Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 19
jfLift á nöfnum sem ekki voru fyrirséð- ar. Nafngjafir eru tískufyrirbrigði eins og margt annað. Þær hafa breyst feiknarlega mikið á þessum tíma. Eitt nafn hefur farið sér- staklega illa með okkur á Hagstof- unni. Það er kvenmannsnafnið Linda, en nú eru um 600 konur með þessu nafni. Það var sára- sjaldgæft hér á árum áður. Sér- staklega er Linda Björk orðin al- geng nafngift. Konur sem bera nafnið Björk sem fyrsta nafn eru nú 300 og tæplega 2.000 konur bera þetta nafn sem millinafn. Björk var einnig sárasjaldgæft fyrir 1948. Þessar breytingar á nafngiftum hafa valdið því að það er orðið ákaflega þröngt á sumum stöðum í þessu talnakerfi og erfitt orðið að úthluta númerum. Það hefur orðið til þess að grípa hefur orðið til þess óyndisúrræðis að nota á ný nafnnúmer þeirra sem látnir eru. Enn verra er ástandið orðið í fyrirtækjaskránni. Þar eru líka mjög miklar breytingar, nöfn- um breytt eða fyrirtæki lögð niður. Nafnnúmerakerfið er ennþá notað til að raða nöfnum í staf- rófsröð. Af því leiðir að ef um nafnbreytingar er að ræða þá verður að gefa ný nafnnúmer. Nafnabreytingar einstaklinga eru líka alltaf einhverjar. Fyrir kemur að úthlutað er númerum sem aðrir hafa átt nokkrum árum áður en jafnvel þó viðkomandi einstakl- ingur sé allur fyrir mörgum árum eða fyrirtæki lagt niður, þá getur númerið staðið eftir vegna fyrri skuldbindinga. Af þessum sökum er nú í bígerð að breyta þessu nafnnúmerakerfi og taka upp í staðinn fastar auðkennistölur fyrir einstaklinga og fyrirtæki í þjóðskrá sem fylgja einstaklingn- um og fyrirtækjum frá upphafi og alla tíð.“ Nýtt kerfi Að sögn hagstofustjóra er ekki enn búið að ákveða alveg hvaða talnakerfi verður fyrir valinu, en það er einkum tvennt sem kemur til greina. Það er annars vegar að halda átta stafa númerum en gera þau að föstum númerum sem ekki standa í neinu sérstöku samhengi við nöfn manna. Hinn möguleik- inn, og sá sem talinn er álitlegri, er að fara að nota núverandi fæð- ingarnúmer sem auðkennistölu einstaklinga í þjóðskrá og búa til samsvarandi stofndagsnúmer fyrir fyrirtæki. Kost átta stafa númera kvað Hallgrímur vera þann að hægt væri að nota áfram allar skrár sem nú eru til og byggjast á nafnnúmerum. Ókost- irnir eru hins vegar þeir að núm- erið stendur ekki í neinu samhengi við eitt né neitt, er langt og erfitt að muna það. Jafnframt er það ókostur að það eru þegar í gangi skrár sem byggjast á fæðingar- númerum og þær skrár verða ekki lagðar niður, þannig að með þessu fyrirkomulagi yrði að viðhalda skrám með tvenns konar númera- kerfum. Fæðingarnúmer er, að sögn Hallgríms, að mörgu leyti heppi- legur kostur, það er þegar til er stutt, þriggja stafa númer, sem bætist aftan við fæðingardag, mánuð og ár. Fæðingarnúmer eru þegar notuð í heilbrigðis- og tryggingakerfinu að hluta. Enn- fremur er það kostur við fæðing- arnúmer að þá er hægt að raða fólki í eðlilega aldursröð. Á hinn bóginn kvað Hallgrímur það ókost að ef farið yrði að beita fæð- ingarnúmerum sem „þjóðskrártöl- um“ þá þyrfti að breyta mörgum þeim skrám sem nú eru í notkun t.d. skattskrá gjaldheimtu, ýmsum skrám einkaaðila o.fl. Þessi breyt- ing er að sögn Hallgríms bæði tímafrek og dýr ef gera þarf hana sérstaklega. „Þessi fyrirhugaða breyting," segir Hallgrímur, „er hluti af endurskipulagningu þjóðskrár sem nú er unnið að. Sú endurskoð- un miðar að því annars vegar að breyta vinnuaðferðum og gera skrána þjálli og notadrýgri og ennfremur að því að gefa henni „hraustlegra og betra útlit, gera hana meira aðlaðandi". Meiningin er að fara nú að rita öll nöfn rétt og fara að nota alla broddstafi stafrófsins. Jafnframt á nú að fara að skrifa hana bæði með há- stöfum og lágstöfum í stað ein- tómra hástafa eins og nú er gert. Jafnframt verður gefinn kostur á að heimilisföng séu rituð í þágu- falli.“ Skylt að afmá nöfn úr skrám Hallgrímur gat þess að nýlega hafi Hagstofan vakið athygli al- mennings á lagaákvæði frá 1981, þess efnis að ef fólk óskar eftir þá er skylt að afmá nöfn þess af skrám sem notaðar eru til útsend- ingar dreifibréfa, auglýsinga, áróðurs o.þ.h. í kjölfar þessa sagði Hallgrímur að talsverður hópur hafi notað sér þetta og látið afmá nöfn sín. Auðvitað er hér ekki um að ræða að fólk geti strokað sig út af þjoðskrá eða þeim skrám sem notaáar eru til að senda út skatt- seðla eða önnur erindi frá opin- berum aðilum. Önnur viðgangsefni Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri sagði að önnur meginviðfangsefni Hagstofunar væru upplýsingasöfnun um efna- hags- og félagsmál og skýrslugerð eins og fyrr var greint frá. Hér má m.a. nefna mannfjöldaskýrslur, skýrslu um fædda, dána og flutta o.s.frv. Annað mikið verkefni eru skýrslur um inn- og útflutning. Sérstaklega eru innflutnings- skýrslur tíma- og mannfrekar, enda hefur innflutningur og fjöl- breytni hans aukist mjög á undan- förnum árum. Slíkar skýrslur eru um það bil tuttugu þúsund á mán- uði að sögn Hallgríms. Ekki má gleyma einu mikilvagasta verkefni Hagstofunar, útreikningi á verð- laagsvísitölu, þ.e.vísitölu framfærslukostnaðar og bygg- ingarvísitölu. Þessar vísitölur eru nú reiknaðar mánaðarlega. Þær eru ómissandi sem upplýsingar um breytingar á verðlagi í landinu að sögn Hallgríms. Að auki kvað hann vera um að ræða ýmis verk- efni, m.a. dómsmálaskýrslur, bíla- skýrslur, sveitarsjóðareikninga, ýmsar skýrslur um samgöngur og sitthvað fleira. Þá gat hann þess að nú sé unnið að úrvinnslu mann- talsins 1981. Hagstofan annast einnig útgáfu ýmissa skýrslna t.d. mánaðarlega útgáfu Hagtíðinda. Þá er nýlega útkomin á vegum stofnunarinnar tölfræðihandbók sem hefur að geyma ákaflega margvíslegar upplýsingar um land og þjóðarbúskap. Upplýsingagjöf Hallgrímur gat þess ennfremur að upplýsingagjöf af ýmsu tagi væri mjög fyrirferðarmikil þáttur í starfsemi Hagstofunnar, bæði við almenning um málefni sem varða þjóðskrá, svo og við stofnan- ir, bæði innlendar og erlendar, á sviði efnahagsmála, fyrirtækja og einstaklinga. Á Hagstofan að vera ráðuneyti? í drögum að frumvarpi um stjórnarráð sem verið hefur til umræðu, er gert ráð fyrir að Hag- stofan verði ekki ráðuneyti eins og hún er nú. Þegar hagstofustjóri var spurður álits á þessari ráða- gerð svaraði hann: „Mér finnst þetta ekki skipta meginmáli, þetta er breyting sem myndi fyrst og fremst snerta formlega stöðu Hagstofunnar. Ég tel að Hagstof- an þurfi að hafa býsna sterka og sjálfstæða stöðu eins og hún hefur nú. Staða Hagstofunnar er í raun- inni vel viðunandi og ekki virðist knýjandi nauðsyn á að gera slíka breytingu. Að mínu mati virðist eðlilegra að svona breyting verði gerð í tengslum við endurskoðun á verkaskiptingu þeirra stofnana sem nú vinna að öflun upplýsinga og skýrslugerð um efnahagsmál fremur en að hún sé gerð ein, út af fyrir sig.“ Texti: Guörún Guölaugsdóttir. Unglingur frá öðru landi — tilþín! AFS hefur yfir 25 ára reynslu í nemendaskiptum milli íslands og annarra landa. Skiptinemarnir koma ýmist til sumardvalar í tvo mánuöi eöa til ársdvalar frá 20. ágúst 1985. Vill þín fjölskylda leggja okkur liö og taka aö sér skiptinema? Haföu samband og kannaöu máliö. AFS á íslandi, P O. Box 752, Sími: 91-25450. Hverfisgötu 39. 121 Reykjavík. Opiö virka daga 14—17. á íslandi með /jölda stórravinninga Utanlandsferö fyrír 130 krónur? utan/erðir mánaðarlega MIÐI ER MÖGULEIKI ___HAPPDRETTI_________ Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.