Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL1985 B 15 , ■ . ,,,. .. ., Þjónusta við lands- byggðina FYRIRTÆKJUM og einstakling- um úti á landi stendur nú til boða að láta Scndibíla hf. útrétta fyrir sig í Reykjavík. Hægt er að láta sækja smávöru og stærri hluti sem þarf að koma á BSÍ, í flug- fragt eða á einhverja af vöruflutn- ingamiðstöðvunum. Viðkomandi þarf að vita verð- ið á þeim hlut sem kaupa á, hringir þá í Sendibíla hf. og lætur í ljós óskir sínar, fær gef- inn upp áætlaðan kostnað við akstur sendingarinnar og legg- ur síðan heildarupphæðina á reikning Sendibíla hf. með C. gíróseðli. Iðnaðarráðherra: Ætlar að segja upp örkusölu- samningum við Áburðar- verksmiðjuna IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur í hyggju að láta segja upp gildandi samningum um orkusölu til Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi, en þetta fyrirtæki nýtur nú mun hagstæðara verðs á orku en aðrir stórir orkukaupmenn. „Það er ekkert vit til í orku- málum á fslandi," sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, á fundi Félags ísl. rekstrar- ráðgjafa á miðvikudagskvöld og sagði orkumálin erfiðasta mála- flokkinn sem við væri að glíma í iðnaðarráðuneytinu eftir margra ára óstjórn og ofstjórn í þessum málaflokki. Sverrir nefndi sem dæmi um vitleysuna orkusölusamninginn við Áburðarverksmiðjuna, sem þyrfti ekki að greiða nema 6,4 til 7,5 mills fyrir rafmagnið meðan til dæmis Sementsverksmiðja ríkisins greiddi um 72 mills. Kvaðst Sverrir ætla að láta segja upp samningum um orku- söluna til Áburðarverksmiðj- unnar. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Jltagpssilrlitfrifr ísáll hf.: Undirbýr álaeldi í Þorlákshöfn HLUTAFÉLAGIÐ ísáll undirbýr byggingu og rekstur álaræktar- stöðvar í Þorlákshöfn. Hönnun stöðvarinnar er á lokastigi en beð- ið er eftir leyfi landbúnaðarráðu- neytisins til innflutnings á glerál (álaseiðum). Fimm einstaklingar standa að ísáli hf., Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, Rolf Johansen, stórkaupmaður, Jón Ingvarsson, forstjóri fsbjarnarins, ólafur Stephensen, forstjóri sam- nefndrar auglýsingastofu og Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Rætt hefur verið um samvinnu við erlenda aðila um byggingu stöðvarinnar. Ragnar Halldórsson sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. að stefnt væri að því að hefja ála- eldið í vor. Það færi þó eftir því hvaða skilyrði landbúnaðarráðu- neytið setti fyrir leyfi til inn- flutnings glerálsins varðandi sóttkví og fleira. Ragnar sagði að stefnt væri að byggingu stöðvar sem framleiddi 100 tonn af áli á ári, með mögu- leikum til stækkunar ef vel gengi. Állinn yrði fluttur út enda virtist góður markaður vera fyrir hann. Stofnkostnaður er áætlaður um 40 milljónir. Ragn- ar taldi að eldið væri ábatasamt eins og málin stæðu í dag. COROLLA1600 Það þarf hugrekki til að endurhanna bíl sem nýtur jafn mikilla vinsælda ogToyota Corolla, - bíl sem í mörg ár hefur verið mest selda Toyota Corolla 1600 sannar að enn má bæta það sem best 8 © I hefur verið talið. Viðhönnun hennar hefur þess verið gætt, að hún hafi til að beraalla þá kosti sem öfluðu eldri gerðum vinsælda, en aðaláherslan hefur verið lögð á að auka innanrými,draga úr eldsneytis- eyðslu ogbæta aksturseiginleika. Til þess að ná þessum árangri hefur Corolla verið búin þverstæðri vél og framhjóladrifi, hjólabil hefur verið aukið, gólf lækkað, sætum breytt og dregið hefur verið úr loft- mótstöðu (0.34 Cd á Corolla Liftback). TOYOTA Nybyiavegi 8 200Kopavogi S 91-44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.