Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 18
18 B__________________MORGUNBLApjp, ^UNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 Þjóðskráiner undirstaða stjóm- sýslu í landinu Rætt við Hallgrím Snorrason hagstofustjóra Alþýöuhúsið á horni Hverfisgötu og Ingólfs- strætis, gegnt Arnarhóli, er dökkleitt hús og í rign- ingu viröist það næsta þungbúiö. Innandyra er andrúmsloftið á þann veg að hugurinn verður þrung- inn alvöru meðan lyftan sígur rólega niður á fyrstu hæð, albúin að taka við blaðamanni sem á það er- indi í þetta hús að finna að máli nýlega skipaðan hagstofustjóra, Hailgrím Snorrason. Mjór gangur og yfirlæt- islaus, grámálaðar hurðir með nafnspjöldum, húsið er greinilega byggt undir áhrifum frá funkistflnum sem var áhrifamikill á ár- unum kringum seinna stríð. Skrifstofa hagstofu- stjóra er björt með glugg- um mót norðri og austri. Ingólf Arnarson ber við nýja seðlabankahúsið, sem aftur ber við gráhvíta Esjuna. Hallgrímur Snorrason býður blaða- manni að setjast við Ijós- leitt fundarborð og viðtal- ið hefst. Eg tók við starfi hag- stofustjóra sl. áramót af Klemensi Tryggvasyni. Forveri hans og fyrsti hagstofustjórinn var Þorsteinn Þorsteinsson.Klemens gegndi starfi hagstofustjóra í nær 34 ár, en Þorsteinn í 37 ár. Hallgrímur Snorrason, núver- andi hagstofustofustjóri, er fædd- ur í Reykjavík árið 1947. Hann er sonur hjónanna Þuríðar Finns- dóttur Jónssonar ráðherra og fyrri konu hans, Auðar Sigur- geirsdóttur, og Snorra Hallgríms- sonar læknis Sigurðssonar bónda að Hrafnsstöðum í Svarfaðardal og konu hans, Þorláksínu Sigurð- ardóttur. Hallgrímur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966. Lauk BSc-prófi frá háskól- anum f Edinborg 1969 og MSc- prófi frá Lundarháskóla árið 1971. Eiginkona hans er Guðný Rögn- valdsdóttir. Þau eiga þrjár dætur. Hallgrímur segir að það hafi verið mikil viðbrigði að koma frá Skotlandi til Svíþjóðar. Vissulega hafi það haft sinn „sjarma" að búa í Skotlandi en þar hafi verið kalt og velmegunin auðsjáanlega til muna meiri hjá almenningi í Sví- þjóð. Þegar Hallgrímur var langt kominn með að Ijúka prófi við Lundarháskóla vatt hann sínu kvæði í kross og fluttist til Stokkhólms. „Það var gaman að koma úr hljóðlátum háskólabæ eins og Lundur er i mannhafið í stórborginni Stokkhólmi. Ég var eitt og hálft ár á hvorum stað og líkaði vel.“ í Stokkhólmi var Hall- grímur viðloðandi Nordiske inst- itiut för Samhállsplanering, „Nordplan". Þar var hann á nám- skeiðum í „hagfræði landsvæða og svæðaskipulagningu" en sótti jafnframt námskeið í háskólanum í Stokkhólmi og var á sama tíma að ljúka ritgerð og mastersprófi frá Lundi. Fyrri störf Spurningunni af hverju hann hafi valið hagfræði velti hann fyrir sér nokkra stund og sagði síðan að líklega hafi hann beitt „útilokunaraðferðinni". Einhvern áhuga hafi hann þó líkast til haft á þeim störfum sem byggjast á hagfræði. „Hagfræðin er ekki menntun sem gefur sjálfkrafa nein starfsréttindi eða vísar með sjálfgefnum hætti í ákveðið starf, þetta tel ég frekar kost en hitt,“ segir Hallgrímur og heldur áfram: “Ég byrjaði í leyfum á námsárum mínum að vinna hjá Efnahags- stofnun sem er forveri Þjóðhags- stofnunar. Þegar ég kom heim eft- ir nám sumarið 1972 fór ég að starfa hjá Framkvæmdastofnun og síðar Þjóðhagsstofnun. Þar hóf ég störf 1974 og starfaði þar til ársloka 1984, síðustu fjögur árin sem aðstoðarforstjóri. Aðstaða Hagstofunnar Hallgrímur kveður Hagstofuna búa við þrengsli enda húsnæðið gamalt orðið og slitið. Engar pappírsgeymslur séu fyrir hendi þannig að allt pappírsflóðið sem þarna sé geymt verði fólk að hafa inni hjá sér, það valdi loftleysi. Nauðsynlegt er, að hans mati, að endurbæta húsnæði Hagstofunnar eða fá nýtt húsnæði Hefur aldrei veríð í eigin húsnæði Hagstofan flutti í núverandi húsnæði árið 1971. Árið 1914, þeg- ar Hagstofan var stofnuð, var hún til húsa á Hverfisgötu 29, þar sem nú er sendiráð Dana. 1919 flutti hún á Skólavörðustíg 5,1923 flutti hún í hús Landsbankans í Austur- stræti. 1948 flutti Hagstofan í Arnarhvol og fékk viðbótarhús- næði 1962 á Klapparstíg 26. Starfsemin sem þar var flutti 1965 í Lindarbæ. Nú er Hagstofan leiguliði hjá Alþýðuflokknum á Hverfisgötu 8—10. Tölvuvæðing Að sögn Hallgríms Snorrasonar er nú verið að tölvuvæða stofnun- ina, bæði til að auka upplýsinga- gjöf til almennings og svo til þess að endurbæta vinnubrögð og auka afköst við almenna starfsemi. Hallgrímur kvað um 40 manns starfa við Hagstofuna, þó ekki séu allir í fullu starfi. Hreyfing á starfsfólki hefur verið talsverð og breytingar á starfshlutfalli tíðar. Meirihluti starfsfólks er konur. Yfirmenn Hagstofunnar eru flest- ir karlmenn, sjö karlkyns deildar- stjórar á móti tveimur konum. Hlutverk Hagstofunnar Að sögn Hallgríms er hlutverk Hagstofunnar samkvæmt lögum að safna og vinna úr upplýsingum um landsins gagn og nauðsynjar, ýmsa þætti um vöxt og viðgang mannfólksins, um atvinnumál, verðlagsmál og efnahagsmál al- mennt. Starfsemi Hagstofunnar megi skipta í tvennt í meginatrið- um þó skilin séu ekki skörp. „Ann- Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri. að meginviðfangsefnið," segir Hallgrímur, „er að færa skrárnar þrjár, þ.e. Þjóðskrá, fyrirtækja- skrá og nemendaskrá. Hins vegar er söfnun upplýsinga um efna- hagsmál og félagsmál af ýmsu tagi og úrvinnsla þeirra." Skrárnar þrjár Þjóðskrá var að sögn Hallgríms sett á stofn hér á landi á grund- velli sérstaks manntals sem tekið var á árinu 1952 og hefur hún ver- ið færð síðan. Hún á að hafa að geyma á hverjum tima nöfn allra þeirra sem hér eru búsettir, svo og nöfn íslendinga erlendis. En þar eru líka geymdar upplýsingar um þá sem hafa verið á skrá áður svo þetta er ekki bara ein skrá. Þjóð- skráin er að sögn Hallgríms að mörgu leyti undirstaða stjórn- sýslu í landinu. Þar sést ekki að- eins hvar fólk býr heldur einnig ýmislegt sem varðar hagi þess. Þar kemur fram nafn einstakl- ings, fæðingardagur og ár, hjú- skaparstaða, nafnnúmer, fæðing- arstaður, lögheimili eða aðsetur, trúfélagsaðild, ríkisfang og jafn- framt fæðingarnúmer. Þjóðskráin er m.a. undirstaða kjörskráa. Henni er beitt m.a. við skattlagn- ingu og er haldið við vegna ýmissa stjórnsýsluþarfa. Hún er með öðr- um orðum m.a. undirstaða skatta og tryggingakerfis. Fyrirtækjaskráin er skrá yfir fyrirtæki, félög og stofnanir. Nemendaskráin hefur að geyma upplýsingar um nemendur I skól- um landsins og hún gerir kleift að fylgjast með námssókn innan menntakerfisins. Nafnnúmerakerfið Allir einstaklingar, tólf ára og eldri, hafa sérstakt nafnnúmer. Sama máli gegnir um fyrirtæki, félög og stofnanir. Nafnnúmera- kerfið var tekið upp á árinu 1960, þá var þjóðskráin unnin í gata- spjaldavélum og nafnnúmer tekin upp sem aðferð til að raða fólki í stafrófsröð. Fyrst voru sjö stafir í nafnnúmeri en seinna átta stafir þar sem sjö fremstu stafirnir eru hið raunverulega númer en átt- undi stafurinn er svonefnd vara- tala. „Nú er svo komið,“ heldur Hallgrímur áfram, „að nafnnúm- erakerfið er orðið hálfgerður gallagripur og hefur í raun gengið sér til húðar. Þegar nafnnúmerum var úthlutað í upphafi, þá var það gert á grundvelli nafna manna sem fæddir vou 1948 og fyrr. Síðan hafa orðið gríðarlegar breytingar Afgreiðsla Þjóðskrár. Frá vinstri Guðrún Ingadóttir, Ásta Snorradóttir, Hallbjörg Karlsdóttir, í gagnaskráningu Hagstofunnar. Frá vinstri Anna Halldórsdóttir, Hafdís Albertsdóttir, Ólöf Hrönn Helgadóttir og Guðleif Einarsdóttir. Kristinsdóttir og Halldóra Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.