Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 20
MORGUNBLAMÐ, SIWNUÐAGUR 2J. APRÍL1986 feO 8 SJONVARP: TIL ÞJÓNUSTU REMJBtlNN — Breskur framhaldsmyndaflokkur í 13 þáttum í íslenska sjónvarpinu Þannig er byrjunin ekki mjög lofandi og í fyrstu þarf David að reyna að aðlaga sig hinu nýja lífi. Minningarnar úr stríðinu leita á hann og í martröðum sín- um endurlifir hann hrylling skotgrafanna. En smátt og smátt fer hann að skilja hið sanna gildi Bamfylde-skóla og hvað skólinn hefur uppá að bjóða bæði fyrir nemendurna og kennara. Hann hrífst æ meir að kennarastarfinu og honum verð- ur það ljóst að drengirnir í skól- anum, sumir hverjir ekki mikið yngri en hann sjálfur, eru mjög áhrifagjarnir. Hann sýnir og sannar að hann getur unnið traust þeirra og hann skilur hina nýju kynslóð og leit hennar að frelsi. Sagan gerist á þeim árum þegar afstaða manna til mennt- unar, fjölskyldulífs, siðferðis- *. - Breskir framhalds- myndaflokkar eru með því besta sem ís- lenska sjónvarpið sýnir og hefur sýnt í gegnum árin. Sumir þeirra hafa gengið mjög lengi í sjónvarpinu, sérstaklega hér í eina tíð, og orðið að einskonar heimilisvin- um. Nægir að nefna þætti eins og Húsbændur og hjú eða Oned- in-skipafélagió, sem dæmi eða þá Aston-fjölskylduna og ekki síst Sögur Forsyth-ættarinnar. Mörg- um eru þetta ógleymanlegir sjónvarpsþættir. Því er oft haldið fram að Bret- ar hafi sérstaka yfirburði yfir aðrar þjóðir í gerð leikinna sjón- varpsmynda eða framhalds- þátta og er gjarnan bent á að þeir hafi uppá að bjóða einvala lið leikara og afburða leikstjóra og tæknilið. Og ekki vantar þá söguefnið til að mynda. Einnig er bent á að ríkisútvarp-sjón- varp Bretanna, BBC, sé eitt það vandaðasta og öflugasta í heimi. Bresku framhaldsþættirnir, sem hófu göngu sína síðasta sunnudagskvöld, eru einmitt framleiddir af BBC. Þeir heita, eins og kunnugt er, Til þjónustu reiðubúinn eða To Serve Them All My Days, á frummálinu. Leik- stjóri er Andrew Davies og eins og hann, eru flestir leikararnir næstum óþekktir hér á landi. Þeir eru: John Duttine, Frank Middlemass, Alan McNaughtan, Patricia Lawrence, Neil Stacy og Belinda Lang. Sjónvarpsflokkurinn er gerð- ur eftir samnefndri skáldsögu breska rithöfundarins R.F. Delderfield, sem sagt er að lýsi einkar vel lífinu í hefðbundnum breskum einkaskólum. Verður forvitnilegt að fræðast nánar um það allt saman, en sagan á að eiga sér stað í Bretlandi á millistríðsárunum. Skáldsagan varð að metsölubók þegar hún kom út en höfundurinn, Delder- field, var einn afkastamesti rit- höfundur í Bretlandi á sínum tíma auk þess að vera leikrita- skáld. Það er ekki að ástæðulausu sem sagt er að þættirnir lýsi vel og á sannfærandi hátt lífinu í breskum einkaskólum því höf- undurinn var ungur í einum slíkum sjálfur og hann sagði eitt sinn í viðtali að það væri ekkert leyndarmál að bókin væri „ákaf- lega sjálfsævisöguleg". Sköpun- arverk Delderfields, Bamfylde- skóli, sem hann staðsetti á af- skekktum stað í Norður-Devon, er nánast alveg eins og einka- skólinn sem hann var nemandi í á þriðja áratugnum. Söguhetjan er ungur kennari frá Wales, David Powlett-Jones að nafni, en sagan hefst árið 1918 þegar fyrri heimsstyrjöldin er enn í fullum gangi. David er ekki lengur fær um að gegna herþjónustu og hann ákveður því að ráða sig til kennarastarfa við Bamfylde-skólann, óráðinn um framtíðina. Stríðið hefur markað sín spor í David Pow- lett-Jones. Hann er bitur út í lífið og hann á í nokkrum erfið- leikum í einkaskólanum vegna þess að hann kemur úr verka- mannastétt og er réttindalaus sögukennari. Einn af kennurunum í Bamfylde-skóla glaðhlakkalegur i svipinn með krikk- cttkylfuna sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.