Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
„éq cc(A\jeq ruglaður i íp\j\, \rwJa6 er
Óúpiter’, og (wjab ef áatamus. Hv/i 6pyr&u
ckKi poí benn'nsiöðinni ?"
... aÖ kyssa hann
af hjartans lyst.
kappreíAunum er lokið?
Dagmæður eru svo sannarlega undir eftirliti, beði af umsjónarfóstrum og foreldrum, segir bréfritari.
Árásarskrif á dagmæður
Kristjana Jacobsen, Vaglaseli 1,
skrifar:
Athugasemd vegna árásaskrifa
á dagmæður að undanförnu í
Þjóðviljanum:
Slæmt tel ég hugarástand
þeirra greinarhöfunda Þjóðvilj-
ans, sem stóðu að þessum skrifum,
og væri æskilegt að meiri bjart-
sýni gætti hjá því fólki nú með
hækkandi sól. Annars eru þessar
órökstuddu aðdróttanir vart
svaraverðar. Mér finnst okkur
dagmæðrum beri að þakka Mar-
gréti Sigurðardóttur, umsjónar-
fóstru, fyrir vandaða svargrein í
Þjóðviljanum þann 10. apríl sl. við
áróðrinum og segir hún það í grein
sinni, sem segja þarf um þessi
mál.
Slæmt er fyrir dagmæður að
þurfa að svara svona aðdróttunum
í blöðum þar sem við erum sanr
arlega undir eftirliti umsjónar-
fóstra þegar þeim hentar. Alla
daga eru dagmæður undir eftirliti
foreldra sem vissulega geta kvart-
að sé á börnum þeirra brotið og
ber að gea það enda á það bent í
sameiginlegum reglum foreldra og
dagmæðra. Mér finnst vart hæfa
þeim, sem vinna við gæslu barna,
að vera íneð stríðsyfirlýsingar
hver á hendur öðrum, enda varla
neinum til góðs. Þó umræddir
dálkahöfundar Þjóðviljans finni
dagmæðrum allt til foráttu og
telji þær ekki eiga tilverurétt í
þessu starfi, verða þeir þó að
sætta sig við það og bíða og sjá
hvort draumur þeirra rætist um
að öll börn skuli vistuð á uppeld-
isstofnunum frá fæðingu til lykla-
aldurs.
Ef ég hef skilið áðurnefnda
greinarhöfunda rétt, telja þeir það
myndi leysa allan vanda foreldra í
sambandi við barnagæslu.
Þessir hringdu .
Lögvernd
Vegna fyrirspurnar frá Guð-
rúnu í Velvakanda laugardaginn
13. þ.m. varðandi Lögvernd vilja
forráðamenn samtakanna að eft-
irfarandi komi fram:
Samtökin Lögvernd voru
stofnuð 16. marz sl. Markmið
þeirra er m.a. að vinna al-
mennt að endurbótum á ís-
lensku réttarfari og vekja al-
menning til umhugsunar um
rétt sinn. Samtökin hafa tvisv-
ar verið kynnt í Ríkisútvarpinu
og fréttatilkynningar hafa
birst í öllum dagblöðum og í
Ríkisútvarpinu. Viðtalstími
samtakanna hefur verið aug-
lýstur í DV um helgar undir
„tilkynningar". Fyrir þá sem
hafa misst af því upplýsist það
hér með, að viðtalstími sam-
takanna er á mánudögum og
þriðjudögum milli kl. 19 og 21,
síminn er 13839.
Vaxtarrækt
Vigdís Pálsdóttir, Vesturbrún
28, hringdi:
Mig langaði til að setja út á
það sem vaxtarræktarkonan
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir
sagði í samtali við Mbl. sl.
fimmtudag. Hún sagðist halda
að keppnin yrði jafnari ef hún
keppti ekki og allt væru þetta
ný andlit sem kepptu nú. Þetta
er alls ekki rétt. Stelpurnar
sem nú keppa hafa keppt áður
og ég vil minna á að það mun-
aði ekki miklu á Hrafnhildi og
þeirri stúlku sem varð í öðru
sæti í síðustu vaxtarræktar-
keppni. Hún hefur því alls ekki
meiri möguleika en hinar
stelpurnar.
Einnig finnst mér fáránlegt
að hún skuli dæma á mótinu.
Sjónvarp
Tvær úr Mosfellssveit
hringdu:
Við viljum kvarta yfir því
hversu leiðinlegt sjónvarpið er.
Til dæmis mætti vera meira af
Wham!, Duran Duran og Nik
Kershaw í þættinum Skon-
rokki. Einnig mætti sýna gam-
alt vinsælt efni — eins til
tveggja ára — í Skonrokki.
Þær stöllur langaði að sjá
þættina um Gretti oftar, en
það eru teiknimyndaþættir og
hafa verið sýndir sum mánu-
dagskvöld.
Bílsímanotandi
Sverrir Guðjónsson, Dverga-
bakka 8, hringdi:
Ég vil benda á að það fengju
nokkrir hausar að fjúka hjá
Pósti og síma ef eins væri farið
að og í sjónvarpsmyndinni sl.
mánudagskvöld, „Æ sér gjöf til
gjalda". Nú er til dæmis verið
að ganga á rétt okkar sem hafa
bílasíma. Okkur var lofað í
upphafi að fá sjálfvirka kerfið
inn á símana sem við keyptum
en nú ætla þeir að ganga á bak
orða sinna með það svo að þeir
3—400 bílasímar, sem eru
komnir, eru nú allir ónýtir
miðað við það kerfi sem Póstur
og sími ætlar að taka upp.
Setja á upp kerfi fyrir Norð-
urlönd, sem er einungis á 400
Mhz, en flest önnur Evrópu-
löndin eru komin með 900 Mhz.
Nú er ljóst að Póstur og sími
ætlar sér ekki að ganga til
móts við okkur bílasímanot-
endur, sem erum þegar komnir
með síma, heldur að fara þarna
millileið þannig að jafnvel
þurfa þeir að fara út í 900
Mhz-kerfi út af því að þeir fá
ekki framleidda sima fyrir hitt
kerfið nema samkvæmt ein-
hverjum séríslenskum lögum.