Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 16
16 B MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRlL 1985 Skákbækur: Sjálfsgagnrýni Anatolys Karpov ristir ekki djúpt Skák Margeir Pétursson Anatoly Karpov: Learn from your Defeats. Útg. Batsford 1985. Er ég frétti af nafni þessarar bókar og því að hún hefði að geyma tapskákir Karpovs frá því hann varð heimsmeistari 1975 hugsaði ég mér gott til glóðar- innar, því þarna hlyti að vera á ferðum tímamótarit. Sjálfur heimsmeistarinn viki sér niður af stallinum og viðurkenndi mis- tök sín, orsakir þeirra og afleið- íngar. Ég bjóst við að þarna fengist svar við ýmsum spurn- ingum, svo sem þeim hvers vegna jafn ægisterkur skákmað- ur og Karpov þyfti að tapa endr- um og eins og undir hvaða kring- umstæðum mest hætta væri á afleikjum. Eftir lestur bókarinnar er ég einna helst á því að hinn af- kastamikli þýðandi, Bandaríkja- maðurinn Éric Schiller, hafi klúðrað nafni bókarinnar í þýð- ingunni, því eftir innihaldi bók- arinnar að dæma hefði hún átt að heita: Hefndin er sæt. Vissulega eru allar 32 tap- skákir Karpovs á árunum 1975—1984 í bókinni (nýlega hafa þrjú töp gegn Kasparov bæst við), en það er farið yfir þær á hundavaði, höfundur læt- ur sér nægja að benda á tapleik sinn og segir síðan álit sitt á stöðunni, áður en hann lék af sér. Það sem heimsmeistarinn ieggur hins vegar áherzlu á eru vinningsskákir hans gegn hinum sömu mönnum og hann tapar fyrir, og þá skortir hvorki skýr- ingar né lýsingarorð. Fyrir að- eins fimm töp hefur Karpov ekki náð að hefna sín, þau eru gegn filippeyska stórmeistaranum Torre og fjórum lítt þekktum skákmönnum: Azmaparashvili (Sovétríkjunum), Hartmann (V-Þýzkalandi), Garcia-Palermo (Argentínu) og hinum landflótta Rússa Igor Ivanov. Tilgangur heimsmeistarans með bókinni virðist því ekki vera sá að auðga skákbókmenntirnar, skákskýringarnar hafa t.d. margar hverjar birst áður, held- ur sá að sýna skákheiminum fram á að hann láti engan eiga inni hjá sér og hafi getað gert upp sakirnar við alla sterkustu stórmeistarana, þó hann hafi einstöku sinnum orðið að láta í minni pokann gegn þeim. Það ber því nokkuð á sjálfshóli í bók- inni, en það kann að vera slakri þýðingu að kenna. Raymond Keene: An Opening Repertoire For White. Útg. Batsford 1984. Þekktasti skákrithöfundur heims um þessar mundir, enski stórmeistarinn Raymond Keene, hefur sent frá sér enn eina bók- ina. Þrátt fyrir að Keene sé ekki í hópi öflugustu stórmeistaranna njóta skrif hans mjög almennrar viðurkenningar í skákheiminum, enda nær hann að sameina skemmtilegan stíl og vandaðar skýringar. Þá er Keene allra manna fróðastur um skáksögu og skákbækur. Nýja bókin ætti að vera kærkomin þeim skák- mönnum sem eiga í vandræðum með byrjanir og eru sífellt slegn- ir út af laginu vegna þess að þeir hafa ekki eytt nægilegum tíma í utanbókarlærdóm. Bók Keene er skrifuð fyrir þá sem vilja leika 1. Um Karpov hafa verið ritaðar óteljandi verðskuldaðar lof- greinar og því algjör óþarfi fyrir hann sjálfan að bæta þar um betur. Aðeins minni háttar spámenn grípa til sjálfshóls, þegar þeim finnst lofið skorta. Karpov segir t.d. um tapskák sína gegn Timman í Bugojno 1978: „Afleiðingar þessa taps voru ekki hræðilegar og ég náði að deila efsta sætinu með Boris Spassky, en ég ætla ekki að af- saka mig. Timman tefldi skákina frábærlega vel. Mér leið illa og gat ekki hugsað skýrt — það má sjá af skákinni." Karpov tapaði sem sagt vegna þess að hann var illa upplagður, en Timman varð samt að tefla af snilld til að d4 í fyrsta leik og í henni er fjallað um allar varnir svarts gegn þeirri byrjun. Keene kemur síðan með uppá- stungur um það hvernig skuli svara hverri vörn og velur gjarn- an afbrigði sem eru fremur lítið tefld og til þess fallin að koma andstæðingum á óvart. Verður ekki betur séð en að skákmenn á hvaða stigi sem er verði allvel brynjaðir með hvítum eftir að hafa tileinkað sér þennan fróð- leik. Bókin er því tilvalin fyrir þá sem láta sér nægja skemmri skírn í fræðunum og vilja spara sér vinnu við undirbúning. í bókarlok er skemmtilegur kafli þar sem Keene velur þá tíu skákmenn sem hafa teflt bezt með drottningarpeðsbyrjun, 1. d4. Listi hans er svohljóðandi: 1. Kasparov, 2. Aljekín, 3. Botvinn- Karpov sigra. Ef þetta er ekki að afsaka sig, hvað er það þá? Áður hefur Batsford gefið út tvær bækur um Karpov. Önnur hefur að geyma allar skráðar skákir hans til 1975, en hin allar skákir hans frá 1975—77. í bók- um þessum eru einnig æviatriði og mótaskrár og þær eru því merkar heimildir um afrek og skákstíl Karpovs. Nýja bókin er hins vegar hroðvirknislega unn- ik, 4. Pillsbury, 5. Petrosjan, 6. Korchnoi, 7. Portisch, 8. Resh- evsky, 9. Rubinstein, 10. Gligor- ic. Fischer og Karpov eru ekki gjaldgengir á listanum, því aðal- vopn þeirra er 1. e4. Þá fylgir ein skák með hverjum þessara tíu skákmanna. Við skulum líta á eina skák af þessum tíu, þar beitir Banda- ríkjamaðurinn Harry Nelson Pillsbury strategískri hugmynd sem síðar hefur verið kennd við hann og er nothæf í ýmsum stöð- um sem koma upp eftir 1. d4. Hvítt: Pillsbury Svart: Marco París 1900 Drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Rf6, 4. Bg5 — Be7, 5. e3 — 0—0, 6. Rf3 — b6, 7. Bd3 — Bb7, 8. cxd5 — exd5. Nú á dögum er 8. — Rxd5 mun vinsælla. 9. Re5 Upphafið á dæmigerðri Pills- bury-árás. Hvítur hyggst leika f2-f4 og blása til kóngssóknar. 9. — Rbd7, 10. f4 — c5, 11. 0—0 — c4? in og hvorki sæmandi heims- meistara né virtu útgáfufyrir- tæki. Nær hefði verið að halda áfram þar sem frá var horfið í hinum bókunum tveimur. Móta- skrá í lok bókarinnar er meira að segja gölluð, þar vantar mót sem Karpov hefur teflt á og töl- fræðilegar upplýsingar þar því rangar. Þeir einu sem gætu haft gam- an af bókinni eru heitustu að- dáendur Karpovs og yfirvegaðr- ar taflmennsku hans. Eftir lest- ur bókarinnar hljóta þeir að efl- ast í þeirri trú að meistarinn tapi aldrei nema fyrir óheppni, því Karpov virðist hafa haft góð- ar stöður í næstum öllum tap- skákunum. Þrátt fyrir allt þetta er óneit- anlega mikill heiður fyrir skák- menn að eiga skák í bókinni, en það á einn íslendingur, Friðrik ólafsson stórmeistari, sem vann Karpov í Buenos Aires 1980. „Hefndarskákin" var siðan tefld á Ólympíuskákmótinu á Möltu, nokkrum vikum seinna. Friðrik ólafsson er reyndar eini íslend- ingurinn sem nokkru sinni hefur unnið ríkjandi heimsmeistara. Svartur varð að halda press- unni á miðborðið. 12. Bc2 — a6, 13. Df3 — b5, 14. Dh3 — g6, 15. f5 — b4, 16. fxg6! Ef nú 16. — bxc3 þá 17. g7! 16. — hxg6, 17. Dh4! — bxc3, 18. Rxd7 - Dxd7, 19. Hxf6 - a5, 20. Hafl - Ha6 21. Bxg6! — fxg6, 22. Hxf8+ — Bxf8 Hér lýsti Pillsbury yfir máti í sex leikjum, eins og venja var að gera í gamla daga. Mátleiðin hefst á 23. Hxf8+! Svartur gafst því upp. Keene kann að útskýra hlutina seiðandi sólskinseyjan A mmmmm !! Þetta er fímmta árið sem við bjóðum upp á Mallorkaferðir — Gististaðirnir Royal Playa de Palma, Royal Torrenova og Royal Jardin del Mar — eru íslendingum að góðu kunnir — og allt er gert til að gera farþegum okkar dvölina sem ánægju- legasta. Verð í 20 daga með V2 fæði — frákr. 31.400,- Brottfarardagar: maí júní júlí ágúst sept. okt. 8,27 17 8,29 19 9,30 21 Ath.: sumar brottfarirnar eru þegar þétt bókaðar. Umboð • Itlandi tyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTlG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.