Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 23
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL1985 15 < Z 'ó og það svo að stundum jaðrar við siðvendni. Hann er vellauðugur en þrátt fyrir það á hann það til að æsa sig út af fjármálum og þeim tíma sem það tekur að gera kvik- mynd. Warner Brothers fjár- magna kvikmyndir hans og annast dreifingu á þeim, en framleiðand- inn er oftast Malpaso, fram- leiðslufyrirtæki í eigu hans sjálfs. Kvikmyndatakan gengur svo hratt að það er engu líkara en Óskars- verðlaun séu veitt fyrir snaggara- lega kvikmyndatöku og sem flest- ar frumtökur í fullbúnu eintaki myndarinnar. Hann lifir í miklum vellystingum og vernduðu um- hverfi í Carmel í Kaliforníu en þrátt fyrir það gengur hann klæddur eins og hver annar amer- ískur meðaljón. Kannski er það í virðingarskyni við fólkið sem kom að sjá myndir hans á þeim tíma er Rex Reed lýsti þeim sem „fávita- æfingum í handabakavinnu í Hollywood". Þegar hann talar við fólk er hann virðulegur í framkomu, um- burðarlyndur og allt að því form- legur. En hann fæst ekki til að ræða fyrrverandi eiginkonu sínu sem hann skildi við eftir 25 ára hjónaband og heldur ekki vinkonu sína, Sondra Locke. Hún er leik- kona og kemur oft fram í myndum hans. Samt glittir í innri mann- inn. „Ég verð alltaf miður mín og eiginlega alveg ómögulegur maður þegar trúnaður er misnotaður," segir hann. „Slíkt kemur mér allt- af að óvörum.“ Hann er gjarn á að treysta fólki en undrast stundum að hann skuli gera það: „Ég var í bíltúr um landareign mína í Carmel og kom þá auga á strák og stelpu sem voru búin að tjalda. Ég hugsaði sem svo: „Ég er ekkert að skipta mér af þeim. Þau eru svo sannarlega að njóta lífs- ins.“ Þegar ég kom aftur á staðinn var þar allt í skít og skömm. Mér fannst ég hafa verið svikinn." sjálfur," segir hann. „Og svo skilja þeir stundum ekkert í því sem maður hélt að hefði verið útskýrt á mjög einfaldan hátt. Svo það þýðir ekki að hafa vit fyrir fólki. Það eina sem hægt er að gera er að taka mark á sjálfum sér og sinni eigin eðlisávísun. Svo leggur maður sig allan fram og vonar að sjálfsögðu að einhver kunni að meta það.“ Clint Eastwood er harður á því að hann sé ekkert gáfnaljós. Hon- um finnst beinlínis óþægilegt að velta málum mjög gaumgæfilega fyrir sér. Þetta eru engin látalæti eða hógværð af hans hálfu heldur yfirvegað mat hans á eigin hæfni. Prá upphafi hefur hann útilokað samtöl í myndum sínum og tak- markað það sem sýnt er af því að hann telur áhorfendur færa um að fylgjast með því sem fram fer án þess. Hann lýsir leik og leikstjórn sem túlkunarlistgreinum, eða verkum, sem eru minna metnar sem listsköpun en handritið. Hann býður eftir því að honum berist handrit í stað þess að fá fólk til að skrifa þau eftir pöntun og þá um efni sem hann hefur áhuga á. Þannig varð hlutverk Dirty Harrys t.d. sótt í sögu eftir Harry Julian Fink og R.M. Fink. Hand- ritið var upphaflega ætlað Frank Sinatra en hann veiktist og hljóp Clint Eastwood þá í skarðið. Hann breytti hlutverki leynilögreglu- mannsins. Næsta mynd hans, „Pale Rider“, er undantekning frá reglunni. Að þessu sinni er um að ræða handrit sem skrifað er í samræmi við hugmynd sem Clint Eastwood fékk. Hann segist vera fær um að velja gott handrit án þess að hann hafi hæfileika til að skrifa handrit sjálfur. Það er eins og hann sé alltaf að draga línur og segja við sjálfan sig: „Þetta er ég. Þetta er ekki ég. Þetta eru mín raunverulegu takmörk." Hann er reiður þeim sem gagn- og vann þar m.a. á benzínstöð og í öskunni áður en hann réð sig í vinnu hjá Universal Studios fyrir sem svarar 3 þúsund krónum á viku, en þar fór hann með ýmis aukahlutverk. „Rawhide" var sjónvarpsmyndaflokkur sá sem aflaði Eastwood frægðar og frama í Bandaríkjunum, en i þáttum þessum fór hann með aðalhlut- verk í sjö ár samfleytt. Árið 1964 var komið að því að Clint Eastwood tók saman föggur sínar og lagði af stað til Evrópu til að leika í „Fistful of Dollars". Þetta var fyrsti „spaghetti-vestr- inn“ af þremur sem ítalski leik- stjórinn Sergio Leone stjórnaði og það voru einmitt þessar myndir sem gerðu Clint Eastwood frægan svo um munaði. í fyrstu nutu myndirnar einkum vinsælda utan Bandaríkjanna en það átti eftir að breytast. Hér var komin ný teg- und af vestra-hetju og hún var harla frábrugðin hinni dæmigerðu vestra-hetju sem áður hafði þekkzt. Hinn nýi „vestra-töffari” var gersneyddur riddaramennsku og hann sýndi aldrei minnstu merki iðrunar. Afstöðu hans gagnvart heimi sem fullur var af ofbeldi mátti í senn túlka eins og hann væri að bjóða honum birginn en líka eins og hann væri ekki annað en samvizkulaus þorpari sem sveiflaði byssunni í þágu þess sem borgaði bezt. Og þá var komið að Dirty Harry. í myndunum um hann lék Clint Eastwood þvermóðskufullan spæjara sem túlkaði öðru fremur óánægju alþýðunnar með þjóðfé- lag sem rekið var af skriffinnum, félagsfræðingum, vanhæfum full- trúum kerfisins og mönnum sem ávallt voru reiðubúnir til að láta undan til að halda stundarfriðinn. í Dirty Harry-myndunum kom fram sá boðskapur að megingalli bandarísks þjóðfélags væri í því fólginn að það megnaði ekki að Leikarinn í skrifstofu sinni (kvikmyndaveri Warner Brothers. Frakkland hefur sérstaklega heiörað Eastwood með sýningum á myndum hans f kvikmyndasafninu í Parfs, Cinémathéque, og oröuveitingu. Þegar hann telur upp kvik- myndaleikara og kvikmyndir sem hann hefur mætur á nefnir hann ekki menn á borð við John Wayne eða Jimmy Stewart sem hann á þó ýmislegt sameiginlegt með. Hans fólk er Montgomery Clift, James Cagney, Simone Signoret og Maggie Smith og meðal eftirlæt- ismynda eru „Saturday Night and Sunday Morning" og „Breaker Morant". Hann talar um þetta í góðlátlegum tón en dáiítið kulda- lega þó. Tilfinningarnar geymir hann handa áhorfendum sínum. Þeir og hans eigin eðlisávísun virðast vera það eina sem hann virðist bera fullkomið traust til. „Ég reyni aldrei að hafa vit fyrir áhorfendum. Þeir eru oft langtum framsýnni en maður Eastwood tekur til hendi í myndinni „Coogans Bluff". rýna hann fyrir ofbeldi í myndum hans. „Þetta er fólk sem vill al- ræðisvald og heldur að hlutverk þess sé að stjórna öllum hinum ... Það er alltaf að hugsa um alla þessa veslinga sem vaði í villu og svíma. Svona hugsunarháttur er ekki annað en „risaegó" sem flæð- ir út um allt ... Þetta fólk treður sér upp á stall og horfir svo þaðan og segir: Þetta er það sem fjöldinn sér.“ CLint Eastwood er alinn upp á tíu stöðum í Kaliforníu ( krepp- unni miklu. Foreldrar hans voru sífellt að flytja og leita að atvinnu. Hann þurfti aldrei að svelta en var alltaf látinn ljúka við matinn á disknum um leið og hann var minntur á svanga Armeníumenn. Hann gekk í gagnfræðaskóla f Oakland og sá skóli var í hverfi þar sem flestir unnu erfiðisvinnu. Engum datt nokkru sinni í hug að segja við hann að hann væri klár eða efnilegur. Hann gegndi her- skyldu á tímum Kóreustríðsins en í hernum kenndi hann félögum sínum að synda og stofnaði til vin- áttu við menn sem vildu verða leikarar. Hann fór til Los Angeles veita venjulegu fólki sem vildi lifa venjulegu lífi nauðsynlega vernd, heldur stuðlaði það beinlínis að glæpastarfsemi. Eastwood tekst einna bezt að koma til skila hneykslun, reiði og kaldhæðni gagnvart því að hann — í gervi hins venjulega manns sem gengur í venjulegum fjöldaframleiddum fötum — skuli þurfa að standa í öðru eins og þessu. Harry tekur þessu öllu með kaldri ró en af- staða hans leynir sér aldrei. Þær viðtökur sem Dirty Harry- myndirnar fengu gerðu Clint Eastwood að því sem hann er nú, þ.e. stór og rík Hollywood-stjarna á borð við það sem algengt var á árum áður. Gagnrýnendur eru löngu farnir að taka hann alvar- lega og hann hefur hlotið mörg verðlaun fyrir myndir sínar. Hann er kominn í hinn eftirsóknarverða hóp leikara sem áhorfendur hafa á tilfinningunni að séu sífellt að leika sjálfa sig, manna eins og Rudolph Valentino, Clark Gable, Cary Grant og John Wayne. (Úr grein eftir John Vinocur í The New York Times Magazine)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.