, Tryggvi Helgason flugmaður, gjaldkeri, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, blaðafull- trúi. Til vara voru kosin Ingibjörg Guðnadóttir skrifstofustúlka, Gunnar Þorsteinsson forstöðu- maður og séra Þorbergur Krist- jánsson. (Úr fréttatilkynningu.) Mexíkó: 18 manns fórust í lestarslysi Meifkóborg, 1). >prfl. AP. í DAG rakst þéttsetin farþegalest á flutningalest sem var að koma af hliðarspori í b* um 150 km austur af Mexíkóborg. Að sögn lögreglunnar fórust 18 manns og 82 slösuðust Lögreglan sagði, að áreksturinn hefði orðið snemma í morgun fyrir utan járnbrautarstöðina I bænum Soltepec. Ekki er enn vitað um orsakir slyssins. Þykkvibær. Kartöflu- verksmiðjan tvöfaldaði söluna í mars Kartöfluverksmiðjurnar hafa auk- ið mjög sölu sína undanfarnar vikur, m.a. í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar um að niðurgreiða fram- leiðslu þeirra. Til dæmis tvöfaldaðist sala kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ í mars miðað við mánuð- ina á undan og hefur þessi mikla sala haldið sér það sem af er aprfl að sögn framkvæmdastjórans, Friðríks Magnússonar. Friðrik sagði að jafnhliða niður- greiðslunum hefði verksmiðjan lagt stóraukna áherslu á sölumál- in, meðal annars með því að skipta um dreifingaraðila á höfuðborg- arsvæðinu. Hann sagði að báðar þessar aðgerðir hefðu skilað sér í aukinni sölu. Sala verksmiðjunnar var 70—80 tonn í mars, en í febrú- ar var hún rúmlega 30 tonn. Frið- rik sagði að til að anna þessari auknu eftirspurn væri unnið á vöktum þrjá daga vikunnar og stundum væri unnið á laugardög- um. Pítuhús ** i í Garðabæ *■ Veitingastaðurinn Pítuhúsið var opnað í 1 Iðnbúð 8 í Garðabæ nú fyrir skömmu. Kigendur staðarins eru hjónin Hafdís Þorvaldsdóttir og Eiríkur B. Finnsson, sem ennfremur eru meðeigendur Pítunn- ar að Bergþórugötu í Reykjavík. Með- fylgjandi mynd er tekin í hinum nýja veit- ingastað. „ TOL VU-SUMARBUÐIR “ á ári æskunnar FRAM TOLVU SKOLI NYJUNG Á ÍSLANDI Á sumri komanda mun Tölvuskólinn Framsýn leggja sitt af mörkum á ári æskunnar með því að gefa unglingum á aldrinum 9—14 ára kost á ógleym- anlegri dvöl í sumarbúðum skólans að Varmalandi í Borgarfirði, undir handleiðslu reyndra starfsmanna á sviði tölvu- og íþróttakennslu. Tölvuskólinn Framsýn Síöumúla 27, 108 Reykjavík, sími 91-39566.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.