Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRlL 1985 íc i i mi i\virMyNDANN/i Kvikmyndahátíð ’Sö: maurar — ný mynd „Þar sem grænu maurana dreymir“ verður sýnd á kvikmyndahátíð Listahátíðar í vor en hún er eftir Þjóðverjann Werner Herzog Mynd eftir þýska kvikmyndaleikstjórann Werner Herzog, „Þar sem grænu maurana dreymir" (Wo die gríinen Ameisen trðumen), veröur sýnd é Kvikmyndahátíö í vor. Þar sem flestar leiknar kvikmyndir Herzogs hafa veriö sýndar hér á landi (einu sinni eöa oftar) þótti stjórn hátíöarinnar engin ástæöa til aö sleppa augunum af þeim ágæta manni, segir í kynningu frá Kvikmyndahátíö, sem þessi grein byggir á. Þaö hlýtur aö vera svolítið sér- arleysi viö töku myndarinnar „Fitz- geraldo", sem segir frá manni, sem byggja vill óperuhús í miöjum frumskógi. Sú mynd kostaöi raun- ar nokkur mannslíf, en þaö fór ekki hátt, þar sem „aöeins“ var um indí- ána aö ræöa. Þaö sem fór hins vegar hærra var aö leikarar og samstarfsmenn hröktust einn af öörum frá tökustaö. Til dæmis var leikarinn Jason Robards fluttur af tökustaö nær dauöa en lífi og Mick Jagger varö aö hætta þáttöku þegar Herzog varö aö byrja uppá nýtt eftir margra mánaöa þrotlaus- ar tökur. Yfirleitt er því svo háttaö aö tilstandiö i kringum myndir hans vekur ekki minni athygli en myndirnar sjálfar og stundum meiri. Kvikmyndir hans eru oftast nær hægar og Ijóörænar, fallegar og framandi. Sögurpersónur hans eru ýmist neöanmálsfólk og utan- garösmenn eöa furöufuglar og ævintýramenn. Einn af helstu túlk- endum þessara persóna er Klaus Kinski, sem Herzog sjálfur hefur stakur kvikmyndaleikstjóri, sem gerir myndir út um aliar trissur nema heima hjá sér. En útþrá Werners Herzog er ekkert eins- dæmi meöal þýskra kvikmynda- leikstjóra. Hann er, líkt og Wim Weners, heimshornaflakkari og unir ekki lengi á sama staö. Ef þeir sjást á götum heimaborgar sinnar er viöbúið aö erindi þeirra sé brýnt. Flökkueöli þessara tveggja meistara þýskrar kvikmyndagerö- ar hefur m.a. borið þá til íslands. Þeir eru ásamt Fassbinder, Schlöndorf og Kluge þekktustu fulltrúar þeirrar uppvakningar sem var í þýskri kvikmyndagerö seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda og nefnd var „Neuer deutscher Film', þýska nýbylgjan. Herzog hefur orö á sér fyrir aö fara ótroönar slóöir og þykir skrattanum þrárri. Hann hikar ekki viö aö leggja sjálfan sig og aöra í bráöa lífshættu sé þaö í þágu kvikmyndalistarinnar, en mörgum ofbauö fífldirfska hans og ábyrgö- Úr myndinni „Þar sem grænu maurana dreymir". nefnt mesta ieiksnilling vorra tíma. Kinski, sem sumir þekkja betur sem föður ungrar og fallegrar leik- konu eöa sem skúrk í þriöja klassa bandarískum hasarmyndum, lék aöalhlutverkiö í Herzogmyndum eins og „Aguirre, reiö Guös“, „Nosferatu" og í fyrrnefndri ævin- týramynd um ofurhugann Fitzger- aldo. Herzog frumsýndi „Þar sem gænu maurana dreymir“ á kvik- myndahátíöinni t Cannes á síðasta ári. Ekki vann myndin til verölauna — þau eftirsóttu féllu reyndar í skaut landa hans, Wenders, en víst vakti hún talsveröa athygli. Hún er tekin í Ástralíu og fjallar um bar- áttu frumbyggja viö iönjöfra og auöhringa sem komast vilja yfir land þeirra fyrstnefndu og reisa þar verksmiöjur. Frumbyggjarnir beita friösamlegum baráttuaöferö- um af ætt setuverkfalla. Málstaöur Kvikmyndahátíð ’85: Væntanlegar myndir þeirra er heilagur því landiö er heil- agt samkvæmt trúarbrögðum þeirra. Þetta er landiö „þar sem grænu maurana dreymir". Þrátt fyrir heilagan málstaö er barátta frumbyggjanna vonlaus. Kvikmynd Herzogs sýnir árekst- ur tveggja heima, tvennskonar trú- arbragöa og ólíkra viöhorfa nútíö- ar og fortíöar. Myndin hefur fengiö misjafnar viötökur gagnrýnenda og áhorfenda. Þykir mörgum sem frásögnin sé of einföld og jafnvel ódýr, en engum blandast þó hugur um aö hugsunin aö baki hennar er bæöi falleg og göfug. Charles Bronson og ómissandi félagi hans í gegnum tíöina. Kvikmyndahátíð Listahátíöar í Reykjavík veröur haldin dagana 18.—26. maí eins og fram hefur komiö. Á hátíðinni verða hátt í 25 myndir og er þegar búið aö ákveða fjölmargar þeirra. Gestur hátíöar- innar veröur franski leikstjórinn J.L. Godard, en hann er einn upp- hafsmanna frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerö. Á hátíöinni veröa sýndar þrjár myndir eftir Godard, er þar fyrst aö nefna nýjustu mynd hans Je vous salue María sem hefur vakið m.a. mikla hneykslun manna í Frakklandi og voru sýningar á myndinni bannaöar í Versölum. Hinar tvær myndirnar sem sýndar verða á hátíöinni eftir Godard eru Prenom Carmen sem gerö var á síöasta ári og einnig Suve qui peut la vie en sú mynd er nokkuö eldri. Frá Þýskalandi veröa sýndar þrjár myndir en þær eru: Der stand der dinge eftir Wim Wenders, en hann fékk gullbjörn- inn í Cannes á síöasta ári fyrir nýj- ustu mynd sína París-Texas. Der stand der dinge er gerö áriö 1983. Der fall Bacheimer — Keine zeit fíir tranen sem er ettir Hark Bohm, en hann var einn aöalleikari Fass- binder um árabil. Þessi mynd er gerö á síöasta ári og fjaliar um dómsmál sem kom upp í Þýska- landi áriö 1983 þegar kona skaut moröingja barnsins síns í réttarsal. Wo die Griinen ameisen tráum- en eftir Werner Herzog og var lok- iö 1984. Myndin fjallar um frum- byggja í Ástralíu og baráttu þeirra viö iönjöfra sem vilja komast yfir land þeirra til aö reisa þar verk- smiðjur. * Frá Bretlandi kemur myndin The Gold Diggers eftir Sally Potter. Þetta er mynd sem er eingöngu gerö af konum og er Julie Christie í aöalhlutverki. Myndin var tekin aö hluta til hér á landi áriö 1983. Önnur bresk mynd á hátíðinni er Number One eftir Les Blair. ■k Frá Póllandi er ein mynd sem heitir The Day of the Humming Bird eftir leikstjórann Rydzewski. * Einnig kemur mynd frá Ungverjalandi sem heitir Diary for My Children og er eftir konu sem heitir Marta Meszaros. ★ Frá Ítalíu koma væntanlega tvær myndir. Önnur er eftir Taviani bræöur og heitir La Notte Di San Lorenzo og er frá árinu 1982. Hin er eftir Ettorjo Scola og heitir Le Bal. * Frá Japan veröur myndin Sich- inin no Samurai eftir meistarann Kurosawa og veröur hún sýnd í fullri lengd. ★ Frá Austurríki veröur ein mynd á hátíöinni og heitir Die Erben eftir Walter Bannert. Myndin fjallar um uppgang ný-nasista í Evrópu. Þessa mynd var erfitt að sýna í Þýskalandi vegna þess aö ný- nasistar hótuöu sífellt aö sprengja upp bíóhúsin þar sem fyrirhugaö var aö sýna myndina. ★ Ákveöiö hefur veriö aö sýna tvær myndir frá Bandaríkjunum og er önnur þeirra Stranger than Paradise eftir Jim Jarmush og hin Heavy Traffic eftir Ralph Bakshi. ★ Á kvikmyndahátíö veröur kynnt- ur leikstjóri frá Júglóslavíu sem heitir Slobodan Sijan og veröa tvær myndir eftir hann kynntar á hátíöinni sem heita The Marathon Family og How I was Systematic- ally Destroyed by Idiots. ★ Ein mynd frá Suöur-Ameríku veröur á hátíöinni, en hún er frá Kúbu og heitir Alsino Y El Condor og er eftir leikstjórann Miguel Litt- in. Fieiri myndir hafa ekki veriö ákveönar enn sem komiö er en lík- lega veröur dagskráin endanlega tilbúin í lok apríl. — ai. BRONSON Stjörnubíó sýnir von bráöar nýja mynd meö gamla brýninu Charles Bronson í aöalhlutverki — nefnist hún lllska mannanna (The Evil That Men Do). Charles kallinn Bronson er ekki eins tíður gestur hér á landi og hann var fyrir nokkrum árum, þeg- ar hann lék í aö minnsta kosti tveimur myndum á ári. Líklegasta skýringin er aldurinn, kappinn eld- ist eins og annaö fólk, fæddur — ég trúi því ekki heldur — áriö 1921. Leikstjóri myndarinnar er J. Lee Thompson en hann hefur sérhæft sig í bandarískum spennumyndum á undanförnum árum, eftir aö hafa gert myndir eins og Byssurnar frá Navarone í Englandi. Thompson hefur mörgum sinnum áöur stjórn- aö Bronson í mynd og má þar nefna „Ten To Midnight" sem hef- ur veriö ofarlega á vinsældalistum myndabandaleiga. ■ ■ ■ ■ ST JORNUG JOFIN STJÖRNUBÍÓ: NÝJA BÍÓ: í fylgsnum hjartans ★★* *'/2 Skammdegi ★* The Natural **1/4 LAUGARÁSBIÓ: The Karate Kid ★** Dune ★★* TÓNABÍÓ: Rear Window **** Sér grefur gröf **’/i BÍÓHÖLLIN: HÁSKÓLABÍÓ: Dauöasyndin **Vi Vígvellir *** REGNBOGINN: AUSTURBÆJARBÍÓ: The Sender *+'Æ Lögregluskólinn ** Hótel New Hampshire ★*★ Greystoke **,A Huldumaöurinn *V4 Æöisleg nótt meö Jackie ** SV. Einkenni- legur maður og grænir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.